Dagur - 24.03.1992, Page 5

Dagur - 24.03.1992, Page 5
Þriðjudagur 24. mars 1992 - DAGUR - 5 Norðlenskir hestadagar: Fjölbreytt dagskrá og íjftlmenni Norðlenskir hestadagar fóru fram í Reiðhöllinni í Reykjavík um sl. helgi. Sýningar voru á föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Aðsókn að sýningun- um var mikil. Hátt í 3000 gestir mættu til sýninganna. Á laugar- dagskvöldið þurfti að vísa 400 til 500 manns frá þar sem Reiðhöll- in var orðin yfirfull af áhorfend- um strax um kl. 20.00, en sýn- ingin hófst kl. 20.30 stundvíslega með fánareið fulltrúa hesta- mannafélaga af Norðurlandi. Atli Guðlaugsson, skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar, fór fyrir fánareiðinni á glæstum brúnum hesti. Er knapar höfðu heilsað áhorfendum blés Atli stef í trompet til merkis um að sýningin væri hafin. Þau hestamannafélög er tóku þátt í „Norðlenskum hestadögum“ voru; Funi úr Eyjafirði, Glæsir frá Siglufirði, Gnýfari úr Ólafsfirði, Grani, Þjálfi og Þráinn úr Suður- Þingeyjarsýslu, Hringur frá Dalvík, Léttfeti, Stígandi og Svaði úr Skagafirði, Léttir frá Akureyri, Neisti, Óðinn og Snarfari úr Aust- ur-Húnavatnssýslu og Þytur úr Vestur-Húnavatnssýslu. Sýningar- atriði kvöldsins voru 22. Taum- hringssýning nemenda frá Bænda- skólanum á Hólum tókst með ágætum og þá tók við sýning 6 vetra stóðhesta. Sjö stóðhestar komu fram og voru allir glæsilegir. Undirrituðum þótti Safír frá Við- vík í eigu Jóhannesar Ottóssonar, Akureyri, og Gnýfari frá Húsey í eigu Jósafats V. Felixssonar, bónda í Húsey, hvað glæsilegastir og fimastir. Að lokinni sýningunni á stóðhestunum komu fram tveir úrvalstöltarar samkvæmt kynn- ingu. Hausti frá Hofsstaðaseli og Fálki frá Lambanesreykjum voru ekki þeir úrvalstöltarar sem búast mátti við fremur en hinir tveir úrvalstöltararnir, Þór frá Neðra- Ási og Vinur frá Úlfsstöðum, er komu fram síðar um kvöldið. í afkvæmasýningu Elds 950 komu fram sex hross. Sýningin var ekki rishá, en Þristur Sigurbjarnar Bárðarsonar í Reykjavík er þó hestur sem væntingar eru bundnar við. Nú var komið að unglingunum. Átta galvaskir krakkar frá Hesta- mannafélaginu Létti frá Akureyri riðu inn á völlinn. Sýningaratriðið er þau höfðu æft undir stjórn Kol- brúnar Kristjánsdóttur frá Rauð- vík ránn í gegn hnökralaust að mestu og þau fengu lófaklapp mikið. „Séra Magnús settist upp á skjóna“ var tilkomumikil sýning undir söng Baldvins Kr. Baldvins- sonar og Baldurs Baldurssonar. Sigurbjörn Bárðarson kom fram búinn sem séra Magnús á hesti sín- um Gáska, sem er 5 vetra undan Gáska frá Hofsstöðum og Drottn- ingu 4648 frá Sauðárkróki. Gáski Sigurbjarnar er listagæðingur þó ungur sé. Fótahreyfing á tölti sem brokki er fjaðurmögnuð og há. Ekki skemmdi skeiðspretturinn í lok sýningarinnar heildarmyndina og lofar tamningu eigandans. Sýningin „Fimimunstur" sextán nemenda frá Bændaskólanum á Hólum á glæstum hestum var hnit- miðuð. Greinilegt var að Eyjólfur ísólfsson, reiðkennari að Flólum, hafði lagt mikla vinnu í að undir- búa nemendur sína. Undirritaður verður þó að segja að atriði sem þetta er enn tilkomumeira með stórum hestum sem á hestasýning- unni í Essen forðum daga. Sýning á kynbótahryssum var ekki tilkomumikil og gefur ekki rétta mynd af ræktun hrossa norð- an heiða. Þess ber að geta að hryss- urnar allar eiga eftir að gera mun betur er líður að vori. Hreyfing frá Húsey bar af fyrir gjörfileik, en hún er í eigu Guðlaugs Arasonar á Akureyri. „Hvarf séra Odds“ var skemmti- lega sviðsett. Þeir hestar er komu fram voru Brýnir frá Kvíabekk, Hylling frá Akureyri, Krummi frá Litla-Hóli og Nökkvi frá Akureyri og stóðu fyrir sínu. Skemmtileg lýsing setti mikinn svip á sýning- una. Hindrunarstökk er nemendur frá Bændaskólanum á Hólum sýndu hitti ekki í mark að mati undirrit- aðs fremur en sýning númer tvö á kynbótahryssum. Nótt frá Akri í Eyjafirði og Hrafntinna frá Dalvík eru þó kostagripir sem vert er að fylgjast með í sýningum á komandi sumri. Betur hefði mátt vanda til sýningar þessarar og allar