Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. mars 1992 - DAGUR - 9 Jón Haukur Brynjólfsson Sigurður Sveinsson átti mjög góðan leik með KA-liðinu og skoraði glæsi- mörk með þrumuskotum. Myndír: Goiii Gengið í Ólafsfírði Á laugardaginn var haldið Kristinsniót í skíðagöngu í Ólafsfirði en mótið var um leið bikarmót SKÍ. Gengið var í flokkum 13 ára og eldri við ágæt skilyrði. Daginn eftir var síðan slegið upp öðru móti, svokallaðri veiðimannakeppni, en það var hraðakeppni þar sem ræst var út eftir tímum frá deginum áður. Gengið var með frjálsri aðferð í hláku. Úrslit í bikarmótinu á laugar- dag urðu þessi: 13-15 ára stúlkur, 2,5 km H 1. Heiðbjört Gunnólfsdóttir, Ó. 7,46 2. Lísebet Hauksdóttir, Ó. 7,58 3. Svava Jónsdóttir, Ó. 8,17 13-14 ára drengir, 5, km H 1. Albert Arason, Ó. 13,15 2. Þóroddur Ingvarsson, A. 13,40 3. Hafliði Hafliðason, S. 14,03 15-16 ára drengir, 7,5 km H 1. Arnar Pálsson, í. 18,36 2. Bjarni Jóhannesson, S. 18,57 3. Hlynur Guðmundsson, í. 19,06 17-19 ára piltar, 10 km H 1. Kristján Hauksson, Ó. 23,59 2. Kristján Ólafsson, A. 24,37 3. Gísli Einar Árnason, í. 25,03 Karlar 20 ára og eldri, 15 km H 1. Árni Antonsson, A. 41,22 2. Egill Rögnvaldsson, S. 41,32 3. Jóhannes Kárason, A. 45,11 Úrslit úr veiðimannakeppni: Stúlkur 13-15 ára, 2,5 km 1. Heiðbjört Gunnólfsdóttir, Ó. 2. Lísebet Hauksdóttir, Ó. 3. Svava Jónsdóttir, Ó. 13-14 ára drengir, 4,5 km 1. Albert Arason, Ó. 2. Þóroddur Ingvarsson, A. 3. Hafliði Hafliðason, S. 15-16 ára drengir, 5,0 knt 1. Arnar Pálsson, í. 2. Hlynur Guðmundsson, í. 3. Bjarni Jóhannesson, S. 17-19 ára piltar, 7,5 km 1. Kristján Hauksson, Ó. 2. Kristján Ólafsson, A. 3. Gísli Einar Árnason, í. Karlar 20 ára og eldri, 7,5 km 1. Árni Antonsson, A. 2. Jóhannes Kárason, A. Handknattleikur 2. deild: KA-landsliðið: Siggi Sveins gerði gæfumuninn fyrir KA Þórsarar luku útileikjunum með tveimur öruggum sigrum Þórsarar unnu örugga sigra t tveimur síðustu útileikjum sínum í 2. deild íslandsmóts- ins í handknattlcik um helg- ina og tryggðu enn frekar stöðu sína á toppnum. Á Iaugardaginn sigruðu þeir KR 26:20 og daginn eftir ÍH í Hafnarlirði 25:21. Liðið á eft- ir þrjá heimaleiki, gegn Ögra, ÍR og Aftureldingu. Þórsarar léku þokkalega gegn KR og náðu mest þriggja ntarka forystu í fyrri hálfleik en staðan í hléi var 9:12. í seinni hálfleik hafði Iiðið yfirhöndina allan tímann og vann öruggan sigur. Hornamennirnir Atli Rúnars- son og Sævar Árnason áttu báð- ir góðan leik gegn KR og sömu- leiðis Ole Nielsen og Rúnar Sig- tryggsson. Skástir í annars jöfnu liði KR voru Einar Birgis- son og Páll Beck. Mörk Þórs: Rúnar Sigtryggsson 8, Sævar Árnason 7, Ole Nielsen 6, Atli Rúnarsson 3, Jóhann Samúelsson 2. Mörk KR: Einar Birgisson 5, Páll Beck 5, Jóhann Kárason 2, Hilmar Pórlinds- son 2, Magnús Magnússon 2, Björgvin Barðdal 2, Gísli Einarsson 1, Baldur Bjarnason 1. Dómarar: Runólfur Sveinsson og Haf- liði Maggason. Voru vægast sagt skrautlegir. var ekkert vafamál hvort liðið myndi sigra. Jóhann og Ole voru bestir Þórsara og fyrirliðinn Hermann varði nokkur vel valin skot. Hann sagði eftir leikinn að Þórsarar hefðu spilað langt und- ir getu í báðum leikjunum. „Við létum liðin fara í taugarn- ar á okkur með löngum sóknum og hnoði. Það er gott að úti- leikirnir eru búnir og 1. deildar- sætið nánast tryggt. Við ætlum taplausir í gegnum 2. deildina og bíðum spenntir eftir að fá ÍR-inga í heimsókn," sagði Hermann. Jan Larsen, þjálfari l'órs, sagði ekki skemmtilegt að leika gegn ÍH. „Þeir voru sífellt að breyta varnarleiknum og gerðu okkur erfitt fyrir. Okkur vantar stundum einbeitingu og mótlæt- ið fer í skapið á strákunum. Það stefnir í úrslitaleik gegn ÍR um sigur í 2. deild og við viljum fá fullt hús af áhorfendum á þann leik,“ sagði Jan Larsen. -bjb Mörk Þórs: Jóhann Samúelsson 8, Ole Nielscn 7, Rúnar Sigtryggsson 5, Sævar Árnason 3, Atli Rúnarsson 1, Ólafur Hilmarsson 1. Hermann Karlsson varöi 10 skot. Mörk ÍH: Jón Þórðarson 7/2, Ólafur Magnússon 5, Guðjón Steingrímsson 3, Bragi Larsen 2, Björn Þ. Hannesson 2, Þórarinn Þórarinsson 1, Brynjar Einarsson 1. Sævar Árnason átti góða leiki