Dagur - 17.03.1992, Síða 4

Dagur - 17.03.1992, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 17. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Um óhentuga flík og tilslökunarstefnu Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, vill að íslendingar sæki um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Hann lýsti þess- ari skoðun sinni á ráðstefnu Evrópubandalagsins um nýskipan Evrópu í framhaldi af svonefndu Maastricht- samkomulagi, en ráðstefnan fór fram í Reykjavík sl. föstudag. Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins sagði við þetta tækifæri að hann væri reynd- ar ekki að leggja til að ísland gengi beint inn í Evrópu- bandalagið, heldur væri sjálfsagt að kanna hvaða kostir byðust íslendingum við inngöngu í Evrópu- bandalagið. „Það er ekki sama að máta flíkina og kaupa hana,“ sagði framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins og hvatti til að nú þegar yrði hafin „fordómalaus umræða um þá kosti sem okkur standa til boða í evrópsku samstarfi. “ Það hefur vart farið fram hjá mörgum að þrýstingur- inn á íslenska stjórnmálamenn um að draga íslend- inga inn í Evrópubandalagið hefur aukist mjög að undanförnu. Forsvarsmenn hinna Norðurlandaþjóð- anna hafa þrýst á íslendinga að ganga í Evrópubanda- lagið á þeirri forsendu að Norðurlandaráð muni í aukn- um mæli taka að sér hlutverk norrænna hagsmuna- samtaka innan Evrópu. Helmuut Kohl, kanslari Þýska- lands, hefur boðið öll Norðurlöndin velkomin í EB, og þannig mætti lengi telja. Það þarf sterk bein til að þola þennan þrýsting og því miður bendir margt til þess að sumir forsvarsmenn í íslensku þjóðfélagi séu að láta undan síga. Það er ekki nýtilkomið að aðildarþjóðir Evrópu- bandalagsins vilji ísland inn í Evrópubandalagið. Þær sækjast eftir mörgu sem við eigum ein, ekki síst auð- lindum okkar, svo sem gjöfulum fiskimiðunum, orku- lindunum og hreina landinu. Þær sjá ekki síður hag í aðild Islands vegna þess að íslenskur iðnaður er ekki mjög öflugur og því ólíklegur til stórræða á sameinuð- um Evrópumarkaði. íslendingar hafa á sömu forsend- um ekki Ijáð máls á inngöngu í Evrópubandalagið. Þeir hafa réttilega komist að þeirri niðurstöðu að miðað við núverandi forsendur eigi ísland ekkert erindi inn í EB. Auk þess að veita hinum Evrópuþjóðunum nær frjáls- an aðgang að auðlindum okkar, fæli aðild að Evrópu- bandalaginu í sér verulegt afsal fullveldis og sjálf- stæðis íslensku þjóðarinnar. Þetta er niðurstaðan að undangenginni ítarlegri skoðun á kostum þess og göllum fyrir ísland að gerast aðili að Evrópubandalaginu. Gallarnir eru margfalt fleiri og stærri en kostirnir. Um þessa niðurstöðu hefur myndast góð samstaða meðal þjóðarinnar. Það er með öllu ástæðulaust að fara að endurskoða þessa afstöðu nú. Forsendur fyrir aðild hafa ekki breyst á nokkurn hátt. Við erum búin að skoða „flíkina" gaumgæfilega, svo samlíking framkvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins sé notuð. Flíkin reyndist vera úr óhent- ugu efni og hæfði ekki vaxtarlaginu. Svo var hún líka allt of dýr. Henni hefur hvorki verið breytt né hefur verðið verið lækkað. BB. Meiri Bragi - enn frekari athugasemdir við greinaskrif Bragi Bergmann, ritari íþrótta- og tómstundaráðs, hefur nú bætt við fyrri skrif sín og útlistað skoðanir sínar enn frekar, hvað varðar íþrótta- og æskulýðsmál. Það er mikils virði að þeir aðil- ar sem taka að sér forsvar ákveð- inna málaflokka viti hvað þeir vilja og láti skoðanir sínar í ljós. Það er þó ekki annað hægt en gera nokkrar athugasemdir