Dagur - 24.03.1992, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. mars 1992 - DAGUR - 11
Kvikmyndarýni
Jón Hjaltason
Glæpagengið
Borgarbíó sýnir: Glæpagengiö
(Mobsters).
Leikstjóri: Michael Karbelnikoff.
Aöalhlutverk: Christian Slater, Patrick
Dempsey, Richard Grieco, Costas Mandylor
og Anthony Quinn.
Universal 1991.
Glæpagengið er að mörgu leyti
ekki ólík kvikmyndum eins og
Krays-bræðrum og Good Fellas.
Fátækir og umkomulausir ung-
lingar sjá enga leið færa upp úr
strætinu aðra en þá sem leiðir inn
á glæpsamlegar brautir. Þröngi
vegurinn er of grýttur og of mjór.
Sá stóri munur er þó á Glæpa-
genginu og hinum kvikmyndunum
tveimur að drunginn og svartnætt-
is vonleysið er sveif yfir vötnum í
bæði Good Fellas og bræðrunum
er víðsfjarri í Glæpagenginu. Það
er þvert á móti heldur létt yfir
fjórmenningunum Slater, Demps-
ey, Grieco og Mandylor en þeir
mynda klíkuna og bakfiskinn í
seinna voldugum glæpasamtök-
um. Þeir eru ungir menn á upp-
leið. Gamlir skarfar eins og Ant-
hony Quinn reyna að halda hlut
sínum fyrir þeim, þykjast klókir í
skjóli aldurs og reynslu, en ung-
dómurinn er ekki á því að láta
bæla sig. Við þetta bætist að Slat-
er á harma að hefna vegna yftr-
gangs mafíuforingja.
Sagan er byggð á sönnum atburð-
um, að minnsta kosti eiga sögu-
hetjumar sér stoð í raunveruleik-
Christian Slater sem Charlie hinn
lánsami Luciano.
anum. Slater er til dæmis lánsami
Luciano sem var meðal annars í
slagtogi með hinum þjóðsagna-
kennda A1 Capone. Félagar hans
þrír eru einnig í hlutverkum
kunnra bandaríska glæpona er
hófust til „vegs og virðingar"
bannárunum. Glæpagengið er um
baráttu þeirra fjögurra við sér eldri
mafíuosa og lýsir því hvemig þeir,
þrátt fyrir mikinn liðsmun, reyndu
að sigra öldungana og koma þeim
fyrir kattamef. Úrslit þeirrar bar-
áttu skulum við láta liggja á milli
hluta að sinni.
Ekki verður annað sagt en að
leikstjóranum Michael Kar-
belnikoff takist mæta vel að búa
til bæði spennandi og skemmti-
lega kvikmynd úr margbrotnum
efniviði. Það er aldrei einfalt að
búa til kvikmynd þar sem mörg ár
eru höfð undir án þess að það bitni
að einhverju leyti á myndmálinu
og um leið sögunni. Við skulum
minnast þess að í upphafi er leik-
stjóranum skammtaður ákveðinn
tímarammi, nálega 120 mínútur,
sem hann á að fylla upp í. Það er
ekki eins og til dæmis með sagn-
fræðingsdulur sem mega skrifa og
skrifa bara á meðan andinn blæs
þeim einhverju í brjóst og þurfa
ekkert að hyggja að væntanlegri
þykkt bókar eða umfangi mynd-
máls. Það er skemmtilegt að sjá
hvemig sögusvið 3. áratugarins er
endurskapað, götur, klæðnaður,
bílar, og maður hrífst með ung-
lingunum þar sem þeir hlaupa um
strætin í misjafnlega heiðvirðum
tilgangi. Ekki er síður athyglisvert
að fylgjast með sambandi fjór-
menninganna, tveir þeirra eru af
ítölsku bergi brotni og tveir gyð-
ingar. Þetta er viðsjárverð blanda
að dómi umhverfisins en gengur
engu að síður upp.
Andlegur þykkskinnimgur
Borgarbió sýnir: Hollywood-lækninn
(Doc-Hollywood).
Lcikstjóri: Michael Caton-Jones.
Aðalhlutverk: Michael J. Fox, Julie Warner
og Barnard Hughes.
Warner Bros 1991.