með Þór. Hnoð í Hafnarfirði Leikurinn gegn ÍH var lítið fyri augað og það er með eindæn- um hvað Hafnfirðingar koma: áfram með hnoði. Þeim tókst a hanga í Þórsurutn fram í miðja seinni hálfleik eftir aö norðar menn höfðu forystuna í hlé 14:13. Þórsarar bættu ieik sinn seinni hálfleik, náðu fimr marka forystu þegar 15 mínútu voru eftir, 22:17, og eftir þa - skoraði sigurmarkið með þrumuskoti KA-liðið, styrkt af þeim Sig- urði Sveinssyni og Þorgils Ótt- ari Mathiesen, gerði sér lítið fyrir og sigraði landsliðið í æfingaleik í KA-húsinu á föstudagskvöldið. Lokatölur urðu 32:31 og skoraði Sigurður Sveinsson sigurmarkið með þrumuskoti þegar leiktíminn var að renna út. Leikurinn var kaflaskiptur, landsliðið hafði yfirhöndina framan af og leiddi 19:13 í hléi en KA-menn söx- uðu á forskotið í seinni hálfleik og komst í fyrsta sinn yfir 5 mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var jafn fyrstu mín- úturnar en um miðjan fyrri hálf- leik seig landsliðið framúr og náði 8 marka forystu, 18:10. Lið- ið lék oft mjög vel á þessum tíma, vörnin og markvarslan sterk og sóknarleikurinn skemmtilegur með einfaldar leikfléttur í fyrirrúmi sem gengu oft upp. Munurinn á liðunum lá þó fyrst og fremst í markvörsl- unni því landsliðsmarkverðirnir vörðu samtals 9 skot á meðan KA-markverðirnir vörðu 1. Seinni hálfleikur var bráð- fjörugur og verður sjálfsagt lengi í minnum hafður. Munurinn á liðunum hélst lengi vel en þegar um 15 mínútur voru til leiksloka fór að draga til tíðinda. Áhorf- endur, sem voru hátt á ellefta hundrað, tóku þá við sér og náðu upp stemmningunni sem húsið er að verða frægt fyrir. Og KA- menn fóru að bíta frá sér, eink- um júgóslavneski markvörðurinn Race sem fór að verja eins og KA-mönnum lciddist ckkcrt sérstaklega í leikslok. brjálæðingur, samtals 12 skot í seinni hálfleik! Leikur landsliðs- ins riðlaðist líka sem eðlilegt er, leikmenn þreyttir eftir mikið álag auk þess sem Þorbergur notaði alla leikmenn og kippti m.a. út þeim sem höfðu haídið liðinu á floti. Lokamínúturnar voru æsi- spennandi, KA-menn skrefinu á undan síðustu 5 mínúturnar og það var svo Sigurður Sveinsson sem tryggði liðinu sigurinn með glæsilegu marki eftir aukakast í leikslok. Sigurður átti afbragðsleik með KA og kunni greinilega vel við sig í gula búningnum, ótrúlega sterkur sóknarleikmaður sem aldrei má líta af. Annars var Race maður leiksins og átti stór- an þátt í sigrinum með frábærri frammistöðu í seinni hálfleikn- um. Alfreð var sterkur í vörninni að vanda og Stefán gerði margt laglegt. Hjá landsliðinu var Valdimar langbestur en Sigurður, Konráð og Bjarki spiluðu einnig vel. „Vörnin small saman í seinni hálfleiknum og markvarslan var frábær síðustu 15 mínúturnar. Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim í fyrri hálfleik og þeir fengu að spila sig alltof mikið í gegn. Mér líst alls ekki illa á landsliðið, það er búið að vera í stífu pró- grammi og þeir voru orðnir þreyttir í seinni hálfleik. Byrjun- in gefur miklu betri mynd af lið- inu,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA. „Ég notaði alla leikmennina enda þarf ég að sjá hvar við stöndum. Þetta var erfiður leik- ur, stemmningin gríðarleg og mínir menn höfðu gott af þessu. Þeir urðu mjög stressaðir þegar KA jafnaði í lokin,“ sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, landsliðs- þjálfari. Landsliðið lék tvo leiki við Portúgali um helgina og sigraði 24:22 og 24:20. Liðið leikur gegn Slóveníu f kvöld og annað kvöld og verða það síðustu leikirnir fyr- ir B-keppnina sem hefst 19. mars. Mörk KA: Sigurður Sveinsson 7/3, Stefán Kristjánsson 7/3, Sigurpáll Aðal- steinsson 5/2, Alfreð Gíslason 3, Pétur Bjarnason 3, Erlingur Kristjánsson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Árni Stefáns- son 2, Jóhann Jóhannsson 1. Mörk landsliösins: Valdimar Grímsson 91 3, Konráð Olavsson 7/2, Bjarki Sigurðs- son 5, Geir Sveinsson 4, Sigurður Bjarnason 3, Jón Kristjánsson 1, Birgir Sigurðsson 1, Patrekur Jóhannesson 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Guð- mundur Lárusson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.