Dagur - 10.03.1992, Síða 7

Dagur - 10.03.1992, Síða 7
Þriðjudagur 10. mars 1992 - DAGUR - 7 PemiUe Viberg til íslands Pernille Viberg, núverandi heimsmeistari og nýbakaður ólympíumeistari í stórsvigi, verður meðal keppenda í alþjóðlegum mótum sem Skíðasambandið gengst fyrir á íslandi í apríl. Fyrstu mótin verða á Akureyri 11.-13. /apríl. Pernille Viberg frá Svíþjóð er nú í 4. sæti á afrekalista FIS í svigi og 3. sæti í stórsvigi. Með henni kemur Kristina Anderson sem er í 13. sæti í svigi og 20. í stórsvigi á sama lista. Alls verða haldin 6 alþjóðleg mót á íslandi í apríl og verða þrjú fyrstu í Hlíðarfjalli en hin þrjú á ísafirði og í Reykjavík. Gott hjá Kristni Kristinn Björnsson frá Ólafs- firði náði nýlega frábærum árangri á stórsvigsmóti í Taern- by í Svíþjóð. Hann hafnaði í 10. sæti og hlaut fyrir það 34,05 punkta sem er hans langbesti árangur í greininni. Sigurvegari varð Johan Wallner frá Svíþjóð á 2:34,12 en Kristinn hlaut tím- ann 2:36,66. Dramatískur úrslitaleikur Magna og Hattar: Magna, og brosti út að eyrum. „Mér var ekki rótt á síðustu mínútunni þegar við gátum klár- að leikinn en ég er búinn að fyrir- gefa Kristjáni. Við setjum stefn- una á að halda sætinu í 3. deild, það gekk ekki sl. sumar en nú höfum við tækifæri til að laga það sem fór úrskeiðis þá,“ sagði Nói. Hilmar Gunnlaugsson, einn besti leikinaður Hattar, var að vonum svekktur í leikslok og sagði ömurlegt að tapa svo þýð- ingarmiklum leik í vítaspyrnu- keppni. „Það er eiginlega ekki hægt að spila knattspyrnu við svona aðstæður og ekki hægt að búast við miklu. Við erum búnir að finna smjörþefinn af 3. deild- inni og setjum stefnuna þangað í sumar.“ -bjb Lið Magna: ísak Oddgeirsson, Ingólfur Ásgeirsson, Reimar Helgason, Jón Illugason, Stefán Gunnarsson, Ólafur Þorbergsson, Jóhannes Ófeigsson, Þor- steinn Friðriksson, Magnús Helgason (Jón Ingólfsson á 139. mín.), Bjarni Áskelsson, Kristján Kristjánsson. Lið Hattar: Baldur Bragason, Freyr Sverrisson, Þórarinn Jakobsson. Eysteinn Hauksson, Hilmar Gunnlaugsson. Jón Kristinsson, Kári Hrafnkelsson. Harald- ur Clausen, Hörður Guðmundsson. Jónatan Vilhjálmsson, Kjartan Halldórs- son. Gul spjöld: Stefán Gunnarsson, Magna. Dómari: Bragi Bergmann. Dæmdi vel. Kristján Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Magna, hélt upp á 32 ára afmælisdag sinn með því að skora sigurmark Magna úr síðustu vítaspyrnunni. Mynd: Goiii aði Hött frá Egilsstöðum í aukaleik um sæti í deildinni sem losnaði við gjaldþrot ÍK fyrr í vetur. Leikurinn fór fram á sandgrasvellinum í Kópavogi og réðust úrslitin ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni þar sem jafnt var eftir venjulegan leik- tíma og framlengingu, 1:1. Lokatölur urðu 6:5 og fráfar- andi þjálfari Magna, Kristján Kristjánsson, kvaddi liðið með því að skora sigurmarkið úr síðustu vítaspyrnunni. Þess má geta að Kristján varð 32 ára þcnnan dag og úrslitin því ánægjuleg afmælisgjöf fyrir hann. Leikurinn á laugardag fór fram við vægast sagt hörmulegar aðstæður, mikið rok og slagviðri sem setti mark sitt á það sem fram fór. í fyrri hálfleik hafði Höttur sterkan vind skáhallt í bakið og sótti meira á mark Grenvíkinga. Strax á 8. mínútu skapaðist hætta við Magnamark- náði forystunni fyrir Hött á 21. mínútu eftir að markvörður Magna, Isak Oddgeirsson, hafði varið fast skot Freys Sverrissonar en misst boltann fyrir fætur Jónatans. Á 29. mínútu fékk Kristján Kristjánsson tækifæri til að jafna í einum af örfáum sóknum Gren- víkinga í fyrri hálfleik en skot hans fór framhjá. Skömmu seinna átti Freyr Sverrisson þrumuskot í stöng Magnamarks- ins og rétt fyrir hlé varði ísak tví- vegis með tilþrifum þannig að segja má að Magnamenn hafði mátt þakka fyrir að fá ekki á sig fleiri mörk í fyrri hálfleik. Eftir hlé gekk Kári til liðs við Magna og strax á 48. mínútu jafnaði Ólafur Porbergsson met- in með góðu skoti frá vítateigs- línu. Eftir það jókst vindurinn enn frekar og fór leikurinn að mestu fram við