Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 14. mars 1992 Stjörnuspá Sigfús E. Arnþórsson „An ábyrgðar íí T -H r*u+ur* 21. mars - 19. apríl Dagurinn í dag verður hlaðinn einhverri svona viðkvæmni og leiðinlegheitum en upp úr klukkan ellefu í kvöld fer Eyjólfur að hressast (og þú væntanlega líka) og nóttin gæti orðið æði skrautleg. Sama gildir um morgundaginn og mánudag. Fimmtu- dagur og föstudagur eru aftur á móti hættulegir dagar og síst til framkvæmda ö 7\]au+ 20. apríl - 20. maí Eftir vel heppnaðan dag í dag gæti svo farið að þig langaði út í kvöld en það ættir þú ekki að gera. Frá klukkan ellefu í kvöld og fram á mánudagskvöld ættir þú að hafa sem hægast um þig. Þriðjudag og miðvikudag verður aftur á móti líf og fjör. Líklega færðu símtal eða heimsókn langt að eöa að þú þarft í óvænt en skemmtilegt ferðalag. n Xvíburat* 21. maí - 20. júni Eftir klukkan ellefu í kvöld byrjar fjörið og þú verður milli tannanna á fólki og það milli þinna tanna fram á mánudagskvöld. Þú þarft að bíta frá þér á þriðjudag og gnístir jafnvel tönnum á miðvikudag en á fimmtudag tekur þú upp (tann)þráðinn þar sem frá var horfið á mánudag. Á föstudag ferðu til tannlæknis ef þetta smellur í góm. Kt*abbi 21. júní - 22. júlí Það verður mikið um hlýja strauma í dag. Ættingjar og vinir koma í heimsókn eða þá að þú ferð í heimsókn til þeirra. Og það verður slúðrað og pískrað í hverju horni. Þú, sem veist alltaf nákvæmlega hver er hrifin(n) af hverjum (hverri) og hver þolir ekki hvern, nýtur þess aö horfa og hlusta á fólk tala þvert gegn eigin tilfinningu. cfi. i_jóu 23. júlí - 22. ágúsl Frá klukkan ellefu í kvöld og fram á mánu- dagsmorgun leikur það við þig lífið. Ekki nóg með að þú verðir allra augastaður í kvöld, hvar sem þú ferð, heldur verður þú líka hrókur allrar athygli á morgun. í vinn- unni/skólanum, þar sem annars illyrmis- legt plott gegn þér er I gangi, blikna bleyð- urnar á mánudagsmorguninn er þú birtist. W AAeyja 23. ágúst - 22. september Góður dagur í dag. Fyrir meyjar þýðir það að nóg er að gerast og allt af ánægjuleg- um toga. Annars eru þínir dagar í þessari viku þeir þriðjudagur og miðvikudagur þegar bókstaflega allt gengur þér í hag. Heilsan er þó enn viðkvæm. Þá stendur ástin þín líklega í framhjáhaldi. Gildi það þig einu, skaltu bara flytja til gamla við- haldsins þíns. fyrir vikuna 14. - 20. mars 1992 °9 23. september - 22. október Þetta verður einn af þessum leiðinlegu dög- um þegar heimska, slúður og vemmilegt tilfinningasnakk ræður ríkjum. En allir dagar taka enda og einnig þessi hér og seint í kvöld kemstu í skemmtilegri félagsskap. Þá verður morgundagurinn sérlega ánægjuleg- ur sem og mánudagur. Langbestu dagar vikunnar verða þó fimmtu- og föstudagur. % 5pot*3d reki 23. október - 21. nóvember Þótt dagurinn í dag verði að sönnu ánægjulegur verður gleðin sú heldur aftanmjó er líða tekur á kvöldið. Þá verða illir andar komnir á kreik og elta þig fram á mánudagskvöld. Á þriðjudagsmorguninn vaknarðu endurfædd(ur) og lifir í huglægri sæluvímu fram á fimmtudag. Br oqiy\c\c)\aV 22. nóvember- 21. desember Það gustar heldur betur af þér í kvöld, eftir klukkan ellefu. Nema þú verðir sofandi. En þú hefur samt ekki misst af neinu. Meðbyrinn heldur nefnilega áfram á morgun og á mánudag gengur flest upp. Á þriöjudag og miðvikudag þarftu að eyða óhemju