Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. mars 1992 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Mismunar ÍSÍ félögum? - Skautafélag Akureyrar fær ekki keppnisleyfi fyrir Santanen en SR með leyfi á fölskum forsendum Framkvæmdastjórn íþrótta- sambands Islands hafnaði ný- lega umsókn frá íshokkídeild Skautafélags Akureyrar um keppnisleyfi fyrir Finnann Pekka Santanen í síðustu umferð íslandsmótsins sem fram fer um næstu helgi. Framkvæmdastjórnin hefur heimild til að veita undan- þágu frá ákvæði sem segir að erlendir leikmenn jiurfi að hafa búið í tvö ár á Islandi til að mega leika með íslenskum liðum en taldi málið þannig vaxið að ekki væri grundvöll- ur fyrir undanþágu. Akureyr- ingar eru afar óhressir með niðurstöðu stjórnarinnar og vitna í keppnisleyfi sem Nikolaj Nevedof, Rússi sem leikur með Skautafélagi Reykjavíkur, fékk í haust á grundvelli rangra upplýsinga. Segir Magnús Finnsson, ann- ar þjálfari SA, að Akureyr- ingar ætli ekki að sætta sig við niðurstöðuna og muni leggja fram kæru verði málið ekki endurskoðað. Forsaga málsins er sú að Skautafélag Reykavíkur sótti í haust um undanþágu fyrir tvo Rússa og fékk enda hafði fram- kvæmdastjórn ÍSÍ upplýsingar um að þeir hefðu báðir dvalið á íslandi „alllengi." Nú hefur hins vegar komið í ljós að þær upp- lýsingar voru rangar, annar þeirra hefur reyndar dvalið á Islandi á áttunda ár en Nevedof, sem verið hefur einn besti mað- ur liðsins í mótinu, kom til íslands í október en fyrsti leikur í íslandsmótinu var í lok nóvember. Þrátt fyrir þetta hyggst framkvæmdastjórnin ekki draga keppnisleyfi hans til baka og hefur hafnað umsókn um keppnisleyfi fyrir Santanen en hann kom til íslands fyrir nokkrum dögum, auk þess sem hann dvaldi á Akureyri um nokkurra vikna skeið fyrr í vet- ur og þjálfaði lið SA. Leyfi SR ekki afturkallað en umsókn SA hafnað Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri ISÍ, sagði í sam- tali við Dag að framkvæmda- stjórnin hefði talið að þar sem Santanen myndi aðeins stoppa á landinu í tæpan mánuð væri ekki grundvöllur fyrir að veita honum undanþágu. „Yfirleitt er reynt að fara einhvern milliveg þegar veittar eru undanþágur og þá erum við kannski að tala um hálft til eitt ár eða eitthvað slíkt. En þetta er matsatriði hverju sinni.“ Aðspurður sagði Sigurður það rétt að annar Rússanna hjá SR hefði fengið undanþágu á grundvelli rangra upplýsinga. Framkvæmdastjórnin hefði ekki vitað betur en þeir hefðu báðir dvalið í sendiráðinu „all- lengi,“ án þess að það hefði ver- ið skilgreint nánar, en nýlega hefði komið í ljós að Nevedof hefði aðeins dvalið hérlendis í einn og hálfan mánuð fyrir mót. Eftir að umsókn um undanþágu fyrir Santanen barst hefði fram- kvæmdastjórnin rætt við full- trúa SR og lagt til að annað hvort samþykktu þeir að Sant- anen fengi keppnisleyfi eða leyfið fyrir Nevedof yrði aftur- kallað. Þetta hefðu fulltrúar SR ekki getað fallist á og sagt að þá gætu þeir alveg eins dregið sig út úr mótinu og þannig stæði málið í dag. Sigurður var spurð- ur hvort leyfi Nevedofs yrði ekki afturkallað og sagðist hann ekki eiga von á því enda myndu þá vakna upp vandamál í sam- bandi við leikina sem búið væri að spila. Þegar hann var spurð- ur hvernig framkvæmdastjórn- inni væri þá stætt á að hafna umsókn SA sagði hann: „Nú máttu ekki spyrja mig. Ég er Pekka Santanen. hér starfsmaður og þetta er ákvörðun stjórnar en ekki mín.