Dagur - 13.03.1992, Side 8

Dagur - 13.03.1992, Side 8
8 - DAGUR - Föstudagur 13. mars 1992 Þátttakendur ásamt leiðbeinendum, sem voru (sitjandi frá vinstri): Einar Þ. Strand, Haukur Konráðsson og Andrés Þórarinsson. Björgunarskóli Landsbjargar: Námskeið fyrir Íjarskiptamenn Ályktun stjórnarfundar Landssambands smábátaeigenda: Viðhalda ber krókaleyfi smábáta og tvöföldunartímabih línuveiða Nýlega var haldið í Reykjavík viðamikið námskeið fyrir fjar- skiptamenn björgunarsveita á vegum Björgunarskóla Lands- bjargar. Þátttakendur, sem komu víða af landinu, höfðu áður sótt undirbúningsnámskeið og tekið þátt í sameiginlegum fjarskipta- æfingum á vegum Landsbjargar. Á námskeiðinu var meðal annars kennt að smíða og setja upp alls konar loftnet, setja upp talstöðv- ar og nota þær á mismunandi tíðnum við mismunandi aðstæður o.fl. Undanfarna mánuði hafa félagar björgunarsveitanna gert tilraunir með misháar tíðnir til fjarskipta. Hefur tekist að koma á öruggu fjarskiptasambandi milli fjarlægra landshluta, jafnvel þegar skilyrði eru slæm. Er nú unnið að því að þjálfa björgunar- fólk í að nota þessar langdrægu stöðvar og velja tíðnisvið. A fundi stjórnar Landssam- bands smábátaeigenda er hald- inn var nýverið var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Á tímum samdráttar í þjóð- félaginu með stöðugri aukningu atvinnuleysis vekja athygli fréttir af stöðum þar sem atvinnuleys- isvofan hefur ekki haldið innreið sína. Fyrir stuttu heyrðust fréttir frá Drangsnesi þess eðlis að ekk- ert atvinnuleysi ríkti þar. Ríkis- útvarpið sá ástæðu til að hafa samband við sveitastjóra staðar- ins og spyrja hverju þetta sætti. í svari hans kom fram að hann þakkaði þetta fyrst og fremst því að þensla hefði engin verið og línuveiðar væri sú útgerð er þeir stóluðu á. ígrundun fréttarinnar hlýtur að vekja sérstaka athygli ráðamanna sem nú glíma við böl atvinnuleysis. Hún sýnir að útgerð smábáta og lítilla skipa hefur alla burði til að tryggja buggðarlögum afkomuna. Hins vegar minnir hún á að gríðarleg tilfærsla veiðiheimilda til ein- stakra staða á landinu er síður en svo trygging fyrir atvinnulífinu þar. Rétt er að benda á Skaga- strönd í því sambandi. Veiðiheimildir voru skertar meir um síðustu „fiskveiðiára- mót“ en dæmi eru um síðan í upphafi kvótakerfisins. Ekki er útlitið bjartara ef marka má fiski- fræðinga. Aflasamdrátturinn knýr okkur til að gaumgæfa aðgerðir sem gætu snúið þessari þróun við. Hagræðing hefur ver- ið lausnarorð dagsins í sjávar- útvegi. En hvers konar hagræð- ing? Frystitogarar hafa að meðaltali 26 manna áhöfn og 2021 þorsk- ígildi sem að jafnaði standa fyrir 3213 tonn af kvótabundnum fiski upp úr sjó. Á hvern skipverja eru því 123 tonn af þeim fisktegund- um. ísfisktogarar yfir 500 brl. hafa að meðaltali 17 manna áhöfn og 3379 tonn af fiski upp úr sjó, eða 208 tonn á hvern skip- verja. Dæmið lítur hins vegar öðruvísi út hjá minni skipum og smábátum. Bátar án sérveiðiheimilda á stærðarbilinu 50 til 110 brl hafa að jafnaði 8 manna áhöfn og 293 þorskígildi sem standa fyrir 378 tonn af kvótabundnum botn- fisktegundum upp úr sjó, eða rúm 47 tonn á hvern skipverja af þeim fisktegundum. Smábátar hafa að jafnaði 1,25 menn í áhöfn og tæp 23 þorskígildi, sem standa fyrir um 29 tonnum upp úr sjó eða 23 tonn á hvern skipverja. Hámark hagkvæmninnar hlýt- ur að liggja þar