Dagur


Dagur - 17.03.1992, Qupperneq 11

Dagur - 17.03.1992, Qupperneq 11
Þriðjudagur 17. mars 1992 - DAGUR - 11 Leiklist Grettistaki lyft - rokkóperan Messías Mannssonur sýnd í Freyvangsleikhúsinu Það er rétt, sem sr. Hannes Blandon, sóknarprestur Eyja- fjarðarsveitar, segir í leikskrá með verkefni Freyvangsleikhúss- ins á þessu starfsári, að leikfélag- ið hefur ekki haft þá stefnu í verkefnavali, að ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur, heldur gjarnan hið gagnstæða. Til staðfestingar þessu má nefna fjölmörg dæmi, jjar sem félagið hefur lagt í ýmis af eftirtektar- verðari verkum samtíma leikhús- bókmennta og í mörgum tilfell- um tekist vel. Djarflegasta upp- færslan, sem félagið hefur ráðist í er þó líklega sú, sem nú er á fjöl- um Félagsheimilisins í Freyvangi: „Jesus Christ Superstar", rokk- óperan mikla um píslarsögu Krists, með tónlist eftir Andrew Lloyd Webber við libretto eftir Tim Rice. Óperan hefur verið flutt hér á landi einu sinni fyrr. Þá setti Leikfélag Reykjavíkur hana upp í þáverandi Austurbæjarbíói og kallaði hana frumheiti sínu. Freyvangsleikhúsið hefur látið endurþýða librettó óperunnar. Það verk unnu sr. Hannes Blandon og Emilía Baldursdótt- ir. Þýðingin er lipur og fellur vel að tónlistinni. Heiti verksins var líka íslenskað og er núna Messías Mannssonur. Tónlistin er í nýrri útsetningu eftir Jón Ólafsson, sem hefur tekist vel að halda upprunalegum anda og náð skemmtilegri fjölbreytni í rödd- unum. Messías Mannssonur var frum- sýndur föstudaginn 13. mars. Það var húsfyllir, enda margir forvitn- ir um það, hvernig til hefði tekist með svo viðamikið verkefni í höndum áhugamannaleikfélags. Við augum blasti leikmynd gerð af Kolbrúnu Halldórsdóttur, leikstjóra, Rögnvaldi Rögnvalds- syni og Kristjáni Jónassyni. Leik- myndin er einföld en tiginleg og lýst af natni og útsjónarsemi, sem gerði mögulegt að draga fram atriði og skapa hughrif í sýning- unni. Lýsinguna önnuðust Ingvar Björnsson, Þórir Gunnarsson og Hjörleifur Ólafsson. Upphafsatriði óperunnar, for- leikurinn, skapaði strax rétta stemmningu. Tónlistin fyllti sal- inn og flytjendur komu hóglega og þögulir fram á sviðið. Þeir fylltu það um stund, en hurfu síð- an á braut. Þetta var áhrifamikið og hrífandi atriði, sem fyllti áhorfendur strax í upphafi lotn- ingu og furðu: Allir þessir flytj- endur, smekkvísin í búninga- gerð, samhæfing þeirra og leik- myndarinnar, atvinnumannslegt fasið og vönduð uppröðunin - allt þetta og fleira hjá áhuga- mannafélagi. Strax þarna var ijóst, að hér var samhæfður flokkur, sem hafði unnið af metnaði að stóru verki undir handleiðslu hæfs leikstjóra og lagt sig í líma við að skila því vel. Þetta sannaðist í sýningunni á mörgum stöðum. Sérstaklega voru margar hópsenurnar vel unnar. Leikstjórinn, Kolbrún Halldórsdóttir, hefur með aðstoð aðstoðarleikstjóra síns, Vífils Valgeirssonar, haft vakandi auga á hverjum manni og iðulega tek- ist að skapa áhrifamiklar heildir. Til dæmis er atriði hinna sjúku með Kristi afar vandlega unnið og sterkt, atriði Heródesar og hirðar hans fjörlegt og hæfilega léttúðarfullt og atriði Júdasar með Kaífasi og prestunum, þar sem hann þiggur silfurpeningana þrjátíu vel af hendi leyst. Fleiri vellukkaðar hópsenur mætti nefna. Ekki ná þær þó allar þeim áhrifum, sem skyldi. Þannig er atriði Krists með kaupmönnun- um í musterinu ekki nógu sterkt og einnig líður afneitunaratriði Péturs postula fyrir heldur dauf- leg viðbrögð Maríu Magdalenu og Símonar við orðum hans. Kórar eru almennt vel æfðir og nutu sín. Víða er túlkun áhrifa- mikil og sannfærandi. Svo var til dæmis um kór í garði Kaífasar og aftur fyrir Pílatusi, þar sem kom fram áhrifamikil grimmd og kröfuharka, og einnig má nefna kór lærisveina í garðinum Getse- mane, fyrir bænargjörð Krists, þar sem söngurinn fjarar út í lúa og svefnþunga. Kórstjórn er í höndum Þórdísar Karlsdóttur og á hún lof skilið fyrir verk sitt. Öll hljóðfæratónlist er af segul- bandi. Upptöku stjórnaði Sigurð- ur Bjóla Garðarsson, en hljóð- færaleikarar voru Ólafur Hólm, trommur, Jón Elvar Hafsteins- son, gítar, Eiður Arnarson, bassi, og