Dagur - 17.03.1992, Síða 1

Dagur - 17.03.1992, Síða 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 17. mars 1992 53. tölublað HERRADEILD Gránuíélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599^ Akureyri: Arekstrar og ölvun við akstur Nokkuð var um árekstra í fæstir árekstranna væru harðir er umferðinni á Akureyri um helgina og voru 10 árekstrar tilkynntir til lögreglunnar frá föstudegi til síðdegis á mánu- dag. Hált var víða á götum - einkum eftir að frost fór að lina á sunnudag. Þá voru þrír ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur á sama tíma- bili. Alls voru tíu árekstrar til- kynntir til lögreglunnar á Akur- eyri frá föstudegi til mánudags. Engin slys urðu þó á fólki og þótt um tölvert eignatjón að ræða. Ástæður árekstranna má einkum rekja til mikillar hálku en menn virðast verða orðnir óvanir hál- um vegum í góðviðrinu í vetur. Einnig munu vetrardekk og nagl- ar undir bifreiðum vera farin að slitna eftir ntikinn akstur á auðu auk þess sem tjara sest á hjól- barða og dregur úr viðnámshæfni þeirra. Auk árekstranna voru þrír ökuntenn teknir grunaður um ölvun við akstur á Akureyri um helgina. ÞI Veðurhorfur: Norðanátt og smáél - hitastig verður um frostmark Þótt suðrið hafi andað sæla- vindum hlýjum í gær og brætt klaka og ef til vill einhver hjörtu er ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vorveðri í dag eða næstu daga þótt Veður- stofan varist að spá um- hleypingum eða öðru illviðri á Harður árekstur á Tjömesi Geysilega harður árekstur fólksbíls og jeppa varð í Gerði- brekku á Tjörnesi um kvöld- matarleytið á laugardag. Engin slys urðu á fólki. Báðir bílarnir skemmdust injög mikið og er annar þeirra jafnvel talinn ónýtur. Ánnars var tíðindalítið hjá Húsavíkurlögreglu um helgina. Um hádegi á laugardag varð smáárekstur á horni Héðins- brautar og Laugarbrekku. Þar urðu smávægilegar skemmdir á bílum. Á föstudag var ekið á bíl sem á urðu skemmdir og á föstu- dagskvöld var ein rúða brotin í bænum. IM næstunni. í dag er gert ráð fyrir að hann snúist til norðlægrar áttar og hita- stigið lækki niður undir eða jafn- vel aðeins niður fyrir frostmark. Við megum þó ekki eiga von á neinu kuldakasti eins og um síð- astliðna helgi. Veðurstofan spáir hægri norðlægri átt með lítilshátt- ar éljagangi á Norðurlandi næstu daga en aftur gæti farið að létta til með sunnanátt undir helgi ef ekki verða óvæntar breytingar á loftstraumum í kringum landið. ÞI íslandsmeistarar SA í íshokkí. Fremrí röð frá vinstri: Sveinn Björnsson, Ágúst Ásgrímsson, Heiðar Ingi Ágústs- son, Sigurgeir Sábeck, Birgir Júlíusson, Jónas Björnsson, Einar Gunnarsson og Ágúst Ásgrímsson. Áftari röð frá vinstri: Benedikt Sigurgeirsson, Pekka Santanen, Magnús E. Finnsson, Baldur Guðlaugsson, Garðar Jónas- son, Sigurgeir Haraldsson, Haukur Hallgrímsson, Heiðar Gestur Smárason, Sigurður Sveinn Sigurðsson og Héðinn Björnsson. Á myndina vantar Birgi Ágústsson og Sigurbjörn Þorgeirsson. Mynd: Ásgrímur SA íslandsmeistari í íshokkí Skautafélag Akureyrar tryggði sér Islandsmeistaratitilinn í íshokkí um helgina. Liðið sigraði þá Isknattleiksfélagið Björninn 10:1 og Skautafélag Reykjavíkur 7:0 á vélfrysta skautasvellinu í Laugardal en þetta voru síðustu leikir SA á mótinu. Akureyringar eru vel að sigr- inum komnir enda töpuðu þeir aðeins einum leik á mótinu. Þess má geta SA var eina liðið sem ekki hafði útlending innan sinna raða en Finninn Pekka Santanen, sem þjálfað hefur lið- ið um tíma, fékk ekki keppnis- leyfi eins og fram kom í Degi á fimmtudag. Sjá nánar um leikinn á bls. 7. Stjórn SÍF segir utanríkisráðuneytið ekki virða eigin reglur frá 1991: Veitti nokkrum útvöldum útflutningsleyfi Stjórn Sölusambands íslenskra saltfiskframleiðenda sam- þykkti í gær harðorða ályktun þar sem segir að utanríkisráðu- neytið virði ekki þær reglur sem það hafi sjálft sett í aprfl á síðasta ári sem bönnuðu öllum öðrum en SÍF að flytja út salt- fisk til Evrópulanda. