Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 14. mars 1992 Brot úr sögu bænda Atli Vigfússon Bændadagur Öll þekkjum við daga eins og frídag verslunarmanna, sjó- mannadaginn og verkalýðsdag- inn, en minna hefur farið fyrir bændadeginum þó hann hafi verið í heiðri hafður á tímabili. Það virðist sem svo að hann hafi ekki náð festu hjá þjóðinni og honum hafí ekki verið nægilega vel fylgt eftir hjá búnaðarsam- böndum og bændafólki sjálfu. Segja má að dagur þessi hafí að fullu átt rétt á sér miðað við hlutverk landbúnaðarins í þjóð- lífínu, en gaman er að rifja að- eins upp umræður um þennan dag á árunum fyrir 1950. Lengi var hugsað um það og ritað að sveitafólk ætti að eignast löghelgan frídag til að heiðra landbúnaðinn og stéttina, þannig að bændadagur yrði fastur liður í menningarsögu sveitafólksins. Hinn 5. september 1948 lánað- ist það á Laugum S-Þing. með hjálp ungmennasambandsins og söngflokka héraðsins að koma á fjölmennri bændasamkomu. Var þá skólastjóri þar séra Her- mann Hjartarson og var hann mál- inu mjög hlynntur og hjálpsamur í alla staði. Fékk þetta ágætar und- irtektir og fylgi héraðsbúa. Sú tilhögun var höfð á þessum samkomum að eftir setningu þeirra fór fram guðsþjónusta sem ýmsir prestar voru fengnir til að annast. Þá var haldin „bændaræð- an“ sem var aðalræða, en sfðan tóku ýmsir héraðsbúar til máls með stuttum ræðum og frumortum Ijóðum. Þá var sungið þess á milli og var enginn hörgull á. Margt er í minnum haft, m.a. ljóð Valtýs Guðmundssonar á Sandi sem vakti sérstaka athygli á fyrsta bændadeginum og fékk hann mörg þakkarbréf fyrir. Þarna voru einnig sýndar íþróttir og kvikmyndir. I lokin var svo dans og seldur aðgangur inn á hann. Þá var einnig selt kaffi á staðnum. Að Iokinni fyrstu samkomunni sagði Hermann prestur að sér fyndist að þetta yrði að lifandi máli í sveitum landsins, en upp frá því var unnið að því að vekja þessa hreyfingu um allt land með bréfaskriftum við búnaðarsam- bönd landsins, erindum og ritgerð- um og einnig var reynt að fá lög- helgun bændadags á Alþingi. Hátíð í lok sláttar í janúar 1949 skrifaði Grímur Gíslason bóndi Saurbæ í Frey og fagnaði hugmyndinni og taldi mikla þörf á því að bændastéttin tileinkaði sér einn dag á ári hverju til hátíðarhalda, heima í sveitun- um. Tilgangurinn með slíkum dagamun myndi vera sá, auk þess að vera almennur skemmtidagur, að glæða stéttvísi og stéttarmetnað bændafólksins. Markmiðið með línum Gríms var ekki það að ræða á breiðum grundvelli gildi bændadagsins, heldur vildi hann leggja orð í belg um hvaða dagur ársins yrði valinn sem bændadagur. Að hans áliti skipti mjög miklu máli að tíma- setning hans yrði heppilega valin. I því sambandi vitnaði hann í þá tillögu Jóns H. Þorbergssonar bónda og fyrrv. sauðfjárræktar- ráðunauts, sem telja mátti frum- kvöðul að þessum degi, en tillaga Jóns var sú að miða daginn við sláttarlok og taldi hann að með vaxandi búmenningu yrði heyskap lokið allmikið fyrr en áður tíðkað- ist. Grímur tók á vissan hátt undir þessi orð en sagði að því miður væri þróunin ekki svo langt komin í landbúnaðinum enn sem komið væri og ekki þyrfti að búast við al- mennri þátttöku á bændadegi á síðsumri. Máli sínu til stuðnings sagði hann að slæmt tíðarfar gæti oft orðið til þess að seinka sláttar- lokum og tillaga Jóns væri því ekki tímabær. Sumardagurinn fyrsti Jón á Reynistað var annar sá maður sem mikinn áhuga hafði á bændadeginum. Viðhorf hans var það að halda ætti upp á þennan dag á sumar- daginn fyrsta, en því hafnaði Grfmur alfarið í grein sinni. Taldi hann að eitt sem gæti algerlega komið í veg fyrir að sveitasælan gæti látið í ljós gleði sína yfir sumarkomunni, en það væri tíðar- farið. Æði oft