Jón Ólafsson, hljóm- borð. Tónlistin er skemmtilega flutt og styrkur hennar oftast í lagi. Fyrir kemur samt, að hún er heidur hátt stillt sem undirleikur með söngvurum. Þeir, sem eru í aðalhlutverkum, eru búnir hljóðnemum, svo að hér er að mestu um hljóðblöndunaratriði að ræða. Titilhlutverkið er í höndum Ingólfs Jóhannssonar. Hann gerir sínu hlutverki nokkuð bærileg skil, en því miður ekki meira en það. í fas hans skortir reisn og í söngflutning hans þann brag, sem æskilegur hefði verið. Þó tekst Ingólfi allvel upp í kvöldmáltíð- aratriðinu með Júdasi og einnig í bænargjörðaratriðinu í Getse- mane. Með hlutverk Júdasar fer Sigurður Ingimarsson. Sigurður er iðulega mjög góður í þessu hlutverki, sem er í raun burðarás verksins. Söngur hans er tjáning- arríkur og leikhreyfingar við hæfi. Honum tekst vel að túlka hugarstríð Júdasar og örvæntingu hans og gæðir þessa persónu, sem er sú flóknasta í óperunni, sann- færandi lífi. Hulda Björk Garðarsdóttir fer með hlutverk Maríu Magdalenu og túlkar hana af mikiili innlifun og fallega. Sérlega er ánægjulegt að hlýða á Huldu Björk flytja aríur Maríu, en það gerir hún svo vel að jafna má til þess besta, sem heyrst hefur. Hlutverk Péturs postula og Símonar postula eru í höndum Hilmars Trausta Harðarsonar og Kristjáns Ingimarssonar. Báðir komast vel frá sínum þáttum í uppsetningunni. Helgi Þórsson fer með hlut- verk Heródesar. Hann er stór- góður í sínu hlutverki ekki síst í höfuðatriði sínu; hirðsenunni, þar sem segja má að hann fari á kostum. Kaífas æðstaprest leikur Kristján Pétur Sigurðsson. Kristján Pétur er skemmtilegur í þessu hlutverki. Hann hefur til að bera hæfandi stæðileika og kemst talsvert vel frá söngatrið- um sínum. Annas er leikinn af Heimi Bragasyni. Heimir gerir úr Ann- asi refslega persónu, sem fellur vel. Haraldur Davíðsson fer með hlutverk Pílatusar og nær vel þeim heimsmannslega brag, sem hæfir þessari persónu. Túlkun hans í söng er líka tjáningarrík og sannfærandi. Það er vafalítið, að það hefur verið mikið verk að ná saman þeim fjölmenna flokki, sem flyt- ur Messias Mannsson í Freyvangi og sem stendur að baki sýning- unni á ýmsan hátt. Alls eru flytj- endur um fjörutíu og annað starfslið við uppfærsluna um tutt- ugu og fimm að tölu. Allt þetta fólk hefur verið óspart á tíma sinn í undirbúningi þessarar viða- miklu og glæsilegu uppsetningar. Ekki síður er eftirtektarverð sú natni, sem lögð hefur verið í all- an umbúnað, en þar ber tæplega skugga á. Þá hefur Kolbrún Hall- dórsdóttir, leikstjóri, sannarlega skilað sínu verki með prýði og ekki síður Jón Ólafsson, tónlist- arstjóri. í öllu þessu hefur Frey- vangsleikhúsið bætt enn einni fjöður í hatt sinn og henni s*órri. Það hefur ráðist á Grettistak og ekki einungis náð að láta vatna undir það, heldur beinlínis hafið það hátt á loft. Haukur Ágústsson. Tveir af níu einsöngvurum í „Messías Mannssonur“, Kristján Ingimarsson og Ingólfur Jóhannsson í hlutverkum Símonar og Jesús. Myndir: Goiii Pétur, Jesús, og einn postulanna. Hilmar Harðarsson, Ingólfur Jóhannsson og Höskuldur Höskuldsson í hlutverkum sínum. Stangveiðifélagið Flugan Akureyri Aöalfundur félagsins árið 1992 verður hald- inn á Hótel KEA, miðvikudaginn 18. mars, kl. 20.30. Stjórnin. TRYGGINGASTOFNUN RÍKiSINSqg © Deildarstjóri Tryggingastofnun ríkisins auglýsir hér með eftir deildarstjóra fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð. Umsóknir um starfiö ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf skulu hafa borist Tryggingastofnun ríkisins fyrir 10. apríl nk. Staöan veitist af heilbrigðis- og tryggingamálaráö- herra að fengnum tillögum stjórnar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Reykjavík, 10. mars 1992. Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114, Reykjavík. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLGRÍMUR THORLACÍUS, Öxnafelli, sem andaðist 13. mars, verður jarðsunginn að Grund, laugar- daginn 21. mars kl. 14.00. Sesselja Andrésdóttir, Ólafur Andri Thorlacíus, Fjóla Huld Aðalsteinsdóttir, Andri Thorlacíus, Sindri Thorlacíus.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.