Dagur - 10.03.1992, Page 10

Dagur - 10.03.1992, Page 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 10. mars 1992 ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Nott. Forest fallið úr FA-bikarmim - varamennirnir björguðu Leeds Utd. - Blackburn að missa flugið í 2. deild? Það er mikið um að vera hjá knattspyrnumönnum á Eng- landi þessa dagana, Evrópu- keppnin komin í gang að nýju eftir vetrarfrí og hinar ýmsu bikarkeppnir að komast á loka- stig. Um helgina var leikið í fjórðungsúrslitum FA-bikars- ins og af þeim sökum var mörgum leikjum frestað í 1. og 2. deild, en þrátt fyrir það skipti 1. deildin um forystulið einu sinni enn. En þá eru það leikir laugardagsins. FA-bikarinn ■ Það urðu óvænt úrslit í leik 2. deildar liðs Portsmouth gegn Nottingham For. þess mikla bikarliðs. Og úrslitum réð Alan McLoughlin sem er lánsmaður hjá Portsmouth þessa dagana, en í eigu Southampton sem fyrr í vetur lánaði McLoughlin til Ast- on Villa í von um að geta selt hann þangað. Það var eftir aðeins 96 sek. leik að markvörður Forest, Mark Crossley missti klaufalega frá sér boltann eftir aukaspyrnu John Beresford og McLoughlin potaði boltanum í netið. Alan Knight í marki Ports- mouth varði vel góðan skalla frá Stuart Pearce, en leikmönnum Forest tókst ekki að ná tökum á leiknum og tryggja sér þriðja úr- slitaleikinn á Wembley í vor. Pað varð liðinu ekki til hjálpar að Brian Laws var rekinn útaf í síð- ari hálfleiknum fyrir að því er Urslit FA-bikarinn 8 liða úrslit. Portsmouth-Nottingham For. 1:0 Southampton-Norwich 0:0 Liverpool-Aston Villa 1:0 Chelsea-Sunderland mánud. 1. deild Everton-Oldham 2:1 Luton-Crystal Palace 1:1 Q.P.R.-Manchester City 4:0 Sheffleld Wed.-Coventry 1:1 Tottenham-Leeds Utd. 1:3 Wimbledon-Notts County 2:0 2. deild Tranmere-Port Vale 2:1 Bristol Rovers-BIackburn 3:0 Charlton-Millwall 1:0 Grimsby-Barnsley 0:1 Middlesbrough-Cambridge 1:1 Newcastle-Brighton 0:1 Oxford-Swindon 5:3 Plymouth-Derby 1:1 Watford-Ipswich 0:1 Wolves-Bristol City 1:1 Úrslit í vikunni. 1. deild Covenlry-Norwich 0:0 Crystal Palace-Notlingham For. 0:0 Leeds Utd.-Aston Villa 0:0 Southampton-West Ham 1:0 2. deild Charlton-Grimsby Deildarbikarinn Undanúrslit - fyrri leikur. Middlesbrough-Manchester Utd. Evrópukeppni 8 liða úrslit - fyrri leikir. Feyenoord-Tottenham Genoa-Liverpool 1:3 0:0 1:0 2:0 Alan McLoughlin, sem enginn vill eiga, skaut Portsmouth í undanúrslit FA-bikarsins. Hér er hann í leik með Sout- hampton gegn Tottenham. virtist vægt brot á Beresford. Portsmouth varðist vel og mikill fögnuður braust út á leikvangin- um í leikslok er sigurinn var í höfn. Ekkert lið hefur haldið FA- bikarnum eins lengi og Ports- mouth, liðið vann bikarinn í fyrsta og eina skiptið 1939 og hélt bikarnum til 1945 þar sem heims- styrjöldin kom í veg fyrir að leik- ið væri um hann. ■ Southampton og Norwich gerðu markalaust jafntefli í leik sínum og verða því að mætast að nýju. Mikill baráttuleikur og jafnteflið sanngjarnt. Alan Shearer, Matthew Le Tissier, Glenn Cockerill og Iain Dowie komust næst því að skora fyrir Southampton, en Robert Fleck tvívegis og Chris Sutton voru næst því að skora fyrir Norwich. Norwich fær því heimaleik næst og stendur betur að vígi og er án efa sáttara við jafnteflið í leikn- um en leikmenn Southampton. 