Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 23

Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 23
Laugardagur 14. mars 1992 - DAGUR - 23 Popp Söngvari Rokkhljómsveitin fræga frá Los Angeles, Mötley Crue, hefur öll- um að óvörum slitið samstarfi við söngvara sinn, Vince Neil. Hljómsveitin, sem hélt upp á tíu ára starfsafmæli sitt á síðasta ári með útgáfu á safnplötunni De- cade of Decadence og tónleika- ferð í kjölfarið, gaf út fréttatil- kynningu þess efnis nú í lok febrúar. I henni kemur ekki beinlínis fram hver sé ástæðan fyrir brott- hvarfi Neils, en gefið er í skyn að það hafi verið vaxandi áhugi söngvarans á kappakstri og ágreiningur á milli hans og ann- arra meðlima um breyttar áhersl- ur í tónlistarstefnu hljómsveitar- innar, hafi verið orsakavaldar í málinu. Það kemur einnig fram í tilkynningunni að hinir þrír meðl- imirnir sem eftir standa ætla að halda ótrauðir áfram undir merki Mötley Crue og eru nú þegar farnir aö leita af eftirmanni Neils. Hafa nokkur nöfn verið nefnd sem hugsanlegir kandidatar m.a. Marq Torien söngvari Buullet Boys. Kemur það reyndar nokkur á óvart að þremenningarnir skyldu halda áfram undir nafni Mötley Crue, því það hafði verið yfirlýst stefna hjá hljómsveitinni að hætta ef einhver heltist úr lest- inni. Á hinn bóginn er ákvörðunin skiljanleg í Ijósi þess að hljóm- sveitin gerði nýjan samning á síðasta ári við Elektra, sem mun vera einn sá besti sem hljómsveit hefur gert. Eins og áður segir kom fregnin um brotthvarf Vince Neil mönn- um í opna skjöldu. Er það ekki hvað síst vegna þess að á síð- ustu árum hefur Mötley Crúe Vince Neil hætti óvænt sem söngvari Mötley Crue. Magnús Geir Guðmundsson Mötley Crue hættur gengið allt í haginn. Seldist síð- asta hljóðversplata sveitarinnar t.a.m. í rúmum fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum og náði efsta sæti breiðskífulistans þar. (Var þetta platan Dr. Feelgood.) Þá hefur Decade of Decadence einnig selst í milljónaupplagi. í kjölfar tilkynningarinnar frá þremenningunum hefur Neil tjáð sína hlið á málinu. Neitar hann því að áhugi hans á kappakstri hafi staðið veru hans í Mötley Crúe fyrir þrifum. Aksturinn hafi bara verið hans helsta tóm- stundagaman og að hann kæmi aldrei í staðinn fyrir tónlistina. Hún væri og hefði alltaf verið í fyrsta sæti í hans lífi. Hins vegar segir Neil að stað- hæfingar um ágreining varðandi tónlistarstefnuna séu réttar. Hann hafi orðið undir er hann mótmælti því að létta upp tónlist- ina, setja inn hljómborð og bak- raddir, í nýju lögunum sem hljómsveitin var búin að semja og byrjuð að útsetja. Segist söngvarinn ennfremur harma hvernig farið hefði, en e.t.v. hafi það verið fyrir bestu. Er hann nú þegar farinn að huga að sóló- plötu en ekki er vitað hvenær hún geti komið út. Gert er ráð fyrir að ný plata með Mötley Crúe komi út seinna á þessu ári. Hitt og þetta Georgia Sattellites hætt Suðurríkjarokksveitin Georgia Sattellites frá Atlanta, sem náði mikilli hylli með sinni fyrstu sam- nefndu plötu árið 1986 (af þeirri plötu urðu lögin Keep your hands to your self og Battleship chain vinsæl) hefur nú lagt upp laup- ana. Hljómsveitin sem átti rætur að rekja allt aftur til miðs áttunda áratugarins, er hún hóf ferilinn á spilamennsku í klúbbum, sendi auk fyrstu plötunnar frá sér tvær aðrar breiðskífur, Open all night og In the land of salvation and sin og tvær mini plötur, Keeping the faith og Another chance Náði hljómsveitin aldrei að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar fyllilega með seinni verkunum, en gerði hins vegar mikla lukku með útgáfu sinni af rokkslagaranum Hippy, hippy shake úr bíómyndinni Cocktail fyrir nokkrum árum. Forsprakki Georgia Sattellites frá öndveröu Dan Baird, hefur nælt í samning við Def American útgáfuna og mun ný plata koma frá honum seinna á árinu. The Cure Hinir fjölmörgu aðdáendur bresku popphljómsveitarinnar The Cure hér á landi geta nú farið að setja sig í stellingar, því von er á nýju efni frá henni innan skamms. Það er reyndar nú á mánudaginn kemur sem nýtt lag með hljómsveitinni lítur dagsins Ijós og ber það nafnið High. Er lagið undanfari nýrrar tólf laga afurðar sem koma á út í apríl. Verður spennandi að sjá hvernig til tekst hjá RobertSmith og félög- um, en nafnið á þessari nýju plötu er enn á huldu, eftir því sem best er vitað. Annie Lennox Hin snoppufríða söngkona, Annie Lennox, úr dúettnum