“ „Fráleit vinnubrögð“ „Þetta eru auðvitað fráleit vinnubrögð sem við getum eng- an veginn sætt okkur við,“ sagði Magnús Finnsson hjá Skauta- félagi Akureyrar. „Það hlýtur að vera grundvallarkrafa að félög- in sitji við sama borð en það gera þau augljóslega ekki í þessu máli og nú virðast Reykja- víkurfélögin að auki eiga að ráða því hvort við fáum undan- þágu fyrir erlendan leikmann. Þetta er gróf mismunun og ef ÍSÍ endurskoðar ekki þessar ákvarðanir munum við leita réttar okkar á einn eða annan hátt.“ Þess má geta að ísknattleiks- félagið Björninn í Reykjavík fékk undanþágu fyrir 5 Banda- ríkjamenn enda var það skilyrði fyrir að félagið yrði með í íslandsmótinu. í umsóknunum mun hafa komið fram að þeir hefðu allir dvalið á íslandi í 2-5 ár og sagði Magnús að Akureyr- ingar væru að reyna að afla sér upplýsinga um hvort þetta væri rétt. MÍ15-18 ára í frjálsum íþróttum: Glæsilegt hjá Stefáni 3. Anton Sigurðsson, ÍR 6,16 Körfuknattleikur: Meistaramót íslands 15-18 ára í frjálsum íþróttum innanhúss var haldið í Reykjavík um síð- ustu helgi. AUs voru rúmlega 130 keppendur mættir til Ieiks og náðist góður árangur í mörgum greinum. Maður mótsins var þó tvímælalaust Stefán Gunnlaugsson, UMSE, sem vann til fimm gullverð- launa og setti eina Islandsmet mótsins. Norðlendingar unnu til nokk- urra verðlauna á mótinu en eng- inn var þó jafn drjúgur og Stefán. Hann setti nýtt met í sveinaflokki í hástökki án atrennu, stökk 1,59 m, og vann alls til fimm gullverð- launa. Tvímælalaust stórefnileg- ur strákur sem á greinilega eftir að láta að sér kveða. Úrslit urðu þessi: 50 m hlaup meyjar 1. Hildigunnur Hjörleifsdóttir, HSH 7,0 2. Guðrún Guðmundsdóttir, HSK 7,0 3. Arna Friðriksdóttir, HSH 7,1 50 m hlaup svcinar 1. Stefán Gunnlaugsson, UMSE 6,2 2. Sveinn H. Magnússon, ÍR 6,3 3. Sigurður Guðjónsson, HSK 6,4 50 m hlaup drengir 1. Atli Guðmundsson, UMSS 6,0 2. Haukur Sigurðsson, HSH 6,0 3. Jóhannes M. Marteinsson, ÍR 6,1 50 m hlaup stúlkur 1. Kristín Alfreðsdóttir, ÍR 6,9 2. Bergiind Guðjónsdóttir, KR 7,0 3. Linda Sveinsdóttir, UMSE 7,2 Þrístökk án atr. meyjar 1. Ragnhildur Einarsdóttir, USÚ 7,41 2. Sigurrós Friðbjamardóttir, HSÞ 7,38 3. Arna Friðriksdóttir, HSH 7,35 Þrístökk án atr. stúlkur 1. Erna B. Sigurðardóttir, KR 7,21 2. Vigdís Guðjónsdóttir, HSK 7,02 3. Hildur Ingvarsdóttir, ÍR 7,00 Þrístökk drengir 1. Jón Þór Ólason, HSÞ 12,90 2. Freyr Ólafsson, HSK 12,86 3. Hreinn Hringsson, UMSE 12,78 Þrístökk sveinar 1. Stefán Gunnlaugsson, UMSE 13,00 2. Jónas P. Jónasson, ÍR 11,79 3. Guðjón Jónsson, HSK 11,72 Hástökk