Dagur


Dagur - 17.03.1992, Qupperneq 16

Dagur - 17.03.1992, Qupperneq 16
..................................................................................................................I............................................................. Kodak ^ Express Cæöaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni ÍSesta ^PediGtnyndir \ Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Akureyri, þriðjudagur 17. mars 1992 - hugsanlegt að mótið verði bútað niður og keppni dreift Mikil óvissa ríkir um það hvort hægt verður að halda Skíða- mót Islands á Dalvík og í Ólafsfirði eftir hálfan mánuð því snjór er af skornum skammti. Snjóleysið hefur sett allt mótahald úr skorðum og um síðustu helgi mættu full- trúar frá Skíðasambandi Islands og skíðasamböndum á Akureyri, Dalvík, Siglufirði, í Ólafsfirði og Reykjavík til fundar á Akureyri til að ræða þessi mál. Ingþór Bjarnason hjá norrænu- greinanefnd Skíðaráðs Akureyr- ar sagði að ekki hefði verið tekin endanleg ákvörðun um Skíðamót íslands á fundinum heldur sam- þykkt að bíða til 20. mars. Þá á að liggja fyrir hvort mögulegt verður að halda landsmótið á Dalvík og í Ólafsfirði. Einnig er óvíst hvort hægt verði að halda Protabú Serkja hf.: Vélamar seldar til útlanda? „Hlutirnir virðast ætla að ganga illa saman hér heima svo ég hef ákveðið að leggja aukna áherslu á að kanna ákveðna leið við sölu á vélum þrotabús- ins til erlendra aðila sem sýnt hafa þessu áhuga,“ segir Þor- steinn Hjaltason, bústjóri þrotabús Pappírpokaverk- smiðjunnar Serkja hf. Serkir voru lýstir gjaldþrota á síðasta ári og allt frá því hefur verið reynt að selja vélabúnað fyrirtækisins sem notaður var við pappírssekkjaframleiðslu. Að sögn Þorsteins hafa margir sýnt málinu áhuga, en lítið markvert gerst ennþá. Þorsteinn segist ætla að leggja aukna áherslu á sölu á vélunum til útlanda þar sem minni vonir séu orðnar en áður til að innlendir aðilar kaupi vélarn- ar. Hann segist ekki hafa áhyggj- ur af því að ekki takist að selja verksmiðjuhús þrotabúsins þegar vélarnar verði seldar, en það sé hinsvegar ekki hægt að gera fyrr en þær eru farnar. SBG Unglingameistaramót íslands á Siglufirði 23. mars og er ísafjörð- ur nú í bakhöndinni. „Það eru ýmsar vangaveltur í gangi um hvað hægt er að gera ef ekki tekst að halda landsmótið á Dalvík og í Ólafsfirði. Til dæmis hefur sá möguleiki verið nefndur að göngukeppnin fari fram í Ólafsfirði en Akureyri taki við alpagreinunum. Ef það gengur ekki er rætt um að íslandsmótinu í alpagreinum verði dreift á Fis- mótin sem á að halda í apríl en gangan verður eftir sem áður í Ólafsfirði,“ sagði Ingþór. Hann sagði það vissulega súrt í broti ef brjóta þyrfti Skíðamót íslands upp og dreifa keppni í alpagreinum á alþjóðleg mót í apríl, enda hætt við að lands- mótsbragurinn myndi týnast. Menn vona því að það snjói vel í þessari viku svo áætlanir um landsmótið á Dalvík og í Ólafs- firði, með Akureyri til vara, standist. Töluvert snjóaði í skíðalönd- um við Eyjafjörð um síðustu helgi en hækkandi sól og hitastig leggja sitt af mörkum til að bræða snjóinn. Mótshaldarar freista þess að troða þennan snjó í von um að það frysti aftur í vikunni og á þá að skapast þokkalegt undirlag fyrir skíðasnjóinn - falli hann af himnum ofan á annað borð. SS Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar afhendir Matthíasi Óskarssyni, útgerðarmanni og skipstjóra Bylgju VE-75 á laugardag. Slippstöðin: Matthías tók við Bylgju á laugardag Slippstöðin afhenti Bylgju VE- 75 eiganda sínum, Matthíasi Oskarssyni, útgerðarmanni og skipstjóra í Vestmannaeyjum, á laugardag. Skipið er búið fullkominni flakavinnslu á bolfiski og heilfrystingu á karfa og grálúðu og fer strax til veiða eftir heimkomunna til Vesta- mannaeyja. Samningur um kaupin var undirritaður í október sl. Þá hafði skipið legið við bryggju um nokkurt skeið hjá Slippstöðinni án þess að að því finndist kaup- andi. Bylgja er 277 rúmlestir að stærð, 33,40 metra langt og 8,60 metra breitt. íbúðarrými er í skipinu fyrir átján menn í tveggja og fjögurra manna klefum. Lest skipsins er 260 rúmmetrar, ein- angruð fyrir frystingu. Allur vél- búnaður í skipinu er af fullkomn- ustu gerð og má þar rtefna aðal- vél af gerðinni Yanmar sem dríf- ur skiptiskrúfu af gerðinni Berg í stýrishring, gegnum niðurfærslu- gír af gerðinni Renk Masson. í skipinu eru einnig öll fullkomn- ustu siglinga- og fiskileitartæki frá Furuno, Simrad og Scanmar. Undanfarið hafa staðið yfir umfangsmiklar prófanir á skipinu þar sem sjóhæfni, tækjabúnaður og veiðibúnaður var reyndur. Þessar prófanir tókust vel og mældist ganghraði skipins í reynslusiglinu 