Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 12. mars 1992
Dagskrá fjölmiðla
í kvöld, kl. 22.25, er á dagskrá Sjónvarpsins þátturinn Úr
frændgarði. I þessum þætti eiga Islendingar frétt um bág-
borið atvinnuástand í sjávarþorpum á landsbyggðinni og er
Seyðisfjörður tekinn sem dæmi í þessari umfjöllun Helga H.
Jónssonar.
Sjónvarpið
Fimmtudagur 12. mars
18.00 Stundin okkar.
Endurtekinn þáttur frá
sunnudegi.
18.30 Kobbi og kiíkan (2).
(The Cobi Troupe)
Spánskur teiknimyndaflokk-
ur um ævintýri Kobba og
félaga hans í Barselóna en
Kobbi er lukkudýr ólympíu-
leikanna sem þar verða
haldnir í sumar.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Fjölskyldulíf (21).
19.30 Bræðrabönd (5).
(Brothers by Choice.)
20.00 Fréttir og veður.
20.35 íþróttasyrpa.
21.00 Fólkið í landinu.
Margt til lista lagt.
Einar Örn Stefánsson ræðir
við Ingunni Jensdóttur leik-
og myndlistarkonu.
21.30 Evrópulöggur.
Blóraböggull.
(Eurocops - Pushed).
Breskur sakamálaþáttur.
Ölvaður maður finnst á gólfi
snyrtivörubúðar í verslunar-
miðstöð. Hann virðist hafa
stokkið í gegnum glugga-
rúðu en segir sjálfur að sér
hafi verið hrint. Jackson lög-
reglumanni er falið að upp-
lýsa málið.
22.25 Úr frændgarði.
(Norden runt).
Fréttir frá hinum dreifðu
byggðum Norðurlanda.
23.00 Ellefufréttir og skák-
skýringar.
23.20 Dagskrárlok.
Stöð 2
Fimmtudagur 12. mars
16.45 Nágrannar.
17.30 Með Afa.
Endurtekinn þáttur.
19.19 19:19.
20.10 Eiginkona Clarks.
(The Woman Who Married
Clark Gable).
í þessum þætti verður fjallað
um konuna sem kvennagull-
ið og hjartaknúsarinn Clark
giftist, og leyndarmál
hennar.
20.45 Lífið um borð.
Þeir Eggert Skúlason frétta-
aður og Þorvarður Björg- *
t'sson kvikmyndatökumað-
ur fóru einn túr með Ottó N.
Þorlákssyni í janúar síðast-
liðnum og kynntu sér hvern-
ig það er að vinna á togara.
21.20 Óráðnar gátur.
(Unsolved Mysteries).
Dularfull mannshvörf, óleyst
sakamál og margt fleira rek-
ur á fjörur okkar í þessum
þætti.
22.10 Feigðarflan.#
(Curiosity Kills).
Ljósmyndari nokkur kemst
að því að nágranni hans hef-
ur að öllum líkindum þann
leiða starfa að myrða fólk
gegn vænum fjárhæðum.
Ljósmyndarinn hyggst not-
færa sér þessa vitneskju en
hann vantar gögn til að færa
sönnur á málið. Nú eru góð
ráð dýr og hann ákveður að
brjótast inn hjá nágrannan-
um...
Aðalhlutverk: C. Thomas
Howell, Rae Dawn Chong og
Courtney Cox.
Stranglega bönnuð
börnum.
23.45 Línudans.
(Jo Jo Dancer, Your Life is
Calling).
Eins konar sjálfsævisaga
gamanleikarans Richards
Pryor. Það er kannski
óvenjulegt að hann bæði
leikstýri og fari með aðal-
hlutverkið sjálfur en honum
tekst mjög vel upp, sérstak-
lega þegar hann er að lýsa
fyrstu sporunum í bransan-
um. Þess má geta að Richard
Pryor á nú við erfiðan sjúk-
dóm að glíma en hann þjáist
af mænusiggi.
Aðalhlutverk: Richard Pryor,
Debbie Allen og Wings
Hauser.
