Dagur - 24.03.1992, Side 2

Dagur - 24.03.1992, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 24. mars 1992 Fréttir Ráðstefna Húsgulls: Landgræðsluimi aflient gjafafé fyrir sánmgavélum Á ráðstefnu Húsgulls - Landið er framtíðin - sem haldin var á Hótei Húsavík sl. laugardag var Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra afhent gjafafé, sem nægir nær því til kaupa á þremur raðsáningarvélum. Landgræðslan á aðeins eina slíka vél sem hún eignaðist 1990, en tilkoma þessara véla er talin valda byltingu í árangri af sáningu melgresis og lúpínu. Það voru forsvarsmenn Hús- gulls sem fyrir söfnuninni stóðu. Tryggvi Pálsson, bankastjóri íslandsbanka, afhenti andvirði - bylting í sáningu melgresis og lúpínu einnar sáningarvélar að gjöf frá bankanum og Hagkaup sendi gjafabréf fyrir annarri vél. Frá Ingvari Helgasyni hf. barst fram- lag að upphæð 500 þúsund krón- ur og frá tannlæknum barst fram- lag að upphæð 400 þúsund krónur. Hver sáningarvél kostar um 1,3 milljónir. Sveinn Runólfsson segir að íslenska melgresið sé eina jurtin sem þrífist í sandi og sandfoki. Melfræinu hafi frá upphafi verið sáð með höndum, eða þar til 1990 er Landgræðslan eignaðist bæði tæki til að verka melfræið og húða þannig að unnt væri að vélvæða sáningu þess og einnig fyrstu sáningarvélina. Sáningarvélin er smíðuð í Nýja Sjálandi og hefur reynst afar vel við sáningu á melfræi og lúpínu- fræi. Leitað var að vél sem þyldi erfiðar aðstæður og erfið skilyrði við sáningu, grýtt land, mis- hæðótt og jafnvel hraunlendi. Markmið Landgræðslunnar er að auka sáningu melgresis og lúp- ínu með sáningarvélunum og auka jafnframt samstarf við bændur og áhugafólk um upp- græðsluframkvæmdir. í fyrra var uppskera á melfræi og lúpínufræi óvenju góð, en fjárhagsstaða Landgræðslunnar er þröng, þannig að erfitt hefði verið að kaupa fleiri sáningarvélar án til- komu gjafafjárins er afhent var á Húsgullsráðstefnunni. IM Vegagerð ríkisins: Samið við Klæðningu og Áma Helgason - um vegagerð í Öxnadal og yfir Pverá Vegagerð ríkisins stendur nú í viðræðum við Klæðningu hf. í Garðabæ vegna tilboðs í veg- arkafla í Öxnadal frá Engimýri að Varmavatnshólum. Þá standa yfir viðræður við Árna Helgason í Ólafsfirði um lagn- ingu vegar yfir Þverá á Eyja- fjarðarbraut eystri. Sigurður Oddsson, umdæmistæknifræð- ingur hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri, reiknar með að gengið verði til samninga við báða aðila í vikunni. Tuttugu verktakar buðu í 9,6 km langan kafla í Öxnadal og hljóðaði kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar upp á tæplega 88 milljónir króna. Lægsta tilboðið kom frá Gunnari og Kjartani á Egilsstöðum, 51,9% af kostnað- aráætlun, en að sögn Sigurðar var því hafnað. Jarðefni hf. og Árvélar sf. í Reykjavík áttu næst- lægsta tilboðið en það var dregið til baka. Þriðja lægsta tilboðið kom frá Klæðningu hf. í Garðabæ og hljóðaði það upp i 54,5 milljónir króna eða 61,97% af kostnaðar- áætlun. Sigurður Oddsson sagði að Klæðning væri búin að fá gult ljós og græna ljósið kæmi vænt- anlega í vikunni. Árni Helgason í Ólafsfirði átti lægsta tilboðið í veginn yfir Pverá, 5,7 milljónir sem er 55,03% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar en hún hljóðaði upp á 10,4 milljónir