Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. mars 1992 - DAGUR - 7
EFST í FIUGA Krist|ón Kristjónsson
Kennsla fellurniður
í dag vegna.J
Þaö hefur átt sér staö töluverð rimma
síðustu mánuði á milli kennara og
menntamálaráðherra, í framhaldi af
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um niður-
skurð í skólakerfinu um einar 180 millj-
ónir króna. Ekki eru allir á eitt sáttir við
þær niðurskurðarhugmyndir og líklega
flestir á móti þeim, þar sem talið er að
þær bitni mjög hastarlega á nemendum.
Menntamálaráðherra hefur bent á ýmis
atriði sem betur mættu fara í skólakerf-
inu og hafa kennarar tekið þær ábend-
ingar frekar óstinnt upp. Menntamála-
ráðherra hefur m.a. bent á að nýta mætti
skólaárið betur til kennslu og hefur máli
sínu til stuðnings borið fyrir sig nafn-
lausa heimildarmenn.
Það er hins vegar mín skoðun að
margt af því sem menntamálaráðherra
hefur sagt er rétt og ég tel að nýta mætti
skóiaárið mun betur til kennslu, sem aft-
ur kæmi nemendum til góða en það er
einmitt það sem málið snýst um, eða
hvað?
Sonur minn stundar nám í 2. bekk í
grunnskóla á Akureyri og hefur mjög
gaman af því að vera í skólanum. Bæði
er hann námsfús og hefur til þessa
gengið mjög vel í skólanum — en það
hefur hann reyndar frá mömmu sinni.
Það hefur hins vegar æði oft komið fyrir
að kennsla hafi fallið niður í vetur, vegna
starfs- eða skipulagsdaga kennara,
námskeiða kennara eða þá fundahalda.
Ekki þekki ég námkvæmlega hvernig
kennarar sem kenna yngstu bekkjunum
þurfa að undirbúa sig fyrir starfið en mik-
ið óskaplega á ég bágt með að trúa því
að það þurfi allan þennan starfs- og eða
skipulagsdagafjölda til að það gangi
upp.
Eftir um þriggja vikna jólafrí, hófst
kennsla á ný í byrjun janúar. Þegar
kennsla hafði staðið yfir í eina viku, var
gefið frí í skólanum vegna starfs- eða
skipulagsdags. Hefði ekki verið hægt að
nota jólafríið til slíkra starfa? í haust var
frí í tvo daga vegna þess að kennarar
sóttu tölvunámskeið og haustþing
kennara, sem stendur yfir í tvo daga.
Þarf haustþingið ævinlega að fara fram
eftir að skólastarfið hefst formlega —
hvers vegna ekki áður?
Það sem hér að framan er sagt, er
vissulega hörð ádeila á skólastarfið en
ég get ekki orða bundist lengur. Kennar-
ar segjast bera hag nemenda fyrst og
fremst fyrir brjósti og er það vel. Væri þá
ekki rétt að endurskoða skólastarfið fyrir
næsta ár, fækka frídögum nemenda til
muna og nota þess í stað allan þann
tíma sem hægt er til kennslu, einmitt til
hagsbóta fyrir nemendur? Þá er aftur
hægt að nota sumarið til undirbúnings
skólastarfsins og jóla- og páskafrí til
frekara skipulags, gerist þess þörf.
FJÖLMIÐLAR Þröstur Haraldsson
Enn af blaöamönnum og 3. grein siöareglnanna
I síðasta pistli var ég að fjalla um það hvers
vegna fjölmiðlar geta ekki tekið af neinu
faglegu viti á einstökum barnaverndarmálum.
Tilefnið var blaðadeila á síðum DV og kæra á
hendur nokkrum fréttamönnum vegna meö-
ferðar þeirra á svonefndu Sandgerðismáli. Ég
ætla aðeins aö teygja þann lopa lengur.
[ lok pistilsins drap ég á þann tvískinnung
sem mér finnst einkenna afstöðu ritstjóra DV
til mála af þessu tagi. Þegar kemur að því að
virða 3. grein siðareglna blaöamanna, en hún
varar blaðamenn við því að aðhafast nokkuð
það sem valdið getur saklausu fólki sárindum,
þá verða ritstjórar DV - og raunar fleiri blaða-
menn - alltaf heldur tvöfaldir í roðinu.
Ég ætla mér ekki að halda því fram að
nokkurn mann langi beinlínis til þess að særa
saklaust fólk eða láti stjórnast af annarlegum
kenndum í skrifum um mál sem snerta þessa
grein. Hins vegar er grunnt á Gróunni í mörg-
um og grynnist enn meir þegar hafa má pen-
ingalegan hag af aö láta undan Gróu.
Blaðamenn vita sem best að flest fólk er
forvitið um hag náungans og að þegar til
tíðinda dregur í barnaverndar- eða sakamál-
um sýður allt og kraumar af sögunum hennar
Gróu. Sumum okkar finnst súrt í broti aö mega
ekki taka þátt í kjaftaganginum og jafnvel
hagnast ögn á því í leiðinni.