hryssurnar fóru illa á skammhliðum. Ræktunarbússýning frá Keldu- dal í Skagafirði var ekki rishá og oft hefur undirritaður séð betri tilþrif hrossa frá Leifi Þórarinssyni bónda. Spurningu vekur hvert markmið sé með sýningu sem þess- ari. Kerruakstur Sigmundar Sigur- jónssonar þar sem Hvassi frá Hvassafelli var spenntur fyrir létti- kerru var skemmtilegur, en þó hefði Sigmundur mátt nýta hæfi- leika Hvassa mun betur og gang- breytingar hefðu mátt vera hreinni. Munsturreiðin var gott sýningar- atriði og þá var komið að hástökks- áskoruninni. Nemendur Bændaskólans á Hól- um höfðu skorað á Sigurbjörn Bárðarson á Hæringi í einvígi í hindrunarstökki. Sigurbjörn og Hæringur hafa unnið til fjölda verðlauna í hindrunarstökki, en nú fóru leikar svo að Sigurbjörn varð að játa sig sigraðan eftir hörku- spennandi keppni. Þórdís Bjarna- dóttir og Sýslumanns-Gráni voru sigurvegarar kvöldsins. íþrótta- hestar tveir, Hjúpur frá Leysingja- stöðum og Nökkvi frá Þverá komu nú fram. Hestarnir báðir eru falleg- Rökkurkórinn: Söngfór til Siglufjarðar Rökkurkórinn í Skagatlröi hyggur á söngför til Siglufjarð- ar nk. miðvikudag. Kórinn söng með Kvennakór Siglu- fjarðar á tónleikum í Hofsósi fyrir skömmu og að sögn Önnu S. Rögnvaldsdóttur fæddist þá hugmyndin að tónleikunum á Siglufirði. Stjórnandi Rökkurkórsins er Sveinn Árnason og undirleikarar þau Rögnvaldur Valbergsson á píanó og Mette Worum á saxa- fón, en kórfélagar eru um fimm- tíu talsins. „Gróska hefur verið í starfi kórsins í vetur og margt ungt fólk bæst í hans raðir. Framundan hjá okkur eru tónleikar á Sæluviku Skagfirðinga og síðan munum við enda vetrarstarfið á söngför til Þingeyinga í lok apríl,“ segir Anna. Anna segir að kórinn sé búinn að æfa upp liðlega tuttugu lög og í lagavali gæti mikillar fjöl- breytni. Tónleikarnir á Siglufirði hefjast klukkan 21 nk. miðviku- dag. SBG ir, en oft hafa sést betri „íþrótta- hestar“ á mótum hestamanna. Fegurðardrottning Norðurlands 1991 er Pálína Halldórsdóttir frá Sandhólum á Tjörnesi. Pálína var kynnt á Norðlenskum hestadögum og hún kom fram á glæstum brún- um gæðing sem er í eigu Sigur- bjarnar Bárðarsonar. Fallegur hestur sem stúlka settu snotran svip á kvöldið í Reiðhöllinni. Framlag ísólfs Þórissonar til kvöldsins var athyglisvert þar sem hann fór stórum standandi á hest- unum Ljúf og Tuma á stökki miklu. „Djákninn“ var gott sýning- aratriði í meðferð knapanna Hrafnhildar Jónsdóttur og Her- manns Ingasonar frá Þingeyrum, en þá var komið að lokaatriði kvöldsins. Hrímni frá Hrafnagili í Eyjafirði og Björn Sveinsson frá Varmalæk í Skagafirði þarf ekki að kynna. Er sýningunni lauk heyrði undirritað- ur margan manninn segja. „Því getum við íslendingar ekki ræktað hest sem þennan?" Spurningunni læt ég ósvarað, en hrossaræktar- ráðunautar ættu að velta þessari spurningu fyrir sér sérstaklega í ljósi þess sem bar að líta í Reið- höllinni, „úrvalshesta og hryssur af Norðurlandi". ój Aðalfundur Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf., Akureyri, árið 1992, verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri, þriðjudaginn 31. mars nk. og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 12. greinar samþykkta félagsins. 2. Horfur á hlutabréfamarkaði. Erindi: Stefán Halldórsson, ráðgjafi. 3. Önnur mál. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1991 verður hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Ráð- hústorgi 1, Akureyri, frá 24. mars 1992. Akureyri, 24. mars 1992. Stjórn Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. RAUTT UÓS RAUTT 'II \\\iÍlk yUMFERÐAR RÁÐ BYGGINGAVORUR LÓNSBAKKA Muniö Gólfefnadaga 15% Gólfflísar - Gólfteppi - Gólfdúkar - Dreglar - Mottur - Spónaparket, ýmsar gerðir - Plastparket, beyki, askur, eik, greni Tarket parket: Eik natur kr. 3.531 m2 stgr Eik kvistuð kr. 3.256 m2 stgr Askur kr. 3.712 m2 stgr Merbau kr. 3.589 m2 stgr Hevea kr. 2.990 m2 stgr 601 Akurevri • 96-30321 & 96-30326 • Fax 96-27813 __

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.