sem sköpun heils- ársstarfsins á sér stað með sem fæstum fisktonnum úr sjó! Smábátaflotinn veiðir um 12% af heildarþorskaflanum, eða um 6-7% af heildarbotnfiskaflanum. Séu aðrar veiðar einnig teknar með í reikninginn er hlutfallið minna. En þrátt fyrir þetta lága hlutfall smábátanna í heildarafla er um þriðjungur mannafla til sjós á þessum hluta flotans. Fyrirsjáanlegur samdráttur í aflaheimildum þýðir með öðrum orðum að skynsamleg viðbrögð til að forðast atvinnuleysi og fólksflutninga er að fjölga smærri skipum á kostnað þeirra stærri. Efling krókaveiða, hvort eð er með línu eða handfærum er mest atvinnuskapandi útgerð sem völ er á. Allir landsmenn eru því sam- mála að róttækra efnahagsráð- stafana sé þörf þó skiptar skoðanir séu á aðferðum. Um það þarf hins vegar ekki að deila að smábátarnir hafa aldrei skap- að nein efnahagsvandamál og er einn örfárra þátta atvinnulífsins sem alla tíð hafa staðið og fallið af eigin rammleik. Svo mun verða áfram fái annarleg sjón- armið hvergi að koma nærri. Atvinnuleysi og bág staða sjáv- arútvegs eru vandamál sem íslendingum eru þung í skauti. Hlutverk stjórnvalda er að leysa þau sem beinlínis eru innan þeirra verksviðs. Raddir ein- stakra hagsmunasamtaka hafa heyrst að leggja beri af tvöföld- unartímabil línuveiða og setja krókaleyfisbátana tafarlaust á kvóta. Spurning stjórnvalda við slíkum kröfum hlýtur að vera hvaða vandamál leysist með slík- um aðgerðum. Svarið er augljóst: Engin vandamál leysast en fjöl- mörg myndu skapast. Krafa Landssambands smábát- aeigenda er ótvíræð: Viðhalda ber og styrkja í sessi krókaleyfi smábáta og tvöföldunartímabil línuveiða.“ ói Menningarsamtök Norðlendinga og dagblaðið Dagur efna til samkeppni um bestu frumsömdu smásöguna. Höfundur sögunnar, sem dómnefnd metur besta, hlýtur að launum tvö meistaraverk heimsbókmenntanna; Heimskringlu Snorra Sturlusonar og heildarútgáfu leikrita Williams Shakespeares. Höfundur sögunnar, sem dómnefnd metur næstbesta, hlýtur að launum heildarútgáfu leikrita Williams Shakespeares. Þær sögur sem verðlaun hljóta verða birtar í Degi og ef til vill einnig í riti á vegum MENOR. Sögur í keppninni mega að hámarki vera 6-7 síður í A-4 stærö, vélritaðar í aöra hverja línu. Sögurnar skal senda undir dulnefni, en með skal fylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í lokuðu umslagi, auðkenndu dulnefninu. Skilafrestur smásagna í keppnina er til 16. mars nk., sem er síðasti póstlagningardagur. Utanáskriftin er: Menningarsamtök Norðlendinga b/t Hauks Ágústssonar Gilsbakkavegi 13 6QO Akureyri Heimskringla kom út á síðasta ári í nýrri og glæsilegri útgáfu í tilefni þess að 750 ár voru liðin frá fæðingu Snorra Sturlu- sonar. Texti Heims- kringlu, með nútíma- stafsetningu, er í tveimur fallegum bindum en í þriðja bindinu er að finna orðskýringar, ættartölur, landakort, ýmsa aðra texta er varpa Ijósi á Heimskringlu, og inngang um Snorra Sturluson og samtíð hans. Ritverkið er alls 1.500 bls. að stærð. Útgefandi er Mál og menning. Leikrit Williams Shake- spears eru í alls átta bindum, um 4.000 bls. aðstærð. íslenska þýðingu annaðist Helgi Hálfdanarson afein- stakri snilld og telst þýðingin tvímælalaust með mestu stórvirkjum íslenskrar bókmennta- sögu. Útgefandi er Mál og menning. Menningarsamtök IMorðlendinga - Dagur

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.