Dagur - 27.03.1992, Page 2

Dagur - 27.03.1992, Page 2
2 - DAGUR - Föstudagur 27. mars 1992 Fréttir Ungmennafélagið Efling: Frumsýning í kvöld á Fugli í búri og Fótaferð Aðalbjörg Pálsdóttir og Snorri Kristjánsson í hlutverkum sínum. Mynd: Víkurblaðið Visa ísland: Tugmilljóna hagnaður á síðasta árí -árið 1991 hagstætt greiðslukortafyrirtækinu UMF Efling í Reykjadal frum- sýnir tvo einþáttunga, Fugl í búri og Fótaferð, að Breiðu- mýri í kvöld kl. 21. Leikstjóri er María Sigurðardóttir, en hún leikstýrði einnig hjá félag- inu fyrir tveimur árum er það frumsýndi Sveitasinfóníu Ragnars Arnalds eftir talsvert langt hlé á leikstarfsemi. „Áhugi fyrir leikstarfsemi er mikill, en það er mikið að gera hjá fólki,“ sagði Aðalbjörg Páls- dóttir, formaður leikdeildar Efl- ingar, aðspurð um áhuga á leik- listarstarfseminni í Reykjadal. Sex sýningar á einþáttungunum hafa verið ákveðnar en sýningar- tími á verkinu verður mjög tak- markaður. Níu leikendur koma fram í þáttunum en alls starfa 15-20 manns að sýningum þeirra. Einþáttungarnir fjalla báðir um líf kvenna, en gerast á ólíkum tímum, á ólíkum stöðum og fjalla um ólík líf. Fugl í búri er eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur og hefur aðeins einu sinni verið sýndur áður, á vegum Félags eldri borgara. Þátturinn fjallar um ekkju og myndir úr lífshlaupi hennar koma fram er börn henn- ar halda upp á 75 ára afmælið. Þátturinn er sagður skemmtileg- ur og bregða upp myndum af mannlegu hliðinni á lífinu á átakalausan hátt. Fótaferð er einn af þremur sjálfstæðum þáttum úr verkinu Kona eftir Dario Fo og Franca Rame. Hólmfríður Jóhannes- dóttir glímir þarna við einleik í mjög skemmtilegu verki. „Við vonum að við fáum góða aðsókn á sýningarnar, þó mikið sé um að vera um þessar mundir," sagði Aðalbjörg Páls- dóttir, í samtali við Dag. IM Athugasemd - vegna fréttar um kartöflumarkaðinn í frétt Dags sl. miðvikudag um kartöflumarkaðinn kom fram að vegna kartöflumyglu hafi orðið mikil afföll af uppskeru síðasta sumars. Rétt er að taka það fram, til að forðast misskilning, að kartöflu- myglu hefur til þessa ekki orðið vart á Norðurlandi; hún hefur eingöngu verið bundin við Suður- land. Hagnaður Visa ísland á síðasta árí nam 127 milljónum króna. Þegar tekið hefur verið tillit til skattagreiðslna nemur nettó- hagnaður 65 milljónum króna. Aðalfundur félagsins var hald- inn fyrir skömmu og sagði stjórnarformaður þess, Jóhann Ágústsson, þar að árið 1991 hafí verið félaginu hagstætt og aukið umfang í allri starfsemi þess. Hagnaður Visa íslands eykst verulega milli áranna 1990 og 1991 en fyrrnefnda árið var hann 63 milljónir fyrir skattagreiðslur. Heildarvelta í Visa-viðskiptum á árinu 1991 nam 35,7 milljörðum króna og jókst um 3,8 milljarða, eða 15,2%, frá árinu áður. Þetta er nokkru minni aukning við- Samgönguráðuneytið hefur auglýst stöðu flugmálastjóra lausa til umsóknar. Staðan er veitt frá og með 1. skipta en á árinu 1990 þegar þau jukust um yfir 20%. Af