Bönnuð börnum.
01.20 Dagskrárlok.
Rás 1
Fimmtudagur 12. mars
MORGUNÚTVARP
KL. 06.45-09.00.
06.45 Veðurfregnir. Bæn.
07.00 Fróttir.
07.03 Morgunþáttur Rásar 1.
- Guðrún Gunnarsdóttir og
Trausti Þór Sverrisson.
7.30 Fréttayfirlit.
7.31 Heimsbyggð - Sýn til
Evrópu.
Óðinn Jónsson.
7.45 Daglegt mál, Ari Páll
Kristinsson flytur þáttinn.
08.00 Fréttir.
08.10 Að utan.
08.15 Veðurfregnir.
8.30 Fróttayfirlit.
08.40 Bara í París.
Hallgrímur Helgason flytur
hugleiðingar sínar.
ÁRDEGISÚTVARP
KL. 09.00-12.00
09.00 Fréttir.
09.03 Laufskálinn.
09.45 Segðu mér sögu.
„Katrín og afi'* eftir
Ingibjörgu Dahl.
Dagný Kristjánsdóttir les (8).
10.00 Fréttir.
10.03 Morgunleikfimi
með Halldóru Björnsdóttur.
10.10 Veðurfregnir.
10.20 Heilsa og hollusta.
Umsjón: Steinunn Harðar-
dóttir.
11.00 Fréttir.
11.03 Tónmál.
11.53 Dagbókin.
HÁDEGISÚTVARP
KL. 12.00-13.05
12.00 Fréttayfirlit á hádegi.
12.01 Að utan.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir.
12.48 Auðlindin.
12.55 Dánarfregnir * Auglýs-
ingar.
MIÐDEGISÚTVARP
KL. 13.05-16.00
13.05 í dagsins önn -
Veðurfar og hjátrú.
13.30 Lögin við vinnuna.
14.00 Fréttir.
14.03 Útvarpssagan:
„Skuggar á grasi" eftir
Karen Blixen.
Vilborg Halldórsdóttir les
(3).
14.30 Miðdegistónlist.
15.00 Fréttir.
15.03 Rússland í sviðsljósinu:
leikritið „Gullkálfurinn
dansar" eftir Victor Rozov.
SÍÐDEGISÚTVARP
KL. 16.00-19.00
16.00 Fréttir.
16.05 Völuskrín.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Tónlist á síðdegi.
17.00 Fróttir.
17.03 Vita skaltu.
Umsjón: Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir.
17.30 Hér og nú.
Fréttaskýringaþáttur Frétta-
stofu.
17.45 Lög frá ýmsum löndum.
18.00 Fróttir.
18.03 Þegar vel er að gáð.
18.30 Augiýsingar • Dánar-
fregnir.
18.45 Veðurfregnir • Auglýs-
ingar.
KVÖLDÚTVARP
KL. 19.00-01.00
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Kviksjá.
19.55 Daglegt mál.
20.00 Úr tónlistarlífinu.
22.00 Fréttir • Dagskrá morg-
undagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma.
Sr. Bolli Gústavsson les 22.
sálm.
22.30 Fréttamenn Óðins.
23.10 Mál til umræðu.
24.00 Fréttir.
00.10 Tónmál.
01.00 Veðurfregnir.
01.10 Næturútvarp á báðum
rásum til morguns.
Rás 2
Fimmtudagur 12. mars
07.03 Morgunútvarpið -
Vaknað til lífsins.
Leifur Hauksson og Eiríkur
Hjálmarsson hefja daginn
með hlustendum.
- Fimmtudagspistill Bjarna
Sigtryggssonar.
08.00 Morgunfréttir.
- Morgunútvarpið heldur
áfram.
- Auður Haralds segir fréttir
úr Borginni eilífu.
09.03 9-fjögur.
Umsjón: Þorgeir Ástvalds-
son, Magnús R. Einarsson
og Margrét Blöndal.
Sagan á bak við lagið.
