Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 14. mars 1992 Guðmundur Guðmundsson lagði land undir fót í september á síðasta ári og tók þá við starfí sveitarstjóra Raufarhafnarhrepps. Yarla er hægt að segja að hann hafí tekið við blómlegu búi því fjárhagur sveit- arfélagsins var knappur og aðhald á flestum sviðum framundan. En lífíð er ekki bara peningar og á Raufarhöfn er margt í blóma, til dæmis mannlíf og félagslíf. Blaðamenn Dags brugðu sér þangað fyrir nokkru og ræddu þá við sveitarstjórann um málefni hreppsins og horfurnar framundan. Iiótel Norðurljós er í eigu Raufarhafnar- hrepps og er fyrirhugað að ráðast í endur- bætur á hótelinu í sumar. Skrifstofa sveit- arstjóra er í þessu húsi. Á myndinni til vinstri tróna tankar Síldarvcrksmiðja ríkisins á Raufarhöfn en frá því í byrjun febrúar hefur verið mikið að gera í loðnu- bræðslunni. „Hér er ekki ástæða til neinnar svartsýni" - segir Guðmundur Guðmundsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn Guöshúsið og grunnurinn. Sjávarútvegurinn er grunnatvinnuvegur á Raufarhöfn og ofan á þann grunn byggja menn öflugt félags- og menningarlíf. Eins og fram kemur í viðtalinu við Guðmund á sveitarfélagið erfitt með að mæta sveiflum í sjávarútvegi því atvinnulífið á staðnum er einhæft. Pegar blaðamenn Dags skruppu til Raufarhafnar í lok janúar voru máttar- stólpar byggðarlagsins lamaðir, engin loðna hafði komið til bræðslu og togarinn 'oilaður. Sfðan þá hefur þetta breyst til batnaðar og hjól atvinnulífsins eru farin að snúast af fullum krafti. Sjávarútvegurinn er geysilega mikilvægur fyrir byggðarlagið og afkoma fólks í landi er háð sveiflum á sjó. Guðmundur var fyrst spurður um fjár- hag Raufarhafnarhrepps og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Byggin8 íþróttahúss á óskalista „Okkur er uppálagt að vera með aðhalds- stefnu og það liggur í hlutarins eðli að tekjur sveitarfélagsins fara töluvert eftir atvinnuástandinu. Á síðasta ári var léleg grásleppuveiði, sem skilaði sér í minni tekjum til sveitarfélagsins. Gjöld af loðnu- bátum sem hingað koma eru allverulegur hluti af tekjum hafnarsjóðs og það er ljóst að árið 1991 er heldur rýrt að þessu leyti. Helstu framkvæmdir sveitarfélagsins á síðasta ári voru við vatnsveitukerfið í þorpinu. Petta voru býsna miklar fram- kvæmdir og er þeim að mestu lokið. Þá hefur verið unnið við endurbætur á félags- heimilinu, en það á stórafmæli á næsta ári og tímabært að gera átak í því að endur- bæta það. Það er einnig á döfinni að gera endur- bætur á hótelinu hér fyrir ofan okkur,“ sagði Guðmundur, en skrifstofa sveitar- stjóra er í sama húsi og Hótel Norðurljós. „Þá er á óskalista hjá okkur að reyna að fara af stað með byggingu íþróttahúss,“ hélt Guðmundur áfram. „Það er ekkert íþróttahús af löglegri stærð til í Norður- Þingeyjarsýslu þannig að þetta er mjög brýnt og knýjandi verkefni. Það mun fara eftir því hvernig umsókn okkar hjá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga verður afgreidd hvort við getum byrjað á íþróttahúsinu á þessu ári eða hvort það verður að bíða til næsta árs.