Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 14. mars 1992
Skyggnst inn í hugarheim nútímaunglingsins í fylgd Gísla Baldvinssonar:
Kynslóðin sem slekkur á sjónvarpinu
„Nú til dags vilja unglingarnir fá aðhald og skýrar, einfaldar reglur,“ segir
Gísli Baldvinsson, kennari við GA og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar
í Síðuskóla á Akureyri. Mynd: Goiii
í augum margra foreldra er
hugarheimur unglinganna
þeim fjarlægur. Þeir skilja
ekki hvað unglingarnir meina
eða vilja. Stundum er þetta
kallað „unglingavandamál“,
sem raunar sumir segja að sé
miklu fremur „foreldravanda-
mál“. Til þess að skyggnast inn
í hugarheim nútímaunglingsins
leitaði Dagur til Gísla Bald-
vinssonar, kennara við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar og for-
stöðumanns félagsmiðstöðvar-
innar í Síðuskóla á Akureyri.
Gísli starfaði lengi við kennslu
og félagsstarf barna og ungl-
inga í Reykjavík og hefur því
að baki langa reynslu af starfi
með unglingum. Hann var
fyrst spurður hvort til væri
eitthvað sem mætti kalla
„unglingavandamál“. Gefum
Gísla orðið:
Gott fréttakerfí
unglinganna
„Unglingurinn sem slíkur verður
ekki til fyrr en upp úr 1970. Fyrir
þann tíma var talað um börn og
fullorðna. Skyndilega stóðum við
uppi með fyrirbærið ungling og
atferlisfræðingar kepptust við að
skilgreina það. Þegar ég var sjálf-
ur á þessum aldri var maður ungl-
ingur einu sinni í viku, þær fjöru-
tíu mínútur sem Lög unga fólks-
ins í útvarpinu stóðu yfir. Á
þessu hefur orðið mikil breyting.
Þegar maður hefur atvinnu af því
að umgangast unglinga, fer mað-
ur að velta fyrir sér hvað sé ungl-
ingur og hvað sé svokallað ungl-
ingavandamál. Það kann að vera
að ég taki stórt upp í mig, en í
langflestum tilfellum erum við
miklu fremur að tala um foreldra-
vandamál en unglingavandamál.
Það er talað um að fyrstu fimm til
sjö ár ævinnar séu mótunarár
hvers og eins og eftir þann tíma
taki egóið við og leiðin sé ráðin.
Fólk stendur skyndilega frammi
fyrir því að barnið manns, sem í
gær fór með manni í sunnudags-
túrana og borðaði ísinn sinn, vill
það ekki lengur og heldur ekki
fara í göngutúr með manni. Þetta
gerist á einum degi. Barnið er
orðið fyrirbæri sem maður ekki
þekkir. Nú til dags fara verðandi
foreldrar á foreldranámskeið til
þess að læra handtökin við unga-
barnið. Það er hins vegar ekki til
námskeið fyrir foreldra unglinga.
Þeir vita ekki hvað þeir eiga að
gera.
Unglingarnar hafa mjög gott
fréttakerfi og miðla upplýsing-
um. Þeir segja við foreldra sína:
„Þið eruð þau einu sem ekki gefa
leyfi. Allir aðrir mega.“ Ungling-
arnar talast við daglega, í hverj-
um einustu frímínútum. Það sem
þeir óttast mest er að foreldrar
þeirra fari að tala saman og hafi
þannig samráð sín á milli. í
Reykjavík, þar sem ég vann lengi,
þeickti maður ekki miðbæjarrölt
unglinga eins og þekkist hér á
Akureyri. Maður spyr sig þeirrar
spurningar af hverju unglingur-
inn er hér á götunni. Er það af
því að hér sé ekki nægilegt fram-
boð af ýmsum tómstundum fyrir
unglingana? Svarið er nei. Sumir
segja að framboðið sé of mikið,“
sagði Gísli.
Unglingar þurfa umönnun
Og hann hélt áfram: „Það eru
margir foreldrar hræddir við
unglinga og halda að þeir kunni
ekki eða geti ekki talað við þá.
Flvað gerir hinn almenni borgari
niðri í bæ þegar hann sér hóp af
unglingum? Hann reynir að kom-
ast hjá því að labba á móti hópn-
um af ótta við að fá á sig athuga-
semdir. Unglingur í hóp er
eitthvað sem fólk óttast.
Þeir foreldrar, sem eiga erfitt
með að tala við börnin sín, grípa
oft til þess ráðs að segja við þau
„ég hef ekki tíma“. En málið er
að krakkarnir þurfa oft ekki mik-
inn tíma. Unglingur sagði mér
einu sinni frá því að hann hefði
prófað móður sína með því að
segja „mamma, ég ætla að fara út
og skjóta mig.“ Og svarið var
„já, komdu bara ekki seint
heim“. Unglingarnir eru svekktir
yfir slíkum svörum. Það má líta á
þá breytingu, þegar barn breytist
í ungling sem nýja fæðingu.