Stundum halda hugsunarlitlir
menn að til sé einn og einhlítur
mælikvarði á alla hluti, jafnt stóra
sem smáa. Aðrir, sem mæna á
þessa sömu mælistiku, telja sig sjá
örlítið lengra og fullyrða að þekk-
ing sé allt er maðurinn þarfnist til
að ná þessum Olympstindi visk-
unnar; að geta fellt óvéfengjan-
lega og óumdeilda dóma (sumir fá
þennan hæfileika í vöggugjöf okk-
ur meðborgurunum til óblandinnar
ánægju). Ef til vill er þetta svo en
mikið skelfing á ég oft erfitt með
að koma auga á hið algilda svar.
Hollywood-læknirinn er nýjasta
dæmið þar um. Þrátt fyrir nokkra
óbeit á Michael J. Fox og efa-
semdir um leikhæfileika hans (er
mögnuðust mjög eftir að hafa séð
myndina Casualties of War) verð
ég að játa fyrir sjálfum mér að
Hollywood-læknirinn er ekki svo
afleit. Þetta er létt grín um allt og
ekkert. Bandarísk rómantík er sett
í öndvegi og draumur allra Banda-
ríkjamanna um að verða ríkir sett-
ur til hliðar eða öllu heldur hann
er látinn bíða ósigur fyrir ástinni.
Ég var sem sagt tiltölulega sáttur
þegar ég kom út úr bíóinu og hóf
viðræður við sjálfskipaðan kvið-
dóminn, fylginautana tvo. En ekki
hafði ég fyrr lokið upp munni um
þá ágætu skemmtun sem ég hafði
haft af Fox en þeir byrjuðu að
finna honum allt til foráttu og
auðvitað kvikmyndinni um leið.
Og þar sem ég var í minnihluta
var skoðun minni ýtt út af pall-
borðinu rétt eins og notuðum
smokki - þið afsakið orðalagið en
samlíkingin er nauðsynleg. Ég
ætti því, ef farið væri eftir þeim
lýðræðisreglum sem okkar kyn-
slóð telur forsendu allra framfara,
að skrifa ljótt eitt um Fox og
lækninn hans. En ég hef alltaf ver-
ið svolítill einræðissinni inn við
beinið - eða andlegur þykkskinn-
ungur eins og spaugaramir hafa
leyft sér að segja - og vil því ekki
alveg alltaf lúta vilja eða skoðun-
um meirihlutans.
Hollywood-læknirinn er að mínu
mati heldur geðþekk mynd,
spaugileg og jafnvel svolítið róm-
antísk. Það er vel farið með and-
hverfur myndarinnar, annars veg-
ar drauminn um ríkidæmið og
hins vegar ástina. Auðvitað getur
þetta tvennt farið saman en í þetta
skiptið hentar það leikstjóranum
að mála allan heiminn í svart-
hvítu. Ég er raunar ekki frá því að
íslenskir starfsbræður hans gætu
eitthvað lært af þessari kvikmynd
um afstöðuna til strjálbýlisins. Þeir
eru nefnileg ekkert síður en marg-
ur útlendingurinn fastir í þeirri
goðsögn að sveitalífið sé örugg á-
vísun á andlega örbirgð og jafnvel
líkamlega einnig. Enginn dvelur í
sveit óneyddur, hljóðar vísdómur
þeirra.
Auglýsinga-taktur
Borgarbíó sýnir: Bakslag (Ricochet).
Leikstjóri: Russell Mulchay.
AOalhlutverk: Denzel Washington, John
Lithgow og Ice T.
Warner Bros 1991.
Hvað þarf til að gera góða
spennumynd? Ef til vill atburðarás
er líkist auglýsingatíma ríkissjón-
varpsins okkar? Ég veit það að
minnsta kosti fyrir víst að litlu
bömin kunna að meta stutt og at-
burðarík myndskeiðin er auglýs-
ingatíminn býður upp á. En emm
við hin eldri að leita að svipuðum
sam-klipptum en samhengislitlum
spennuköflum í kvikmyndum nú-
tímans, á bófahasarinn að vera
eintóm spenna sem mögnuð er
upp með handafli þar sem tæknin
er notuð til hins ýtrasta en minni
gaumur gefinn að sögunni og eðli-
legri framvindu ævintýrisins? Ef
við tökum auglýsingaháttinn fram
yfir söguna þá er Bakslag mynd
fyrir okkur. Vemleiki kvikmynd-
arinnar er látinn stjómast af því er
kemur aðalsöguhetjunni vel en um
leið rofnar jarðsambandið. Bófar
verða góðir, svo góðir að þeir
fóma fjárfúlgum til aðstoðar hetj-
unni. Menn skjóta upp kollinum
hér og þar, ýmist hátt uppi á hús-
þökum eða í hæstu nýbyggingum.
