Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 13. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Sitthvað gjaldþrot og greiðsluerfiðleikar Að undanförnu hafa einstakir stjórnmálamenn dregið upp þá mynd að íslenskur sjávarútvegur rambi á barmi gjaldþrots. Fullyrðingum um fyrirsjáanlegt fjöldagjald- þrot í þessari atvinnugrein hefur m.a. verið haldið á lofti inni á Alþingi, fyrst og fremst af stjórnarliðum. Slíkar full- yrðingar, þegar heil atvinnugrein á í hlut, eru mjög alvar- legar, ekki síst þegar um er að ræða sjálfa undirstöðu- atvinnugrein þjóðarbúskaparins. Það er vissulega rétt að mörg sjávarútvegsfyrirtæki eiga í verulegum rekstrarörð- úgleikum um þessar mundir en það er fjarri lagi að stað- an sé svo slæm að stjórnmálamenn megi leyfa sér að full- yrða um yfirvofandi fjöldagjaldþrot í greininni. í umræðunni um erfiðleika sjávarútvegsins hafa fjöl- margar staðreyndir málsins farið forgörðum og málsmet- andi menn hafa vísvitandi farið með staðlausa stafi. Dæmi um þetta er fullyrðingar Þrastar Ólafssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra og annars tveggja formanna nefndar, sem vinnur að því að endurskoða nú- gildandi sjávarútvegsstefnu. Þröstur Ólafsson hefur ítrekað haldið því fram að aðgerðir síðustu ríkisstjórnar til bjargar sjávarútvegsfyrirtækjum hafi aukið vandann, þegar til lengri tíma er litið. Þetta er fáránleg staðhæfing, því aðgerðir fyrri ríkisstjórnar fólust fyrst og fremst í því að skuldbreyta lánum sjávarútvegsfyrirtækja og gefa þeim þar með lengri greiðslufrest. Þá fólust aðgerðir fyrri ríkisstjórnar ekki síður í því að skapa sjávarútveginum í heild betri og þar með sæmilega viðunandi rekstrarskil- yrði. Menn mega ekki gleyma því að rekstrarstaða sjávar- útvegsins hverju sinni ákvarðast ekki síst af aðgerðum ríkisvaldsins. Það er staðreynd að víðtækar björgunaraðgerðir fyrri ríkisstjórnar árið 1989 komu í veg fyrir fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi og báru í flestum tilfellum tilætlaðan árang- ur. Það er einnig staðreynd að árið eftir, þ.e. 1990, voru mjög mörg sjávarútvegsfyrirtæki farin að rétta verulega úr kútnum. Þetta sést vel á því að það ár voru fiskveiðar og -vinnsla rekin með 2,5 prósenta hagnaði. Þar var um að ræða veruleg umskipti til hins betra. Síðla árs 1990 tók að síga á ógæfuhliðina á nýjan leik. Fyrir því eru tvær ástæður veigamestar: Annars vegar stórfelldur aflasamdráttur og hins vegar ört hækkandi fjármagnskostnaður. í september á síðasta ári hófst nýtt kvótaár. Þá var þorskaflinn skorinn niður úr 300 þúsund lestum í 270 þúsund lestir. Kvóti ýmissa annarra fiskteg- unda var einnig minnkaður. Þegar þessi niðurskurður leggst við aflasamdrátt síðustu tveggja ára á undan, rýrir heildarskerðingin afkomu veiða og vinnslu um rúmlega 4 milljarða króna, sem er sá halli sem nú er sagður vera á greininni. Frá hausti 1990 hefur fjármagnskostnaður síð- an hækkað til muna og gert illt verra. Vaxtastigið hefur mjög mikið að segja um afkomu sjávarútvegsins og t.d. er talið að 3-4% vaxtalækkun myndi laga stöðu atvinnu- greinarinnar um einn milljarð króna á ári. Þeir sem nú tala hvað hæst um yfirvofandi fjöldagjald- þrot í sjávarútvegi ættu að hafa hugfast að það er sitt- hvað gjaldþrot og greiðsluerfiðleikar. Skuldugustu sjávarútvegsfyrirtækin eiga nú í greiðsluerfiðleikum vegna aflasamdráttar og hækkunar fjármagnskostnaðar. Það er ekki þar með sagt að þau séu gjaldþrota og eigi ekki annað betra skilið en „fara á hausinn". BB. Fokdreifar Vænlegt að kaupa hlutabréf í Sæplasti - er niðurstaða Stefáns Halldórssonar, hagfræðings, eftir að hafa sundurgreint ársreikning