hefði svo verið að þessi dagur væri bara á tímatalinu og stórhríð gnauðaði á héluðum gluggum og lítið hefði verið hægt að gera úr gleðskap. Vísaði hann einnig á þá fólks- fækkun sem hefði orðið í sveitum og vart væri fleira fólk á heimil- unum en komist yrði af með við dagleg störf þ.e. innanbæjarverk og skepnuhirðingu. Þá sagði hann Það var hátíðarblær á Laugum í Reykjadal þegar bændadagurinn var og hét, en þar var jal'nan margt fólk saman komið. að með batnandi meðferð á sauðfé væri mjög sjaldan búið að sleppa fénu af gjöf um sumarmál. Þar með hafnaði Grímur degi Jóns á Reynisstað rétt eins og degi Jóns H. Þorbergssonar. Síðasti sumardagur eða fyrsti vetradagur Grímur kom fram með þriðju tillöguna að dagsetningu og sagði að haustið væri sá tími sem væri einna hversdagslegastur í íslensku þjóðlífi. Þá átti hann við þann tíma þeg- ar förgun sauðfjár væri lokið og annar almennur vetrarundirbún- ingur. Þetta væri að ýmsu leyti þáttaskil í búskapnum og uppsker- unni lokið og arði búanna væri komið í verð. Oft væri þessu öllu lokið áður en sumarið hefði kvatt til fulls og að ýmsu leyti væri hag- stæður tími fram yfir veturnætur. Brá þá svo við að Grímur taldi tíð- arfar jafnan stillt á þessum tíma og að bændur ættu hvað hægast með að komast frá búum sínum. Sagði hann að hann hefði þá trú að búskaparmenningin ætti eftir að komast á það stig að þess yrði vel vert að halda uppskeruhátíð síðasta sumardag eða fyrsta vetr- ardag. ítrekaði hann svo í lok greinar sinnar ánægju sína með tilkomu bændadagsins og sagði fyllilega vera kominn tíma til að þurrka burt alla minnimáttarkennd fyrir tilveru sinni. Dagurinn ætti að vera táknrænn fyrir þá auknu bjartsýni og velmegun sem von- andi yrði varanleg meðal þeirra sem byggju f hinum dreifðu byggðum landsins. Jónsmessan Á þorraþræl 1949 skrifar Krist- ján Benediktsson bóndi Einholtum í Frey qg kemur með tillögu að fjórðu tímasetningunni, en honum leist hvað verst á tillögu Gríms um að halda þennan dag hátíðleg- an seint um haustið. Nefndi hann í því sambandi foráttulanga og dimma nótt og vondra veðra von á þeim tíma á nokkuð stórum hluta landsins. Sagði Kristján að enginn dagur væri eins sjálfsagður til þessara hátíðahalda eins og 24. júní þ.e. Jónsmessudagur. Lýsti hann yfir því að helgi hefði ríkt yfir þeirn degi frá ómunatíð um öll Norður- lönd og þá einkanlega hjá fólki í sveitunum. Þá væri hinn langi sólargangur deginum til gildis. Allt væri að ná fullum blóma og allt iðaði af lífi og fjöri. Þá væru einnig nokkur þáttaskil í starfsemi bænda. Ærnar bornar og biðu rúnings og sláttur ekki hafinn. Nokkur ótti var þó um það að ýmsir myndu finna Jónsmessunni því til foráttu að margir hátíðis- dagar væru á þessum tíma eins og t.d. 17.júníog 19. júní. En Krist- ján sagði að menn ættu að halda upp á þennan tfma því þetta væru bestu og björtustu dagar bænda og engin ofrausn væri í því að veita fólki sem ynni landbúnaðarstörf gott frí miðað við alla þá sunnu- og hátíðisdaga sem það ynni á hverju ári. í seinni hluta greinarinnar vitn- aði hann svo í bóndadótturina Döllu Þorvaldsdóttur þar sem hún segist ætla að eigast göfugasta soninn er á íslandi muni fæðast. Sagði hann í framhaldi af því að bændur ættu að hafa þá metn- aðargimd að velja þann dag til há- tíðarhalda sem bestur væri og göf- ugastur. Hins vegar vildi hann líka halda uppskeruhátíð að haustinu sem jafnframt væri kaupakonuball og í vondum veðr- um væri danssalurinn óskaland, en kvenfélögin og ungmennafélögin ættu að hafa þar forgöngu og bændurnir myndu dansa með, síð- ur en svo nauðugir. í lokin vildi hann svo fá nýtt nafn á bændadaginn, þannig að hann fæli í sér hátíðarhöld allra þeirra sem að landbúnaði ynnu og