Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 12.03.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 12. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI-25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Framtíd nor- rænnar samvinnu Umræður á 40. þingi Norðurlandaráðs í síðustu viku endurspegla óvissu um framtíð norrænnar samvinnu. Ljóst er að veigamiklar breytingar munu eiga sér stað á starfsemi Norðurlandaráðs á næstu árum í beinu framhaldi af þeirri þróun sem nú á sér stað í Evrópu. Danir hafa átt aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu í tvo áratugi og flest bendir til þess að Svíar, Norðmenn og Finnar ger- ist aðilar að EB á næstu árum. Ef svo fer verður ísland eitt Norðurlanda utan Evrópubandalags- ins. Þrátt fyrir það þurfa íslendingar ekki að örvænta um framtíð norrænnar samvinnu og ótt- ast einangrun á þeim vettvangi. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefur lýst áhyggjum sínum af því að ísland verði meira og minna utanveltu í norrænu samstarfi í framtíð- inni, fari svo að íslendingar standi einir Norður- landaþjóða utan EB. Hann telur líklegt að sam- starfið innan Norðurlandaráðs muni þá fyrst og fremst snúast um afstöðu til mála sem upp koma á vettvangi Evrópubandalagsins. Það er að vísu rétt hjá forsætisráðherra að þau Norðurlönd, sem gerast aðilar að EB, munu örugglega hafa náið samstarf sín á milli á sviði efnahagsmála. ísland mun því að einhverju leyti verða utanveltu á því sviði, standi það eitt aðildarlanda ráðsins utan EB. Á hinn bóginn verður það þá mikilvægara fyr- ir okkur íslendinga en nokkru sinni fyrr að Norðurlandasamstarfið sé sem sterkast, því við þurfum á góðum bandamönnum að halda í sam- skiptum okkar við Evrópubandalagið. Það yrði mjög mikilvægt fyrir ísland að vera með hinum Norðurlandaþjóðunum í umfjöllun um Evrópu- málin, því með þeim hætti gæti ísland haft nokkur áhrif og komið sjónarmiðum sínum á framfæri með aðstoð frændþjóða sinna. Norðurlandasam- starfið gæti því, þrátt fyrir nýjar áherslur, átt þátt í að styrkja stöðu íslands í breyttri Evrópu. Á þingi Norðurlandaráðs kom skýrt fram að þær þjóðir, sem eru á leið inn í Evrópubandalagið, telja að einhver verkefni muni flytjast frá Norður- landaráði til bandalagsins. Á móti kemur að búast má við að Norðurlandaþjóðirnar leggi í framtíðinni áherslu á að auka samstarfið á sviðum sem ekki falla beinlínis undir verksvið Evrópu- bandalagsins. Þar má fyrst og fremst nefna sam- starf á sviði menningar- og félagsmála. Við eigum fullt erindi í það samstarf, hér eftir sem hingað til. Að síðustu er rétt að hafa í huga að þau bönd, sem tengja Norðurlandaþjóðirnar saman, mynd- uðust ekki á einni nóttu. Þau eiga sér aldalanga sögu ocj eru m§ð st§rka*sta möti cg því ástæou- laust að ætla að þau slitni auðveldlega. BB. Atvinnuleysi Flest iðnríkjandi búa við verulegt atvinnuleysi. Nú virðist atvinnu- leysi fara í vöxt á íslandi. Langtíma atvinnuleysi, þ.e. hlutfall atvinnulausra sem hafa verið atvinnulausir í meira en 4 mánuði, hef- ur aukist úr tæpum 20% á árinu 1988 í yfir 40% í ár. Hér á eftir verður skýrt frá helstu heilsufars- og lífsstflsvandamálum sem fylgja í kjölfar atvinnuleysis. Oft er því haldið fram að einungis „minni máttar“ og þeir er ganga ekki heilir til skógar verði atvinnuleysi að bráð, þess vegna sé heilsuleysi ekki bein afleiðing atvinnuleysis. Niðurstöður þær sem hér verða birtar eru byggðar á mörgum samanburðarrannsóknum og fjalla um hvernig áður heilsuhraustu fólki bregður við atvinnuleysi eða yfirvofandi atvinnuleysi. Heilsufarsleg