án atr. sveinar 1. Stefán Gunnlaugsson, UMSE 1,59 2. Skarphéðinn F. Ingason, HSÞ 1,45 3. Atli R. Sigurþórsson, HSH 1,40 Hástökk stúlkur 1. Kristjana Skúladóttir, HSK 1,57 2. Maríanna Hansen, UMSE 1,54 3. Elísabet Jónsdóttir, UFA 1,51 Langstökk án atr. meyjar 1. Ragnhildur Einarsdóttir, USÚ 2,53 2. Arna Friðriksdóttir, HSH 2,48 3. Jóhanna E. Jóhannesdóttir, UFA 2,45 50 m grindahlaup drcngir 1. Róbert E. Jensson, HSK 7,3 2. Bjarni Þ. Traustason, FH 7,3 3. Magnús 0. Sæmundsson, USVS 7,7 50 m grindahlaup sveinar 1. Jónas Páll Jónasson, ÍR 7,9 2. Birkir Árnason, UMSS 8,0 3. Theodór Karlsson, UMSS 8,1 50 m grindahlaup stúlkur 1. Erna B. Sigurðardóttir, KR 7,6 2. Elísabet Jónsdóttir, UFA 8,6 3. Kristjana Skúladóttir, HSK 8,6 50 m grindahlaup meyjar 1. Sólvcig H. Björnsdóttir, KR 7,6 2. Kristín Markúsdóttir, UMSB 8,1 3. Birna M. Gunnarsdóttir, ÍR 8,1 Stangarstökk drengir 1. Tómas G. Gunnarsson, HSK 3,75 2. Freyr Ólafsson, HSK 3,65 3. Theodór Karlsson, UMSS 2,75 Hástökk drengir 1. Róbert E. Jensson, HSK 1,78 2. Magnús 0. Sæmundsson, USVS 1,75 3. Tómas G. Gunnarsson, HSK 1,70 Hástökk sveinar 1. Magnús A. Hallgrímsson, Self. 1,93 2. Skarphéðinn F. Ingason, HSÞ 1,81 3. Atli R. Sigurþórsson, HSH 1,78 Hástökk mcyjar 1. Gerður B. Sveinsdóttir, HSH 1,51 2. Rakel Tryggvadóttir, FH 1,48 3. Ástríður Guðmundsdóttir, UMSB 1,45 Langstökk drengir 1. Bjarni Þ. Traustason, FH 6,35 2. Freyr Ólafsson, HSK 6,27 Langstökk stúlkur 1. Ema B. Sigurðardóttir, KR 5,34 2. Gunnhildur Hinriksdóttir, HSÞ 4,96 3. Elísabet Jónsdóttir, UFA 4,95 Langstökk sveinar 1. Stefán Gunnlaugsson, UMSE 6,56 2. Magnús A. Hallgrímsson, Self. 6,17 3. Jónas P. Jónasson, ÍR 5,95 Langstökk meyjar 1. Sunna Gestsdóttir, USAH 5,44 2. Katla Skarphéðinsdóttir, HSÞ 5,09 3. Kristín Markúsdóttir, UMSB 4,88 Kúluvarp meyjar 1. Halldóra Jónasdóttir, UMSB 10,83 2. Ragnhildur Einarsdóttir, USÚ 10.20 ; 3. Rakel Bára Þorvaldsdóttir, UMSB 10,08 | Kúluvarp stúlkur 1. Vigdís Guðjónsdóttir, HSK 11,17 2. Jóhanna Kristjánsdóttir, HSÞ 9,41 | 3. Friðný Heimisdóttir, ÍR 9,21 Kúluvarp drcngir 1. Bergþór Ólason, UMSB 12,46 2. Hreinn Hringsson, UMSE 12,12 3. Freyr Ólafsson, HSK 11,71 Kúluvarp sveinar 1. Magnús A. Hallgrímsson, Self. 12,42 2. Haukur Hrafnsson, USÚ 12,02 3. Ingvar Hjálmarsson, HSK 11,60 Hástökk án atr. drengir 1. Hreinn Hringsson, UMSE 1,48 2. Magnús O. Sæmundsson, USVS 1,45 3. Þengill Ólafsson, Self. 1,45 Langstökk án atr. stúlkur 1. Vigdís Guðjónsdóttir, HSK 2,47 Þrístökk án atr. sveinar 1. Stefán Gunnlaugsson, UMSE 8,89 2. Skarphéðinn F. Ingason, HSÞ 8,37 3. Jóhannes Guðjónsson, USVS 8,23 Þrístökk án atr. drengir 1. Hákon Sigurðsson, HSÞ 9,65 2. Freyr Ólafsson, HSK 9,03 3. Hjalti Sigurjónsson, ÍR 8,97 Hástökk án atr. stúlkur 1. Vigdís Guðjónsdóttir, HSK 1,29 2. Gunnhildur Hinriksdóttir, HSÞ 1,15 3. Kristjana Skúladóttir, HSK 1,10 Hástökk án atr. meyjar 1. Guðbjörg A. Þorvaldsdóttir, FH 1,26 2. Sunna Gestsdóttir, USAH 1,23 3. Kristín Markúsdóttir, UMSB 1,15 Enn lágu