Dagur


Dagur - 27.03.1992, Qupperneq 11

Dagur - 27.03.1992, Qupperneq 11
Föstudagur 27. mars 1992 - DAGUR - 11 Iþróttir Badminton: Sterkt Pro Kennex mót í Höllinni - flórði sterkasti Daninn meðal þátttakenda Um helgina fer fram Pro Kennex mótið í badminton í Skíði: Unglingameistara- mótið um helgina Unglingameistaramót íslands á skíðum verður haldið á ísafirði og í Reykjavík um helgina. Á ísafirði fer fram keppni í alpagreinum 13-14 ára og í göngu 13-16 ára. Alpagreinar 15-16 ára fara hins vegar fram í Bláfjöllum. Keppt verður í göngu, boðgöngu, svigi, stór- svigi og samhliðasvigi. Akureyri: Fjölmennustu glímumót frá upphafi? Um hclgina fara fram Grunnskólamót Glímu- sambands íslands og Meist- aramót Íslands/Landsflokka- glíman í íþróttaskemmunni á Akureyri. Útlit er fyrir að þetta verði fjölmennustu glímumót sem sögur fara af hérlendis. Á laugardeginum kl. 15 hefst Grunnskólamótið og verður keppt í 14 flokkum. Skráðir keppendur eru 122. Meistaramótið hefst einnig á sama stað kl. 15 á laugardag og verður fram haldið kl. 9 á sunnudag. Þar eru skráðir keppendur 116. Liðlega helmingur kepp- enda kemur frá HSK. Einnig eru Þingeyingar fjölmennir að vanda og nú hafa Eyfirðingar hafið glímukeppni á ný og verða með um helgina. Vík- verjar og KR-ingar senda einnig stóran hóp í mótin. Knattspyrna: Oraiarr í landsliðið Ásgeir Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, hefur valið 16 manna hóp sem mætir ísraelum í ísrael 8. aprfl. Mesta athygli vekur að Ormarr Örlygsson, leik- maður KA, er kominn í landsliðshópinn á nýjan leik. Hópurinn er þannig skipað- ur: Markverðir Birkir Kristinsson Fram Friðrik Friðriksson ÍBV Aðrir lcikmenn Einar Páll Tómasson Val Atli Helgason Víkingi Kristján Jónsson Fram Baldur Bjarnason Fram Kristinn R. Jónsson Fram Valur Valsson UBK Arnar Grétarsson UBK Rúnar Kristinsson KR Ormarr Örlygsson KA Eyjólfur Sverrisson Stuttgart Arnór Guðjohnsen Bordeaux Sigurður Grétarsson Grasshopper Guðni Bergsson Tottenham Þorvaldur Örlygsson Nott. Forest Ólafur Þórðarson, Lyn, og Andri Marteinsson, FH, geta ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Iþróttahöllinni á Akureyri. Allir sterkustu badminton- menn landsins mæta til leiks ásamt fjórum erlendum spilur- um og fer þar fremstur í flokki Michael Sögaard sem er fjórði sterkasti einliðaleiksmaður Danmerkur. Sögaard mun spila tvíliðaleik með Þorsteini Páli Hængssyni og má búast við jafnri og spennandi keppni bæði í einliðaleik og tví- liðaleik. Broddi Kristjánsson mætti Sögaard á móti fyrir skömmu og hafði Daninn þá bet- ur í oddalotu og mun Broddi án efa ætla sér að hefna þeirra ófara. Á mótinu verður einnig Mike Brown, landsliðsþjálfari íslands, en hann bar sigur af Brodda á Reykjavíkurmótinu fyrir tveimur vikum. Tveir Norðmenn, Anders Tandberg-Johansen og Fridjof Berents, taka þátt í A-flokki karla í einliða- og tvíliðaleik. Þeir eru Noregsmeistarar í tví- liðaleik í flokki 21 árs og yngri. Þarna eru á ferðinni mjög góð- ir útlendingar og er ekki vafi á að þetta mót verður það sterkasta sem haldið hefur verið á Akur- eyri. Það hefst í dag kl. 18 á leikj- um í A-flokki en meistaraflokk- urinn byrjar keppni kl. 9 í fyrra- málið. Áætlað er að úrslitin hefj- ist um kl. 16 á morgun. Akureyrarmótið í handknattleik: Úrslitaleikur KA og Þórs I kvöld mætast meistaraflokk- ar KA og Þórs í seinni leik lið- anna í Akureyrarmótinu í handknattleik. Leikurinn fer fram í KA-húsinu og hefst kl. 18. Það er jafnan nokkur viðburð- ur þegar þessi lið mætast enda ekkert gefið eftir og leikmenn lítt hrifnir af því að bíða lægri hlut fyrir „erkifjendunum." Leikur þessi er merkilegur fyrir ýmissa hluta sakir, m.a. er nú orðið ljóst að bæði liðin leika í 1. deild að ári og því fróðlegt að sjá hvar þau standa í innbyrðis viðureignum. Að auki verður þetta fyrsti leikur Þórsara í hinu nýja íþróttahúsi KA. KA-menn hafa haft undirtökin f handboltanum síðustu árin en í haust unnu Þórsarar sögulegan sigur á KA, þann fyrsta í opin- berum leik í 13 ár. Þórsurum tókst ekki að fylgja þessu eftir í fyrri leik liðanna í Akureyrar- mótinu, KA vann örugglega 19:14 og má búast við að Þórsar- ar hyggi á hefndir. RUV: Útsendingar frá B-keppninni Sjónvarpið mun að öllum lík- indum sýna beint lokamínút- urnar úr leik Norðmanna og Dana í B-keppninni í kvöld. Sá leikur ræður úrslitum um hvort ísland hafnar í einu af fjórum efstu sætum keppninnar og