Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. mars 1992 - DAGUR - 7
Leiklist
Jesús ineðal holdsveikra. Ingólfur Jóhannsson hér í hlutverki sínu.
Myndir: Golli
F reyvangsleikhúsið:
Messías Mannssonur
firumsýndin* annað kvöld
- um 40 leikendur í sýningunni
Annað kvöld frumsýnir Frey-
vangsleikhúsið söngleikinn
Messías Mannsonur, eða „Jesus
Crist Superstar“ sem flcstir
kannast við. Þessi uppfærsla er
fyrsta verk Freyvangsleikhúss-
ins sem stofnað var síðastliðið
vor upp úr Leikfélagi Önguis-
staðahrepps. Óhætt er að segja
að Freyvangsleikhúsið hafi
færst mikið í fang því þessi sýn-
ing er mjög viðamikil og taka
um 40 manns þátt í henni.
Kolbrún Halldórsdóttir er leik-
stjóri og stjórn tónlistar er í
höndum Jóns Ólafssonar. Þau
Jón og Kolbrún eru reynd í
samstarfi því þau unnu saman
að sviðsetningu söngleiks hjá
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð fyrir skömmu.
Katrín Ragnarsdóttir, formað-
ur Freyvangsleikhússins, segir
þetta stærsta verkefni sem þessi
leikhópur hafi ráðist í. „Við vor-
um með 20 manns í „Láttu ekki
deigan síga Guðmundur“ en í
þessari sýningu eru helmingi
fleiri leikarar auk þess að tækni-
búnaður allur og umgjörð er mun
viðameiri. Til dæmis iná nefna að
aldrei hafa verið fleiri Ijós-
kastarar notaðir í húsinu,“ segir
Katrín.
Hún segir að í raun megi telja
það skrýtið að leikhópurinn hafi
ekki fyrr ráðist í uppsetningu á
söngleik en vísast sé skýringin sú
að árlegt haustverkefni sé upp-
setning á kabarett þar sem mikið
er sungið. „Þar er því um nokk-
urs konar söngleik að ræða og
segja má að við setjum alltaf upp
tvö verk á ári ef kabarettinn er
talinn með.“
Hefur verið í deiglunni
si. tvö ár
Eins og áður segir eru leikendur
um 40 talsins en auk þeirra starfa
margir á einn eða annan hátt við
sýninguna. Einsöngvarar eru 9
talsins og er aðalhlutverkið, hlut-
verk Jesú, í höndum Ingólfs
Jóhannssonar. Aðrir einsöngvar-
ar eru Sigurður Ingimarsson,
Hulda Björk Garðarsdóttir,
Hilmar Harðarson, Kristján Ingi-
marsson, Helgi Þórsson, Kristján
Pétur Sigurðsson, Heimir Braga-
son og Haraldur Davíðsson.
Katrín segir að þetta verk sé
búið að vera í deiglunni sl. tvö ár.
Þegar ákvörðun var tekin unr að
láta til skarar skríða var byrjað á
að þýða verkið upp á nýtt og var
sú vinna í höndum þeirra
Hannesar Arnar Blandon og
Emelíu Baldursdóttur. „Þetta er
ný útsetning en fyrir þá sem
þekkja verkið er það ekki mikið
breytt en uppsetningin er tölu-
vert öðruvísi. Það helgast ekki
síður af því að tæknin hefur
breyst,“ bætir Katrín við.
„Hvað vill þessi Jesú mér?“
í lokin grípum við niður í vanga-
veltur annars þýðanda verksins í
leikskrá. Þar segir Hannes Örn
Blandon um þessa sögu sem sögð
verður á sviðinu í Freyvangi
næstu vikurnar:
„Um verkið er það að segja að
það fjallar um síðustu sjö dagana
í lífi Jesú eins og lesa má í píslar-
sögu guðspjallanna og fylgja
höfundar þeim þræði býsna vel
sent endar á föstudaginn langa og
krossfestingu Krists. Á hinn bóg-
inn hafa þeir kosið að meðhöndla
hinn mannlega þátt Jesú nánast
eingöngu og sleppa hinum guð-
lega svo að Jesú birtist okkur í
verkinu sem ósköp venjulegur
maður búinn ýmsum karismat-
ískum hæfileikum leiðtogans. Þó
er gefið í skyn að hann geti gert
ýmis undur og tákn sem eru ekki
tíunduð nánar. Það er þó í hinu
undurfagra lagi Jerúsalem sem
hann ýjar að upprisu sinni. En
hann skýtur yfirvöldum skelk í
bringu. Og rnaður fær það á til-
finninguna að verkið fjalli ekki
um mann sem kom fram fyrir
tæpum tvö þúsund árum heldur í
gær og við áhorfendur séum
alþýðan, æðstuprestar og fulltrú-
ar sýslumanns sem öll verðum að
taka afstöðu til. Sumir óttast um
stöður sínar og störf aðrir uppþot
og borgarastríð og enn aðrir eru
tilbúnir að ganga í dauðann.
Tónlistin myndar magnaða
umgjörð ýmist hrjúfa eða blíða
en eftir stendur áleitin spurning.
Hvað vill þessi Jesú mér?“ JÓH
Iiulda Björk Garöarsdóttir í hlutverki Maríu Magdalenu,
Margar fjölmennar senur eru í uppfærslu Freyvangsleikhússins enda leikarar
í verkinu um 40 talsins. Hér syngur Símon (Kristján Ingimarsson) af innlif-
un.
Postularnir samankomnir. í þessuni hlutverkum eru: (fr. v) Guðmundur
Ásmundsson, Stefán Guðlaugsson, Sigurjón Pálmason, Höskuldur
Höskuldsson, Eiríkur Bóasson og Jón Jónasson.
Jcsú talar til Ijöldans.
Haraldur Uavíðsson er í hlutverki
Pílatusar sem hér ræðir við Jesú.