Heimilisfaðirinn geymir gullin
sín, rakettur, í eldhússkápnum og
þrjóturinn er allsstaðar, ofur-klók-
ur (nema í byrjun) og alvondur.
Bakslag á að vera afþreying en
allri afþreyingu em takmörk sett.
Auðvitað er það svo að bíómyndin
lýtur ekki sömu lögmálum og
vemleikinn sem við þrífumst í.
Margt er þó sameiginlegt og
spuming hvenær afþreyingin fer
yfir velsæmismörk skynseminnar
og verður vitlaus. En stundum má
einnig hafa gaman af vitleysunni,
sérstaklega ef Denzel Washington
tekur þátt í henni. Hann er af-
bragsleikari og ætti vissulega að
fá stærri hlutverk að leika en það
sem hann fer með í Bakslagi. Par
er hann lögregluþjónninn sem
flækist inn í sóðamál, liggur sjálf-
ur undir gmn um morð, er hund-
eltur og verður að leita hjálpar hjá
undirheimalýð stórborgarinnar til
að koma undir sig fótunum aftur.
Hótel til leigu!
Raufarhafnarhreppur auglýsir eftir rekstraraðila
til að taka að sér rekstur Hótels Norðurljóss á
Raufarhöfn.
Hótelið er á tveimur hæðum.
Á neðri hæð eru m.a. gestamóttaka, 9 gistiherbergi,
eldhús, 60 manna veitingasalur og setustofa.
Á efri hæð eru m.a. 14 gistiherbergi.
Þetta er kjörinn atvinnukostur fyrir hjón eða fjöl-
skyldu með áhuga og reynslu af hótel- og/eða veit-
ingarekstri.
Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 96-
51151.
Þeir sem áhuga hafa, skili umsóknum til skrifstofu
Raufarhafnarhrepps, Aðalbraut 2, 675 Raufarhöfn,
fyrir 10. apríl nk.
ÚTBOÐ
Óskað er eftir tilboðum í byggingu 70
íbúða fyrir aldraða við Lindasíðu 2 og 4
á Akureyri.
Útboðsgögn verða afhent á A.V.J. teiknistofunni,
Tryggvabraut 10, Akureyri frá og með miðvikudegin-
um 1. apríl 1992, gegn 30.000 - þrjátíu þúsund
króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð í Húsi aldraðra Lundargötu 7,
Akureyri miðvikudaginn 15. apríl nk. kl. 10.00 að við-
stöddum þeim bjóðendum og fulltrúum þeirra sem
staddir kunna að verða þar.
Við áskiljum okkur fullan rétt að taka eða hafna
hvaða tilboði sem er.
Akureyri 23. mars 1992.
Framkvæmdanefnd um byggingar aldraðra Akureyri.
o
o
Aðalfundur
Aöalfundur íslandsbanka hf. árib 1992
veröur haldinn í Súlnasal, Hótel Sögu,
mánudaginn 6. apríl 1992 og hefst kl. 16.30.
Dagskrá:
1. Abalfundarstörf í samræmi vib 19. gr. samþykkta
bankans.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Hluthafar, sem vilja fá ákvebib mál tekib til
mebferbar á abalfundinum skulu í samrœmi vib
ákvœbi 16. greinar samþykkta bankans gera
skriflega kröfu um þab til bankarábs, Kringlunni 7,
ísíbasta lagi 26. mars 1992.
Abgöngumibar ab fundinum og atkvœbaseblar
verba afhentir hluthöfum eba umbobsmönnum
þeirra í útibúi íslandsbanka, Kringlunni 7, 1., 2. og
3. apríl nœstkomandi kl. 9.15 - 16.00 svo og á
fundardegi.
Ársreikningur félagsins fyrir árib 1991, ásamt
tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verbur
hluthöfum til sýnis á sama stab.
Reykjavík, 20. mars 1992.
Bankaráb íslandsbanka hf.
ÍSLANDSBANKI