Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. mars 1992 - DAGUR - 5
Námskeið fyrir
hvolpa og
eigendur þeirra
Eigendur hvolpa á aldrinum 2-
25 mánaða eiga þess kost að
senda þá á hlýðninámskeið þar
sem þeir njóta tilsagnar
tveg&Ía gestakennara frá
Svíþjóð. Það er Hundaræktar-
félag íslands sem stendur fyrir
námskeiðunum en þau fara
fram í húsnæði hundaskóla
félagsins í Sólheimakoti dag-
ana 20. mars til 5. apríl.
Kennarar verða þær Asa
Ahlbom og Agnete Geneborg
sem eru þekktar á Norðurlönd-
um fyrir störf sín að málefnum
hunda. Þær hafa þróað kennslu-
aðferðir í hlýðni og menntað
leiðbeinendur, ma. hér á landi.
Báðar kenna þær hundum á öll-
um aldri almenna hlýðni en hafa
einnig þjálfað blindrahunda.
Agnete hefur haldið hlýðninám-
skeið með fötluðum hundaeig-
endurn og Asa sérhæft sig í vinnu
með vandamálahunda.
Þær Asa og Agnete halda þrjú
námskeið hér á landi og standa
þau yfir í samtals 24 tíma, tvo
tíma í senn, en síðasti hluti nám-
skeiðsins fer fram í haust. Námið
verður bæði bóklegt og verklegt
og eftirfarandi atriði kennd: upp-
eldi hvolpsins innanhúss, taum-
þjálfun og fjarlægðarstjórnun,
umgengni við aðra hunda, um-
hverfisþjálfun, atferli hundsins,
eiginleikar hans og tjáning, dag-
leg umhirða og heilsuvernd.
Námskeiðsgjald er kr. 12.000 en
upplýsingar fást á skrifstofu
Hundaræktarfélagsins í síma 91-
625275 og hjá Guðrúnu Guð-
johnsen í síma 91-668164.
Siglufjörður:
Nýr grill-
staður opnaður
Á Siglufirði, nánar tiltekið að
Aðalgötu 10, hefur verið opn-
aður grillstaður undir nafninu
Bíó-Grillið. Það er Nýja Bíó
hf. sem rekur þennan nýja
grillstað og verða þar á boð-
stólum hefðbundnir hraðréttir,
s.s. pizzur, hamborgarar,
fiskur, nautasteikur o.fl.
Bíó-Grillið tekur um 40 manns
í sæti auk þess sem á annarri hæð
er aðstaða fyrir börn og unglinga,
m.a. ýmis leiktæki.
Samhliða rekstri þessa nýja
grillstaðar verður áfram rekin hin
dæmigerða sjoppa, Bíó-Barinn,
en þar hefur í gegnum tíðina ver-
ið á boðstólum ís, ísréttir, öl og
sælgæti. Þá rekur Nýja Bíó hf.
einu hraðframköllunarþjónust-
una á Siglufirði.
Forsvarsmenn Nýja Bíós hf.
segja að ástæða fyrir opnun þessa f
nýja grillstaðar sé sú að lengi hafi *
vantað slíka þjónustu á Siglu-
firði. óþh
SKILJUM
EKKI
FÓRNARLÖMB
SLYSA
EFTIR
ÁGÖTUNNI
Samtök endurhæföra mænu-
skaddaðra vinna nú höröum
höndum aö því aö byggja nýtt hús
með sérhönnuðum íbúöum fyrir
fatlaða. Slíkt hús auöveldar
mænusködduöum aö lifa sem
eölilegustu lífi eftir endurhæfingu.
Öflugur stuöningur landsmanna
geröi okkur kleift á sínum tíma aö
byggja glæsilegt 20 íbúöa hús fyrir
mænuskaddaöa, sem við erum
verulega stolt af. Þess vegna
hefjumst viö nú handa á ný, full af
bjartsýni og ætlum okkur að gera
nýtt hús aö veruleika.
Leggöu okkur lið viö aö létta
mænusködduðum lífiö
- þú vinnur á því.
Allur ágóöi af SEM happdrættinu
rennur í húsbyggingarsjóö.
Húsbyggingarhappdrætti
Samlök endurhælöra mænuskaddaöra
2 SAAB 9000CS
5 SUMARHÚSALÓÐIR
1 FORD EXPLORER
\ 14 S
SUMARHUSADVALIR
10 FORD ESCORT
NU ER LIFITUSKUNUM
Stóri bókamarkaðurinn er hafinn
NÚ VERÐUR FJÖR UM HELGINA
Stóri Bókamarkaðurinn í húsi stórmakaðs KEA Hrísalundi
Opið í dag, laugardag, kl. 10-18, sunnudag kl. 13-18