Dagur - 07.03.1992, Page 24
Helgarveðrið á Norðurlandi:
Sunnan andvari og dagar útivistar
„Allt á sömu nótum. Þið eruð
lukkunar pamfflar Norð-
lendingar,“ sagði veðurfræð-
ingurinn á Yeðurstofu íslands
er Dagur spurðist fyrir um
helgarveðrið á Norðurlandi.
Veðurspá Veðurstofu íslands
gerir ráð fyrir suðlægum áttum
yfir helgina. Úrkomulaust verð-
ur og hitastig rokkandi um núll-
ið á Norðurlandi. Því ættu
skíðamenn að njóta sín í Hlíð-
arfjalli svo framarlega að þeir
fari með gát þar sem snjór er
ekki mikill. Hestamenn ættu
einnig að njóta helgarinn. Upp-
lagt er að fara í lengri reiðtúra
og teygja á gæðingunum. Sem
sagt, helgin er hliðholl útivist-
arfólki hvað svo sem það hefur
fyrir stafni. ój
Umhverfisráðuneyti skipar nefnd um löggildingu iðnmeistara:
Ákveðiim áfangasigur hjá Hauki
Byggðasaga Eyjafjarðar:
Steftit á útgáfti
fyrir næstu jól
Stefnt er að því að ný útgáfa af
„Byggðum Eyjafjarðar“ komi
út á þessu ári. Bindin verða tvö
og hafa að geyma upplýsingar
um ábúendur á bæjum og
ábúendasögu bæja við Eyja-
fjörð ásamt samantekt um
sögu Búnaðarfélags Eyjafjarð-
ar frá 1970.
Að sögn Guðmundar Stein-
dórssonar, sem sæti á í ritnefnd
byggðasögunnar, er lögð áhersla
á að bækurnar komi út fyrir
næstu jól, þ.e. á 60 ára afmælisári
búnaðarsambandsins.
Guðmundur segir ljóst að
útgáfan nú sé stórfyrirtæki á
þessu sviði. Allar myndir í
bókunum verða í lit og verða
birtar myndir bæði af bæjum og
ábúendum. Upplýsingar í bókun-
um verða miðaðar við árslok
1990.
í bókunum verður lögð opna
undir hvern bæ þar sem á annarri
síðunni verður litmynd af við-
komandi ásamt með sögu jarðar-
innar. Á hinni síðunni verður
mynd af ábúendum ásamt með
upplýsingum um þá og ábúenda-
tali.
Þá verður í bókinni samantekt
um sögu Búnaðarsambands
Eyjafjarðar frá 1970-1990 sem er
nokkurs konar viðbót við þá sögu
sem birtist í „Byggðum Eyja-
fjarðar" árið 1972. JOH
Lágheiði fær
öQum bifreiðum
Um miðjan dag í gær var
Lágheiðin milli Ólafsfjarðar
og Fljóta opnuð fyrir allri
umferð, en slíkt er óvana-
legt á þessum árstíma.
„Að undanförnu hefur Lág-
heiðin verið ýmist lokuð eða
fær fjórhjóladrifsbifreiðum. í
gærmorgun voru snjóruðn-
ingstæki send upp á heiðina.
Er birti af degi var heiðin orð-
in fær öllum bifreiðum og svo
verður meðan góðviðrið
helst,“ sagði Sigurður Jónsson
hjá Vegagerðinni á Akureyri.
_____________________ój
Landsbankinn:
ViQ selja eða
leigja húsnæði
á Gleráreyrum
Landsbanki íslands hefur
auglýst til sölu eða leigu
húseignir á Gleráreyrum á
Akureyri, sem Álafoss hafði
áður til umráða. Samtals er
um að ræða á milli 3200 og
3300 fermetra húsnæði.
í fyrsta lagi er um að ræða
svokallað austurhús, sem er
um 1240 fermetrar, auk 200
fermetra kjallara. í annan stað
svonefnt lagerhús, sem er um
550 fermetrar að stærð. í
þriðja lagi 2. hæð Gefjunar-
hússins gamla, 670 fermetrar,
og í fjórða lagi 3. hæð í Gefj-
unarhúsinu, samkomusalir,
samtals um 580 fermetrar.
óþh
Umhverfisráðuneytið hefur
ákveðið að skipa nefnd til þess
að fara ofan í saumana á lög-
gildingarmálum iðnmeistara. í
nefndinni, sem ekki er búið að
skipa, er gert ráð fyrir að sitji
fulltrúar ráðuneytisins, iðnað-
arráðuneytis, Landssambands
iðnaðarmanna og Sambands
íslenskra sveitarfélaga. Þessi
nefnd er sett á laggirnar í fram-
haldi af löggildingarmáli
Hauks Adólfssonar, pípulagn-
ingameistara á Akureyri.
Eins og kunnugt er fékk Hauk-
ur ekki vatni hleypt á þær íbúðir
sem hann vann við í Hafnarfirði
og var þar vísað til úreltra
ákvæða f reglugerð um Hitaveitu
Reykjavíkur. Meistarafélag
byggingamanna á Norðurlandi
skaut málinu til umhverfisráðu-
neytisins og óskaði eftir áliti þess
á málinu. í bréfi ráðuneytisins,
dagsettu 24. febrúar sl., segir að
það telji sig ekki geta tekið fram
fyrir hendur byggingarnefnda
þegar um sé að ræða mál er varði
löggildingu iðnmeistara. Hins
vegar segir í bréfinu að í ljós hafi
komið að ósamræmi ríki við
meðferð löggildingarmála í land-
inu og því sé nauðsynlegt að
kanna hvort ekki sé „rétt og unnt
að koma á samræmdri meðferð
þessara mála.“
Eins og fram hefur komið er
Haukur með löggildingu í Hafn-
arfirði, þar sem hann vann að
stóru verki. Hins vegar var á
brattan að sækja í Reykjavík. Nú
hefur borgarráð Reykjavíkur og
borgarstjóri gefið út skriflega að
Haukur hafi full réttindi í Hafn-
arfirði og þvf beri Hitaveitu
Reykjavíkur að veita honum þá
þjónustu sem hann þarf við verk
hans í Hafnarfirði.