Unglingurinn þarf jafn mikið á
„pelanum sínum“ að halda og
ungabarnið. Hann þarf umönn-
un. Jafnvel unglingurinn vill láta
mömmuna setja vettlinginn á sig,
þó svo að hann hendi honum
strax af sér.
Ég get sagt þér smá sögu úr
Gagnfræðaskóla Akureyrar þar
sem ég kenni 15 og 16 ára ungl-
ingum. Ég nota gjarnan stimpla
með litlum og stórum stjörnum
þegar ég fer yfir stílana þeirra.
Góðir stílar fá stóra stjörnu
og þeir lakari litla. Áður en leð-
urjakkagæinn breytist í töff-
arann frammi á gangi kemur
hann til mín og spyr: „Á ég ekki
að fá stjörnu". Með öðrum
orðum; hann er ennþá innan í sér
sjö ára og svekktur yfir því að fá
litla stjörnu en ekki stóra stjörnu.
Þessir krakkar hafa stóra kroppa
en litlar sálir. Unglingar vilja
heyra sannleikann um sjálfa sig,
en vegna þess hve viðkvæmir
margir þeirra eru, er ekki sama
hvernig hann er sagður. Ungling-
ar eru rótlausir eins og allir sem
eru að leita að sjálfum sér.“
Þrír hópar unglinga
Gísli sagði að gróft séð mætti
skipta unglingum í þrjá hópa. í
fyrsta lagi skipulagða unglinginn,
sem er á kafi í t.d. íþróttum, í
öðru lagi skipulagða unglinginn,
sem ver öllum sínum frítíma í
tónlistarnám og í þriðja lagi ungl-
inginn sem hefur ekkert ákveðið
fyrir stafni utan skólatíma. „Fél-
agsmiðstöðvarnar eru gerðar fyr-
ir þennan síðastnefnda hóp. Sem
forstöðumaður félagsmiðstöðvar
ætti ég kannski að gleðjast yfir
því að hafa engan ungling á
kvöldin í félagsmiðstöðinni í
Síðuskóla. Ef unglingurinn hang-
ir ekki í sjoppunni, ekki í íþrótt-
um eða tónlistarskólanum, þá
væri kannski albest að hann væri
heima hjá sér. Með sjónvarps-
byltingunni upp úr 1967 var til
siðs að öll fjölskyldan borðaði
klukkan sjö og settist síðan niður
fyrir framan sjónvarpið klukkan
átta. Eftir að nýjabrumið fór af
þessu upp úr 1970 kom þörfin
fyrir félagsmiðstöðvarnar,“ sagði
Gísli.
Unglingar vilja reglur
Gísli sagði að fyrir tíu til fimmtán
árum hafi verið farið um það
fremur mjúkum höndum ef ungl-
ingur sagði eftir helgina að hann
hafi átt slæma helgi og drukkið
hálfa aðra Vodka-flösku. „í dag
segjum við unglingunum að slíkt
háttalag sé ekki leyfilegt. Nú til
dags vilja unglingarnir fá aðhald
og skýrar, einfaldar reglur. Ég
hef oft spurt þá unglinga, sem
hafa farið ófögrum orðum um
foreldra sína, hvort þeir vilji
losna við þá. Niðurstaðan er ætíð
hin sama. Það vill enginn losna
við pabba eða mömmu. Þrátt fyr-
ir allt eru þessir unglingar háðir
foreldrum sínum og vilja að þeir
setji þeim reglur, ekki margar
reglur, en mjög einfaldar og
ákveðnar reglur. Þegar ungling-
arnir setja sjálfum sér reglur, þá
eru þær helmingi strangari en þær
reglur sem foreldrarnir þora að
setja.“
Við víkjum talinu að lífsgæða-
kapphlaupinu og ég spyr Gísla
hvort unglingar nú til dags séu
gagnteknir af því?
„í raun og veru eru unglingar
nú til dags ákaflega nægjusamir.
Við erum kynslóðin sem kveikti á
sjónvarpinu, en það mætti segja
mér að unglingarnir séu kynslóð-
in sem slekkur á sjónvarpinu. Að
sama skapi tel ég að þeir muni
ekki keppast við að kaupa jeppa
fyrir tvær og hálfa milljón eins og
við gerum. Þeir munu miklu
fremur eyða þessum peningum til
að sinna sjálfum sér.“
Nóg að gera fyrir
unglingana á Akureyri
Aðsókn að félagsmiðstöðvunum
hér á Akureyri sagði Gísli að
væri mismunandi eftir árstímum.
Nú væri að koma sá árstími sem
aðsóknin minnkaði jafnt og þétt.
„Krakkarnir í tíunda bekk, fyrst
og fremst stelpurnar, mæta illa,
sem kemur ekki síst til af því að
eftir áramót kom sjöundi bekkur-
inn inn í félagsmiðstöðvarnar og
krökkunum í tíunda bekk fannst
þessir krakkar vera of ungir og
þeir ekki eiga samleið með þeim.