kemst í A-keppnina í Svíþjóð. Útsendingin kemur þá inn í fréttatímann en leiknum lýkur um kl. 20.15. Sjónvarpið sýnir beint báða úrslitaleikina um 1. og 3. sætið á sunnudaginn, um 3. sætið kl. 13 og 1. sætið kl. 15. Ef ísland leikúr um sæti sem er neðar fer sá leikur fram um morguninn og verður honum ekki sjónvarpað en lýst beint á Rás 2. Leikur íslands og ísraels verð- ur sýndur beint kl. 15 í dag. Knattspyrna: Ami Stef. í Magna Árni Stefánsson hefur ákveðið að taka fram knattspyrnuskóna á nýjan leik og spila með Magna í 3. deildinni í sumar. Árni, sem er kunnur harðjaxl á knattspyrnuvellinum, spilaði síðast 1989, þá sem þjálfari og leikmaður með 2. deildarliði Leifturs. Árni sagði í samtali við Dag að ástæðurnar fyrir því að hann tæki fram skóna á nýjan leik væru fyrst og fremst tvær. í fyrsta lagi væri Nói Björnsson, þjálfari Magna, búinn að nudda töluvert í sér og í öðru lagi væri hann búinn að spila handbolta með KA í vetur og því kominn í þokkalegt form sem hann vildi halda við. „Mér líst bara vel á þetta og það verður gaman að prófa að spila í 3. deildinni. Ég þekki flesta þessa stráka vel og veit að Nói er góður þjálfari og við stefnum að því að gera góða hluti. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn." Árni er 33 ára gamall og hefur Árni Stefánsson. gífurlega reynslu sem kemur Magnaliðinu örugglega vel. Hann hefur leikið um 250 leiki í 1. og 2. deild. Þá hefur Gísli Úlfarsson, fyrr- um leikmaður UMSE-b, æft með Magna upp á síðkastið en ekki er ljóst hvort hann leikur með liðinu í sumar. Jón Haukur Brynjólfsson Haukur. Hrefna. Bikarúrslitaleikirnir í blaki: Bæði KA-liðin í úrslitum Á morgun ráðast úrslitin í bikarkeppni karla og kvenna í blaki þegar úrslitaleikirnir fara fram í Digranesi í Kópavogi. Karla- og kvennalið KA eru bæði í úrslitum, karlarnir þriðja árið í röð og mæta Þrótti Reykjavík en konurnar, sem mæta ÍS, leika í fyrsta sinn til úrslita í keppninni. Karlalið KA er núverandi bikarmeist- ari. Flestir hallast að því að ÍS eigi titilinn vísan í kvennaflokknum enda virðist liðið það sterkasta á landinu í dag. Hrefna Brynjólfs- dóttir er leikmaður KA og hefur séð um þjálfun liðsins upp á síð- kastið og hún sagði að vænting- arnar til ÍS kæmu KA til góða. „Það býst enginn við neinu af okkur og það er ágætt. ÍS hefur verið á miklu skriði upp á síð- kastið, á mjög góða möguleika á íslandsmeistaratitlinum og er auðvitað mun sigurstranglegra. Þær verða vonandi sigurvissar en við ætlum að gera okkar besta og það getur allt gerst.“ Heiða Sigfúsdóttir leikur ekki með KA-liðinu en hins vegar er Karítas orðin nokkuð góð af meiðslum sem hafa háð henni. Þá hafa tveir eldri spilarar ákveðið að spila með í úrslitaleiknum, þær Sigurhanna Sigfúsdóttir og Birna Kristjánsdóttir, en þær hafa ekki verið með í vetur. „Þær styrkja okkur tvfmælalaust og mér finnst möguleikar okkar hafa aukist verulega upp á síðkastið," sagði Hrefna. Karlarnir of sigurvissir? Haukur Valtýsson, fyrirliði karlaliðsins, var ekki of bjartsýnn þegar blaðið hafði samband við hann í gær. „Við vinnum þennan leik ef við tökum hann alvarlega en mér finnst hugarfarið ekki hafa verið rétt hjá liðinu upp á síðkastið. Menn virðast telja að þetta verði létt og mér líst illa á það. Við erum sterkari á pappím- um en það skiptir engu þegar út í leikinn er komið, staðan er 0:0 þegar hann byrjar og það má búast við erfiðum leik. Þróttarar eru með mikla reynslu og þekkja okkar lið vel og þeir unnu okkur auðveldlega í úrslitaleik fyrir tveimur árum. Við höfum enn tvo daga til að hrista upp í mann- skapnum en ef það tekst ekki gæti illa farið.“ Búast má við að Shao Baolin leiki ekki með KA í úrslitaleikn- um. „Þróttarnir hafa eitthvað verið að stríða Stúdentunum út af Fei og það má búast við kæru- málum ef við notum Shao. En það á ekki að koma að sök ef við verðum rétt stemmdir og leikum af eðlilegri getu,“ sagði Haukur. „Ekki tyrir hvalavini" Vorum að taka upp stóra stendingu af „Death metal“ geisladiskum, með hljómsveitum eins og: Napalm death, Morbid Angel, Boltthrower, Godflesh, Terrorizer, Filthy Cristians, Carcass, Entombed, Hellbastard, Nocturnus, Massacre, Fudge Tunnel, Cathedral, Confessor og fl. Nýr „Death metal“ safndiskur: „Gods of grind“ Hefurðu heyrt nýja Defleppard dlsklnn? i VORHHUS Póstkröfusíminn k er 96-30478 f Hljómdeild Þar sem úrvalið er!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.