Furðufregnir utan úr hinum
stóra heimi.
Limra dagsins.
Afmæliskveðjur. Síminn er
91-687123.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 9-fjögur.
- heldur áfram.
12.45 Fréttahaukur dagsins
spurður út úr.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagrkrá: Dægurmála-
útvarp og fréttir.
- Kvikmyndagagnrýni
Ólafs H. Torfasonar.
17.00 Fréttir.
- Dagskrá heldur áfram.
17.30 Hér og nú.
- Dagskrá heldur áfram.
18.00 Fréttir.
18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund-
ur í beinni útsendingu.
Sigurður G. Tómasson og
Stefán Jón Hafstein sitja við
símann, sem er 91-686090.
19.00 Kvöldfróttir.
19.30 Ekki fréttir.
19.32 Rokksmiðjan.
20.30 Mislétt milli liða.
21.00 Gullskífan.
22.07 Landið og miðin.
00.10 í háttinn.
01.00 Næturútvarp á báðum
rásum til morguns.
Fréttir kl. 7,7.30,8, 8.30,9,10,
11,12,12.20,14,15,16,17,18,
19, 22 og 24.
Næturútvarpið
01.00 Með grátt í vöngum.
02.00 Fréttir.
02.02 Næturtónar.
03.00 í dagsins önn.
03.30 Glefsur.
04.00 Næturlög.
04.30 Veðurfregnir.
- Næturlögin halda áfram.
05.00 Fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum.
05.05 Landið og miðin.
06.00 Fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum.
06.01 Morguntónar.
Ríkisútvarpið á
Akureyri
Fimmtudagur 12. mars
08.10-08.30 Útvarp Norður-
lands.
18.35-19.00 Útvarp Norður-
lands.
Aðalstöðin
Fimmtudagur 12. mars
07.00 Útvarp Reykjavík.
Fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna stjórna morgun-
útvarpi. Litið í blöðin, viðtöl,
veður og færð, umræður,
tónlist o.fl.
09.00 Stundargaman.
Umsjón: Þuríður Sigurðar-
dóttir.
íslenskan það er málið kl.
9.15. Guðni Kolbeinsson
flytur.
10.00 Við vinnuna.
Umsjón: Guðmundur
Benediktsson.
Uppáhaldslögin, afmælis-
kveðjur, óskalög, veður,
færð, flug o.fl. Opin lína í
síma 626060.
12.00 Fréttir og réttir.
Umsjón: Jón Ásgeirsson og
Þuríður Sigurðardóttir.
13.00 Við vinnuna.
Umsjón: Guðmundur
Benediktsson.
14.00 Svæðisútvarp.
Umsjón: Erla Friðgeirsdóttir.
Stórreykj avíkurs v. /Rvík. /
Kóp./Hanfarfj./Mosfellsb./
Seltj.
15.00 í kaffi með Ólafi Þórðar-
syni.
16.00 Á útleið.
Umsjón: Erla Friðgeirsdóttir.
17.00 íslendingafélagið.
Umsjón: Jón Ásgeirsson.
19.00 „Lunga unga fólksins."
Umsjón: Jóhannes
Kristjánsson.
21.00 Túkall.
Umsjón: Gylfi Þór Þorsteins-
son.
22.00 Tveir eins.
Umsjón: Ólafur Stephensen
og Ólafur Þórðarson.
Bylgjan
Fimmtudagur 12. mars
07.00 Morgunþáttur
Bylgjunnar.
Eiríkur Jónsson og Guðrún
Þóra með morgunþátt.
Fréttir kl. 7, 8 og 9.
Fréttayfirlit klukkan 7.30 og
8.30.
09.00 Anna Björk Birgisdóttir.
Ýmislegt skemmtilegt verð-
ur á boðstólum, eins og við
er að búast, og hlustenda-
línan er 671111.
Mannamál kl. 10.00 og
11.00.
12.00 Hádegisfréttir frá frétta-
stofu Bylgjunnar og
Stöðvar 2.