1. tleild ■ Leeds Utd. nýtti sér tækifærið og skaust á topp 1. deildar þar sem Man. Utd. átti frí, en Leeds Utd. hefur þó aðeins tveggja stiga forskot og hefur leikið tveim leikjum meira. Tvö mörk með mín. millibili 15 mín. fyrir leikslok tryggðu liðinu sigurinn og 11. tap Tottenham á heima- velli í vetur varð staðreynd. Rodney Wallace náði forystu fyr- ir Leeds Utd. á 35. mín. er hann slapp í gegnum vörn Tottenham eftir sendingu frá David Batty, en á 3. mín. síðari hálfleiks jafn- aði Paul Allen fyrir Tottenham. Bæði lið fengu síðan góð færi, sérstaklega Tottenham, en Leeds Utd. sneri leiknum sér í hag er bakvörðunum var báðum skipt útaf fyrir Eric Cantona og Jon Newsome. Þeir Mel Sterland og Mike Whitlow höfðu ekki leikið vel, en samt var það áhætta hjá Howard Wilkinson að setja New- some reynslulausan inná og Cantona á miðjuna fyrir Gary Speed sem fór í stöðu vinstri bak- varðar. Þeir höfðu þó ekki verið lengi inná er þeir höfðu gert útum leikinn, Newsome skallaði inn eftir hornspyrnu Gordon Strachan og Gary McAllister bætti þriðja markinu við eftir mjög góðan undirbúning Cantona. ■ Wimbledon hefur nú leikið sex leiki síðan Joe Kinnear tók við stjórn liðsins og ekki tapað enn. A laugardag hélt velgengni liðsins áfram með 2:0 sigri á Notts County sem við tapið færð- ist feti nær 2. deildinni. John Fashanu skoraði fyrra mark Wimbledon á 39. mín. með lúmsku skoti sem Steve Cherry markvörður County átti ekki svar við. Robbie Earle gerði síðara mark liðsins á 80. mín. með skalla eftir sendingu Lawrie Sanchez. Sigur liðsins öruggur og County liðið slakt. ■ Everton fikrar sig örugglega upp stigatöfluna og bætti þrem stigum í safnið eftir 2:1 heimasig- ur gegn Oldham. Peter Beardsley náði forystu fyrir Everton strax í upphafi, en Craig Fleming náði að jafna leikinn fyrir hlé. Sigur- mark Everton kom síðan er langt var liðið á síðari hálfleikinn og það gerði Beardsley einnig þann- ig að dagurinn var honum góður hjá Everton. ■ Crystal Palace hafði yfir á úti- velli gegn Luton með marki Eddie McGoldrick. Það dugði þó ekki til sigurs því Scott Oakes jafnaði fyrir Luton á 68. mín. og tryggði þar með liði sínu dýrmætt stig í fallbaráttunni. ■ Q.P.R. liðið er óútreiknanlegt og miklar sveiflur á leik liðsins. Á laugardag átti liðið einn af sínum betri dögum og burstaði Man- chester City 4:0. Les Ferdinand skoraði tvö af mörkum liðsins og þeir Clive Wilson úr vítaspyrnu Iiverpool aðeins skrefl frá Wembley Liverpool mætti Aston Villa í fjóröungsúrslitum FA-bikars- ins á Anfield á sunnudaginn og hafði nauman sigur í leiknum. Strax að leiknum loknum var dregið um það hvaða lið mæt- ast í undanúrslitum keppninn- ar og það kemur í hlut Liver- pool að Ieika gegn 2. deildar- liði Portsmouth, en hin viður- eignin verður milli sigurvegar- anna í leik Southampton og Norwich annars vegar og Chelsea og Sunderland hins vegar. Leikurinn var jafn og spenn- andi og mátti vart á milli sjá, en lið Aston Villa getur þó verið vonsvikið að hafa ekki nýtt tækifæri sín sem voru fleiri en færi heimamanna. Forráðamenn Liverpool tóku þá áhættu að láta John Barnes, Michael Thomas og Ronnie Michacl Thomas skoraði sigurmark Liverpool gegn Aston Villa í F.A.