“ „Munum ekki fara út í aukna skattheimtuu Almennt um fjárhaginn sagði Guðmundyr að hreppurinn sigldi þokkalega lygnan sjó og hagaði seglum eftir vindi. „Við reynum að fara í framkvæmdir eft- ir því sem við getum. Við munum ekki fara út í aukna skattheimtu og það verður sama hlutfall og áður í útsvari og fast- eignagjöldum. Hins vegar er búið að hengja á okkur fjárskuldbindingar vegna bandormsins, lögguskattinn svokallaða, sem rýrir framkvæmdafé okkar um á aðra milljón króna.“ Guðmundur vék næst að málefnum aldr- aðra: „í fyrra var tekið í notkun dvalarheimili aldraðra. Við erum aðilar að Félagsheimili aldraðra sf. sem Húsavíkurbær og sveitar- félög í Suður-Þingeyjarsýslu og allt norður á Raufarhöfn standa að. Félagsskapurinn rekur Hvamm á Húsavík og er með dag- vistarþjónustu á Kópaskeri, fyrir utan dvalarheimilið hér. Nú á að fara af stað með dagvistarþjónustu fyrir aldraða í einni af þessum íbúðum og tengist hún þeirri félagslegu heimaþjónustu sem var endur- skipulögð síðastliðið haust.“ Þá komum við aftur inn á sjávarútveg- inn. Raufarhafnarhreppur er stærsti hlut- hafinn í Jökli hf., sem gerir út Rauðanúp, og Fiskiðju Raufarhafnar og Jökull er stærsti hluthafinn í rækjuverksmiðjunni Geflu á Kópaskeri. „Jökull og Fiskiðjan eru kjölfestan í athafnalífinu hér,“ sagði Guðmundur, en fyrirtækin börðust lengi í bökkum og voru byrði á sveitarfélaginu fyrstu árin en nú eru þau rekin með blóma og hafa verið mikil lyftistöng fyrir byggðarlagið. Samgöngur bærilega traustar Hann minntist einnig á annað fiskvinnslu- fyrirtæki á Raufarhöfn, Hólmstein Helga- son hf. sem gerir út einn bát og vinnur afla. „Hér er þó nokkur smábátaútgerð og grásleppuveiðin hefur gegnt allstóru hlut- verki,“ sagði Guðmundur og ræddi einnig um Síldarverksmiðjurnar í þessu sam- hengi. „Raufarhafnarhreppur rekur grunn- skóla, alveg upp í tíunda bekk, hér er leik- skóli og hér fyrir ofan okkur allstórt hótel sem hreppurinn eignaðist fyrir nokkrum árum. Hótel Norðurljós er rekið sem sumarhótel. Síðan má nefna áhaldahús, sundlaug, vatnsveitu, hafnarsjóð og svo framvegis.“ Fyrst talað er um vatnsveitu væri hægt að rifja upp langar og strangar deildur um vatnsból hreppsins en Guðmundur sagði að þau mál væru nú komin í þokkalegan farveg. Búið væri að byrgja bólið og neyslu- vatnið stæðist allar heilbrigðiskröfur. Hins vegar þyrfti að horfa til framtíðar í þessum málum. - Hvað með samgöngumálin? Eru traustar samgöngur til og frá Raufarhöfn? „Já, alveg bærilega traustar. Vegurinn er meginsamgönguæðin hérna vestur fyrir og það þarf ekkert að kvarta yfir veginum ef honum er þokkalega við haldið. Reynd- ar var búið að gefa ádrátt um það í stjórn- kerfinu að lagt yrði bundið sitlag á veginn milli Kópaskers og Raufarhafnar í kjölfar sameiningar Presthólahrepps og Öxar- fjarðarhrepps, en við höfum ekkert heyrt af þvf. Flugsamgöngur eru hér ágætar. Flug- félag Norðurlands flýgur hingað fjórum sinnum í viku og við erum ekkert illa sett hvað samgöngur varðar þótt Raufarhöfn sé afskekktur staður að sjá á landakorti. Nú, eftir að Ríkisskip var lagt niður þurfa skipafélögin að stokka upp hjá sér en ég vona að samgöngur á sjó verði áfram góðar.“ „Þykist sjá ýmsa möguleika í ferðaþjónustu“ - Samgöngur tengjast ferðamálunum óhjákvæmilega. Þú segir að Raufarhöfn sé I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.