fyrirtækisins í nýjasta tölublaði Vísbending- ar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál, sem gefið er út af Kaupþingi hf., er að finna athyglisverða grein eftir Stefán Halldórsson, viðskiptafræðing og ráðgjafa. í greininni skyggnist Stefán ofan í árs- reikninga Sæplasts hf. á Dalvík, fjallar um afkomu þess og stöðu, framtíðarhorfur, styrk þess og veikleika. Grein Stefáns fer hér á eftir, með góðfúslegu leyfi útgefanda Vís- bendingar. „Afkoma: Hagnaður ársins 1991 varð verulega minni en árið á undan, eins og við hafði verið búist, enda var árið 1990 óvenju- hagstætt, eftirspurn eftir kerum í hámarki og gengisþróun hag- stæð. Heildarvelta minnkaði um 15%, sala fiskkera innanlands dróst saman um nærri fimmtung, en heldur minna erlendis, en hins vegar jókst sala á trollkúlum. Þá var gengisskráning óhagstæðari og vextir langtímalána heldur hærri en áður. Meðalálagning á framleiðsluvörur félagsins hefur heldur hækkað frá fyrra ári; hlut- deild trollkúlna í sölunni fer vax- andi og þær gefa meira af sér en fiskkerin. Samdráttur í íslenskum sjávar- útvegi dregur úr innlendri eftir- spurn eftir fiskkerum. Kerin eru nú komin í notkun hjá stærstum hluta líklegra kaupenda og má búast við, að eftirspurn minnki og sala beinist einkum að endur- nýjun. Heildarfjöldi kera í notk- un er þó það mikill, að eðlileg endurnýjun skapar Sæplasti næg- an rekstrargrundvöll. Kaupenda- hópurinn hefur breyst, smærri útgerðir kaupa lítið, en fiskmark- aðir og stór útgerðarfyrirtæki þeim mun meira og þessir við- skiptavinir eru yfirleitt betur stæðir fjárhagslega. Vaxtarmöguleikar félagsins eru þvi einkum bundnir útflutn- ingi. Hlutdeild útflutnings í sölu fer vaxandi, var á síðasta ári 43% af kerunum og 53% af trollkúlun- um, og að undanförnu hefur náðst góður árangur í sölu á nýj- um mörkuðum, m.a. í Suðaust- ur-Asíu. Þó fer samkeppni á erlendum mörkuðum harðnandi og verð lækkandi. Minnkandi sjávarafli eykur áhuga á bættri meðferð aflans til að draga úr tekjuskerðingunni. Fiskkerin auka í flestum tilvikum gæði aflans og lækka flutnings- kostnað. Sala á trollkúlum hefur vaxið, einkum til útflutnings. Minnk- andi afli eykur sókn fiskiskipa í djúpsjávarfisk; trollkúlur Sæ- plasts eru gerðar fyrir mikið dýpi og því má búast við vaxandi sölu. Staða: Fjárhagsstaða Sæplasts er afar sterk. Eiginfjár- og veltu- fjárhlutföll eru með því hæsta hjá fyrirtækjum á íslenskum hluta- bréfamarkaði. Félagið greiðir enga vexti af skammtímaskuld- um sínum og á tugi milljóna í sjóðum og markaðsverðbréfum. Skammtímahorfur: í rekstrar- áætlun ársins 1992 er gert ráð fyr- ir svipaðri veltu og á síðasta ári. Afkoma ætti þó að batna af tveimur ástæðum: Afskriftir við- skiptakrafna verða væntanlega talsvert minni en undanfarin tvö ár, m.a. vegna breyttrar samsetn- ingar kaupendahópsins, og aukin framleiðslugeta verksmiðjunnar dregur úr framleiðslukostnaði á hverja einingu, m.a. vegna minni yfirvinnu. Á árinu verður einnig lokið við að afskrifa yfirverð vegna kaupa á eignum hlutafé- lagsins Barkar hf. í árslok 1987. Eftir kaupin á Berki hf. og Plast- einangrun hf. á félagið enn ójafn- að skattalegt tap sem nemur 107 Mkr. og er því ekki útlit fyrir, að það þurfi að greiða skatt af hagn- aði sínum fyrr en á árinu 1995. Styrkur: Sæplast er eitt fárra íslenskra framleiðslufyrirtækj a sem hefur náð að verða leiðandi fyrirtæki á heimsmarkaði í sinni grein. Helstu keppinautar þess erlendis eru í eigu norrænna stór- fyrirtækja og hafa því næga fjár- hagslega burði til að veita harða samkeppni, en gæði vörunnar og lágur framleiðslukostnaður hafa gert Sæplasti kleift að halda