- bikarnum. Whelan leika með þrátt fyrir að þeir séu tæplega búnir að ná sér af meiðslum, en leikurinn var mikilvægur og áhættan því tekin. Það tók þá nokkurn tíma að falla inní leikinn, en nærvera þeirra hafði góð áhrif á aðra leik- menn liðsins. Og áhætta Liver- pool borgaði sig ríkulega á 66. mín. er Barnes sendi góða send- ingu til Thomas sem af öryggi afgreiddi boltann með góðu skoti í markið framhjá Nigel Spink markverði Villa. Þetta reyndist eina mark leiks- ins, en Villa átti sín færi, bæði fyrir og eftir markið. Kevin Richardson skaut naumlega framhjá, Dalian Atkinson brenndi af í dauðafæri og Bruce Grobbelaar í marki Liverpool varði tvívegis mjög vel. Liverpool er því komið í undanúrslit í fimmta sinn á síð- ustu sjö árum og það verður örugglega erfitt fyrir Portsmouth að koma í veg fyrir að liðið fari alla leið á Wembley. Þ.L.A. og Simon Barker gerðu sitt mark- ið hvor. ■ Þá gerði Sheffield Wed. að- eins jafntefli á heimavelli gegn Coventry og mátti raunar þakka fyrir það. Kevin Gallacher kom Coventry yfir á 67. mín. og það var ekki fyrr en á þeirri 83. sem Viv Anderson náði að jafna fyrir Sheffield Wed. 2. deild ■ Ipswich og Blackburn eru nú efst og jöfn í deildinni, Ipswich marði 1:0 sigur á Watford, en Blackburn steinlá fyrir Bristol Rovers 3:0 og gerði David Mehew tvö af mörkum Rovers. ■ Dion Dublin kom Cambridge yfir á útivelli gegn Middlesbrough, en heimaliðinu tókst þó að jafna í lokin. ■ Peter Shilton sá frægi mark- vörður hóf framkvæmastjóraferil sinn hjá Plymouth með 1:1 jafn- tefli gegn sínu gamla liði Derby. Paul Simpson skoraði fyrir Derby, en Andy Morrison jafn- aði fyrir Plymouth. ■ Steve Bull jafnaði fyrir Wolves eftir að Russell Osman hafði náð forystu fyrir Bristol City. ■ Mikill markaleikur hjá Oxford og Swindon 5:3. John Durnin og Joey Beauchamp gerðu tvö hvor fyrir Oxford og Jim Magilton eitt, en Dave Mitchell gerði tvö fyrir Swindon og Shaun Close eitt. Þ.L.A. Staðan 1. deild Leeds Utd. 32 17-13- 2 58:25 64 Manchester Utd. 30 17-11- 2 51:22 62 Sheffield Wednesday 31 15- 9- 7 50:42 54 Manchcster City 32 15- 8- 9 45:39 53 Liverpool 30 12-13- 5 35:27 49 Arsenal 30 11-11- 8 51:35 44 Everton 31 11-10-10 41:34 43 Aston Villa 31 12- 6-13 35:35 42 Chelsea 3210-12-10 41:46 42 Crystal Palace 32 10-12-10 43:52 42 Wimbledon 31 10-11-10 38:36 41 Norwich 31 10-11-10 40:41 41 QPR 32 8-15- 9 34:36 39 Oldham 32 10- 7-15 46:52 37 Coventry 31 9- 9-13 29:30 36 Nottingham For. 28 10- 8-10 42:42 35 Tottenham 29 10- 5-14 37:39 35 Shefííeld Utd. 30 9- 7-14 44:50 34 Luton 32 7- 9-17 26:56 30 Notts Countv 30 7- 8-15 30:42 29 Southampton 30 6-10-14 28:45 28 Wcst Ham 29 6- 9-14 26:43 27 2. deild Blackburn 34 18- 8- 8 53:34 62 Ipswich 33 18- 8- 7 52:35 62 Cambridge 34 16-11- 7 50:32 59 Middlcshrough 31 15- 8- 8 38:29 53 Southend 34 15- 8-11 49:41 53 Derby 33 15- 7-1143:36 52 Charlton 35 15- 7-13 42:41 52 Leicester 32 15- 6-1142:39 51 Portsmouth 32 14- 8-10 43:34 50 Swindon 33 13-10-10 55:44 49 Millwall 34 13- 7-14 52:53 46 Wolves 32 12- 8-12 42:37 44 Barnsley 35 12- 8-15 28:44 44 Sunderland 33 12- 7-14 47:46 43 Bristol Rovers 35 11-10-14 44:54 43 Tranmere 31 9-15- 7 34:35 42 Grimsby 33 11- 9-13 40:48 42 Watford 33 10- 7-16 34:40 37 Oxford 34 10- 6-18 52:57 36 Brighton 35 9- 9-17 45:55 36 Newcastle 35 8-12-15 50:64 36 Bristol City 34 8-12-13 35:51 36 Plymouth 33 9- 8-16 33:49 35 Port Vale 35 7-13-15 33:4634

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.