Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 12. mars 1992 fólks í fyrirtækjum þar sem ekki sé um að ræða iðnaðarframleiðslu og þar af leiðandi ekki mengun frá henni. Reynt sé að kanna aðstæður á hverjum stað og kynna sér hve kvartanirnar eru miklar og setja fram almenn ráð til úrbóta án þess að orsakir van- líðanar fólksins hafi legið ljósar fyrir. „Skilgreiningar á húsasótt eru Fyrirbrigðið húsasótt er talin ein af hugsanlegum skýringum þess að fólk kvartar yfir óþægindum eða vanlíðan í húsum. á heilsu og líðan fólks nú á dögum mismunandi eftir þeim, sem um hana fjalla, en yfirleitt telja þeir, að einkennin séu slímhimnuerting, einkenni frá miðtaugakerfi og að minnsta kosti stundum: húðþurrkur, brjóstþyngsli og ofnæmisvið- brögð sem venjulega hverfa um helgar og í fríum þegar ekki er verið á vinnustað. Kvartanir fólks eru erting og óþægindi í augum, nefi, hálsi, öndunarfærum, húðóþægindi, óskilgreint ofnæmi, þreyta, höfuð- verkur, ógleði og svimi meðan dvalist er í byggingunni. Dæmi- gert er að vanlíðanin eykst þegar á starfsdaginn líður og hverfur eða rénar eftir að fólk hefur yfir- gefið staðinn. Óþægindin reynast því tengd veru í húsinu. Orsakir húsasóttar eru enn óþekktar, en viðtekið er að fleiri en einum umhverfsþætti sé um að kenna. Mengun efna, ryks, lífræn meng- un og sálænir áhrifaþættir hafa verið sett í samband við einkenn- in. Kvartanir um slímhimnuert- ingu, almenn einkenni, svo sem höfuðverk, þreytu og lasleika, hafa reynst útbreiddar og í mis- miklum mæli frá húsi til húss án þess að unnt sé að skýra niður- stöðurnar með einhverjum mæl- ingum innanhúss. Rannsóknir hafa sýnt að kynferði, starf, ljós- ritun, vinna við tölvuskjái og meðferð sjálfkalkerandi pappírs er marktækt tengt einkennum frá slímhimnum í augum, nefi og hálsi og almennum einkennum svo sem höfuðverk, þreytu og lasleika. Nánari athuganir sýndu að einkenni fylgja fremur vissum húsum en persónusérkennum, vinnu og vinnubrögðum og félagslegum þáttum. Vanlíðan af þessu tagi getur leitt til þess að starfsliðið verði óánægt, afköst minnki og veikindaforföll verði rneiri." Eðlisfræðilegu áhrifaþættirnir Meðal þeirra eðlisfræðilegu þátta í húsum sem áhrif geta haft á líð- an fólks er hitastigið. Talið er að hæfilegt hitastig fyrir almenna vellíðan sé á bilinu 20-24 gráður. Margt bendir þó til að hitinn eigi að vera í lægri kantinum, bæði hafa menn orðið varir við minni hæfni til huglægra starfa þegar hiti fer yfir 24 gráður og einnig verður uppgufun frá húsgögnum, innréttingum og byggingarefnum meiri með hækkuðu hitastigi. Rakastigið er líka þáttur sem margir hafa viljað kenna um ’oágri heilsu sinni. En ekki eru allir á eitt sáttir um kjörrakastig. Vitað er að hátt rakastig er óþægilegt og getur verið heilsu- spillandi en lágt rakastig getur aukið stöðurafmagn og uppgufun úr húsgögnum, innréttingum og byggingarefnum. Fleiri þættir í þessum flokki koma til, s.s. loftræsting, innan- hússryk, stöðurafmagn og svo- Ahríf ínnilofts Árið 1983 fjallaði Alþjóða heilbrigðisstofnunin um fyrir- brigðið húsasótt en svo er það kallað þegar fólk finnur fyrir tilteknum óþægindum í ákveðn- um húsum án þess að unnt sé að finna á því viðhlítandi skýringar. Húsasótt hefur ver- ið þekkt um alllangt skeið sem ein af hugsanlegum skýringum þess að fólk kvartar yfir óþæg- indum eða vanlíðan í húsum. En því aðeins er hægt að full- yrða að um húsasótt sé að ræða að búið sé að útiloka önnur veikindi sem tengjast byggingum. I bæklingi Vinnueftirlits ríkis- ins, þar sem fjallað er um inniloft og líðan fólks, segir að iðulega sé leitað til eftirlitsins og beðið um ráðleggingar vegna vanlíðanar HúsasóttarvandamáJ algengarí en áður - segir Alfreð Schiöth, fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Eyjaflarðar Alfreð Schiöth. Umræða um áhrif umhverfis á heilsu fólks fer sívaxandi. Ljóst er að fólk ver stærstum hluta tíma síns innan dyra og því þarf ekki að koma á óvart að sjónum hafi verið beint að heimilunum og vinnustöðun- um og því hvernig einstakir hlutir á þessum stöðum geti haft áhrif á líðan fólks. Við leituðum til Alfreðs Schiöth, fulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar, og spurðum hann fyrst um svokallaða húsasótt og hvaða áhrif inniloft hafi á Iíðan fóiks. „Þegar menn eru að hugsa um þessi mál þá má hafa