Haukur Adólfsson var að von-
um ánægður með þessa niður-
stöðu og sagði hana staðfesta eins
og hann hafi alltaf haldið fram að
löggilding hans sem pípulagn-
ingameistari á Akureyri gildi alls
staðar á landinu. óþh
Halli á
rekstri Flug-
félags Norður-
lands á
síðasta ári
Halli varð á rekstri Flugfélags
Norðurlands á árinu 1991 og
segir Sigurður Aðalsteinsson,
framkvæmdastjóri, að skýring-
arnar liggi fyrst og fremst í því
að félagið keypti nýja flugvél á
árinu, Fairchild Metro, og hóf
flug á tveimur nýjum áætlunar-
leiðum með tilheyrandi stofn-
kostnaði. „Fyrir utan þetta þá
hefur árið verið svolítið erf!tt,“
sagði Sigurður.
Hann vildi ekki nefna neinar
tölur um reksturinn á síðasta ári
enda hefur aðalfundur Flugfélags
Norðurlands ekki verið haldinn.
Á undanförnum árum hefur
félagið yfirleitt skilað töluverðum
hagnaði en þó hafa verið sveiflur
í rekstrinum.
„Síðasta ár er að mörgu leyti
óvenjulegt og skýringin á lakari
afkomu tengist að hluta til því að
við erum búnir að kaupa nýja vél
og einnig að við byrjuðum á
tveimur nýjum áætlunarleiðum,
frá Akureyri til Keflavíkur og frá
Húsavík til Reykjavíkur. Allt
þýðir þetta kostnað áður en það
fer að skila okkur einhverjum
arði, en við bindum miklar vonir
við þetta allt saman,“ sagði
Sigurður.
Aðspurður sagði hann að vet-
urinn hefði verið býsna erfiður
rekstrarlega séð en bjartara væri
framundan. Flugfélagið er með
góðan vélakost sem ekki fullnýt-
ist yfir vetrarmánuðina og því
hefur FN getað leigt Flugleiðum
vélar að undanförnu, en vegna
bilunar í Ásdísi og endurnýjunar
á flugflotanum í innanlandsflug-
inu hafa Flugleiðir verið með of
fáar vélar í ferðum.
„Við höfum bæði verið með
Twin Otter og Metroinn í ferðum
fyrir Flugleiðir. Twin Otterinn
var hjá þeim í þrjá daga núna en
Metroinn hefur farið stakar
ferðir. Við höfum hlaupið undir
bagga öðru hverju í vetur,“ sagði
Sigurður. SS
Stefna vaxtarræktarmanna á hendur Pétri Péturssyni heilsugæslulækni:
Frávísun bæjarþings Akureyrar kærð til Hæstaréttar
Olafur Sigurgeirsson, lögmað-
ur 35 vaxtarræktarmanna í
máli þeirra gegn Pétri Péturs-
syni heilsugæslulækni á Akur-
eyri, kærði nú fyrir helgina til
Hæstaréttar frávísun bæjar-
þings Akureyrar á málinu.
Áður hafði Ólafur lýst því yfir
að Iækninum yrði stefnt að
nýju en segir nú að eftir að
hafa skoðað ýmsa eldri dóma
Hæstaréttar hafi hann fulla
ástæðu til að ætla að rétturinn
hnekki frávísun bæjarþings
Akureyrar.
í kæru sinni til Hæstaréttar set-
ur Ólafur fram þær kröfur að
frávísunardómi bæjarþings
Akureyrar verði hrundið og lagt
verði fyrir héraðsdómara að
leggja efnisdóm á málið. Enn-
fremur eru þær kröfur í kæru
Ólafs að stefnendum í héraði,
þ.e. vaxtarræktarmönnunum 35,
verði dæmdur hæfilegur kæru-
málskostnaður.
„Eftir að hafa skoðað hæsta-
réttardóma undangenginna ára-
tuga sé ég ekki hvernig annað á
að ganga en mál þetta verði tekið
til efnismeðferðar. Mér sýnist að
Hæstiréttur hljóti að hnekkja
þessum frávísunardómi," segir
Ólafur.
Ólafur segir einnig í kæru sinni
að á það verði ekki fallist að
málatilbúnaður stefnenda, þ.e.
vaxtarræktarmannanna, samrým-
ist ekki lagaákvæðum. Á þessu
hafi frávísunarkrafa verjanda
Péturs Péturssonar verið byggð
og á hana var fallist. Ólafur segir
að þau ummæli heilsugæslulækn-
isins sem krafist var refsingar fyrir
séu sérstaklega undirstrikuð og
aðgreind í stefnunni og heimfærð
til lagagreina. Málatilbúnaður
hafi því af hálfu stefnenda verið
mjög glöggur.
Ólafur hefur sent héraðsdóm-
ara á Akureyri kæruna en dómar-
ans er að ganga frá dómsgerðum
ög fá greinargerð frá lögmanni
Péturs Péturssonar og að því
búnu fer málið til Hæstaréttar.
Pessi vinna kann að taka ein-
hverjar vikur þannig að niður-
stöðu um hvort frávísun bæjar-
þings á málinu stendur eða ekki
er ekki að vænta á næstunni. JÓH