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, vísar þessu á bug. í samþykkt stjórnar SÍF segir að ráðuneytið hafi „veitt tak- mörkuðum fjölda útvaldra aðila útflutningsleyfi“ og séu afleiðing- ar þess nú að koma í ljós á helstu saltfiskmörkuðum íslendinga. Málefni landsbyggðarverslana rædd á fundi á Akureyri: „Brautin er vörðuð aftiirför fækkun og niðurlægingu" - segir Úlfar Ágústsson frá ísafirði Síðastliðinn laugardag efndu upphafið að nánara samstarfi Kaupmannasamtök Islands til kaupfélaganna og Kaupmanna- fundar að Hótel KEA á Akur- samtaka íslands. Frummælendur eyri um málefni Iandsbyggðar- verslana. Fundurinn var fjöl- mennur og kaupmenn víða af landsbyggðinni sóttu fundinn. Athygli vakti hversu fáir kaup- menn frá Akureyri mættu til fundarins, en á hinn bóginn mættu nokkuð margir verslun- armenn frá Kaupfélagi Eyfirð- inga sem og frá verslun Hag- kaups á Akureyri. í upphafi fundar bauð Bjarni Finnsson, formaður Kaupmanna- samtaka íslands, fundarmenn velkomna þá sérstaklega fulltrúa kaupfélagsverslana og sagðist vona að fundarseta þeirra væri voru fjórir. Úlfar Ágústsson, kaupmaður frá ísafirði, Guð- mundur Sigurðsson, yfirvið- skiptafræðingur Verðlagsstofu, Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neyti, og Sigurður Jónsson, versl- unarráðgjafi. Að loknum erind- um voru fyrirspurnir og umræð- ur. Úlfar Ágústsson frá ísafirði kom víða við og sagði meðal ann- ars að misvægi á milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðisins yrði varanlegt ef ekki yrði brugðist við þeirri þróun sem hagtölur undangenginna ára sýna. „Staðreyndin er að við mik- inn rekstrarvanda er að etja í verslunarrekstri í strjálbýli. Margar verslanir á landsbyggðinni eru komnar á vonarvöl þar sem kaupmanna býður ekkert annað en rekstrarstöðvun og gjaldþrot." Lokaorð Úlfars í annars yfirgripsmiklu erindi voru: „Það ætla ég að fullyrða hér og nú úr pontunni að við get- um ekki haldið áfram á sömu braut. Sú braut er vörðuð af afturför, fækkun og niðurlæg- ingu. Við verðum að finna leið sem tryggir að kaupmað„rinn hvar sem hann er á landinu geti staðið á eigin fótum, selt sína vöru á eðlilegu markaðsverði og haft af því hagnað." Nánar verður fjallað um fund- inn síðar í vikunni. ój Sigurður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segir að svo virðist sem ráðuneytið hafi gefið leyfi til aðila utan SÍF til útflutn- ings á 1400 tonnum. Sigurður segir að erlendir kaupendur salt- fisks séu greinilega tregir að birgja sig upp af fiski vegna óvissu um leikreglur sem gildi á markaðnum og væntinga um verðlækkun í kjölfar fjölgunar seljenda á íslenskum saltfiski. „Verði verðlækkun og birgða- söfnun er augljóst að framleiðsl- an verður minni, sem aftur inun bitna á þeim plássum sem fyrst og fremst byggja á saltfiskfram- leiðslu. Stjórn SÍF telur að aðeins sé einn kostur í stöðunni fyrir stjórnvöld, að setja reglur sem halda,“ sagði Sigurður. Hann lét þess getið að á Norðurlandi hefðu á síðasta ári verið 91 salt- fiskframleiðandi með 21% heild-. arframleiðslunnar. Þröstur Ólafsson vísar því á bug að ráðuneytið hafi brotið eig- in reglur. „Það er ekkert í þeim sem segir að það eigi að banna algjörlega útflutning, en við sögðum að við myndum bægja mönnum frá Evrópu,“ sagði Þröstur. Hann sagði að flattur fiskur væri ekki nema lítið brot af þess- um 1400 tonnum. „Það hefur ekki gerst að um sé að ræða undirboð á verði. Við höfum fylgst náið með því. Sé um ein- hverjar breytingar á markaði er- lendis að ræða, þá er ekki um að kenna þessum fáu prósentum sem fara framhjá SIF,“ sagði Þröstur. óþh Fíkniefnamálið: Margir verða ákærðir Rannsókn fíkiefnamálsins a Akureyri er nú á lokastigi. Þegar hafa 32 verið færðir til yfirheyrslu vegna málsins og segir Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglumaður, að væntanlega verði gefin út ákæra á flesta þeirra sem eru viðriðnir málið. Þeir síðustu sem voru í gæslu lögreglunnar á Akureyri vegna þessa máls voru látnir lausir sl. föstudag. Þá hafði rannsókn þessa víðtækasta fíkniefnamáls sem hefur verið upplýst á Akur- eyri staðið í viku. Gunnar sagði að í það heila hafi lögreglan gert upptæk um 40 grömm af hassi, en játning lægi fyrir um neyslu á ríflega 200 grömmum. Frá lögreglunni á Akureyri fer þetta mál til embættis ríkissak- sóknara og dómstóls í ávana- og fíkniefnamálum. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.