Dagur


Dagur - 13.03.1992, Qupperneq 16

Dagur - 13.03.1992, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 13. mars 1992 ## ítalskir dagar" á Bauta 12.-15. og 19.-22. mars Uppskrí ftasamkeppni Góð verðiaun „Nýr búvörasamningur knýr á um aukna samstöðu bænda“ - sagði Jón Helgason, formaður Búnaðarfélags íslands að loknu Búnaðarþingi Umferðarljósin á mótum Glerárgötu og Strandgötu hafa verið biluð síðustu daga, ökumönnum til nokkurrar hrellingar, en í gær var unnið að viðgerð. Mynd: Golli „Fyrir Búnaðarþingi lá að þessu sinni fyrir að marka stefnu í samræmi við nýjan búvörusamning og þær aðstæð- ur sem hann skapar fyrir bændur. Stefnt er að því að Búnaðarfélag Islands verði öflugt tæki í þeirri leiðbeininga- þjónustu sem nú verður að fara fram og verður fylgt eftir með auknu samstarfi við bún- aðarsamböndin í landinu,“ sagði Jón Helgason, formaður Búnaðarfélags íslands í samtali við Dag að loknu Búnaðar- þingi. f>á lagði formaður Búnaðar- félags íslands mikla áherslu á að bændur nái að standa saman á þeim tímum breytinga sem fram- undan séu á starfsumhverfi þeirra. Jón sagði að mikil áhersla væri lögð á að tengja tölvukerfi bún- aðarsambandanna við móður- tölvu Búnaðarfélags íslands. Þá væri einnig lögð mjög mikil áhersla á að bændur taki upp eig- ið bókhald og búið sé að vinna hentugt bókhaldsforrit fyrir Georg Ólafsson, formaður fimmmannanefndar, um skýrslu nefndar um verðjöfnunargjald í súkkulaðiframleiðslu: Rangar og viflandi upplýsingar um vinnslu- og dreifingarkostnað mjólkur Georg Ólafsson, formaður fímmmannanefndar, segir að rangar og villandi upplýsingar um vinnslu- og dreifíngar- kostnað mjólkur hafí komið fram í skýrslu nefndar um verðjöfnunargjald í súkkulaði- framleiðslu. I skýrslu nefndar- innar séu skekkjur í útreikn- ingum, rangtúlkun á upplýs- ingum og órökstuddar aðdrótt- anir. Samkvæmt útreikningum Veðrið: Kuldaboli mun bíta kinnar Norðlendinga Svo virðist sem vctrarríki ætli að ná yfírhöndinni á landinu um sinn. Síðastliðna nótt var gert ráð fyrir all- hvassri norðaustan átt með snjókomu eða éljagangi á Norðurlandi og í dag verða norðlægar áttir ríkjandi. Veöurstofan gerir ráö fyrir gaddi um nær allt land í dag. Frost verður víðast hvar á bil- inu 7-15 stig og kaldast í inn- sveitum norðanlands að há- lendinu ógleymdu. Frostið gæti þess vegna farið í 20 stig á einhverjum veðurathugunar- stöðvum. SS nefndarinnar hafí raunhækkun vinnslu- og dreifíngarkostnað- ar verið 30,3% á tímabilinu 1980-1990 en staðreyndin sé hins vegar sú að miðað við sömu forsendur og nefndin noti sé hækkunin 18,6%. Hefði nefndin tekið árið 1991 inn í þá yrði sama tala 11,4%. „En nefndin gerir ekki aðeins mjög alvarlegar reikningsskekkj- ur heldur bætir hún ranglega við vinnslu- og dreifingarkostnað mjólkur liðum sem ekki eiga þar heima. Sé tekið tillit til þessa hef- ur vinnslu- og dreifingarkostnað- ur ekki hækkað á tímabilinu 1980-1991 heldur lækkað um 0,5%,“ segir Georg. Hann segir að í skýrslunni birt- ist órökstuddar aðdróttanir um að afurðastöð í mjólkuriðnaði taki við niðurgreiðslum sem henni beri ekki lögum samkvæmt. Ennfremur megi benda á rang- túlkun nefndarinnar á upplýsing- um um mjólkurduft. „Um það er ekki deilt að í mjólkuriðnaðinum eru mörg vandamál sem fyrst og fremst fel- ast í mikilli umfram afkastagetu í greininni. Nauðsynlegt er því að koma á hagræðingu m.a. með því að fækka mjólkursamlögum. Að undanförnu hefur nefnd á vegum stjórnvalda, launþega og atvinnu- rekenda unnið að því að gera til- lögur um úrbætur í mjólkuriðn- aðinum og er sú vinna á lokastigi. Þeirri vinnu er ekki gert gagn með þeim röngu útreikningum, rangtúlkunum og órökstuddum aðdróttunum sem nefndin um verðjöfnunargjald í súkkulaði- framleiðslu hefur sett fram,“ seg- ir Georg Ólafsson, verðlagsstjóri og formaður fimmmannanefnd- ar. JÓH búrekstur hjá Búnaðarfélaginu. Um 200 bændur hafi nú tekið kerfið í notkun og vinni sjálfir að rekstraruppgjöri sínu. Þá veiti búnaðarsamböndin í landinu nú um 600 bændum bókhaldsþjónustu. Jón sagði að nauðsynlegt væri að bændur tækju upp eigið bók- hald í því breytta rekstrar- umhverfi sem nú væri í vændum og legði Búnaðarfélag íslands áherslu á að flestir þeirra verði búnir að koma