Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 12. mars 1992 Fréttir Metaðsókn í Sundlaug Húsavíkur í fyrra: „Það þarf að taka ákvörðun um hvar sundlaugin verður í framtíðinnf - segir Sveinn Rúnar Arason, forstöðumaður Á fundi íþrótta- og æskulýðs- nefndar Húsavíkur, sem hald- inn var nýlega, var rætt um fjárhagsáætlun Sundlaugar Húsavíkur fyrir næstu tvö ár. Hugmynd að nýrri sundlaug við Iþróttahöll var viðruð og forstöðumanni falið að kanna möguleika á byggingu laugar og kostnað því samfara. „Það eru tvö ár síðan að ég vildi að þetta mál yrði kannað og tekið út, en ég held að það hafi lent hér um bil beint í skúffuna. En það þarf að fara að taka ákvörðun um hvar sundlaugin verður í framtíðinni, þetta er það mikill liður fyrir þennan bæ. Það þyrfti að fara að taka húsakynnin við Sundlaugina í gegn, stækka þau og breyta, og það þýðir ekki að fara út í kostnaðarsamar fram- kvæmdir við húsið hérna og byggja svo nýja laug við íþrótta- húsið,“ sagði Sveinn Rúnar Ara- son, forstöðumaður Sundlaugar Húsavfkur aðspurður um málið. Fyrir nokkrum árum var gert ráð fyrir að byggð yrði ný 25 metra laug sunnan við 1616 m laugina sem fyrir er, en við hana er einnig heitur pottur og barna- laug. Síðar vöknuðu þær hug- myndir að byggð yrði sundlaug við nýja íþróttahúsið, því hag- kvæmara yrði að reka saman íþróttahús og sundlaug heldur en sitt á hvorum staðnum. Komið hafa upp efasemdarraddir um að nægilegt landrými sé fyrir sund- laug við íþróttahúsið. Þetta vill Sveinn Rúnar að verði kannað til hlítar og stefnumótandi ákvöðr-1 un tekin um framtíðina. Nú í vik- unni er von á Reyni Vilhjálms- syni, landslagsarkitekt til bæjar- ins. Hann mun hafa gert uppdrátt að sundlaug við höllina sem Sveinn Rúnar bað hann að taka með sér. „Það þarf að fá góðan mann til að gera úttekt á því hvað kostar að gera við húsið hér og hvað kostar að byggja laug við Iþrótta- húsið. Það er nýbúið að byggja laug fyrir sunnan, eins og ég gæti hugsað mér hér, og hún kostaði 17 milljónir með öllu. Húsnæðið hér er þegar farið að standa starfseminni fyrir þrifum og það verður að taka ákvörðun um framtíðina. Það er verið að biðja mig um fjárhagsáætlanir 2-3 ár fram í tímann og þá kemur upp þessi spurning, og mér finnst ekki verið að gera rétt við að leggja í mikinn kostnað við húsnæðið hérna. Ég er viss um að það verð- ur lágmark 50% meiri aðsókn að sundlaug við íþróttahúsið. Það er fleiri en ég á þeirri skoðun að 70% þeirra sem stunda almenn- ingsíþróttir í höllinni mundu fara þar í sund á eftir og það væri allt annað fyrir krakkana að mæta þangað í skólasundið," segir Sveinn Rúnar. í fyrra var metaðsókn að Sund- laug Húsavíkur og það stefnir aftur að metaðsókn í ár. Það komu 46 þúsund sundlaugargest- ir í fyrra en þeir höfðu flestir orð- ið áður árið ’84 eða 44 þúsund. í fyrra var metaðsókn í janúar, þá komu 2300 sundlaugargestir en nú í janúar varð aftur metaðsókn en þá komu 3171. Sveinn Rúnar sagðist ekki vita hvað sundlaugin hefði verið hönnuð til að taka við mikilli aðsókn þegar hún var tek- in í notkun fyrir tæpum 35 árum, en í lauginni væru 72 skápar fyrir sundlaugargesti. Til marks um hvað endurbætur á aðsöðu hefðu að segja varðandi aðsókn sagði hann, að árið 1981 hefðu sund- laugargestir verið 22 þúsund en árið eftir þegar endurbætur á húsnæði hefðu átt sér stað hefðu í 38 þúsund sundlaugargestir mætt. IM 4» Á síðasta ári var metaðsókn í Sundlaug Húsavíkur og stcfnir í að það met verði slegið á þessu ári. Nú hefur sú hugmynd verið viðruð að byggja nýja sundlaug við Iþróttahöllina. Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu: Vaxandi óánægju gætir meðal bænda með gjaldtöku dýralækna Búnaðarþing samþykkti erindi- frá Búnaðarsambandi Austur- Húnavatnssýslu þar sem þeim tilmælum er beint til Halldórs Blöndal, landbúnaðarráðherra, að hann staðfesti ekki endur- skoðaða gjaldskrá fyrir dýra- lækna. Einnig er því beint til ráðherra að hann beiti sér fyrir endurskoðun á álagningu dýra- lyfja og ákveðnar reglur verði settar um heimildir dýralækna til gjaldtöku fyrir akstur. Föstudags- og laugardagskvöld: Ný dönsk Frumsýnum laugardagskvöld nýtt myndband eftir Sævar Guðmundsson Happy half an hour úr krana á 1929 laugardag kl. 23.30-24.00 Fimmtudags-, föstudags- og laugardagskoöld: Hinn geysivinsæli Ingvar Jónsson Fimmtudagur: Happy hour úr krana kl. 21.30-22.30 Snyrtilegur klæðnaður Borðapantanir í síma 24199 , iOilíUr u S50 V í greinargerð með þessu erindi kemur fram að vaxandi óánægju gæti meðal bænda með gjaldtöku dýralækna fyrir þá þjónustu sem þeir veiti. Gjaldskrá fyrir dýralækna byggir á lögum frá 1981 um dýra- lækna. Þar segir að landbúnaðar- ráðherra gefi út slíka gjaldskrá að fengnum tillögum stéttarfélags dýralækna. „Þar sem lögin gera ekki ráð fyrir tillögum nema ann- ars hagsmunaaðilans, varðandi setningu gjaldskrárinnar, hljóta bændur að treysta því að land- búnaðarráðherra gæti hagsmuna þeirra í þessu máli,“ segir í grein- argerðinni. Og ennfremur segir: „Vegna samdráttar í framleiðslu og sölu hefðbundinna búvara og harðandi samkeppni á búvöru- markaðnum, sem nú virðist í augsýn, er mikilvægt að leitað sé allra leiða til lækkunar á fram- leiðslukostnaði landbúnaðar- vara.“ óþh Leikfélag Húsavíkur: Forseti íslands gestur LH á Gaukshreiðrinu Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður gestur Leikfélags Húsavíkur föstu- dagskvöldið 20. mars á 22. sýn- ingu þess á Gaukshreiðrinu el'tir Dale Wassermann undir leikstjórn Maríu Sigurðardótt- ur. Þetta er í annað sinn sem frú Vigdís kemur á sýningu hjá LH, eftir að hún tók við embætti forseta, fyrri sýningin var á Landi míns föður við 40 ára afmælishátíðarhöld Húsa- víkurbæjar. Forsetinn verður staddur á Húsavík til að sitja og flytja ávarp á ráðstefnu um verndun og endurheimt land- kosta á vegum Húsgulls laug- ardaginn 21. mars. Aðsókn á Gaukshreiðrið hefur verið mjög góð og svo til fullt á flestar sýningar, að sögn Ásu Gísladóttur, formanns LH. Flest- ir sýningargestir hafa komið frá Húsavík og nágrannasveitarfé- lögum, en hópar hafa komið af svæðinu frá Dalvík til Raufar- hafnar. Á laugardag verður 21. sýning á verkinu og Ása sagði að ekki væri dagsett hve lengi sýn- ingar stæðu, reynt yrði að halda áfram svo lengi sem leikfélaginu héldist á leikendum og áhorfend- ur sæktu sýningar. Bæjarstórinn á Húsavík, Einar Njálsson, hefur tekið við stöðu afleysingageðlæknis á hælinu í Gaukshreiðrinu. Hleypur bæjar- stjórinn í skarðið þegar Sigurður Hallmarsson, sem fer með hlut- verk geðlæknisins, kemst ekki á sýningar vegna anna við æfingar á íslandsklukkunni hjá Leikfélagi Akureyrar. IM Skák Skákfélag Akureyrar: Sigurjón á sigurbraut Hörö og jöfn keppni var á 10 mínútna móti sem Skákfélag Akureyrar hélt í síðustu viku og allt í kös í efstu sætunum. Sigurjón Sigurbjörnsson náði þó að tryggja sér fyrsta sætið óskipt en hann hefur teflt mjög vel í vetur. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Sigurjón Sigurbjörnsson með 8 vinninga af 10 möguleg- um. 2. Þórleifur Karlsson 7’/i v. 3. Þór Valtýsson IVi v. 4.-5. Smári Ólafsson og Sveinbjörn Sigurðsson 6V2 v. 6.-7. Gylfi Þór- hallsson og Jón Björgvinsson 6 v. Þórleifur hreppti annað sætið á fleiri stigum en Þór. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.