Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 22

Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 14. mars 1992 AKUREYRARB/CR Akureyrarbær auglýsir: Almennur kynningarfundur um deiliskipulagstiilögu að Höepfners- svæði í Innbæ. Skipulagsnefnd boðar til almenns kynningarfund- ar um deiliskipulagstillögu að svo nefndu Höepfn- erssvæði í Innbæ. Sérstaklega eru boðaðir Inn- bæingar, íbúar og húseigendur í nágrenni skipu- lagssvæðisins svo og aðrir er áhuga kunna að hafa á málinu. Skipulagssvæðið er milli Drottn- ingarbrautar og Hafnarstrætis, frá gæsluvelli og norður til móts við hús nr. 41 við Hafnarstræti. A svæðinu er gert ráð fyrir lóðum fyrir almenna atvinnustarfsemi. Fundurinn verður í Dynheimum mánu- daginn 16. mars kl. 20.30. Ath: Athugasemdafrestur vegna skipulagstillög- unnar rennur út föstudaginn 20. mars nk. Skipulagsstjóri Akureyrar. Fóstrur - Fóstrur Laust er til umsóknar starf leikskólastjóra við leik- skólann Sunnuból á Akureyri, til eins árs. Einnig vantar yfirfóstru og fóstrur. Sunnuból er leikskóli með 25 börnum á aldrinum 2-6 ára í 8 eða 9 tíma vistun. Einnig er laust til umsóknar starf leikskólastjóra við leikskólann Pálmholt frá 1. júní nk. Pálmholt er leikskóli með 34 börnum í 8-9 tíma vistun. Á Holtakot og Lundarsel óskum við sömuleiðis eftir að ráða fóstrur til starfa. Upplýsingar um innra starf gefa leikskólastjórar: á Sunnubóli í síma 96-27753, í Pálmholti í síma 96-23941, í Holtakoti 96-27081 og á Lundarseli í síma 96-25883. Aðrar upplýsingar gefur deildarstjóri dagvista- deildar í síma 96-24600 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar eða launanefndar sveitarfélaga og Fóstrufélags íslands. Umsóknarfrestur er til 24. mars nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri. Deildarstjóri dagvistadeildar. Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, HÖSKULDUR STEFÁNSSON, Víðilundi 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 18. mars kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarheimilið Hlíð. Sigrún Höskuldsdóttir, Símon Steingrimsson, Pálmi Stmonarson, Einar Símonarson. Elskulegur sambýlismaður minn, sonur minn, faðir og bróðir okkar, VALGEIR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON, Hafnarbraut 23, Kópavogi, sem lést 6. mars sl. verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju, þriðjudaginn 17. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Akureyrarkirkju. Linda Dröfn Jóhannesdottir, Sigurbjörg Ormsdóttir, Egill Þór Valgeirsson, Ari Valgeirsson, Guðgeir Heiðar Guðmundsson, Arngeir Hjörtur Guðmundsson, Elísabet Kristín Guðmundsdóttir, Birgir Hlíðar Guðmundsson, Gerður Bjargey Guðmundsdóttir, Rannveig Gígja Guðmundsdóttir, Bryndís Gyða Guðmundsdóttir, Ásdís Hrönn Guðmundsdóttir. Af erlendum vettvangi Hver er ástæðan til þess að gyðingar hafa svo lengi verið ofsóttir? annarra íbúa voru alltaf í lág- marki, og af því leiddi, að góður jarðvegur varð fyrir alls konar gróusögur. Ein algengasta sagan, og hana notuðu nasistarnir líka á sínum tíma, var sú, að gyðingarnir fórn- uðu kristnum ungbörnum við trú- arathafnir sínar. Sama sögusögn var notuð gegn bæði kristnum mönnum og gyðingum fyrstu aldirnar eftir Krist. Það þurfti oft ekki mikið til að hatrið fengi útrás. Eitt dæmi þess: Árið 1771 fullyni maður í bænum Blois í Leirudal (Loire), að hann hefði séð gyðing fleygja barnslíki í ána. Öllum gyðingum í þorpinu var smalað saman, þeir lokaðir inni í turni og brenndir lifandi. Oft var gyðingum líka kennt um lélega uppskeru, óveður og sjúkdóma - til dæmis drepsóttina svartadauða. Pað var litið á þá og sígauna sem aðskotadýr, og auð- velt að kenna þeim um það, sem miður fór. Ein ástæða þess, að gyðingarn- ir blönduðu