12.10 Anna Björk Birgisdóttir.
13.00 íþróttafréttir.
13.05 Sigurður Ragnarsson.
Skemmtileg tónlist við vinn-
una í bland við létt rabb.
Mannamál kl. 14 og 16.
16.00 Reykjavík síðdegis.
Hallgrímur Thorsteinsson
og Steingrímur Ólafsson
fjalla um málefni líðandi
stundar og hjá þeim eru
engar kýr heilagar.
17.00 Fréttaþáttur frá frétta-
stofu Bylgjunnar og
Stöðvar 2.
17.30 Reykjavík síðdegis
heldur áfram.
18.00 Fréttaþáttur frá frétta-
stofu Bylgjunnar og
Stöðvar 2.
18.05 Landssíminn.
Bryndís Schram tekur púls-
inn á mannlifinu og ræðir við
hlustendur um það sem er
þeim efst í huga. Síminn er
671111.
19.30 Fréttir frá fréttastofu
Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
20.00 Ólöf María.
Léttir og ljúfir tónar í bland
við óskalög. Síminn er
671111.
23.00 Kvöldsögur.
Það er Bjarni Dagur Jónsson
sem ræðir við Bylgjuhlust-
endur um innilega kitlandi
og privat málefni.
00.00 Næturvaktin.
Hljóðbylgjan
Fimmtudagur 12. mars
17.00-19.00 Pálmi Guðmunds-
son velur úrvalstónlist við
allra hæfi. Síminn 27711 er
opinn fyrir afmæliskveðjur.
Fréttir frá fréttastofu
Bylgjunnar/Stöðvar 2 kl.
18.00.
&5T0RT
# Bókvítið
Gamalt og gott máltæki segir
að ekki verði bókvitið í ask-
ana látið. Upprunaleg merk-
ing þess er eitthvað á þá leið
að maður lifi ekki á bókvitinu
einu saman, heldur þurfi jafn-
framt eitthvað til hnífs og
skeiðar.
Margir skólamenn er afar
óánægðir með þann niður-
skurð sem boðaður hefur
verið á menntakerfinu og
hugsa ekki beint hlýlega til
yfirmanns menntamála, Ólafs
G. Einarssonar, menntamála-
ráðherra. Sumir skólamenn
hafa nú á orði að Ólafur G.
hafi augljóslega ekki lært
þetta máltæki rétt því kjörorð
hans séu: „Bókvitið verður
ekki í æskuna látið...“
# Fíkniefni
Stóra fíkniefnamálið, sem
upp kom á Akureyri um helg-
ina, hefur vakið marga til
umhugsunar um hversu mikil
fíkniefnaneysla er í raun hér
á landi. Það veit auðvitað
enginn með nokkurri vissu.
Fyrir tæpum þremur áratug-
um var þó sagt að fíkniefni
næðu aldrei fótfestu á ís-
landi. Þegar þau gerðu það
engu að síður var sagt að
neyslan væri eingöngu bund-
in við höfuðborgina. Fyrir
fáum árum var t.d. sagt að
engir fíkniefnaneytendur
fyndust á Akureyri.
En nú falla vígin hvert á fætur
öðru. Spurningin er hvar á
landinu fíkniefnalögreglunni
verður vel ágengt næst.
Neyslan virðist vera fyrir
hendi víðast hvar.
# Geðlæknirinn
Og svo einn laufléttur í lokin.
Geðlæknirinn teiknar tvær
samhliða línur og spyr sjúkl-
inginn hvað teikningin tákni.
Sjúklingurinn: „Eiginmann,
sem sefur hjá eiginkonu
sinni.“
Geðlæknirinn teiknar stóra
bólu. „Hvað táknar þetta?“
spyr hann.
Sjúklingurinn: „Eiginmann,
sem sefur hjá ungri stúlku.“
Geðlæknirinn: „Þú virðist
vera mjög upptekinn af kyn-
lífi.“
Sjúklingurinn: „Ég? Það ert
þú sem teiknar allar þessar
dónalegu myndir!“