króna. Sigurður reiknaði með að^engið yrði til samninga við Arna í vikunni. SS Tryggvi Pálsson, bankastjóri Islandsbanka, Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, Sigurjón Jóhannesson, ritari Húsgulls og Orn Björnsson útibússtjóri íslandsbanka á Húsavík eftir að bankinn hafði afhent Landgræðslunni and- virði raðsáningarvélar, 1,3 milljónir, að gjöf. Mynd: im Skák Jón G. Viðarsson varð Skákmeistari Norðurlands Jón Garðar Viðarsson varð um helgina Skákmeistari Norður- lands. Hann sigraði með nokkrum yfirburðum í opnum flokki, fékk sjö vinninga af sjö mögulegum. Gylfi Þórhallson varð í öðru sæti með 5 vinn- inga og jafnmarga vinninga í þriðja sæti varð Arnar Þor- steinsson. í kvennaflokki bar Þorbjörg L. Þórisdóttir sigur úr býtum. í hraðskákkeppni sl. sunnudag sigraði Rúnar Sig- urpálsson. Hann er því Hrað- skákmeistari Norðurlands 1992. Skákþing Norðurlands fór fram á Akureyri 19. til 22. mars. Keppt var í fjórum flokkum. Keppendur voru 36, þar af komu 33 frá Skákfélagi Akureyrar, 1 frá Húsavík, 1 frá Ólafsfirði og 1 úr Skagafirði. Fjórir skákmenn, sem eru félagar í Skákfélagi Flskmlblun Norðutiands é Dalvík - Rskvorð á markaöl vlkuna 15.03-21.031992 Tegund Hámarks- verö Lágmarks- verö Meöalverö (kr/kg) Magn (kg) Verömæti Grálúða 80 70 73,46 1.270 93.300 Hlýri 45 45 45,00 69 3.105 Hrogn 110 110 110,00 256 28.160 Karfi 50 48 49,68 2.078 102.579 Keila 36 20 35,97 1.668 60.000 Lúöa 480 300 443,19 207 91.740 Rauömagi 65 63 63,68 1.378 87.746 Skarkoli 80 80 80,00 5.974 477.920 Skata 80 80 80,00 166 13.280 Steinbítur 52 43 45,14 18.474 833.957 Ufsi 44 35 38,02 1.246 47.372 Ýsa 120 92 99,02 4.931 488.269 Þorskur 97 42 84,20 68.007 6.159.243 Þorskur, smár 70 50 66,63 8.913 593.910 Samtals 79,21 114.637 9.080.581 Dagur birtir vikulega tðflu yfir fiskverö hjá Fiakmiftlun Noröurlands ð Dslvik og greinir þar frá verflinu sem fékkst I vikunnl á undan. Petta er gert í ijóai þess aö hlutverk fiskmark.aöa I verömyndun íslenskra sjávarafuröa hefur vaxiö hrööum skrefum og þvi sjálfsagt aö gera lesendum blaösins kieift aö fylgjast meö þröun markaösverös é fiski hér á Noröurlandi. Akureyrar, en búsettir í Reykja- vík, tóku þátt í mótinu. Úrslit á Skákþingi Norður- lands urðu annars sem hér segir: Opinn flokkur (12 keppendur) (v. af 7 mögul.) 1. Jón Garðar Viðarsson 7 2. Gylfi Pórhallsson 5 3. Arnar Þorsteinsson 5 4. Áskell Örn Kárason 5 5. Pór Valtýsson 3!Æ 6. Sigurjón Sigurbjörnsson 3Vi 7. Pórleifur Karlsson 3'/2 Kvennaflokkur (5 keppendur) 1. Porbjörg L. Pórsdóttir 4 2. Birna Baldursdóttir 3 3. Ólafía K. Guðmundsd. 2 Unglingaflokkur (6 keppendur) 1. Gestur Einarsson 3lá 2. Helgi P. Gunnarsson 3V5 3. Páll Pórsson 3 4. Einar Jón Gunnarsson 3 Gestur og Helgi voru jafnir að stigum og tefldu því um 1. sætið. Gestur sigraði með tveim vinn- ingum gegn einum. Barnaflokkur (13 keppendur) 1. Halldór Ingi Kárason 5 Vi 2. Davíð Stefánsson 5'/2 3. Björn Margeirss. Skagaf. 4lA 4. Steingrímur Sigurðsson 4lá 5. Björn Finnbogason 4Vi Hraðskákkeppni Opinn flokkur (14 keppendur) 1. Rúnar Sigurpálsson 11 v. plús 2 2. Jón Garðar Viðarsson llv. plúsl 3. Gylfi Þórhallsson 9XA 4. Áskell Örn Kárason 9 5. Jón Björgvinsson 8'/2 Kvennaflokkur 1. Þorbjörg L. Þórsdóttir 5 2. Birna Baldursdóttir 3 3. Ólafía K. Guðmundsd. 