Valsmenn rötburstuðu hcillum horfna Þórsara í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik á þriðju- dagskvöldið, 121:69. Staðan í hléi var 59:30. Leikurinn bar þess merki að hann skipti engu máli fyrir liðin, Þórsarar fallnir og Valsmenn öruggir í úrslita- keppnina. Strax í upphafi var ljóst hver stefnan yrði og á 8 mínútum náðu Valsmenn 20 stiga forskoti. Hittni Þórsara var í algeru lág- marki og ungu strákunum gekk illa að eiga við risana í Valslið- inu. Forskot Vals jókst jafnt og I þétt og mestur varð munurinn 30 stig í fyrri hálfleik, 59:29. Eftir því sem mínúturnar liðu í seinni hálfleik jókst munurinn og þegar fjórar mínútur voru til leiksloka var kominn rúmlega helmings- munur, 111:55. Joe Harge var allt í öllu hjá Þór en enginn af ungu strákunum stóð upp úr. Valsliðið var jafnt en Svali Björgvinsson, Guðni Hafsteinsson og Skagfirðingurinn Lárus Pálsson stóðu sig vel auk þess sem Franc Booker setti nið- ur nokkrar þriggja stiga körfur. Þetta var leikur lýðræðisins því allir leikmenn beggja liða fengu að spila og allir skoruðu nema einn leikmaður Þórs. í lið Þórs vantaði Hóra lykil- menn, þá Konráð Oskarsson, Guðmund Björnsson, Jóhann Sigurðsson og Björn Sveinsson. Birgir Torfason, formaður körfu- knattleiksdeildar Þórs, sagði að ástæðan lægi að einhverju leyti í önnum en sennilega væri mest áhugaleysi um að kenna. -bjb Stig Vals: Svali Björgvinsson 30, Franc Booker 26, Guðni Hafsteinsson 13, Magnús Matthíasson 13, Ari Gunnarsson 12, Lárus Pálsson 9, Símon Ólafsson 8, Tónias Holton 6, Matthías Matthíasson 2, Jón Bender 2. Þórsarar Stig Þórs: Joe Harge 30, Örvar Erlends- son 11, Árni Jónsson 7, Högni Friðriks- son 6. Þorvaldur Arnarsson 6, Birgir Örn Birgisson 5, Hafsteinn Lúðvíksson 2, Einar Davíðsson 2. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Brynjar Þorsteinsson. Stóðu fyrir sínu. Knattspyrna: Greifamót fyrir 5. flokk Greifinn og Ungmennafélag Svarfdæla standa fyrir knatt- spyrnumóti fyrir 5. flokk (f. 1980 og 1981) í íþróttahöllinni á Akureyri 21. mars. Mótið hefst kl. 13 og er áætlað að því Ijúki um kl. 19. Keppt verður í flokki a- og b- liða. Spilað verður með mark- vörð og fjóra útileikmenn, leikið verður eftir utanhússreglum með örfáum undantekningum þó. Markvörður skal henda knettin- um í „útspörkum" og má hann ekki henda knettinum yfir miðju vallarins nema knötturinn snerti leikmann áður. Einnig skal sparka inn í „innköstum." Heimilt er að hafa tíu leik- menn í liði og skal skila inn nafnalista við komu á mótsstað. Áskilinn er réttur til breytinga en ef svo fer verður látið vita í tíma. Þátttökugjald er 6.000 kr. fyrir eitt lið og 10.000 kr. fyrir tvö. Veitt verða þrenn verðlaun í hvorum flokki og er það veitinga- staðurinn Greifinn sem gefur öll verðlaun. Þátttökutilkynningar skulu berast Jónasi í hs. 96-63195, vs. 96-61200 eða Birni í hs. 96- 61473, vs. 96-61888 fyrir 17. mars. Jónas veitir allar nánari upplýsingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.