Dagur - 07.03.1992, Side 3
r* « ! C1 i I ÍT^ A fl — Q
Laugardagur 7. mars 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Landið er framtíðin:
Húsgull með ráðstefiiu um vemdun og endurheimt landkosta
- „breyting á hugarfari er lykillinn að lausn vandans,“ segir Árni Sigurbjarnarson
Húsgull á Húsavík, samtök um
gróðurvernd og uppgræðslu,
gengst fyrir ráðstefnu um
verndun og endurheimt land-
kosta á Hótel Húsavík laugar-
daginn 21. mars nk. Ráðstefn-
an er haldin undir yfirskriftinni
- Landið er framtíðin - hún er
öllum opin og vona forsvars-
menn HúsguIIs, að bændur,
landeigendur, sveitarstjórnar-
menn og áhugamenn um land-
kosti og landgræðslu fjöl-
menni, einnig er vonast til að
fólk af Eyjafjarðarsvæðinu og
SV-horninu sæki ráðstefnuna.
Dagskrá ráðstefnunnar er allr-
ar athygli verð, vel skipulögð og
fjöldi ráðamanna og sérfræðinga
mun flytja ávörp eða fyrirlestra,
eða alls 19 manns. Þar á meðal
má nefna að Forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, mun
ávarpa ráðstefnuna. Ráðherrarn-
ir Eiður Guðnason og Halldór
Blöndal eru meðal fyrirlesara,
einnig Björn Sigurbjörnsson,
FAO/IAEA, Sveinn Runólfsson,
landgræðslustjóri, Haukur Hall-
dórsson, Stéttasambandi bænda,
Ómar Ragnarsson, fréttamaður,
Andrés Arnalds, Landgræðslu
ríkisins og Gunnar Einarsson,
bóndi á Daðastöðum.
Á ráðstefnunni verður Land-
græðslu ríkisins afhent gjafafé,
sem safnað hefur verið til kaupa
á raðsáningarvélum til notkunar
við uppgræðslu. Með tilkomu
slíkra véla verður hrein bylting
við sáningu melgresis og lúpínu.
„Við þurfum að taka frumkvæðið
heim í hérað og vinna orrustuna af
jörðu niðri með þeim mannskap
sem fyrir er,“ sagði Árni Sigur-
bjarnarson, forsvarsmaður
Húsgulls, sem hvetur til sam-
starfs við bændur.
Hver sáningarvél kostar 1,3
milljónir og hefur íslandsbanki
þegar ákveðið að gefa eina vél og
Hagkaup aðra, en vonir standa til
að fleiri gefendur eigi eftir að
koma í ljós.
Þetta er þriðja ráðstefnan sem
Húsgull stendur fyrir, en samtök-
in verða þriggja ára þann 18.
mars nk. Frá stofnun samtakanna
hafa um 200 þúsund plöntur ver-
Kirkjuvika í Akureyrarkirkju:
Mikill fjöldi á kvöldvöku
„Kvöldvaka unga fólksins í
safnaöarheimilinu á fimmtu-
dagskvöldið fór hið besta fram
og var fjölsótt. Hér komu hátt
á þriðja hundrað manns að
stórum hluta ungt fólk,“ sagði
Akureyrarkirkja:
Sautjánda kirkju-
vika senn að baki
Sautjándu kirkjuviku í Akur-
eyrarkirkju lýkur um helgina. í
dag verða hádegistónleikar í
kirkjunni þar sem Björn Stein-
ar Sólbergsson leikur orgel-
verk og síðan verður léttur
hádegisverður í safnaðarheim-
ilinu.
Kirkjuvikunni lýkur með hátíð-
arguðsþjónustu kl. 14 á sunnu-
daginn. Séra Bolli Gústavsson,
vígslubiskup, prédikar og sókn-
arprestar þjóna fyrir altari. Með-
hjálpari er Heiðdís Norðfjörð og
organisti Björn Steinar Sólbergs-
son. Kór Akureyrarkirkju syngur
og Hólmfríður Benediktsdóttir
og Þuríður Baldursdóttir syngja
dúett. Ragnheiður Árnadóttir,
formaður sóknarnefndar, slítur
kirkjuvikunni. SS
sr. Birgir Snæbjörnsson, sókn-
arprestur í Akureyrarpresta-
kalli.
