Dagur - 24.03.1992, Síða 3
Þriðjudagur 24. mars 1992 - DAGUR - 3
Fréttir________________________________________________________________________
Sauðárkrókur:
Bæjarráð leitar lögfræðiálits vegna Rastarimiar
- samþykktur úreldingarstyrkur 37 milljónir
Bæjarráð Sauðárkróks sam-
þykkti á fundi sínum sl. föstu-
dag að ráða lögfræðing til að
kanna réttarstöðu bæjarins
vegna sölu aflaheimilda og
úreldingar á Röst SK-17. A
fundinum var einnig fjallað um
þær vinnureglur sem gilt hafa
varðandi undirskriftir vegna
Hvammstangi:
Máleftialegar
umræðui’ um
hitaveituna
„Það mættu um sextíu manns
á fundinn og umræður voru
málefnalegar í alla staði,“ segir
Jón Haukdal Kristjánsson,
gjaldkeri Verkalýðsfélagsins
Hvatar á Hvammstanga um
almennan borgarafund sem
félagið hélt sl. sunnudag um
hitaveitumál á Hvammstanga.
Að sögn Jóns kom m.a. fram á
fundinum að hreppsnefnd myndi
endurgreiða notendum hitaveit-
unnar ef tekjur hennar yrðu
meiri en reiknað er með í fjár-
hagsáætlun. Hinsvegar segir Jón
að hreppsnefndarmenn hafi ekki
lofað lækkun ef vatnssparnaður
íbúa yrði það mikill að tekjur
veitunnar yrðu minni en ráð væri
fyrir gert.
„A fundinum kom fram að
íbúar staðarins búa ekki allir við
sama hitastig á heita vatninu
þrátt fyrir að allir greiði það sama
fyrir mínútulítrann og hrepps-
nefndarmenn viðurkenndu að
töluvert væri eftir af framkvæmd-
um við dreifikerfið áður en það
yrði fullkomið. Þrátt fyrir að eng-
ar eiginlegar niðurstöður hafi
fengist, held að þessi fundur hafi
létt aðeins á þeirri spennu sem hér I
ríkir um þessi mál,“ segir Jón.
SBG
HlíðarQall:
Þijú mót
um helgina
- en almennir skíða-
menn voru fáir í íjallinu |
Þrjú skíðamót voru haldin í1
Hlíðarfjalli um helgina og var
góð þátttaka í þeim. Hins veg-
ar var aðsókn almennings í
fjallið ekki sérlega mikil, að
sögn Kristins Sigurðssonar
starfsmanns Skíðastaða.
„Ég veit ekki af hverju aðsókn-
in var svona dræm, hvort það er
vegna þess að fólk er búið að
gleyma skíðunum sínum eða
hvort sólarleysið átti sökina.
Auðvitað á það sinn þátt í þessu
að þrjár lyftur eru lokaðar:
barnalyftan, Hjallabraut og
Hólabraut. Byrjendur fara ekki
beint í stólalyftuna svo þeir komu
ekki,“ sagði Kristinn.
í gærdag var kominn 4-5 stiga
hiti í fjallið og sagði Kristinn að
starfsmennirnir óttuðust hlákuna
sem nú væri verið að spá. „Við
vildum gjarnan sjá meira af þess-
ari snjókomu sem þeir spá öðru
hvoru en minna verður úr,“ sagði
hann. Ekki kvaðst hann þó óttast
um landsmótið sem fara á fram í
Hlíðarfjalli eftir 10 daga. „Það
verður allt í lagi ef snjórinn verð-
ur jafnmikill og liann er núna,“
sagði Kristinn. -ÞH
kvótaleigusamninga.
Að sögn Björns Sigurbjörns-
sonar, formanns bæjarráðs Sauð-
árkróks, ákvað bæjarráð að leita
eftir lögfræðilegu áliti varðandi
kvótasölu og úreldingu á Röst-
inni til að fá úr því skorið hvernig
til háttar með forkaupsrétt sveit-
arfélagsins í þessu máli. Ráðið
samþykkti auk þess að endur-
skoða vinnureglur varðandi
undirskriftir bæjarins við kvóta-
leigu vegna þess að starfsmaður
bæjaryfirvalda undirritaði fyrir
skömmu 274 tonna kvótaleigu-
samning frá Dögun til Granda án
þess að láta bæjarráð vita sér-
staklega.