auglýsti eftir hugvitsömu og orð- högu fólki. Margt fólk og mikið dansað „Það var mikill kraftur í dansin- um í íþróttahúsinu á Laugum á bændadeginum,“ segir Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum í Reykjadal (f. 1915), en þar spil- aði hann á harmoniku fram á nætur og það var feikilegt fjör í fólkinu. „Eg var mikið notaður í það að spila á böllum í þá daga, því það var enginn annar á þessu svæði sem spilaði. Fyrst var ég þekktur fyrir að spila á orgel fyrir dansi og hafði t.d. spilað í mörgum samkomuhúsum í hér- aðinu. Svo er það að ég fæ mér hnappaharmoniku og var mjög spenntur fyrir því. Var ég þá strax eftir eina viku fenginn til þess að spila á balli og gekk það ágætlega. Fékk ég meira borgað heldur en ég hafði sett upp, því þeim fannst ég standa mig vel. Þetta var 1937, en ég átti enga peninga fyrir þessu hljóð- færi. Fór það þá svo að Snjólaug systir Friðriks pósts lánaði mér 100 krónur til þess að geta keypt þetta. Lá leið mín síðan í Arnstapa í Ljósavatnsskarði til manns sem hét Sigurður, en hann átti fimm- falda hnappaharmoniku sem hann seldi mérá 100 kr. Taskan utan um hana kostaði svo 15 kr. Fór ég á hjóli þessa leið, sótti gripinn og kom með poka á baki heim. Á orgelárunum var ég oft að spila og fékk ég m.a. bréf frá þremur ungum stúlkum á Húsa- vík sem sögðust hafa heyrt mik- ið af list minni og fóru þess á leit að ég kæmi þangað og spil- aði fyrir dansi á samkomu bæj- arbúa. í bréfinu sagði að mér Friðrik Jónsson frá Hulldórsstöð- um í Reykjadal. yrði fengið það besta orgel sem fáanlegt væri í bænum. Ég fór nú, en var bæði kvíðinn og spenntur og gerði þetta. Það var kona Einars Reynis í Reynishúsi sem átti fyrirtaksorgel og var því komið fyrir í samkomuhús- inu og spilaði ég þarna fyrir þrumandi balli. Á tíma bændadaganna þekkt- ist ekki annað en það væri bara einn maður að spila, en þá var maður ungur og hraustur og allt gekk vel. Yfirleitt stóðu böllin í 3-5 tíma, en lengst hef ég einn spilað í 9 klukkutíma fyrir dansi. Það sem erfitt var, var það, að maður stóð allan tímann því aldrei sást neinn sitja með nikk- una. Ég man samt eftir því á Laugasamkomunum að þar var haft kaffi og var gert hlé á dans- inum meðan ég fór út í matsal og þáði hressingu. Á meðan beið fólkið inni í sal og spjallaði saman, því enginn var til þess að leysa mig af. Þegar ég kom svo aftur varð dynjandi lófaklapp og ballið þrutnaði af stað. Þetta var gaman. Vín var ekki neitt áberandi, kannski eitthvað smávegis svona rétt til þess að hafa meiri kraft í dansinum, en límonaði var selt í bréfpokum. Stundum var það þegar ég var búinn með lag, að par stoppaði fyrir fram- an mig og mér var boðið að súpa á pelanum áður en ég byrj- aði á næsta lagi. Maður fékk svona meiri kraft í sig. Annars byrjuðu þessar bændasamkomur kl. 2. með „bændaræðunni", almennum söng, Ijóðum og öðrum ræðum. Reglulega menningarlegt. Sum- ir fóru heim til þess að gera kvöldverkin, en komu svo bara aftur þegar það var búið til þess að vera á ballinu. Sviðið í íþróttahúsinu var bara borð með segli yfir og þar sungu m.a. Jóhann Konráðsson og Guðrún Á. Símonar. Sjálfur stóð ég ekki þarna uppi, heldur stóð ég niðri. Magnari þekktist ekki og var ekki um annað að gera en þenja hljóðfærið á fullu og var ekkert kvartað um að það heyrðist ekki. Almenn þátttaka var í dansinum, fullur salur af fólki og strax þeg- ar byrjað var að spila komu mörg pör á gólfið, ólfkt því sem er í dag. Kannski voru nú böll sjaldgæfari í þá daga, en þetta var alltaf vel sótt og meira að segja komu bílar með fólk frá Akureyri. Allir skemmtu sér mjög vel. Það voru hugsjónamenn sem stóðu að þessum samkomum."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.