Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 16
wmm, Akureyri, fímmtudagur 12. mars 1992 Hádegistilboð alla daga Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökuðu brauðum fylgja öllum aðalréttum og pizzum Frí heímsendingarþjónusta allan daginn Alvöru veitingahús Kaldbakur hf. á Grenivík: Baráttan um hrá- efiiið er hörð“ - segir Ásgeir Arngrímsson, framkvæmdastjóri 55 „Vinnan hefur verið stöðug frá því við hófum vinnslu í janúar. Baráttan um hráefnið er hörð og við höfum þurft að sækja físk allt til Breiðafjarðar,“ seg- ir Ásgeir Arngrímsson, fram- Dalvík: Kristján Þór EA seldur til Bolungarvíkur? Miklar líkur eru á því að Kristján Þór EA-701 verði seldur frá Dalvík til Bolung- arvíkur og eftir því sem næst verður komist með honum 163 tonna þorskígilda kvóti. Samkvæmt upplýsingum LÍÚ er úthlutaður kvóti Kristjáns Þórs á þessu ári 313 tonn í þorskígildum og 108 tonna rækjukvóti. Kristján Þór, sem nefndist áður Gullþór, er 57 brúttó- rúmlesta skip, smíðaö í Ytri- Njarðvík árið 1984. Snorri Snorrason gerir skipið út. Lögum samkvæmt á Dalvík- urbær forkaupsrétt á skipinu og kvótanum. Ekki náðist í Snorra Snorra- son í gær. óþh kvæmdastjóri Kaldbaks hf. á Grenivík. Tveir bátar eru í viðskiptum við Kaldbak hf. þ.e. Sjöfn ÞH er leggur upp á Rifi á Snæfellsnesi og Frosti ÞH er leggur upp í heimahöfn á Grenivík. Nokkrar trillur leggja einnig upp á Greni- vík. Veður hafa verið erfið og því hafa trillurnar lítið róið utan Fengur ÞH. Aflinn hefur verið rýr IVi til 2x/i tonn eftir róðurinn. „Fosti ÞH hefur lagt upp hjá okkur frá mánaðamótum. Lítið hefur fiskast. Ellefu tonn eru komin á land og báturinn er að ljúka túr. Aflinn er milli 30 og 40 tonn. í frystihúsinu vinna um 40 manns að fiskverkun. Fólkið hef- ur haft vinnu því afli Sjafnarinnar ÞH er keyrður til okkar frá Rifi. Þetta er erfiður rekstur og við höfum verið að skoða ýmsa möguleika til úrbóta. Kvótinn er ekki gefins sem skipin. Það versta er að þau skip sem eru á söluskrá eru gömul og stutt er í viðhald,“ sagði Ásgeir Arngríms- son. ój Glaðst yfir snjófölinu. Mynd: Golli Skjöldur hf.: Drangey í síð- asta sölutúmum - lítil vinna í frystihúsinu Drangey SK 1 seldi Rósagarðs- karfa í Þýskalandi í gærmorg- un. Aflinn var rúm 109 tonn og fengust fyrir hann 11,7 milljón- ir króna eða um 106 kr. að meðaitali fyrir kílóið. Skipið mun nú aftur fara að leggja afla sinn upp í frystihúsi Skjaldar hf. á Sauðárkróki, en þar hefur lítið verið unnið að undanförnu. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Skjaldar hf., segir að reikna megi með hálfum mán- uði til þremur vikum þangað til Drangeyjan komi með afla til Sauðárkróks. Vegna þessa segist Árni búast við að unnið verði tvo til þrjá daga í viku í frystihúsinu næstu vikur eins og undanfarið, en vonast til að eftir það hefjist full vinna að nýju. „Það er vonandi að það verði einhverjar gæftir, en veður hefur hamlað veiðum all verulega síð- ustu vikur og erfitt verið að ná í fisk til vinnslu. Vonandi stendur þetta samt allt til bóta og ég vona að vinnslan komist á fullt aftur sem fyrst, enda uppihaldið leiðin- legt fyrir starfsfólkið," segir Árni Guðmundsson. SBG Búnaðarþingi lauk í Reykjavík í gær: Innflutningur á holdanautakynjum verði naflnn sem allra fyrst Fíkniefnamálið: Tveir ennþá í gæsluvarðhaldi -enn unnið að rannsókn Enn sitja tveir menn í gæslu- varðhaldi á Akureyri vegna fíkniefnamálsins sem lög- reglan á Akureyri upplýsti um síðustu helgi. Annar mannanna var úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag en hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til nk. laugardags. Rannsóknarlögreglan vinn- ur enn að rannsókn málsins og „hnýtir saman lausa enda“, eins og lögreglan orðaði það í samtali við Dag í gær. óþh - vænlegast þykir að flytja inn Angus og Limousin Búnaðarþing, sem lauk í gær, samþykkti að beina því til landbúnaðarráðherra að svo fljótt sem verði megi, verði hafínn innflutningur á holda- nautakynjum. Einnig verði séð til þess að íslenski Galloway- stofninn verði varðveittur. Ljóst er að komið