tíma í þras um smámuni. Á fimmtudag fer aftur að halla undan fæti. YT S+e ÍK\gei+ 22. desember- 19.janúar Ups! Þar fór það. Það fer allt úrskeiðis í dag og er þú horfir yfir daginn í kvöld verð- urðu eflaust mest undrandi yfir að ekki fór verr. Skynsamlegast væri fyrir þig að halda sem allra mest kyrru fyrir í dag. Nóg verða lætin samt. Þriðjudagur og miðviku- dagur verða bestu dagar vikunnar, dagur- inn í dag sá versti. >A£ Va+F\sb>et*i vNA 20.janúar- 18. febrúar Ekki fara út að skemmta þér í kvöld. Frá klukkan ellefu í kvöld og fram á mánu- dagskvöldið fara flestir hlutir í taugarnar á þér og það er alltaf dálítið rafmögnuð sprengihætta í kringum vatnsbera í þess- ari plánetuafstöðu. Fimmtudagur og föstudagur verða aftur á móti hlýir og rómantískir dagar. K 1risl<at* 19. februar-20. mars Þetta veröur draumkenndur og Ijúfur dagur fyrir fiska. Það verður loksins skipt um vatn á þér og svo færðu stóran skammt af þessum nýja gullfiskamat sem allir eru búnir að vera að tala um. Allt síðan köttur- inn át páfagaukinn hefurðu ekki verið alveg örugg(ur) með þig en nú er kötturinn týnd- ur. Hann mun að visu koma í leitirnar á þriðjudaginn, skelfilegri en nokkru sinni. En hvað um það. Njóttu dagsins í dag í dag. Framsóknarvist Spilakvöld Þriggja kvölda keppni Annað spilakvöld. Framsóknarvist að Hótel KEA miðvikudaginn 18. mars kl. 20.30. Kvöldverðlaun fyrir hvert kvöld. Góð heildarverðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Akureyrar. Alþjóðadagur neytendaréttar er á niorgun, sunnudag. Að þessu sinni er dagurinn helgaður réttindum og ábvrgð neytenda í umhverfismálum, en Neytendasamtökin líta á það sem eitt af forgangsverkefnum sínum að virkia nevt- endur til aðgerða í umhverfismálum. Alþjóðadagur neytendaréttar er á morgun: „Lágmarkskröfur neytenda eru endurtekið hunsaðar í stóru og smáu“ Á morgun 15. mars er alþjóða dagur neytcndaréttar og af því tilefni vilja Neytendasamtökin minna á daginn sem og sjö lág- markskröfur sem samtökin um heim allan miða starf sitt við. í ár er alþjóðadagur neytenda- réttar helgaður réttindum og ábyrgð neytenda í umhverfismál- um, en Neytendasamtökin líta á það sem eitt af forgangsverkefn- um sínum að virkja neytendur til aðgerða í umhverfismálum. Kjör- orð samtakanna í því sambandi eru: Að endurnota, endurvinna og nota minna. I þessu felst að draga verði úr þeirri sóun og of- neyslu sem samfélag eins og okkar einkennist af. Neytendasamtökin og aðildarfélög þeirra munu reyna að koma þessum boðskap til neytenda með ýmsum hætti. Lágmarkskröfurnar og alþjóða- dagur neytendaréttar eiga rætur að rekja til ræðu sem John F. Kennedy hélt í bandaríska þing- inu 15. mars 1962. Kennedy viðurkenndi þar kröfur neytenda um öryggi, upplýsingar, val og áheyrn. Alþjóðasamtök neyt- enda hafa síðan útfært kröfurnar og aukið við þær. „Nú þegar 30 ár eru liðin síðan Kennedy hélt hina stefnumark- andi ræðu sína vantar enn mikið upp á að lágmarkskröfurnar séu almennt viðurkenndar. Neytenda- samtökin og aðildarfélög þeirra verða endurtekið vör við það í starfi sínu að lágmarkskröfur neytenda eru hunsaðar í stóru og smáu. t>ó hefur auðvitað margt áunnist, enda hafa Neytenda- samtökin eflst gríðarlega á undanförnum árum,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökun- um. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.