Dagur - 07.03.1992, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 7. mars 1992
Hann er borinn og barnfæddur
Siglfírðingur, tæplega
fertugur. Hefur mikinn
áhuga á pólitík, einkum öllu er
lýtur að Jóni Baldvin og
öðrum kratahöfðingjum.
Sonur „samvisku Alþýðu-
flokksins“ á Siglufírði og því
fæddur krati. Er í framvarðar-
sveitinni í bæjarpólitíkinni á
Siglufírði, kaupmaður og
mikill íþróttaáhugamaður.
Ahugamaður um loðnuveiðar
og -vinnslu og hinn besti
tertubakari. Akveðinn -
en jafnframt er grunnt á
húmornum. Kristján heitir
hann L. MöIIer. Sumir Sigl-
fírðingar kalla hann Stjána
Möller. Við spyrjum fyrst
gamaldags spurningar:
Hvernig metur þú stöðu
Siglufjarðar í dag?
„Viö Siglfirðingar höfum lengi búið við
samdrátt í atvinnulífinu og því miður hef-
ur fólki fækkað hér umtalsvert. Hér eru í
dag á bilinu 1700-1800 íbúar og hlutfalls-
lega margir þeirra eru á eftirlaunaaldri.
Um síðustu bæjarstjórnarkosningar var
staða bæjarsjóðs Siglufjarðar orðin mjög
alvarleg og það má orða það svo að hann
hafi verið kominn á gjörgæslu. Siglufjörð-
ur var með skuldsettustu bæjarfélögum
landsins. Ég minnist þess að á þeim árum,
sem ég starfaði hér sem íþróttafulltrúi, þá
fór þáverandi bæjarstjóri út um allan bæ
fyrstu sjö, átta daga mánaðarins til að
rukka og semja við bankastjóra til þess að
eiga fyrir útborgunum launa. Þetta var
svona álíka staða og Atli Dam, lögmaður
Færeyinga, glímir við. Á þessum árum var
mikið framkvæmt hér, en þær fram-
kvæmdir voru nær alltaf unnar fyrir lánsfé.
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála-
ráðherra, skipaði síðan nefnd til þess að
skoða fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, þá
fengu menn hér tiltal, því er ekki að neita.
Eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar
kom í ljós að menn voru sammála um að
leggja allt kapp á að bæta stöðu bæjar-
sjóðs. Lykillinn að þeirri endurskipulagn-
ingu var sala á Rafveitu Siglufjarðar.
Menn höfðu einfaldlega engan annan kost.
Áður en þing var rofið fyrir síðustu kosn-
ingar vorum við fjórir, sem skipuðum við-
ræðunefndina fyrir hönd heimamanna,
eins og húskettir í Alþingi til þess að ganga
frá samningnum og auk þess áttum við
marga fundi með RARIK-mönnum í
Reykjavík. Út úr þessu kom algjör bylting
í fjármálum bæjarins. Við seldum Rafveit-
una, þ.m.t. Skeiðsfossvirkjun, dreifikerfið
og Hitaveituna og með þeirri sölu lækkuðu
skuldir bæjarins um 650 milljónir króna og
eru þær nú nettó 40 milljónir, sem þýðir að
bæjarsjóður er orðinn mjög vel settur.
Á þessu ári nema tekjur hans um 190-
200 milljónum króna og í afgang til fram-
kvæmda eru 60-70 milljónir króna. Þessi
bætta staða gerir það að verkum að við
getum nú loksins hafist handa við ýmsar
framkvæmdir sem lengi hafa verið á óska-
listanum, s.s. byggingu barnaheimilis, sem
menn hafa látið sig dreyma um í 15-20 ár,
gengið frá gangstéttum og fleira,“ sagði
Kristján. Hann bætti því við að á sínum
tíma hafi Rafveitan verið mikið gullegg
fyrir Siglufjörð, en því væri ekki að neita
að á undanförnum árum hafi veiturnar
reynst bæjarbúum erfiður rekstrarbaggi.
Þegar sá möguleiki hafi komið upp að selja
Rafveituna, og virkjunina þar með talda,
hafi mönnum ekki þótt rétt að slá því frá
sér. Því verði þó ekki á móti mælt að sum-
um eldri Siglfirðingum hafi þótt erfitt að
kyngja því að Skeiðsfossvirkjun færi úr
umsjá heimamanna. „Ég skil vel að eldra
fólk, sem byggði rafveitukerfið hér upp,
éigi erfitt með að sætta sig við þetta. En ég
held að í dag sé góð sátt um þessa niður-
stöðu og fólk sýnir málinu mikinn
skilning," sagði Kristján ennfremur.