er að ákveðnum tímamótum í ræktun Gallowaystofnsins í Hrísey og rétt að skoða samþykkt Búnað- arþings í því ljósi. Samþykkt Búnaðarþings gerir ráð fyrir að nýta aðstöðuna í Einangrunar- stöð holdanauta í Hrísey til inn- flutnings nýrra kynja til einblend- ingsræktunar við íslenskar mjólk- urkýr. Fyrir liggur greinargerð Naut- griparæktarnefndar um innflutn- ing á holdanautakynjum þar sem hún leggur mjög eindregið til að fluttir verði inn fósturvísar af nýj- um holdanautakynjum til lands- ins. Færð eru rök fyrir því að auðvelt muni að finna gripi af ýmsum kynjum, sem muni gefa betri afrakstur í einblendingsrækt til nautgripakjötsframleiðslu hér á landi en ætla megi að núverandi Galloway gripir hér á landi geri. í greinargerð Nautgriparæktar- nefndar er lagt til að fluttir verði inn gripir af tveimur kynjum og ýmislegt bendi til að athygli verði beint að kynjunum Angus og Limousin. „Þess skal getið að danskir sérfræðingar sem leitað var ráða hjá mæltu eindregið með að þessi kyn væru reynd í fyrstu. Ekki virðist af kostnaðar- ástæðum hægt að mæla með í upphafi prófun á fleiri en tveim kynjum. Hins vegar eru fram- leiðsluhættir í nautakjötsfram- leiðslu það breytilegir hér á landi, Samanburður á gjaldskrá tannlækna og sjúkraþjálfara: Tannlækiiirimi finunfalt dýrari Kostnaður hins opinbera af endurgreiðslu kostnaðar við annars vegar tannviðgerðir og hins vegar sjúkraþjálfun er mjög mismikill. Grunngjald á klukkustund er tæplega fímm sinnum hærra hjá tannlæknin- um en inni í því er meðal ann- ars reiknað með bifreiðakostn- aði sem er 15.074 kr. á mánuði hjá tannlækninum en 4.282 kr. hjá sjúkraþjálfaranum. Einnig er gert ráð fyrir að tannlæknir greiði rúmlega 68 þúsund krónur í húsaleigu af 80 fer- metra stofu en sjúkraþjálfar- inn greiðir aðeins 15.641 kr. fyrir jafnstórt húsnæði sem þó verður að uppfylla strangari kröfur en tannlæknastofan. Þetta kemur fram ásamt öðru í grein sem Vilhjálmur Ingi Árna- son, starfsmaður Neytendafélags Akureyrar, skrifar í Dag. Með greininni vill hann benda á að víða sé hægt að spara og skera niður í heilbrigðiskerfinu og halda þannig uppi óbreyttri þjón- ystu fyrir minna fé. fejá nánar í opnu. og ástæða til að ætla að svo geti orðið í náinni framtíð, að ástæða sé til að bjóða upp á notkun á tveim kynjum sem falli að breyti- legum framleiðslukerfum," segir m.a. í greinargerðinni. Gripir af Angus-kyni eru koll- óttir. Þetta er kyn sem hefur að baki mjög öflugt ræktunarstarf. Limousin er kyn með mikla reynslu, samkvæmt greinargerð Nautgriparæktarnefndar, sem virðist hafa verið í mikilli framför á síðustu árum. óþh Stígandi hf. á Blönduósi: Starfsmenn til Noregs í næstu viku Rúmlega tuttugu manns frá Trésmiðjunni Stíganda hf. á Blönduósi halda til Noregs í næstu viku. Ferðinni er heitið til 3500 manna sveitarfélags, Aal, sem er miðja vegu milli Björgvinjar og Oslóar. Til- gangur ferðarinnar er að endurgjalda heimsókn sem Stígandi fékk á síðasta ári. „Við förum út á föstudaginn í næstu viku, en segja má að þetta sé menningar-, kynnis- og skemmtiferð. Á síðastliðnu sumri tókum við á móti um fjöru- tíu Norðmönnum og nú ætlum við að fara og endurgjalda heim- sóknina,“ segir Hilmar Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Stíganda hf. Hópurinn frá Stíganda verður viku í þessu ferðalagi sínu og mun að sögn Hilmars m.a. skoða þann iðnað sem er á þessum slóð- um í Noregi undir leiðsögn heimamanna. Upphafið að þess- um samskiptum segir Hilmar að megi rekja til kaupa Stíganda á efni í norsk sumarhús sem fram- leitt er í Aal, en þau viðskipti hófust á síðasta ári. „Við hugsum okkur að reyna að auka þessi tengsl sem þarna hafa skapast og ég tel í raun og veru að við hér á Blönduósi eig- um meira sameiginlegt með þessu byggðarlagi í Noregi, en vinabæ okkar Moss,“ segir Hilmar. Meirihluti starfsmanna Stíganda fer í ferðina og hefur starfs- mannafélag fyrirtækisins fengið rúmlega 100 þús. króna styrk úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna til fararinnar. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.