yfirleitt mjög lítið geði við annað fólk, var sú, að þeim var ekki leyft að stunda jandbúnað og þeir voru útilokað- ir frá félögum iðnaðarmanna. Atvinnumöguleikar þeirra voru því nær eingöngu bundnir við smáverslun og peningalán. Marg- ir gyðingar græddu vel á þessu og urðu stórauðugir, og einnig það varð til þess að ýta undir öfund og hatur. (Nils Hákon Nordbcrg í Fakta 1/91. - l».J.) Minnkar bragðskynið með aldnnuni? Það ber við, að aldrað fólk held- ur því fram, að maturinn hafi verið bragðbetri fyrr á árum. En margir eiga erfitt með að trúa því, að svo geti verið: Matur sé almennt mun fjölbreyttari en áður var og meira notað af kryddi og öðrum bragðbætandi efnum. Því hafa menn farið að kanna það, hvort verið geti að bragð- skynið dofni eftir því sem æviárin verða fleiri. Og mikið rétt, það hefur sannast, að bragðskynið minnkar með árunum. Tunga manna er alsett smánöbbum, og á hverjum nabba á tungu þrítugs manns eru um það bil 245 bragðlaukar. En þegar náð hefur verið 80 ára aldri, þá er varla meira eftir af þessum bragðlaukum en 90 á nabba. Bragðlaukarnir eyðast smám saman í tímans rás. En enda þótt nærri tveir þriðju af bragðlaukunum hafi eyðst hjá áttræðum manni, þá þýðir það alls ekki að það þurfi að krydda matinn með þreföldum skammti til að fá fram sama bragð og fannst á æskudögum. En bragð- laukur, sem hefur eyðst, kemur aldrei aftur. En annað kemur hér einnig við sögu og veldur því að minna bragð finnst, framleiðsla munn- vatns minnkar með aldrinum. Meltingin hefst í munninum. Þar blandast munnvatnið fæðunni og byrjar að leysa hana upp og þar með einnig bragðefnin. Eftir því sem munnurinn er þurrari því Það er ekkert athugavert við það, að mörgu eldra fólki þykir maturinn bragðdaufari en áður var. Bragðlaukunum fækkar með árunum. minna bragð finnst vegna þess að upplausn fæðunnar verður minni áður en henni er kyngt. Rétt er þó að slá ekki alveg striki yfir þá skýringu, að matvör- ur geti verið bragðminni en áður var. Það er til dæmis full ástæða til að trúa því, að tómatarnir, sem afi borðaði fyrir fimmtíu árum hafi verið bragðbetri en þeir, sem við kaupum núna í búðunum. Tómatar, sem ræktaðir eru undir berum himni eru a.m.k. betri en þeir, sem ræktaðir eru í nútíma „tómataverksmiðjum" með tilstyrk vaxtarhormóna og tilbúins áburðar. Sama getur átt við um ýmsar fleiri matvörur. (Bengt Bengtsson í Fakta 1/91. - Þ.J.) Öldum saman fyrir og eftir Kristsburð dreifðust gyðingar um allar jarðir utan hins upprunalega föðurlands þeirra, Palestínu. Orsakir þess voru margar: Sumir komu á fót verslunarnýlendum í öðrum löndum, aðrir gerðust málaliðar, enn aðrir voru neyddir til að fara í útlegð sem pólitískir flóttamenn eða flæmdir í burtu af erlendum valdhöfum. Nægir þar að minnast herleiðingarinnar til Babylon, þegar kjarni þjóðarinn- ar var fluttur burtu árið 597 fyrir Krist og síðan að kalla öll þjóðin á árunum eftir 586 f. Kr. Þessi frjálsi og nauðugi útflutn- ingur gyðinga hefur verið nefnd- ur diaspora eftir gríska orðinu, sem merkir dreifing. Þetta leiddi til þess að smám saman mynduð- ust sérstök samfélög gyðinga víða um lönd og það jafnvel í Norður- og Austur-Evrópu. En vegna framandi siða þeirra og afneitun- ar á Jesúsi sem Messíasi gættu jafnt kirkjunnar menn sem almenningur mikillar varkárni í allri umgengni við þá. Auk þess var það skoðun margra, að gyð- ingarnir bæru ábyrgð á krossfest- ingu Krists. Þegar á 13. og 14. öld neyddust gyðingarnir til að búa í sérstök- um hverfum í borgunum, gettó- um. Samskipti gyðinganna og Það tók gyðingana 2000 ár að komast aftur til Jcrúsalcm. - Gyðingaofsóknir hafa verið þekkt fyrirbæri allar götur frá því fyrir daga Krists.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.