Eurythmics lætur nú heyra í sér eftir þriggja ára hlé, sem verið hefur á sam- starfi hennarog Dave Stewart. Er hún á ferðinni með sitt fyrsta lag undir eigin nafni, sem kallast Why, og mun það koma út nú eft- ir helgina. Þann sjötta apríl kem- ur síðan út breiðskífa undir nafn- inu Diva, sem söngkonan ætlar að fylgja eftir með tónleikum í einhverjum mæli. Hún mun svo ef að líkum lætur taka upp þráð- inn með Stewart, til að taka upp nýja Eurythmicsplötu. Waterboysværingar Nú síðustu vikur og mánuði hafa ýmsar væringar og vangaveltur verið í kringum þjóðlagarokk- sveitina Waterboys. Það vakti til að mynda athygli er Mike Scott, aðalsprauta hljómsveitarinnar, flutti sig um set til Bandaríkjanna í fyrra til þess m.a. að eigin sögn, að afla sér nýrra sambanda og The Cure er komin á kreik eftir nokkurt hlé, mörgum án efa til mikill- ar ánægju. finna sér nýja spilafélaga. Settu menn af þessu tilefni spurninga- merki við framtíð Waterboys, en nú hefur annað komið á daginn samkvæmt síðustu fréttum. Mun Scott nefnilega vera búinn að ná sér í samning við Geffenútgáf- una fyrir N-ameríkumarkað og vera sömuleiðis að leggja drög að nýrri Waterboys plötu. Það hefur hins vegar gengið verr hjá honum að finna spilafé- laga í nýja rokkaðri útgáfu af Waterboys og sér ekki fyrir end- ann á því vandamáli, sem hefur óhjákvæmilega í för með sér að vinna og þ.a.l. útgáfa á plötunni tefst. Samkvæmt allra nýjustu fregnum hefur svo félagi Scott í Waterboys til margra ára, Antony Thistletwaite, ákveðið að segja skilið við sveitina og snúa sér að öðrum verkefnum, sem felast m.a. í vinnu með The Mission á nýrri plötu þeirrar ágætu hljóm- sveitar. Aðalfimdur Foreldra- og kennarafélags Oddeyrarskóla Þriðjudaginn 17. mars næst- komandi er boðað tii aðalfund- ar í Foreldra- og kennarafélagi Oddeyrarskóla. Fundurinn verður haldinn á sal Oddeyrar- skóla og hefst klukkan 20.30. Starfsemi Foreldra- og kenn- arafélags Oddeyrarskóla hefur að mestu legið niðri undanfarin ár en nú er ætlunin að endurlífga og efla starfsemi félagsins. í fundarboði, sem sent var til foreldra barna í Oddeyrarskóla, er hvatt til þess að koma á góðu og öflugu foreldrafélagsstarfi við skólann. í bréfinu segir m.a.: „Vegna mikilla hræringa í skóla- málum, ekki síst í okkar skóla - sbr. hugmyndir um að leggja nið- ur íþróttaaðstöðu við skólann o.fl. - er nú brýn þörf á samstöðu okkar. Fundurinn verður sem fyrr seg- ir haldinn nk. þriðjudag og hefst kl. 20.30. fSjúkrahúsið í Húsavík Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Húsvörð vantar í Félagsheimilið Húnaver frá 1. maí ’92. Nánari upplýsingar veittar í síma 95-27112. Umsóknir sendist til Erlu Hafsteinsdóttur, Gili, 541 Blönduósi fyrir 1. apríl nk. Deildarstjóri Hagkaup óskar eftir að ráða deildarstjóra yfir matvörudeild í verslun fyrirtækisins á Akureyri. Deildarstjóri stjórnar matvörudeild og ber ábyrgö á rekstri hennar gagnvart verslunarstjóra. Viö leitum aö einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og skipulega og á auðvelt meö aö vinna meö öörum. Æskilegt er aö viökomandi hafi reynslu af verslunar- störfum og stjórnun. Upplýsingar um starfiö veitir Þórhalla Þórhallsdóttir, verslunarstjóri Hagkaups á Akureyri í síma 96- 23965 mánudag og þriöjudag milli kl. 14 og 16. Umsóknum þarf aö skila til verslunarstjóra Hag- kaups á Akureyri eða starfsmannahalds Hagkaups, Skeifunni 15, Reykjavík, fyrir föstudaginn 20. mars. Fariö veröur meö allar umsóknir sem trúnaö- armál og öllum svaraö. HAGKAUP FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða leikskólastjóra við Barnaheimilið Stekk er laus til umsóknar. Staöan veitist frá 1. apríl nk. eða eftir samkomulagi. Staða fóstru við Barnaheimilið Stekk er laus til umsóknar. Staöan veitist frá 1. apríl nk. eða eftir samkomulagi. Barnaheimiliö Stekkur er leikskóli fyrir börn á aldrin- um 2ja-6 ára og er rekinn af Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri. Leikskólinn er ætlaöur fyrir börn starfs- manna sjúkrahússins. Nánari upplýsingar um ofangreindar stööur veita Guörún Ásta Guðjónsdóttir leikskólastjóri og Ingi Björnsson framkvæmdastjóri í síma 96-22100 (símatími mánudaga-föstudaga kl. 15.00-16.00). Umsóknir meö upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Inga Björnssyni fyrir 17. mars 1992. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu F.S.A. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.