2 Unglingaflokkur 1. Helgi P. Gunnarsson 8 2. Páll Pórsson 6 v. plús 2 3. Gestur Einarsson 6 v. plús 1 Barnaflokkur 1. Halldór Ingi Kárason 7 2. Björn Margeirss. Skagaf. 6 3. Steingrímur Sigurðsson 4 Albert Sigurðsson var skák- stjóri í opna flokknum. Guð- mundur Víðir Gunnlaugsson, Ingimar Friðfinnsson og Rúnar Sigurpálsson voru skákstjórar í yngri flokkunum. óþh Sigurvegarar á Skákþingi Norðurlands. F.v. Arnar Þorsteinsson, Gylfi Þór- hallsson, Jón G. Viðarsson og Rúnar Sigurpálsson. Mynd: Golli Akureyri: Bæjarmála- puiiktar ■ Á fundi bæjarráðs nýlega var lögð fram kostnaðaráætiun um viðgerðir á húsnæði aimenningssnyrtinga undir kirkjutröppunum. Bæjarráð samþykkir að ráðast í viðgerð- ir á húsnæðinu á grundvelli framkominnar kostnaðaráætl- unar en að því tilskyidu að heildarkostnaður fari ekki upp fyrir kr. 960.000. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að veita Kór Akureyrarkirkju styrk að upphæð kr. 300.000 vegna söngfarar tii Danmerk- ur og Svíþjóðar í júní nk. Þá hefur ráðið samþykkt að veita kór Glerárkirkju sömu upp- hæð vegna söngfarar til Þýska- lands, Hollands og Lúxem- borgar. ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá Múrarasambandi íslands, þar sem þeirri áskor- un er beint til allra sveitarfé- laga, að þau reyni að vinna gegn vaxandi atvinnuleysi í byggingariðnaði með því að flýta framkvæmdum og auka þær eftir því sem unnt er svo og að innlend framleiðsla sé látin ganga fyrir erlendri. ■ Bæjarráð hefur heimiiað skuldbreytingu á eftirstöðvum af vélaláni Skautafélags Akur- eyrar. Jafnframt hefur ráðið falið íþrótta- og tómstunda- ráði að fara ofan í rekstur féiagsins og leggja fram hug- myndir um það hvernig sam- starf sé hægt að skapa um reksturinn milli bæjarsins og Skautafélagsins. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að styrkja hvern þátttakanda frá Akureyri á Ólympíuleika fatiaðra um kr. 150.000. ■ Bygginganefnd hefur óskað eftir heimild bæjarráðs tii að auglýsa lausar til umsóknar lóðir í syðsta hluta III. áfanga Giijahverfis. Bæjarráð sam- þykkir liðinn, enda verði lóð- irnar auglýstar með fyrirvara um hvenær þær verði gerðar byggingarhæfar. ■ Skipulagsnefnd hefur bor- ist erindi frá Magnúsi Odds- syni, þar sem hann fer þess á leit að leyft verði að byggja 7 einnar hæðar (heilsárs-) hús í landi Gierár. Skipulagsnefnd getur fyrir sitt leyti fallist á að byggð vcrði orlofshús á svæð- inu en tekur ekki afstöðu til framlagðra uppdrátta og afstöðumyndar. ■ Atvinnumálanefnd hefur samþykkt að láta fara fram könnun á atvinnumáium í bænum, með tilliti til starfs- greina svo og atvinnuhorfum. Einnig samþykkti nefndin að láta fara fram könnun á atvinnuhorfum skólafólks. ■ Atvinnumálanefnd hefur samþykkt að veita Trésmiðj- unni Berki hf. styrk að upp- hæð kr. 325.000 vegna þróun- arverkefnis glugga- og hurða- framleiðslu. ■ Gunnar Arason, formaður hafnarstjórnar hefur látið af starfi sínu í hafnarstjórn en Gunnar hefur verið ráðinn hafnarvörður og tók við því starfi 1. mars sl. ■ Engar athugasemdir bárust að deiliskipulagi Fiskihafnar- innar og hefur skipulagsnefnd lagt til að tillagan verði sam- þykkt og send skipulagsstjóra ríkisins til samþykktar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.