Leiðin hlýtur að liggja upp á við
Kristján nefndi hér að framan að hlutfalls-
lega margir Siglfirðingar væru á eftirlauna-
aldri. Eins og víða í sambærilegum sjáv-
arplássum, hefur Siglufjörður átt í erfið-
leikum með að fá unga fólkið aftur heim
að skólagöngu lokinni. Kristján er bjart-
sýnn á að þetta breytist á næstu árum. „Ég
hef trú á því að þetta breytist. Auk fjár-
hagslegrar endurskipulagningar bæjarins,
þá hefur stærsta atvinnufyrirtæki bæjarins,
Þormóður rammi, sömuleiðis gengið í
gegnum fjárhagslega endurskipulagningu.
Þar eru teknir við stjórninni ungir harð-
duglegir heimamenn, sem eru með góðar
hugmyndir um rekstur fyrirtækisins. Þarna
verður að mínu mati stefnt upp á við. Sigl-
firðingur hf., sem rekur frystitogara, geng-
ur líka mjög vel og þar stjórna einnig ungir
heimamenn. Þá er rækjufyrirtækið Ingi-
mundur hf. traust fyrirtæki með eigin báta
til þess að afla hráefnis, sem ég tel vera
grundvöll fyrir því að rækjuvinnsla gangi
eins og málum í þeirri atvinnugrein er
háttað í dag. Siglufjörður mun alltaf
byggjast á því hversu vel sjórinn gefur og
ég hef trú á því að þar stefni upp á við,
samanber kaup Þormóðs ramma á Vök-
unni. Hinu má þó ekki gleyma að kvóta-
samdrátturinn hefur komið illa við okkur
eins og aðra. Einnig er vert að minna á
rekstrarerfiðleika Síldarverksmiðja ríkis-
ins, sem er verkefni sem eftir er að takast
á við.
En þegar á heildina er litið tel ég að
Siglufjörður fari ekki neðar og leiðin hlýt-
ur að liggja upp á við. En ég sé Siglufjörð
ekki fyrir mér sem þrjú þúsund manna
bæjarfélag. Ég tel að þetta sé mjög gott
samfélag með um tvö þúsund íbúa.“
Vilja Siglfírðingar fara sínar
eigin leiðir?
Því hefur oft verið haldið fram að Siglfirð-
ingar rekist illa í samstarfi við nágranna-
sveitarfélögin. Vegna landfræðilegrar ein-
angrunar bæjarins sé tilhneiging hjá Sigl-
firðingum að vera út af fyrir sig. I þessu
sambandi er m.a. nefnd sú ákvörðun
þeirra um árið að segja sig úr Fjórðungs-
sambandi Norðlendinga. Hverju svarar
Kristján þessu?
„Ég verð að segja alveg eins og er að við
fundum ekki mikinn plús við að vera í
Fjórðungssambandinu og það hefur ekkert
háð okkur þó svo að við höfum sagt okkur
úr því. Hins vegar er nú verið að ræða um
stofnun kjördæmasambanda í stað Fjórð-
ungssambandsins og ég er mjög hlynntur
þeim. Við höfum átt gott samstarf við
sveitarfélög á Norðurlandi vestra, en við
viljum líka eiga gott samstarf við nágranna-
sveitarfélög við Eyjafjörð; Ólafsfjörð,
Dalvík og Akureyri.“
Siglfírðingar eru glaðlegir
og opinskáir
Kristján var fljótur til svars þegar hann var
spurður um hvernig hann myndi lýsa Sigl-
firðingum. „Ég hugsa að þeir hafi mótast
mjög af því stórveldi sem Siglufjörður var
í upphafi þessarar aldar og allt þar til þess
að síldin hvarf. Við erum stórhuga fólk
sem þykir vænt um bæinn okkar. Það gildir
jafnt um þá sem hér búa og brottflutta
Siglfirðinga. „Síldarævintýrið“ í sumar
vitnaði um það. Siglfirðingar eru mjög
opinskátt, og glaðlegt fólk og þeir eru mun