aðra hliðarlínuna en þó áttu Grenvíkingar mun fleiri sóknir. Fátt markvert gerð- ist þó fyrr en á síðustu mínútunni markstöngina - vitlausu megin - og því þurfti að framlengja. Á 1. mínútu framlengingar var Höttur nálægt því að skora með skoti frá miðjum velli en ísak varði vel í horn. Eftir þetta áttu liðin hvort sitt marktækifærið en bæði fóru í súginn og því var flautað til vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu Magnamenn úr öllum sínum skotum en ein spyrna Hattar fór himinhátt yfir og Grenvíkingar fögnuðu sigri. Mörk Magna í vítakeppninni skoruðu Ölafur Þorbergsson, Stefán Gunnarsson, Jón Ingólfs- son, Bjarni Áskelsson og Kristj- án Kristjánsson en fyrir Hött skoruðu Hilmar Gunnlaugsson, Hörður Guðmundsson, Eysteinn Hauksson og Kári Hrafnkelsson en' hinn óheppni var Kjartan Magnússon. „Skemmtileg byrjun“ „Þetta er skemmtileg byrjun,“ sagði Nói Björnsson, nýr þjálfari Kristján í Þór Kristján Kristjánsson, sem skoraði úr síðustu víta- spyrnu Magna í leiknum, lék sinn síðasta leik með Magna, a.m.k. í bili. Kristján hefur ákveðið að skipta í Þór en hann lék með liðinu um árabil og er næst marka- hæsti leikmaður félagsins í 1. deild frá upphafí. Kristján, sem hélt upp á 32ja ára afmælisdag sinn á laugar- daginn, sagði við blaðamann eftir leikinn: „Ég hef ákveðið að skipta í Þór og spila með liðinu í sumar ef not verða fyr- ir mig. Ég er bjartsýnn og tel mig eiga fullt erindi í 1. deild- ina aftur. Liðið er vel spilandi og ég hef trú á að þaö eigi eftir að spjara sig í 1. deildinni, ekki síst ef Bjarni Sveinbjörns verður jafn frískur og hann hefur verið upp á síðkastið. Þá held ég að Sveinbjörn Hákon- ar eigi eftir að hafa góð áhrif á liðiö.“ Kristján spilaði síðast með Þór í 1. deild 1989 en að því tímabili loknu tók hann viö þjálfun hjá Magna. Hann hef- ur leikiö alls 116 leiki í 1. deild og skorað í þeim 27 rnörk, fleiri en nokkur annar Þórsari að Halldóri Áskelssyni undan- skildum en hann hefur skorað 31 mark. Magni áfiram í 3. deildimii ^ V . ^ — rt m S . 1 • sigraði 6:5 eftir vítaspyrnukeppni Magni frá Grenivík leikur áfram í 3. deild Islandsmótsins í knattspyrnu. Þetta varð Ijóst á laugardaginn þegar liðið sigr- ið þegar fyrirgjöf fauk í þverslána og skömmu seinna áttu Hattar- menn skot rétt framhjá. Það var svo Jónatan Vilhjálmsson sem þegar Kristján fékk kjörið tæki- færi til að gera út um leikinn fyrir Magna, komst einn inn fyrir vörn Hattar en skot hans sleikti aðra Blak: - einnig samstarfsörðugleikar hans og karlanna Óánægja hefur ríkt með störf Shao Baolins, hins kínverska þjálfara KA-liðanna í blaki. Samkvæmt óskum frá leik- mönnum kvennaliðsins hefur Baolin hætt afskiptum af því en hann mun að öllum líkind- um þjálfa karlana til loka tímabilsins. Það samstarf hef- ur þó ekki gengið áfallalaust og á föstudagskvöldiö sauð upp úr og Baolin fór heim áður en leikur KA og Skeiða- manna hófst. Bjarni Þórhallsson, formaður blakdeildar KA, sagði rétt að óánægja hefði ríkt með störf Baolins og væru nokkrar ástæð- ur fyrir því. „í fyrsta lagi hefur okkur fundist hann ekki sinna starfinu sem skyldi og hann hef- ur alltof oft komið óundirbúinn á æfingar. Þar er þó ekki alfarið við hann að sakast því karla- og kvennaliðin eru oftast saman á æfingum, allir aðilar hafa verið ósáttir við það fyrirkomulag og þetta hefur gert honum erfitt fyrir. Það spilar einnig fleira inn í eins og tungumálaerfiðleikar, ólíkur hugsunarháttur og deilur vegna peningamála. Það er hins vegar rétt að fram komi að ekki Shao Baolin. hafa allir verið óánægðir með hann. Það var ákveðið að hann yrði ekki áfram með kvennalið- ið en hann mun þjálfa karlaliðið til loka tímabilsins. Okkur finnst ekki vera ástæða til að skipta um þjálfara mánuði áður en mótinu lýkur,“ sagði Bjarni. Hrefna Brynjólfsdóttir hefur þjálfað kvennaliðið að undan- förnu en ekki hefur verið ákveðið hvert framhaldið verður. Shao hættur með kvennalið KA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.