og félagsleg vandamál er fylgja atvinnuleysi Niðurstöður margra rannsókna sýna að atvinnulausum og þeim sem eiga yfir höfði sér atvinnu- leysi er mun hættara við háþrýst- ingi en öðrum sem eiga ekki slíkt yfir höfði sér. Jafnframt hækkar blóðfita og streituhormón (adrenalin) í blóði og þvagút- skilnaði (noradrenalin). Viðvar- andi hækkun á streituhormón hefur fundist í allt að 2 ár eftir að viðkomandi missti vinnu. Svo virðist sem stjórnendum sem standa að fjöldauppsögnum, oft að nauðsynjalausu, séu ekki ljós- ar þessar afleiðingar. Eftir að fólkið hóf störf á ný lækkaði blóðþrýstingur og magn streitu- hormóna í blóði. Streitu fylgja ýmsir sjúkdómar og hefur það m.a. verið staðfest í íslenskum rannsóknum. Má þar nefna helst: - hjartasjúkdómar - háþrýstingur/heilablóðfall - magasár/magabólgur - vöðva- og bakverkir - þreyta - svefnleysi - höfuðverkur - geðtruflanir Niðurstöður margra kannana leiða í ljós að sjúkrahúsvistunum vegna jjunglyndis, kvíða, sjálfs- morðstilrauna og annarra sjúk- dóma fjölgar mikið meðal atvinnulausra í samanburði við þá sem hafa vinnu. Orsakasam- band hefur þó ekki verið sannað. í grein í J. Epidemiol & Health2) kom í ljós að mikla aukningu á heilablæðingum sem varð í 32 heilsugæslusvæðum í London á árunum 1971-’81 megi tengja miklu atvinnuleysi. Tíðni heilablæðinga jókst um 0,05/1000 íbúa fyrir hvert prósentustig, sem atvinnuleysi jókst. í grein BMJ3) 1990 er birt grein um dánartíðni launþega á aldrinum 30-54 ára í Finnlandi 1980. Verulega aukin dánartíðni (hjarta-/æða- og öndunarfærasjúkdómar, sjálfs- morð og slys) varð meðal atvinnulausra sem ekki er hægt að skýra með áhrifum annarra líf-, félags- og heilsufræðilegra þátta, líkt og í fyrri rannsóknum. í grein sem birtist í BMJ4) 1990 kom í ljós að samfara hættu á atvinnuleysi meðal hafnarverka- manna jókst m.a. magn kolesterol í blóði miðaldra karla, en einkum meðal þeirra er þjást af svefnleysi í samanburði við þá sem höfðu örugga atvinnu. Þessar niður- stöður geta skýrt aukna dánar- tíðni vegna hjarta- og æðasjúk- dóma meðal atvinnulausra. Framangreindar athuganir renna styrkum stoðum undir þá staðreynd að atvinnuleysi fylgir vanheilsa en ekki að einungis þeir veiku verða atvinnuleysi að bráð, sem oft hefur verið haldið fram. Lífsstíll Að megna ekki að hafa áhrif á gang eigin mála, þ.e. komast í vonlitla aðstöðu eða sjálfheldu, leikur fólk illa. Það hefur i!l áhrif á ar.uiegá líðan og heimilislíf. Fólk finnur til óöryggis og missir sjálfstraust. Það er mikið áfall að geta ekki séð fjölskyldu sinni sæmilega farborða. Fólk finnur fyrir skömm og vanmætti. Það einangrast og finnur til firr- ingar og árásargirni. Þessar kenndir valda oft t.d. óbeint auk- inni tóbaks- og áfengisneyslu. Tengsl við vinnufélaga rofnar og eðlilega hrynjandi vantar í dag- legt líf fólks. í fámennu þjóð- félagi líkt og á íslandi, þar sem „allir þekkja alla“ markar þessi líðan líklega dýpri spor í sálarlíf fólks en ella. Trúlega reynist stjórnendum erfiðara að segja upp fólki vegna þessa og er það af hinu góða. Um börn og unglinga þeirra atvinnulausu Börn og unglingar finna m.a. fyrir: - óöryggi - taugaveiklun, sem kemur nið- ur á námi þeirra og daglegri líðan - sinna síður heilsuvernd, s.s. bólusetningum - sækja síður ráðgjafir félags- og heilsuverndar - vistast mun oftar á sjúkrahús - leita síður eftir atvinnu síðar á ævinni en aðrir - börnum og unglingum er hætt- ara við að tapa áttum, vímu- efnaneysla eykst og þau lenda frekar í vandræðum, m.a. við lögreglu síðar meir. Eldra fólk: Það dregur úr stuðningi