„Þær vinnureglur hafa gilt að
starfsmenn bæjaryfirvalda hafa
getað undirritað kvótaleigusamn-
inga fyrir hönd bæjarins án þess
að það væri tekið fyrir í bæjar-
ráði. Það var því ekki óeðlilegt
að þessi tiltekna undirritun var
ekki tekin fyrir á bæjarráðsfundi,
en í ljósi þess hversu mikinn
kvóta var um að ræða, ákváðum
við að endurskoða þessar vinnu-
reglur okkar,“ segir Björn Sigur-
björnsson.
Staðfest er að Hagræðinga-
sjóður samþykkti í síðustu viku
beiðni Dögunar hf. um úreldingu
á Röstinni og var 37 milljón
króna úreldingarstyrkur sam-
þykktur. Stjórn Dögunar getur
því valið milli þess að selja skipið
eða úrelda það, en að sögn
Ómars Gunnarssonar fram-
kvæmdastjóra er ekki búið að
taka neinar ákvarðanir í því
sambandi. Stjórnin hefur heldur
ekki tekið afstöðu til beiðni
bæjarstjórnar Sauðárkróks um
að bærinn fái að ganga inn í sölu-
samninga varðandi bolfiskkvóta
Rastarinnar.
Hvað snertir fregnir um að
Grandi hf. hyggist kaupa Röstina
af Dögun segist Brynjólfur
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Granda, ekki vera reiðubúinn að
segja annað um viðskipti fyrir-
tækisins við Dögun, en að gerður
hefði verið leigusamningur um
bolfiskkvóta fyrir þetta kvótaár.
Tíminn yrði að leiða í ljós hvort
um frekari viðskipti yrði að ræða.
SBG
Grimnnr
★ 7% raunvextir og verðtrygging * Sparnaðartími3-5-10ár
★ 25% skattafsláttur ★ Lánsréttur í lok sparnaðartíma
•k Innstœða eignarskattsfrjáls * Ákjósanlegur lífeyrissjóður
Grunnur er húsnœðisreikningur Landsbankans. Hann er bundinn í 3-10 ár og nýtur ávallt bestu ávöxtunarkjara sem bankinn býður. Leggja þarf inn
á Grunn reglulega og er hámarksinnlegg á árinu nú kr. 428.360,- eða kr. 107.090,- ársfjórðungslega. Skattafsláttur af innlagðri upphæð er 25%.
Pannig gefur til dœmis 400.000,- króna innlegg 100.000,- krónur ískattafslátt. Grunni fylgir sjáljkrafa lánsréttur vegna húsnœðis. Hámarkslán er nú
1,8 milljónir króna. Grunnur er þannig bœði góð sparnaðarleið fyrir þá sem hyggja á húsnœöiskaup eða byggingu og kjörinn lífeyrissjóðurfyrir spari-
fjáreigendur.
Landsbankinn býður viðskiptavinum að millifœra greiðslur af Einkareikningi yfir á Grunn, mánaðar-
lega eða í lok hvers ársfjórðungs.
Hafið samband við nœsta útibú Landsbankans og starfsmenn þar munu fúslega veita nánari upplýsing-
ar um Grunninn.
Dœmi um sparnað á Grunni:
Forsendur:
* Lagðar eruinnkr. 10.000 í lok hvers mánaðar. * Skattafsláttur er 25% af heildarinnleggi.
* 7% raunvextir reiknast mánaðarlega og leggjast * Miðað er við fast verðlag.
við höfuðstól í árslok.
Sparnaðartími 3 ár 5 ár lOár
Samtals innborgað 360.000 600.000 1.200.000
Vextir 38.165 112.229 511.167
ínnstœða með vöxtum 398.165 712.229 1.711.167
Skattafsláttur 90.000 150.000 300.000
Samtals vextir og skattafsláttur 128.165 262.229 811.167
Uppsöfnuð raunávöxtun 22.83% 15.97% 10.94%
Sparnaðartími Margfeldi af höfuðstól Hámarksupphœð
3 ár 2 600.000
4 ár 3 1.200.000
5-10 ár 4 1.800.000
Til að ná fullum skattafslœtti fyrir árið 1992 þarf að leggja inn eigi
síðar en 31. mars 1992.
L
Landsbanki
íslands
Útibúin á Norðurlandi