Hér á Akureyri er framboð af
afþreyingu fyrir unglinga að
mínu mati mun meira en í
Reykjavík. Hér geta krakkarnir
farið í félagsmiðstöð á mánu-
dagskvöldum, á tveim stöðum á
þriðjudagskvöldum, á miðviku-
dagskvöldum, á tveim stöðum á
fimmtudagskvöldum og í Dyn-
heima á föstudögum, þegar ekki
er ball í skólanum. Krakkarnir
geta því nánast verið á balli fimm
daga vikunnar. Kannski er þetta
of mikið framboð? Hvenær eiga
börnin að vera heima hjá sér? Er
ekki kominn tími til þess að hafa
eitthvað sem heitir fjölskyldu-
kvöld,“ sagði Gísli og brosti.
Fyrirmyndirnar á
hvíta tjaldinu
Næst vikum við talinu að vímu-
efnanotkun unglinga. Óbirt
könnun, sem gerð var á tóbaks-
notkun og vímuefnaneyslu ungl-
inga, leiðir í ljós að reykingar
ungra stúlkna á Akureyri og víð-
ar hefur aukist. „Ég held að hafi
slaknað á forvarnarstarfinu og nú
þurfi að herða róðurinn á nýjan
leik,“ sagði Gísli. „Ég hef tekið
eftir því að í nýjum bandarískum
myndum eru stjörnurnar meira
og minna reykjandi allan tímann.
Ég spyr mig þeirrar spurningar af
hverju. Krakkarnir eru alltaf að
leita sér að fyrirmyndum og ekki
er óeðlilegt að þeir api eftir
stjörnum hvíta tjaldsins," sagði
Gísli.
„Ef við settum okkur það
markmið að grunnskólinn væri
algjörlega vímuefnalaus, hvort
sem það er tóbak, áfengi eða
fíkniefni, þá held ég að það væri
mikill áfangi. Síðan getum við
sagt við unglingana: „Ef þið
frestið því um eitt ár að byrja að
nota þessa hluti, þá lengið þið líf-
ið um tvö ár.
Hinn eilífi unglingur
í lok spjallsins við Gísla var hann
spurður um hvernig honum lík-
aði að starfa með unglingum,
þjóðfélagshópnum sem svo
margir óttuðust. „Ég væri ekki
búinn að endast í þessu í 22 ár ef
þetta væri ekki spennandi. Að
starfa með unglingunum gerir
það að verkum að ég er hinn eilífi
unglingur. Ég gefst aldrei upp á
því að vera unglingur. Ég held að
ég skilji unglingana betur en þeg-
ar ég var sjálfur unglingur."
Yiðhorf foreldra
til unglinga
Á starfsdegi hjúkrunarfræðinga á
Akureyri fyrr í vetur ræddi Einar
Gylfi Jónsson, forstöðumaður
Unglingaheimilis ríkisins, m.a.
um vímuefnavanda unglinga og
hvað væri til ráða. Hann kom
víða við í athyglisverðum fyrir-
lestri, sem ekki er rúm til að gera
tæmandi skil hér. Þó skal tæpt á
nokkrum atriðum.
Einar Gylfi sagði að á þeim
árum þegar hann var unglingur
fyrir 25 árum hafi vímuefna-
neysla unglinga verið nær óþekkt
fyrirbrigði, en nú sé hún mikið
vandamál. Hann tók þó fram að
lang stærstur hluti unglinga kæm-
ist í gegnum lífið án þess að
verða áfengi eða öðrum vímuefn-
um að bráð.
Hann sagði að á hans unglinga-
árum í Vestmannaeyjum mætti
skjóta á að unglingar hafi að jafn-
aði byrjað að neyta áfengis um 16
ára aldurinn, en samkvæmt rann-
sókn 1989 neyttu margir ungling-
ar áfengis í fyrsta skipti um 14 ára
gamlir.
Einar Gylfi lagði áherslu á að
viðhorf foreldra til unglinganna
væri mikilvægur ráðandi þáttur
um hvort unglingarnir færu inn á
brautir vímuefnaneyslu. „Það er
mikilvægt að láta unglingana vita
að við séum á móti vímuefna-
neyslu. Það er líka mikilvægt við
séum tilbúin að hlusta á vanda-
mál unglinga," sagði Einar Gylfi.
Og hann hélt áfram: „Það er
alveg ljóst að ástæðan fyrir því að
unglingur fer að sækjast í áfengi
er sú að honum finnst það vera
hluti af því að verða fullorðinn.
Hvort sem okkur foreldrum líkar
það betur eða verr, þá erum við
fyrirmyndin. Ef unglingur sér
okkur, sem erum að vinna með
unglingum, drukkna niðri í bæ
eftir ball, þá höfum við áhrif á
hann hvort sem okkur líkar betur
eða verr.“
Einar Gylfi sagði líka mikil-
vægt að þeir unglingar, sem
leiddust út í vímuefnaneyslu,
fengju að vita af foreldrum að
þeim væri ekki hafnað, heldur
því sem þeir væru að gera. óþh