mark- aðshlutdeild og jafnvel auka hana. Sæplast hefur náð um 70- 75% hlutdeild á íslenskum mark- aði í samkeppni við tvö minni íslensk fyrirtæki. Tilraun norsks framleiðanda til að ná fótfestu á markaðnum mistókst, verð hans var of hátt. Með kaupum á Plast- einangrun hf. og búnaði þess félags til trollkúluframleiðslu hef- ur Sæplast breikkað vöruúrval sitt og dregið úr hættu á sveiflum í sölu og afkomu. Veikleiki: Félagið er mjög háð afkomu sjávarútvegs og breyting- ar í vinnslu- eða flutningsaðferð- um aflans geta haft mikil áhrif á sölu fiskkeranna. Heimamarkað- ur er að mettast. Framleiðsla Sæplasts nýtur engrar verndar af einkaleyfum og því er mikilvægt fyrir félagið að stunda vöruþróun og viðhalda forskoti sínu í gæð- um og framleiðsluhagræðingu. Sæplast á í málaferlum vegna samnings um tæknigjald á árun- um 1984-1989 og hefur tapað málinu í undirrétti, en áfrýjað til Hæstaréttar. Tapist málið, kann félagið að þurfa að greiða yfir 18 milljónir króna á núverandi verð- lagi. Þá er félagið í ábyrgðum fyr- ir tæpum 24 milljónum króna í tengslum við sölu á verksmiðju- húsnæði í Hafnarfirði. Kaupend- ur hafa staðið að fullu í skilum til þessa. Stjórnendur félagsins telja ekki ástæðu til að óttast, að þessi mál hafi veruleg áhrif á fjárhag þess. Sæplast á nægt fé í sjóðum til að mæta þessum kröfum að fullu. Langtímahorfur: Vaxtarmögu- leikar félagsins eru einkum tvenns konar: Aukin sala erlend- is (og kemur þá til greina að reisa aðra verksmiðju erlendis) og þátttaka í öðrum rekstri hér á landi (eða erlendis). Núverandi rekstur skilar miklum peningum í sjóði félagsins og eigið fé fer hraðvaxandi. Arðsemi eiginfjár fer á hinn bóginn minnkandi og þurfa stjórnendur félagsins því að fara að koma þessum pening- um í vinnu með einhverjum hætti til að tryggja hluthöfum áfram- haldandi góða ávöxtun, eða greiða ella út aukinn arð. Raunar vex arðgreiðslugetan verulega á næsta ári, þar sem aðalfundur samþykkti að nær tvöfalda hluta- fé félagsins með útgáfu jöfnun- arhlutabréfa. Þar sem Sæplast hefur auðveldlega efni á að greiða hámarksarð (15%), geta hluthafar vænst þess að fá helm- ingi fleiri krónur í arð á næsta ári en á þessu. Ábendingar um hlutabréfavið- skipti: Ég álít, að þrátt fyrir horf- ur um óbreytta veltu megi gera ráð fyrir að hagnaður ársins 1992 verði yfir 40 milljónir króna og árið 1993 verði hann um 50 millj- ónir. Virðis/hagnaðarhlutfall ný- liðins árs er um 8, en verður sam- kvæmt þessari spá um 7 á þessu ári og um 6 á næsta ári, miðað við óbreytt hlutabréfaverð. Því má ætla, að gengi bréfanna fari held- ur hækkandi eða haldi a.m.k. vel hlut sínum í samanburði við önn- ur hlutabréf á markaðnum. Því er vænlegt að kaupa hlutabréf í Sæplasti um þessar mundir.“ Rekstrarreikningur 1991 1990 Helstu kennitölur Rekstrartekjur 301,8 358,0 Raunarðsemi eiginfjár* 17% Rekstrargjöld -235,5 -278,0 Eiginfjárhlutfall 0,59 Afskriftir -31,5 -22,7 Veltufjárhlutfall 1,96 Fjármunatekjur/gjöld 0,1 2,8 Lausafjárhlutfall 1,65 Hagn. af reglul. starfsemi 34,9 60,1 Innra virði hlutabréfa 5,47 Söluhagnaður eigna 0,4 22,9 Gengi fyrir aðalfund 7,00 Skattar -1,6 -1,4 Q-hlutfall 1,28 Hagnaður ársins 33,7 81,6 Arður 15% Jöfnun 99% * M.v. framfærsluvísitölu Efnahagsreikningur 1991 1990 Efnahagsreikningur 1991 1990 Eignir 389,4 388,8 Skuldir og eigið fé 389,4 388,8 Veltufjármunir 130,1 156,0 Skammtímaskuldir 66,4 94,1 Hlutabréf og skuldabréf 54,9 39,0 Langtímaskuldir 94,3 105,9 Varanl. rekstrarfjármunir 197,5 180,9 Hlutafé 41,8 38,0 Langtímakostnaður 6,8 12,9 Artnað eigið fé 186,9 150,7 Eigið fé samtals 228,7 188,8

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.