atvinnulausra aðstand- enda við eldra fólk. Efnahagur einstaklinga og ríkis Talið er að víðtækt atvinnuleysi dragi úr kaupkröfum manna og þá kaupgetu. Umdeilt er hvort atvinnuleysi bæti fjárhag ríkisins m.a. vegna framleiðslutaps sem af því hlýst. í ofanálag koma atvinnuleysisbætur og lífeyris- tryggingar hinna atvinnulausu, sem geta orðið umtalsverðar. Samband íslenskra kristniboðs- félaga hefur undanfarin ár unnið ötullega að boðun og framfara- málum í Eþíópíu og Kenýu. Heilbrigðisþjónusta, fræðslustörf og ýmis smærri þróunarverkefni, sem unnin eru í samstarfi við þá sem hjálparinnar njóta, hafa gef- ið góða raun. Árangur boðunar- starfsins eru lifandi söfnuðir, sem sjálfir standa fyrir fjölþættri kær- leiksþjónustu við meðbræður sína. Þannig margfaldast sú hjálp sem kemur frá íslandi. Aðkallandi verkefni bæði á starfssvæðum íslensku kristni- boðanna og á nærliggjandi stöð- um bíða þess að á þeim sé tekið. Sársauki, óréttlæti, vanþekking og erfið kjör fólksins í Eþíópíu og Kenýu knýja á aukna aðstoð. Á þessu ári er ráðgert að senda út fiffim nýja kristniboða til Eþíópíu. Það er ef til vill ekki raunhæft að auka starfið þegar lífsbaráttan hér á landi harðnar. Reynslan Ólafur Ólafsson. T.d. má búast við, að uppsagnir 200-300 manns kosti íslenska rík- ið 120-180 milljónir á ári + lífeyr- istryggingar ef atvinnuleysi verð- ur viðvarandi. Hvert prósentustig í aukningu atvinnuleysis kostar Atvinnuleysistryggingasjóð 600- 700 milljónir. Samantekt Atvinnuleysi er félags-, heilsu- fars- og efnahagsleg vá, sem gerir fólk ráðþrota og vanheilt. í kjöl- far þess fýlgir sálarkreppa, margir líkamlegir sjúkdómar og félags- leg einangrun. Leit fólks til heil- brigðisþjónustu eykst mikið. Trúlega dregur úr kaupkröfum fólks en tap ríkisins vegna fram- leiðslutaps, atvinnuleysisbóta og lífeyristrygginga er umtalsvert. Aðstandendur og börn atvinnu- lausra fara síður en svo varhluta af afleiðingum atvinnuleysis. Heimildir: 1. ólafur Ólafsson, Per-Gunnar Svensson. Unemployment-related lifestyle changes and health disturbances in adolescent and children in the western countries. Soc. Sci. Med. 1986; Vol. 22, No. 11. pp. 1105-1113. 2. P.J. Franks et.al. Stroke death and unemployment in London. J. Epidemiol. & Comm. Health 1991; 45:16-18. 3. P.T. Martikanen. Unemployment and mortality among Finnish men 1981-85. BMJ 1990;301:407-411. 4. J. Mattiasson et.al. Threat of unemployment and cardiovascular risk factors. BMJ 1990;301:461-466. 5. Ólafur Ólafsson. Vinna, streita og heilsa í velferðarþjóðfélagi. Heilbrigðisskýrslur, Fylgirit nr. 1989. 6. Ungir fíkniefnaneytendur. Hvaðan koma þeir og hvert halda þeir. Heilbrigðisskýrslur, Fylgirit nr. 4 1990. Höfundur er landlæknir. sýnir þó að þegar að kreppir þá er eins og erfiðleikar þeirra sem minna mega sín verði auðskildari og fórnfýsi eykst. Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri er aðili að Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga. Árs- reikningar félagsins fyrir 1991 sýna að sendar hafa verið 595 þúsund krónur til kristniboðsins á því ári. Það er þakkarefni að lítið félag geti lagt af mörkum svo háa upphæð. Án stuðnings góðra velunnara væri þetta ekki hægt. Félagskonur þakka því af alhug alla fórnfýsi og uppörvun. Guð launi ykkur öllum. Fyrir hönd Kristniboðsfélags kvenna á Akureyri. Ingileif Jóhanncsdóttir formaður, Víðilundi 20; Þórey Sigurðardóttir gjaldkeri, Möðruvallastr. 1; Hanna Stefánsdóttir ritari, Víðilundi 24. Þakkir frá Kristni- boðsfélagi kvenna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.