við skrif B.B. því auðveldlega mætti draga þá ályktun af skrifum hans að ákvarðanir sé búið að taka, sem enn eru ófrágengnar og að ákvarðanir sem teknar hafa verið hefðu ekki fengið stuðning ráð- gefandi nefndar á sviði íþrótta- mála, ef til þess hefði verið leit- að. Ég hef það sterklega á tilfinn- ingunni, eftir að hafa lesið síð- ustu skrif hans, að hann hafi ekki reynt að yfirfara stöðuna af nægri nákvæmni í upphafi. Það verður því ekki hjá því komist að fara enn á ný nokkrum orðum um þau mál sem hann ger- ir að umtalsefni. íþróttahús KA Án þess að fara frekar ofan í samninga þá, sem gerðir voru við KA um byggingu íþróttahúss KA, þá virðist mér af skrifum B.B. að hann telji það offjárfest- ingu í KA-húsinu að hafa þar áhorfendasvæði. Mér fannst þá og finnst enn að ekki hafi komið annað til greina en byggja hús með áhorfendaaðstöðu. Forsvars- menn KA, sem bera fjárhagslega ábyrgð á rekstrarafkomu hússins, lögðu fram sínar hugmyndir þar að lútandi og kostnað við áhorf- endastæðin. Þegar gengið var frá endanleg- um samningum við KA á árinu 1991 voru þeir samningar byggðir á mjög sambærilegri stærð og fyrri samningsdrög, sem gerð voru árið áður. Þau samningsdrög voru staðfest af fráfarandi bæjar- stjórn og íþróttaráði. Fyrri samn- Sigurður J. Sigurðsson. ingur gerði ráð fyrir að kostnað- arhlutur bæjarins í húsinu yrði kr. 94 milljónir og því til viðbótar yrði gerður sérstakur samingur um frágang lóðar. Samningurinn sem síðan var gerður hljóðaði upp á hlutdeild bæjarins að fjárhæð kr. 109 millj- ónir og þá var lóðarfrágangur með í kostnaði. Ekki þótti ástæða til þess að bera þennan nýja samning undir nefndir og ráð á vegum bæjarins þegar hann var gerður, enda engin stefnubreyt- ing frá fyrri drögum. Um samkeppni við sjálfan sig, eins og B.B. kýs að orða það, nú þegar að til eru tvö íþróttahús á Akureyri, sem geta tekið fjöl- mennan hóp áhorfenda, sýnir nú ekki mikinn stórhug. B.B. veit að kappleikir eru ekki stórkostlegar tekjulindir fyr- ir íþróttahöllina. íþróttafélögin hafa ítrekað óskað eftir lækkun á þeirri upphæð sem þau þurfa að greiða af seldum aðgöngumiðum til íþróttahallarinnar. Núverandi íþrótta- og tóm- stundaráð ákvað að lækka þessa prósentu úr 24% í 10% í upphafi þessa kjörtímabils. Nýting íþróttahallarinnar við byggingu KA-hússins versnaði ekkert að öðru leyti en sem nam flutningi nemenda Lundarskóla úr öðrum íþróttahúsum. Það er hlutverk íþrótta- og tómstundaráðs og starfsmanna þess að markaðssetja íþrótta- mannvirkin og afla þeim allra þeirra tekna, sem mögulegar eru. Um ráðstefnur og sýningar skap- ast að sjálfsögðu samkeppni en jafnframt skapast ný og fjöl- breyttari tækifæri til þess að gera margvíslega hluti sem áður hafa ekki verið framkvæmanlegir. Ég tel að þessi tvö íþróttahús muni styrkja hvort annað á komandi árum og menn eigi að berjast fyr- ir því að nýta þau sem allra best. Rekstur íþróttahúsanna Samkvæmt núverandi fjárhags- áætlun er rekstri íþróttahúsa bæjarins lokað með um 3,5 millj- óna króna halla. Því til viðbótar kemur síðan allt meiriháttar við- hald og endurbætur auk endur- nýjunar tækja og búnaðar. B.B. veit að til þessa mála- flokks þurfa að koma umtals- verðir fjármunir úr bæjarsjóði, hærri tekjur eða bætt nýting, til að loka rekstrardæminu. Þegar nýting húsa fer versnandi, vegna minni notkunar skólanna á íþróttahúsunum, verður að skoða reksturinn og sjá hvort ekki eru til leiðir til að draga úr enn frekari fjárframlögum úr bæjarsjóði til þessa rekstrar. íþróttaskemman Þegar kastað er fram hugmynd