í huga að einstaklingar eru mjög misjafnir. Flestir eru nokkuð í sama móti en svo eru aðrir sem eru við- kvæmir og síðan er þriðji hópur- inn, einstaklingar sem standa af sér meira álag en flestir. Ef við tökum einstök sjúk- dómseinkenni sem rakin eru til umhverfis og tengd eru til þessar- ar húsasóttar, s.s. höfuðverkur, einkenni á öndunarfærum og húð, þá er eðlilegt að einhver ákveðinn hluti fólks finni fyrir einkennum. Nokkuð gott hús- næði getur því valdið einhverjum einkennum hjá ákveðnum hópi. Ef við erum að kanna húsnæði þar sem margir búa eða vinna þá verður að gera könnun á ákveðn- um einkennum fyrir hóp fólks og bera niðurstöðurnar saman við það sem teljast eðlilegar tölur. Húsasótt er því ekki húsasótt nema hægt sé að rekja saman ákveðin einkenni í of hárri tíðni og tengja þau húsnæðinu. Það er sjaldan sem einhver einn ákveð- inn þáttur er valdur að húsasótt- areinkennum. Yfirleitt er það röð aðstæðna sem veldur," segir Alfreð. Náttúruleg loftræsting síður til staðar í nútímahúsum - Eru húsasóttarvandamál algengari nú en áður í íbúðar- húsnæði „Menn álíta að þau séu algeng- ari nú en áður og tengist því að byggingartækninni hefur fleygt fram. Hús eru betur einangruð, í því skyni að spara orku og nátt- úrulega loftræstingin sé síður til staðar í nýju húsunum. Þessu til viðbótar er meiri notkun en áður var í öllum innanstokksmunum, t.d. formalín sem andar frá spónaplötum og efni frá ýmsum tækjabúnaði á nútímaheimilum. Erting af völdum kemískra efna er því mun meiri en var og allt er þetta álag á fólk. Við getum líka nefnt tískufyr- irbrigði sem koma og fara, eins og t.d. gólfteppi en þau eru ekki í tísku um þessar mundir. Teppin geta andað frá sér kemískum efnum, safnað í sig óhreinindum og geta hýst rykmaura sem jafn- vel geta valdið óþoli eða ofnæmi. Það er því margt sem hefur áhrif í þá átt að auka hlutfall þeirra sem verða fyrir ertingu." Reykingar skipta miklu máli um inniloft Alfreð segir að fyrsta atriðið sem spurt sé um þegar leitað er eftir úttekt á húsnæði þar sem fólk tel- ur sig verða fyrir húsasóttar- einkennum sé hvort reykt sé í húsnæðinu. Margsannað sé að reykingar valdi alvarlegum heilsu- skaða. „Það sem vekur hinn almenna borgara til umhugsunar er tóbaks- varnaáróðurinn sem var sterkur fyrir nokkrum árum en þarf Iík- ast til að herða aftur. Annað sem vekur almenning til umhugsunar eru þessir ofnæmis- og óþolssjúk- dómar sem virðast vera að auk- ast.“ Alfreð segir að umræðan um áhrif innilofts á heilsu fólks fari vaxandi. Sérstaklega eigi það við um nágrannalönd okkar þar sem fyrirtæki leggi æ meira upp úr bættri vinnuaðstöðu fyrir starfs- menn sína. Fyrirtækin telji sig hafa beinan hag af því að bæta úr þessum málum þannig að starfs- menn skili betra starfi með betri heilsu. „í einstaka tilfellum er hægt að sýna fram á að fyrirtækin hafi strax hagnað af því að huga að því hvernig loftslagið er hjá starfsmönnum. Þess eru dæmi að fundist hafi alvarlegir gallar á loftræstikerfum sem einfalt er að laga en oftast er það þannig að það er röð atvika sem veldur húsasóttareinkennum hjá starfs- mönnurn." Ástæður fyrir kvefsækni geta verið margar í lokin spyrjum við Alfreð hvern- ig t.d. foreldrar eigi að bera sig að ef þeir hafi grun um að tíð veikindi þeirra og barnanna eigi sér skýringar í húsnæðinu. „Fólk ætti að spyrja sig fyrir það fyrsta hvort reykt sé í hús- næðinu. Það hefur slæm áhrif á andrúmsloftið og sannað er að tíðni öndunarfærasjúkdóma er hærri hjá börnum fólks sem reyk- ir. Spurningin er líka hvort gælu- dýr eru á heimilinu sem valdið gætu einkennum á börnunum. Þriðji þátturinn er loftræstingin og ef um er að ræða loftræstikerfi þá er spurningin hvort skítugt loft í kerfinu er hringkeyrt eða ekki. Þá kemur spurningin um einangrun hússins og hvort möguleiki sé á að einhvers staðar slái út raka sem örverugróður verði til í. Gegnumtrekkur í húsnæðinu er líka slæmur og veldur vanlíðan fólks. Þá erum við komin að innanstokksmunum og hvort einhverjir þeirra séu lík- legir til að gefa frá sér mikið af kemískum efnum. í heild eru það því margir þætt- ir sem geta haft áhrif en eins og ég sagði áðan þá koma húsasótt- areinkenni fremur fram vegna nokkurra samverkandi þátta fremur en eins afmarkaðs hlutar," sagði Alfreð. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.