Við slíkum freistingum veröa blaðamenn að
gæta sín. Vegna þess að það er svo auðvelt
að láta berast meö kjaftasögustraumnum í
staö þess að hamla gegn honum og greiða úr
flækjunum sem upp koma. Og eins og
barnaverndarmálin sanna þá geta blaöamenn
auðveldlega lent í þeirri stöðu aö geta ekki
með neinu móti fengiö heillega mynd af
atburðarásinni. Þeir geta hins vegar auö-
veldlega valdið þeim sem eiga um sárt að
binda þvílíkum raunum að seint verður úr
bætt. „
Stærsta hættan sem fylgir umfjöllun um
viðkvæm mál sem snerta einstakling er sú að
vegna þess hversu erfitt er aö fá málsaöila til
aö tjá sig geta blaðamenn orðið, meðvitað eða
ómeðvitað, málpípur einhvers máisaðila. Þar
með eru öll fögur fyrirheit um heiðarleika og
faglega blaðamennsku fokin út í veður og
vind. Þaö er einmitt þessi gryfja sem blaða-
menn DV hafa tilhneigingu til að falla í.
Ég hef áður skipst á orðum viö Ellert
Schram ritstjóra DV um nafnbirtingu í saka-
málum. Þar skýldi Ellert sér á bak viö hættuna
sem almenningi stafar af afbrotamönnum og
ofbeldismönnum og sagöi að fjölmiðlum bæri
skylda til aö auðvelda fólki að gæta sín á
þeim. Þetta er ágæt regla en hún á einungis
við þegar sakamennirnir ganga lausir og lög-
reglan hefur lýst eftir þeim. í flestum þeim til-
vikum sem blöö hér á landi birta nöfn saka-
manna er hins vegar búið að handsama þá og
koma þeim í örugga vörslu þar sem al-
menningi stafar engin hætta af þeim. Hins
vegar er þá gjarnan vakin mikil forvitni meðal
fólks um það hverjir hafi verið aö verki. Þaö er
sú forvitni sem DV er að svala þegar blaðið
birtir nöfn sakamanna sem eins og aðrir þegn-
ar eiga að njóta þeirrar réttarreglu að vera
taldir saklausir þar til sekt þeirra hefur verið
sönnuð og staðfest meö dómi.
Önnur hætta sem fylgir því að fjölmiðlar
gerist einhliða málpípur ákveðinna málsaðila
snýr að yfirvöldum. Þótt þau eigi aö vera hafin
yfir allt hagsmunapot þá er veruleikinn ekki
alltaf í samræmi við kenninguna.
Ég vil nefna eitt dæmi um slíkt. Nú er rann-
sóknarlögreglan með til rannsóknar eitt
stærsta fíkniefnamál sem uppvíst hefur orðið
um á Akureyri. Á fimmtudaginn haföi Svæðis-
útvarpið viötal við rannsóknarlögreglumann-
inn sem stjórnar rannsókn málsins og sá mál-
aöi heldur en ekki dökka mynd af ástandi fíkni-
efnamála á Akureyri. Honum tókst að koma að
sprautufíklum meö gulu, auðgunarbrotum og
öllu mögulegu öðru miöur hugnanlegu.
Einhvern veginn á ég bágt með aö fá þessa
mynd til þess aö ríma viö akureyrskan bæjar-
brag. Kannski er ég svona einfaldur og óraun-
sær. Hins vegar veit ég þess dæmi að lög-
reglumenn eigi þaö til aö mála hlutina dekkri
litum en ástæða er tii. Fréttamenn verða að
gæta sín á mörgu, líka löggum í kjarabaráttu.
BRIDGE
Alfreðsmót
Hið árlega minningarmót BA um Alfreð Páls-
son verður spilað þriðjudagana 17., 24. og
31. mars í Hamri og hefst kl. 1 9.30 stundvís-
lega. Spilaður verður tvímenningur með
Butlerfyrirkomulagi.
Þátttöku skal tilkynna fyrir kl. 12.00 sunnudaginn 15.
mars í síma 25134 (Haukur) og 21695 (Páll).
Allir spilaáhugamenn hjartanlega velkomnir.
Bridgefélag Akureyrar.
Skrifstofustarf
Vinnueftirlit ríkisins, umdæmisskrifstofan á
Akureyri, óskar eftir að ráða starfskraft á
skrifstofu.
Um er að ræða 50% starf sem felst m.a. í síma-
vörslu, vélritun og tölvufærslu. Um framtíðarstarf
er að ræða. Leitað er eftir áhugasömum, stund-
vísum og sjálfstæðum einstaklingi með reynslu í
vélritun og tölvunotkun.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en
01.05. nk. Laun eru skv. launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknum skal skilað til Helga Haraldssonar
umdæmisstjóra, sem einnig getur allar nánari
upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 01.04. nk.
Vinnueftirlit ríkisins, Hafnarstræti 95,6. hæð.
Kaffihlaðborð
alla sunnudaga
frá kl. 15-18
Verð kr. 600.
Allir velkomnir.
Starfsfólk Hótels Ólafsfjarðar.
pTÓtel ólafsfjörður
Bylgjubyggð 2, sími 96-62400.
Námskeið í altækri
gæðastjómun
Gæðastjórnunarfélag Norðurlands og Endurmennt-
unarnefnd Háskólans á Akureyri munu gangast
fyrir tveimur námskeiðum í altækri gæðastjórnun.
Fyrra námskeiðið verður 17.-18. mars og nefnist
Skipulagning gæðastjórnunar - Vinnunámskeið fyrir
stjórnendur. Þátttökugjald kr. 12.000.
Seinna námskeiðið verður 24.-25. mars og nefnist
Gæðastjórnun I - Upphafsnámskeið fyrir verkefna-
hópa. Þátttökugjald kr. 8.000.
Þau verða haldin á Hótel KEA og hefjast kl. 15.00
fyrri daginn og lýkur um hádegi seinni daginn.
Fyrirlesari veröur Höskuldur Frímannsson MBA,
rekstrarráðgjafi.
Tekið er á móti skráningu á Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins í síma 25725 og allar frekari upp-
lýsingar veittar.