sér upp búnaði til þess að annast bókhald sitt á næstu fimm árum. í því sambandi hafi námskeið verið haldin fyrir bændur og nauðsynlegt sé að halda þeim áfram. Jón kvaðst telja að búnaðar- samböndin eigi að hafa á hendi þá fræðslustarfsemi sem nú sé nauðsynleg í tengslum við breytt rekstrarumhverfi í landbúnaði og hafi Búnaðarþing lagt til að stjórn Búnaðarfélagsins vinni að því að mynda sem nánust tengsl Búnaðarfélagsins við þau. Pá lagði Jón Helgason mikla áherslu á nauðsyn þess að aðilar í landbúnaði sýni samstöðu á þeim breytingatímum sem séu í vændum. Bændur verði nú að treysta mun meira á sjálfa sig en verið hafi. Hinn nýi búvöru- samningur knýi á um aukna samstöðu þeirra. Þá lagði Búnað- arþing áherslu á nánara samstarf á milli ráðunauta búnaðarsam- bandanna og Byggðastofnunar í tengslum við umfjöllun Búnað- arþings um ný lög um Byggða- stofnun. -ÞI Hraðfrystistöð Þórshafnar: Lítfl von um meiri sfld - meira að gera í loðnu og allt klárt fyrir hrognin Gullbergið kom með 570 tonn af loðnu til Þórshafnar sl. mið- vikudag og að sögn Hilmars Þórs Hilmarssonar, verk- smiðjustjóra hjá Hraðfrysti- stöð Þórshafnar, hafa nú 20.500 tonn af loðnu borist til loðnubræðslunnar á vetrar- vertíð. Sfldveiðar hafa verið tregari og hefur stöðin fengið 1.250 tonn af sfld á árinu. Síldarvertíðin hefur verið framlengd til 22. mars en Hilmar Þór var ekkert allt of bjartsýnn á að fá meiri síld til vinnslu. Lítil von væri til þess eins og staðan í dag en þó gæti einhver komið áður en vertíðin er væri slatti úti. Loðnan hefur verið gjöfulli og sagði Hilmar Þór að hrognagræj- urnar væru tilbúnar og farið yrði út í hrognatöku um leið og loðn- an bærist. Mótorbáturinn Geir hefur séð Hraðfrystistöðinni fyrir bolfisk til vinnslu og sagði Hilmar Þór að þetta hefði verið reytingur en veðrið hefði verið leiðinlegt að undanförnu. í heild kvaðst hann vel sáttur við stöðuna og sagði að menn væru bærilega bjartsýnir á framhaldið. SS Kópasker: Verslimarrekstur að heljast á ný „Okkur hefur verið tekið alveg eins og konungum og við erum bjartsýn,“ sagði Ómar Jónsson sem nýfluttur er til Kópaskers ásamt konu sinni, Guðlaugu Traustadóttur, og ætla þau að opna verslun um helgina. Um áramótin hætti Kaupfélag Þingeyinga verslunarrekstri á Kópaskeri og síðan hefur verslun ekki verið starfrækt þar. Guðlaug og Ómar hafa tekið verslunarhúsnæðið sem KNÞ átti á leigu ásamt tilheyrandi tækjum. „Við komum úr borg Davíðs, syndum á móti straumnum eins Fengur fyrir akureyrska skákunnendur: Shirov teflir fjöltefh Skákunnendur á Akureyri fá góðan gest í heimsókn nk. sunnudag þegar lettneski skák- meistarinn Alexei Shirov sækir þá heim og teflir fjöltefli á sal Gagnfræðaskóla Akureyrar kl. 13.30. Forsvarsmenn Skák- félags Akureyrar, sem stendur fyrir fjölteflinu, ætla að Shirov sé sterkasti skákmaður sem teflt hafí á Akureyri. Alexei Shirov teflir þessa dag- ana á Apple-skákmótinu í Reykjavík og er þar í toppbarátt- unni. Því móti lýkur á morgun. Shirov er nítján ára gamall, en þrátt fyrir ungan aldur er hann þegar orðinn sjöundi stigahæsti skákmaður heims með 2655 ELO-stig. Gert er ráð fyrir að Shirov tefli fjöltefli við 30-35 skákmenn. Fólk er hvatt til þess að koma og fylgjast með þessum frábæra skákmanni etja kappi við heima- menn. óþh og laxarnir. Það voru atvinnu- tækifærin sem höfðuðu til okkar á Kópaskeri. Konan verður aðal- lega með búðina en ég vonast til að fá aðra vinnu sjálfur," sagði Ómar. Guðlaug hefur unnið við verslunarstörf og í heildsölu. Hún ætlar að versla með matvör- ur á Kópaskeri og fyrirhugað er að opna verslunina á morgun, laugardag, en ekki er víst að það heppnist þar sem von er á vörum að sunnan í dag. Verið er að setja upp strikamerkjakassa og tilheyr- andi afgreiðslukerfi og það er svolítið tímafrekt. „Við ætlum að reyna að hafa lægra vöruverð, og spörum mannskap með því að nota strikamerkjakerfið. Við vonum að hreppsbúar komi og versli í sinni búð og að ferðafólk komi hér við í sumar,“ sagði Ómar, og var ekki viss hvort það tækist að opna verslunina á morgun, en það munu ekki líða margir dagar þar til verslunar- rekstur verður kominn í fullan gang á Kópaskeri á ný. IM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.