Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. mars 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Bankaræninginn Gary Bartley bað bílstjórann að bíða meðan hann skryppi í bankann og næði sér í skotsilfur. Sértilboð: Eitfsímtal og við gerum þér tilboð AKUREYRI 96-24838 Bílaleigan Örn Flugvöllur og Tryggvabraut 1. ÞÓRSHÖFN: Tel. 96-81175 VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR RVS-AVIS Licency Lífsreynsla leigubílstjórans: Örláti farþeglnn reyndist vera dæmdur bankaræningi Leigubílstjórinn Rick Zelinger í Denver í Bandaríkjunum komst heldur betur í feitt á dögunum þegar hann tók upp farþega sem gaf honum svo ríflegt þjórfé að þess voru engin dæmi. Þeim varð svo vel til vina að farþeginn réð hann sem einkabílstjóra í heila viku. En í upphafi skyldi endir- inn skoða. Zelinger tók Gary Bartley upp og ók honum að hóteli þar sem Bartley rétti honum hundrað dala seðil og bað hann að bíða. Hann birtist aftur að vörmu spori uppáklæddur og vildi fara út á lífið. „Þessi gæi hlýtur að eiga sand af seðlum,“ hugsaði Zelinger með sér þegar hann ók honum milli næturklúbba Denverborgar. „Hann jós út peningum á báða bóga og var svo ánægður með mig að hann réð mig til starfa í viku.“ Næstu vikuna óku þeir um og Bartley eyddi peningum í klám- blöð og -myndbönd, föt á sig, til- fallandi kvenfólk og bílstjórann. „Um nætur stunduðum við bari og nektarsýningar og á einum stað bauð hann öllum viðstödd- Bflstjórann Rick Zelinger grunaði ekkert fyrr en hann las um banka- ránið í blöðunum daginn eftir. um í glas, það kostaði tólf þús- und krónur en hann lét sig ekki muna um það,“ sagði Zelinger. Eftir viku úthald virtust sjóðir Bartleys eitthvað farnir að minnka svo hann bað bílstjórann að lána sér byssu vegna þess að hann þyrfti að ná í peninga í bankann. „Hann sagðist vera smeykur við að ganga um óvarinn með stórar fjárhæðir. Ég ók hon- um í banka í miðbænum og hann kom aftur út með fullan poka af peningum," sagði Zelinger. Pað var ekki fyrr en daginn eft- ir sem bílstjórinn fékk bakþanka. Þá benti kunningi hans honum á frétt af bankaráni í sama banka og á sama tíma og Bartley hafði verið í fjáröflunarleiðangri sínum. Nú fóru að renna tvær grímur á Zelinger sem óttaðist að vera talinn meðsekur ef hann segði ekki til farþegans. Hann fór til lögreglunnar sem handtók Bartley á mótelherbergi. Það kom upp úr kafinu að Bartley hafði setið inni fyrir bankarán í Alabama og hafði rænt fjölmarga banka eftir að hann var látinn laus nokkrum vikum áður en hann kom til Denver. Nú situr hann bak við lás og slá og von á löngum fangelsisdómi. „Ég er dauðfeginn að hann skuli vera í steininum,“ segir Zelinger og hrósar happi yfir því að sleppa óskaddaður frá viðskiptum sínum við hinn örláta farþega. Kona á karlasaierni - óvenjulegt og ábatasamt starf Sasha Kazachkova er hæstánægð með starf sitt sem salernisvörður í klúbbnum Laura Belle í New York. Sasha er tvítugur innflytj- andi frá Rússlandi og þóttist hafa komist í feitt þegar hún fékk þetta starf og víst þénar hún ágætlega. Ekki það að salern- isvarsla sé svo arðbær í Banda- ríkjunum, a.m.k. ekki svona yfir- höfuð, en það sem gerir starf hennar öðruvísi og vænlegra til fjár er það að hún er salern- isvörður á karlaklósettunum. Já, það væri skemmtileg til- breyting að fá að njóta þjónustu fallegrar konu á klósettinu. Sum- um karlmönnum bregður víst í brún að sjá Söshu spóka sig þarna inni en þeir gefa henni undantekningalítið ríflegt þjórfé. Þannig kemst hún vel af í þessu óvenjulega starfi. „Ég hef það bara gott,“ sagði hún á bjagaðri ensku í samtali við tengilið okkar vestra, en hún vildi ekki segja hve mikið hún hefði upp úr þessu. Ekki fylgir frásögninni hvort Sasha verði fyrir einhverri áreitni í þessu starfi sínu en sé tekið mið af hegðun drukkinna mörlanda á skemmtistöðum er ekki ólíklegt að hún fái aðeins að gjalda fyrir kyn sitt og sjálfsagt myndi það aldrei ganga hér á landi að hafa konu í salernisvörslu á karla- klósettunum. Sasha unir hag sínum vel á karlaklósettinu og hefur gott upp úr starfinu. Iþróttaskómir komnir Stærðir 22-41 frá kr. 1.000,- Stærðir 40-46 frá kr. 1.890,- Hjólabrettaskór frá kr. 2.150,- Skóverslun M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103, sími 23399. Sunnuhlíð, sími 26399.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.