um það að leggja af íþrótta- skemmuna og nýta betur önnur mannvirki, lýsir B.B. andstöðu sinni við það sjónarmið. Skoðan- ir hans á vinnubrögðum bæjar- stjórnar verður hann að fá að hafa. Hann veit hins vegar vel að engin ákvörðun hefur enn verið Að lokum þetta... - athugasemd við athugasemdir Sigurðar J. Sigurðssonar Ég og Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, erum á góðri leið með að verða pennavinir. Við höfum að undanförnu skipst á skoðunum um íþrótta- og tómstunda- mál á Akureyri á síðum Dags. Mér þykir sýnt að við verðum seint sam- mála um ágæti einstakra ákvarðana bæjarstjórnar í þessum málaflokki, jafnvel þótt við héldum áfram að skrifast á um efnið fram á haust. Því vil ég að lokum einungis setja fram nokkrar athugasemdir við athuga- semdir Sigurðar við athugasemdir mínar við svargrein hans við greinum mínum um þessi mál! íþróttahús KA Þótt Sigurður J. hafi það „sterklega á tilfinningunni“ að ég hafi ekki „yfir- farið stöðuna af nægri nákvæmni í upphafi" er það ekki rétt. Það er heldur ekki rétt að ég telji það offjár- festingu í KA-húsinu að hafa þar áhorfendasvæði. Ég hefði talið mjög eðlilegt að gera ráð fyrir aðstöðu fyr- ir um tvö til þrjú hundruð áhorfend- ur í húsinu, eins og upphaflega var rætt um - en ekki fyrir um eitt þús- und áhorfendur eins og raunin síðan varð. Sigurði J. finnst það ekki sýna „mikinn stórhug“ að mér skuli mis- líka þessi offjárfesting í áhorfenda- aðstöðu. Ég vil aftur á móti lýsa þeirri skoðun minni fyrir Sigurði J. Sigurðssyni og öðrum bæjarfulltrú- um að mér finnst lítilmannlegt af Akureyrarbæ að láta íþróttahöllina sjálfa standa hálfkaraða nú á 10 ára vígsluafmæli hennar. Ég minni enn og aftur á að Höllin hefur verið í byggingu síðan 1977 og samt á enn eftir að verja 44 milljónum króna til að ljúka framkvæmdum þar. Það sýnir að mínu mati engan stórhug af hálfu bæjaryfirvalda að samþykkja að ljúka öðru fullkomnu keppnishúsi á undan fþróttahöllinni - hvað þá þegar deila má um hvort þörf hafl verið fyrir annað fullkomið keppnis- hús á Akureyri. Nýting íþróttahallarinnar Sigurður J. Sigurðsson segir í grein sinni að nýting íþróttahallarinnar hafi ekki versnað með tilkomu KA- hússins „að öðru leyti en sem nam flutningi nemenda Lundarskóla úr öðrum íþróttahúsum." Þetta er beinlínis rangt hjá Sigurði. Nýting Iþróttahallarinnar sem keppnishúss versnaði til muna með tilkomu KA- hússins, því KA leikur nú alla sína heimaleiki í handknattleik og blaki þar en ekki í íþróttahöllinni. KA þarf ekki lengur á íþróttahöll bæjar- ins að halda sem keppnishúsi. íþróttaskemman í grein sinni bendir Sigurður J. á að engin ákvörðun hafi verið tekin um það í bæjarstjórn að leggja íþrótta- skemmuna niður. Mér er fullkunnugt um þá staðreynd en vil þá um leið minna Sigurð J. á að það er ekki hon- um að þakka að slík ákvörðun hefur ekki þegar verið tekin. Meginástæð- an fyrir því að núverandi bæjarstjórn hefur ekki þegar lokað Skemmunni sem íþróttamannvirki er sú að innan bæjarstjórnar ríkir alls enginn ein- hugur um þá aðgerð. Þess vegna munu nefndir og ráð bæjarins fá mál- ið til umfjöllunar. Opnunartími leiktækjastofa Bæjarstjórn stóð að mínu mati afar einstrengingslega að því að breyta opnunartíma leiktækjastofanna. Með ákvörðun sinni gekk hún í ber- högg við vilja flestra þeirra aðila sem málinu tengjast, nema auðvitað eig- enda leiktækjastofanna sjálfra. Um frjálsan opnunartíma pylsuvagna í miðborg Reykjavíkur skal ég hins vegar ekki fjölyrða...

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.