Á kvöldvökunni í safnaðar-
heimilinu komu fram in.a. Lúðra-
sveit Akureyrar, gítarnemendur
úr Hljómskólanum, kór Mennta-
skólans á Akureyri og Æskulýðs-
félag Akureyrarkirkju. Frey-
vangsleikhúsið flutti atriði úr
söngleiknum Jesus Christ Super-
star. Að lokinni helgistund var
útigrillveisla þar sem pylsur voru
grillaðar í hundruðatali. Ungl-
ingahljómsveit kom fram og
félagar úr Hjálparsveit skáta sem
og Flugbjörgunarsveitinni voru
með sýningaratriði.
„Kvöldvakan náði til ungling-
anna og var til sóma. A sama
tíma gengur sunnudagaskólinn
ekki sem best, en við prestarnir
ætlum ekki að gefast upp. Um
áramót snöggfækkaði börnum er
sækja sunnudagaskólann. Algengt
er nú að börnin séu um fimmtíu,
en á árum áður voru þau um 700.
Þetta veldur okkur prestum
áhyggjum og við leitum aílra ráða
til að bæta hlutina. Kvöldvakan
var liður í þeirri viðleitni," sagði
sr. Birgir Snæbjörnssom. ój
ið gróðursettar í Húsavíkurland,
þar af 105 þúsund á síðasta ári.
Næsta sumar er fyrirhugað að
setja niður 200 þúsund plöntur til
viðbótar, í samvinnu við Land-
græðsluskóga sem Húsgull hefur
starfað með, auk bæjarins og
vinnuskóla hans, einstaklinga,
félaga og fyrirtækja.
Þó ýmislegt hafi verið gert er
mikið verk óunnið og þær voru
sláandi loftmyndirnar sem Sigur-
jón Benediktsson, forsvarsmaður
Húsgulls, sýndi á blaðamanna-
fundi samtakanna á fimmtudag.
Myndirnar voru af Húsavíkur-
landi, Mývatnssveit og Hólasandi
og Þingeyingum virðist ekki veita
af að koma og hlýða á ráð fær-
ustu sérfræðinga áður en þeir
fara að bretta upp ermarnar í
vor. En eins og Árni Sigurbjarn-
arson sagði: „Við erum í allt of
neikvæðum farvegi og breyting á
hugarfari er lykillinn að lausn
vandans." IM
Kjarvalsstofa í París
Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætl-
uð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkur-
borg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands
lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsað-
stöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem
nefnist Cité Internationale des Arts, og var samning-
urinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg
Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.
Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu
og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til
stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endan-
lega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2
mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni
afnot Kjarvalsstofu í 1 ár.
Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld er
ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og
miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnað-
ar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en
almenn leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda
sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des
Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, og
jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni
að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um
störf sín, ef óskað er.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjar-
valsstofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla
um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst
1992 til 31. júlí 1993. Skal stíla umsóknir til stjórnar-
nefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til
stjórnarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstof-
anna að Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi
umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum sem gilda
um afnot af Kjarvalsstofu.
Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma
til greina við þessa úthlutun.
Umsóknum skal skila í síðasta lagi 30. mars nk.
Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu.
UTSALA - UTSALA - ÚTSALA
Seljum nokkra uppítökubíla á kostnaðarverði!
Verð miðast við beina sölu og staðgreiðslu.
Hægt er að kaupa bílana á lánakjörum og bætist þá lántökukostnaður við verð
bílana.
Verð Ásett verð Ford Escord XR3i árg. ’86 .. 500.000 750.000
Daih. Rocky árg. ’87 ek. 84 þ. . 800.000 1.100.000 Mazda 626 árg. '88 ... 750.000 950.000
Subaru 1800 ST árg. '88 . 650.000 1.050.000 Volvo 740 GL árg. ’85 ... 750.000 950.000
Galant turbo árg. '85 . 550.000 700.000 VW Golf GL árg. '87 ... 550.000 750.000
Lancer GLX árg. '86 . 400.000 550.000 Ford Taunus árg. ’81 ... 70.000 170.000
Subaru st árg. '84 ek. 118 þ. .. . 280.000 450.000 Toyota Camry XL árg. ’87 ... 700.000 850.000
VW Golf árg. ’86 ek. 67 þ . 420.000 550.000 Fiat Uno árg. ’84 ... 100.000 200.000
Fiat Tipo árg. ’89 . 550.000 850.000 Mazda 929 árg. ’82 ... 200.000 350.000
Bílarnir eru allir til sýnis á staðnum
Nema bílamir séu með krana. (Frá Þórshöfn.)
Mynd: Golli
toyota—Bílasalan Stórholt
Óseyri 4, sími 23300.