Dagur - 07.03.1992, Side 16
16 - DAGUR - Laugardagur 7. mars 1992
Tómstundir
Dalvískur reiðhjólasmiður:
Reimaði skautaskó upp
á framgaffalinn
- Dagur Óskarsson dundar sér við að breyta reiðhjólum í hin
furðulegustu farartæki - og á reyndar ekki langt að sækja áhugann
Misjafnt er það sem mennirnir
hafast að og á Dalvík heyrðum
við af feðgum sem eiga eða
hafa átt sér það áhugamál að
breyta hjólum. Óskar Pálma-
son trésmíðameistari vakti
athygli bæjarbúa á sínum yngri
árum þegar hann hjólaði um
bæinn „einni hæð fyrir ofan“
annað hjólreiðafólk, ef svo má
að orði komast. Og af því að
eplið fellur sjaldan langt frá
eikinni þá ekur Dagur sonur
hans nú um götur Dalvíkur á
sérsmíðuðu þríhjóli með bíl-
sæti.
Óskar segist hafa verið fimmtán
ára þegar hann sá mynd af svo-
nefndu sirkushjóli í tímaritinu
Popular Mechanics. „Par var
hjólinu snúið við og fótstigið haft
þar sem sætið er á venjulegum
hjólum. Ég man að ég velti lengi
fyrir mér hvernig hægt væri að
snúa keðjunni við, en það reynd-
ist svo sáraeinfalt þegar til kom.
Þetta hjól vakti töluverða athygli
á sínum tíma man ég. Félagi
minn fékk það einu sinni lánað
og var að hjóla eftir Bjarkar-
brautinni þegar tveir menn komu
akandi á móti honum á Landrover
jeppa. Þeim varð svo mikið um
að þeir snarstoppuðu og ruku út
úr jeppanum til þess að geta
skoðað fyrirbærið betur.“
Óskar segist alltaf hafa haft
gaman af að dútla við bíla og vél-
ar en þetta hafi verið eina hjólið
sem hann smíðaði. Nú er hann
trésmiður og segist fá útrás fyrir
sköpunargleðina þar.
Reidhjól með hliðarvagni
varð að þríhjóli
Dagur sonur hans hefur greini-
lega erft dútláhugann frá föður
sínum því að sögn Guðnýjar
Bjarnadóttur, móður hans, hefur
hann alltaf verið að fást við að
setja eitthvað saman. „Hann hirti
allt, ryðgaða nagla og vírspotta
hvað þá annað og vissi alltaf um
leið til hvers hann gæti notað
það. Hann byrjaði á að setja bíl-
stýri á venjulegt hjól, en stýrið
fann hann á haugunum. Svo
reyndi hann einu sinni að setja
segl á sleða til þess að ná meiri
hraða.“
Nýkomin ftölsk
leðursófasett
margar gerðir og litir
Marsiglia 3+1 +1 kr. 141.000 staðgreitt
Siena 3+1+1 kr. 133.000 staðgreitt
Vanti þig húsgögn þá veldu það þesta
- það er ódýrara en þú hyggur
Opið alla helgina
•
ÖRKIN
HANS
NOA
Glerárgötu 32
Óskar Pálmason hjólar eftir Skíðabrautinni á Hákoni. „Þetta var sterklegt
hjól enda af Möve-gerð,“ segir hann.
„Það gekk nú ekki upp,“ segir
Dagur. Hann er á fimmtánda ári
og er í níunda bekk Dalvíkur-
skóla.
Auk þríhjólsins sem áður var
nefnt á hann hjól sem svipar
mjög til þess sem faðir hans
breytti á sínum yngri árum.
Reyndar segir Óskar að áhugi
Dags á því að breyta hjólum hafi
kviknað þegar hann sá mynd af
honum á Hákoni eins og hjólið
hans var kallað.