11,8 sjómílur. JÓH Sjávarútvegsstefna framtíðarinnar rædd á ráðstefnu á Akureyri á laugardag: Sjávarútveguriim áfram undirstaða atvinnu- lífsins og meginuppspretta verðmætasköpunar - sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, í opnunarræðu sinni „Stjórnun fískveiðanna hefur verið átakaverkefni undan- gengin ár. Nú blasir við að festa þá skipan í sessi sem smám saman hefur tekið á sig mynd og mótast á undanförn- um árum og þróa það kerfi, þannig að það geti þjónað markmiðum um verndun físki- stofna, hagræði og frjálsræði í Sjallinn: Skeimndir af völdum vatns Þegar starfsmenn Sjallans komu til vinnu í gærmorgun urðu þeir varir við vatnsflaum hér og þar um húsið. Við nán- ari athugun kom í Ijós að heita- vatnsrör í lofti ofan við Mána- salinn höfðu sprungið. Ekki er Ijóst af hverju þau sprungu en helst er hallast að því að frostið eigi sök á því. Að sögn Kolbeins Gíslasonar framkvæmdastjóra Sjallans bun- aði vatn niður úr lofti Mánasalar þegar starfsmenn mættu til vinnu í gærmorgun. Ekki er vitað hve- nær rörin sprungu en væntanlega hefur það gerst í fyrrinótt. „Þetta var ljót aðkoma," sagði Kol- beinn, „hér var allt á floti.“ Kolbeinn gat ekki metið hversu miklar skemmdirnar eru í krónum talið. „Mánasalurinn varð illa úti, einkum loftið, og einnig urðu töluverðar skemmdir á börunum og kvennasnyrting- unni niðri. Iðnaðarmenn eru enn að kanna skemmdirnr, en að því loknu verður hafist handa við viðgerðir. Við stefnum að því að koma öllu í samt lag fyrir helgi,“ sagði Kolbeinn Gíslason. -ÞH atvinnugreininni. Um leið þurfa umræður um þetta mikil- væga atriði í íslenkum þjóðar- búskap að leiða af sér málefna- lega upplýsingu og stuðla á þann veg að meiri sátt um físk- veiðistjórnunina,“ sagði Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra í opnunarræðu sinni á ráðstefnu um sjávarútvegs- stefnu framtíðarinnar sem haldin var á Akureyri á laugar- dag. Ráðstefnan var haldin á vegum Stafnbúa, félags sjávar- útvegsfræðinema við Háskól- ann á Akureyri, og Akureyrar- bæjar. Þorsteinn sagði að nú starfi færri að sjávarútvegi á íslandi en áður, eða aðeins 13% þjóðarinn- ar. Til hinna 87% heyri þeir lýð- skrumarar sem tali gjarnan með óvirðingu um fulltrúa þröngra sérhagsmunahópa þegar forystu- menn sjávarútvegs kveði sér hljóðs til að ræða um málefni greinarinnar. Varðmenn sérhags- muna sagði Þorsteinn fremur að finna í hópi þeirra 87% sem að meira eða minna leyti njóti ávaxta verðmætasköpunar sjávarútvegs- ins í öðrum greinum. Þorsteinn vék að ytri sam- keppnisskilyrðum sjávarútvegs- ins og sagði í framhaldi af því: „Sannarlega getum við dregið lærdóm af reynslu nágranna- þjóða okkar af pólitískri miðstýr- ingu í sjávarútvegi þar sem ekki hefur verið tekið tillit til eðlilegra rekstrarskilyrða og arðsemi af rekstri fyrirtækja. Þar sem sjáv- arútvegurinn hefur verið notaður til að leysa byggða- og atvinnu- mál með pólitískri úthlutun á kvótum og styrkjum í skjóli verndartolla og ýmissa annarra styrktaraðgerða. Sjávarútvegsstefna Evrópu- bandalagsins er dæmi um þetta og fjölmargir innan sem utan bandalagsins hafa bent á að hún sé dæmd til að leiða til ófarnaðar. Það er eðlileg gagnrýni á Evrópu- bandalagið að ofstjórn þess með styrkjum og viðskiptahömlum af ýmsu tagi, stjórnun fiskveiða með sóknarmarki, hafi leitt sjáv- arútveginn í ógöngur, sem erfitt verði að komast út úr. Á síðustu árum hafa verið deil- ur hér á landi um hvort beita ætti aflamarki eða sóknarmarki. Flest- um er nú ljóst að við erum á réttri leið. Við höfum enn ekki náð á leiðarenda enda er fullkomnun við stjórnun fiskveiða ekki til frekar en í nokkru öðru stjórn- kerfi sem við getum hugsað okkur,“ sagði Þorsteinn. Ráðherra minnti á að sjávar- útvegurinn rói ekki einn á báti heldur eigi hann sameiginlegra hagsmuna að gæta með öðrum framleiðslugreinum í þjóðfélag- inu. Á það megi t.d. benda að hagsmunir iðnaðarins fari saman við hagsmuni sjávarútvegs. „Það er áhygguefni að hlut- deild sjávarafurða hefur aukist á ný í vöruútflutningi okkar. Það sýnir að iðnaðurinn á við veruleg- an vanda að stríða. Það eru sam- eiginlegrir hagsmunir allra að taka þar á. En hvað sem viðleitni í þá átt líður mun sjávarútvegurinn á ís- landi áfram verða aflvaki og undirstaða atvinnulífsins og meg- inuppspretta verðmætasköpunar. Við getum gert mikið enn til að auka verðmætasköpun í sjávar- útveginum og dregið úr mestu sveiflunum á erlendum fisk- mörkuðum í framtíðinni. Það hlýtur að vera eitt af meginvið- fangsefnum næstu ára.“ JÓH Fundur skíðasambanda um mótahald: Skíðamót íslands enn í lausu lofti

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.