viðskiptum með Visa-kort á síðasta ári eru 30 milljarðar innanlands og 5,7 milljarðar erlendis. Á aðalfundinum kom fram að hlutfallslega varð mest aukning á sjálfvirkum reglubundnum greiðsl- um, svonefndum boðgreiðslum, sem námu 3 milljörðum á síðasta ári og hafa aukist um 185% á síð- ustu tveimur árum. Þá jukust raðgreiðslur einnig umtalsvert á árinu og námu í heild 2,3 millj- örðum króna á árinu, sem er 34% aukning frá árinu 1990. Greiðslur erlendra ferða- manna með Visa-kortum hér á landi aukast jafnt og þétt og námu tæpum milljarði á síðasta ári. JÓH júní 1992 en umsóknarfrestur er til 10. apríl. Það er samgönguráð- herra sem veitir stöðuna að feng- inni umsögn flugráðs. PIZZA- HÚS PIZZA- HÚS FRI HEIMSENDINQ • SIMI 22525 BAR BAR riOTALEGUR STADUR TÓNLISTARSTADUR DROPINN HAFNARSTRÆTI 98 • AKUREYRI STORSYNING 5RIDDS Alfreðsmótið í bridds: Mótið jafnframt Akureyrarmót Staða flugmálastjóra auglýst O1 Á HEIMILISTÆKJUM OG SAUMAVÉLUM ”13] KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 í sveitakeppni og tvímerniingi Nú stendur yfir á vegum Bridgefélags Akureyrar, Alfreðsmótið, sem er minning- armót um Alfreð Pálsson. Mótið er jafnframt Akureyrar- mót í sveitakeppni og tvímenn- ingi og eru pörin dregin saman í sveitakeppnina. Spilað er eft- ir Butler fyrirkomulagi. Þegar lokið er 17 umferðum af 24 er staðan í mótinu þessi: Sveitakeppni: 1.-2. Stefán Stefánsson, Gunnar Berg, Skúli Skúlason og Gunnar Berg jr. 110 1.-2. Árni Bjarnason, Svein- björn Jónsson, Jón A. Her- mannsson og Viðar Sigurjónsson 110 3. Ormarr Snæbjörnsson, Jónas Róbertsson, Magnús Magnússon og Reynir Helgason 49 4. Ólafur Ágústsson, Tryggvi Gunnarsson, Haukur Jónsson og Haukur Steinbergsson 34 Tvímenningur: 1. Jón A. Hermannsson/Viðar Sigurjónsson 94 2. -3. Örn Einarsson/Hörður Steinbergsson 86 2.-3. Ármann Helgason/Sigfús Hreiðarsson 86 4. Magnús Magnússon/Reynir Helgason 78 5. Tryggvi Gunnarsson/Ólafur Fyrir skömmu lauk firmakeppni Bridgefélags Siglufjarðar. Spil- aður var þriggja kvölda tví- menningur og spiluðu því þrjú pör fyrir hvert fyrirtæki. Röð efstu fyrirtækja var þessi: stig 1. Þormóður Eyólfsson hf. 430 2. Berghf. 425 3. Stálvík Sl. 1 421 4. Kranaleiga Þorsteins 420 5. L.V.N.V. 416 Efstu pörin eftir þessi þrjú kvöld voru þessi: stig 1. Ásgrímur Sigurbjörnsson - Jón Sigurbjörnss. 469 2. Reynir Pálsson - Stefán Benediktsson 428 Ágústsson 71 6. Pétur Guðjónsson/Stefán Ragnarsson 57 3. Birgir B./Gottskálk R./ Þorsteinn J. 405 4. Jónas Stefánsson - Þorleifur Haraldsson 395 5. Sigfús Steingrímsson - Sigurður Hafliðason 394 Nú stendur yfir aðalsveita- keppnin og taka 12 sveitir þátt í henni. Lokið er 7 umferðum af 11 og er staðan á toppnum þannig: stig 1. Björk Jónsdóttir 157 2. Þorsteinn Jóhannsson 132 + biðleikur 3. íslandsbanki 124 + biðleikur 4. Níels Friðbjarnarson 121 5. Stefán Benediktsson 115 Bridgefélag Sigluijarðar: Sveit Bjarkar efst í aðalsveitakeppniimi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.