„Ég byrjaði á að búa til háa
hjólið í fyrra,“ segir Dagur. „Svo
gerði ég þríhjólið. Það byrjaði
eiginlega á því að ég setti hliðar-
vagn á venjulegt reiðhjól, svona
eins og þýsku mótorhjólin. Það
heppnaðist ekki nógu vel svo ég
breytti því í þríhjól. Framhjólið á
því er raunar afturendi af litlu
reiðhjóli en að aftan eru tveir
framgafflar af reiðhjólum. Svo
lengdi ég á milli afturhjólanna til
þess að koma fyrir sæti úr gamalli
VW-bjöllu. Stýrið er líka úr bíl
en það eru afturhjólin sem
beygja. Við þetta hjól er ég svo
búinn að smíða litla kerru.“
Líka áhuga á
tónlist og útivist
Eins og áður segir hefur Dagur
fengist við alls kyns smíðar og
dútl frá barnsaldri. Faðir hans
kemur með kíki sem er samsettur
úr plaströrum og tveim speglum
úr snyrtiveski. Með honum er
hægt að kíkja fyrir horn og fylgj-
ast með fólki í laumi út um
gluggann, eins og þeir feðgar
benda blaðamanni á og glotta.
Kíkirinn er tryggilega reyrður
saman með límbandi. „Hér á
heimilinu er aldrei til límband,
Dagur klárar það alltaf,“ segir
Óskar.
Dagur á sér fleiri áhugamál en
smíðarnar því hann hefur leikið á
gítar í tveimur rokkhljómsveit-
um, Beyglunni og Dýrinu, en sú
síðarnefnda er nýbúin að leggja
upp laupana að hans sögn. Og
svo er hann áhugamaður um úti-
vist og vetraríþróttir sem hann
stundar með skátunum og björg-
unarsveitinni. Þegar hann var
yngri iðkaði hann skíðaæfingar af
kappi en nú er áhuginn á skíðun-
um heldur minni. Þegar hann fer
í fjallið er það aðallega til að
renna sér á svonefndum Big-
Foot-skíðum en þau eru stutt og
breið. En smíðaáhuginn tengist
öðrum áhugamálum hans.
„Einu sinni smíðaði ég gaffal
framan á hjól sem var með skaut-
um í stað hjóls. Raunar byrjaði
þetta á því að ég tók hjólið af,
smeygði skautaskó upp á gaffal-
inn og reimaði hann fastan. Þetta
vakti mikla athygli. Seinna próf-
aði ég líka að setja skíði framan á
hjól.“
Fer kannski í bifvélavirkjun
En hvernig fer hann að þessu?
Þetta hlýtur að krefjast mikils
tækjabúnaðar.
»Ég á nú ekki mikið af
tækjum. Enda fæ ég aðstoð við
allar suður á járni. Þá fer ég ann-
að hvort á Bílaverkstæði Dalvík-
ur eða í Vélvirkja en þeir hafa
verið mér mjög hjálplegir,“ segir
Dagur. Raunar nær sú hjálpsemi
til fleiri kynslóða í fjölskyldunni
því Óskar naut líka aðstoðar á
Bílaverkstæðinu þegar hann var
að búa til Hákon.
Það er greinilegt á öllu að Dag-
ur þarf ekki að kvíða aðgerðar-
leysinu, enda kvarta foreldrarnir
yfir því að það sé aldrei hægt að
fá hann til að líta eftir litla bróður
sínum sem er fjögurra ára. „Það
eru greinilega of fáar klukku-
stundir í sólarhringnum fyrir
hann,“ segir móðir hans.
En hver eru framtíðaráform
Dags? Ætlar hann að leggja fyrir
sig eitthvert handverk?
„Ég veit það nú ekki. En það
gæti vel verið að ég færi í bifvéla-
virkjun eða vélvirkjun," segir
þessi ungi hugvitsmaður. -ÞH
Þarna er kominn nýr Hákon.
Dagur Óskarsson á þríhjólinu sem átti að verða reiðhjól með hliðarvagni.
Myndir: -ÞH