Dagur


Dagur - 19.05.1992, Qupperneq 2

Dagur - 19.05.1992, Qupperneq 2
2 - DAgCIr - Þriðjiídagur 19! maí 1992 Fréttir Fermingarbörn í Akureyrarkirkju árið 1942, eða fyrir 50 árum, komu saman á Akureyri um helgina. Þau rifjuðu upp gamlar minningar með heimsókn í Barnaskóla Akureyrar, fóru saman út að borða á laugardagskvöld og sóttu messu í Akureyrarkirkju sl. sunnudag þar sem þessi mynd var tekin af hópnum. Að messu lokinni snæddu ferming- arbörnin léttan hádegisverð í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og færðu við það tækifæri kirkjunni að gjöf 50 ein- tök af nýlega útkomnum sálmabókarviðbæti. Eftir hádegi fór hópurinn í útsýnisferð um Akureyri, fram í Kristnes og yfir í Vaðlahciði. Mynd: Golli. Skýrsla sjömannanefndar kynnt eyfirskum bændum: Yfirvofandi mnflutningur land- búnaðarafurða veldur þrýstingi Norðurland vestra: Sumar- stemmning í næturlífinu Lögreglumenn á Norðurlandi vestra áttu náðuga daga um helgina og þurftu lítil afskipti að hafa af fólki. Laganna verðir á Sauðárkróki segja þó, að með suðlægum vind- um aðfaranótt laugardags, hafi sumarstemmning skapast í bænum og fólk verið lengi frameftir að spjalla við Bakkus konung. SBG Kennarar sam- þykktu miðl- unartiilöguna Fyrir helgina lauk talningu atkvæða í atkvæðagreiðslu Kennarasambands íslands um miðlunartillögu ríkissáttasemj- ara. Á kjörskrá voru 3576. Atkvæði greiddu 3105 eða 86,83%. Já sögðu 1368 eða 44%, nei sögðu 1438 eða 46,31%. Auðir seðlar voru 251 eða 8,08% og ógildir 50 eða 1,61%. Miðlunartillagan skoðast sam- þykkt þar sem mótatkvæði náðu ekki 50%. óþh Bókasafn S-Þing: Þijár umsóknir um stöðu forstöðumanns Þrjár umsóknir hafa borist um stöðu forstöðumanns Bóka- safns Suður-Þingeyinga, en fleiri umsóknir gætu verið á leiðinni í pósti þar sem umsóknarfrestur rann ekki út fyrr en 14. maí sl. Regína Sigurðardóttir, for- maður stjórnar bókasafnsins, vildi ekki gefa upp nöfn umsæk- enda að svo komnu máli, en sagði að stjórn safnsins mundi fjalla um umsóknirnar á fundi á þriðjudag. Elín Kristjánsdóttir, forstöðu- maður bókasafnsins, sagði starfi sínu lausu í mars sl. IM Á síðustu 12 árum hefur inn- vigtuð mjólk til mjólkurbúa að jafnaði verið mun meiri en sala mjólkurafurða á innlendum markaði. Á árinu 1988 náðist nokkurn veginn jafnvægi á milli framleiðslu og sölu innan- lands og árið 1989 var innan- landssalan heldur meiri en inn- vigtað mjólkurmagn. Síðan hefur bilið aukist á ný og nú þarf að minnka mjólkurfram- leiðsluna um 4,5 milljónir lítra. Þetta var kjarninn í ræðu Guð- mundar Sigþórssonar, deildar- stjóra í Landbúnaðarráðuneyt- inu og formanns sjömanna- nefndar, er hann kynnti skýrslu nefndarinnar á fundi á Akureyri á föstudagskvöld. í skýrslunni er rakin þróun mjólkurframleiðslunnar og sala mjólkurafurða síðastliðin 12 ár. Með búmarkinu og kjarnfóður- gjaldi, sem komið var á árið 1980, dró snögglega úr fram- leiðsu mjólkur og nálgaðist hún þarfir innanlandsmarkaðarins verulega. Var mjólkurframleiðsl- an um 102 milljónir lítra árið 1981. Síðan slaknaði á fram- leiðslustjórnuninni og fram- leiðsla jókst á nýjan leik því búmarkskerfið setti framleiðend- um ekki skýr framleiðslumark- mið fyrirfram, heldur var gert upp eftir á þegar fyrir lá að hve miklu leyti útflutningsbætur höfðu nægt til að bæta halla af útflutningi. Með samþykkt búvörulaganna árið 1985 og tilkomu fullvirðis- réttarins dró úr framleiðslunni á nýjan leik og var hún komin nið- ur í tæpar 100 milljónir lítra árið 1989. Vegna ákvæða í þeim búvörusamningi um aukningu fullvirðisréttar, ef innanlands- neysla færi yfir ákveðin mörk, jókst fullvirðisréttur framleið- enda um 500 þúsund lítra frá verðlagsárinu 1990/1991 til 1991/ 1992 og var bændum heimilað að framleiða allt að 15% umfram fullvirðisréttinn árið 1991. Vegna þessara ákvarðana fór mjólkur- framleiðslan í um 107 milljónir lítra á sama tíma og innanlands- neyslan dróst saman á ný. Hún er nú aðeins um 100 milljónir lítra. Haukur Halldórsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, ræddi meðal annars um af hverju bændasamtökin hefðu gerst aðil- ar að þjóðarsáttinni á síðastliðnu ári. Bændur hefðu gengið til þeirra samninga undir ákveðinni pressu vegna umræðna um að opnað yrði fyrir innflutning á landbúnaðarvörum og að slíkt yrði jafnvel notað sem lausn í kjarasamningum. Pá hefðu bændur einnig tapað vegna verð- hækkana á hverju ári þótt verð- lagsgrundvöllurinn hafi verið leiðréttur eftir á. Björn Arnórsson, hagfræðing- ur BSRB, sagði það mikinn árangur að bændur hefðu gerst aðilar að þjóðarsáttinni. Mark- miðið hefði verið að treysta stöðu innlendrar búvöruframleiðslu á markaðnum því í umræðum manna hefði beinlínis verið farið að æpa á innflutning landbúnað- arafurða. Björn kvað augljóst að GATT-samningarnir yrðu að veruleika, hvað sem um EES- samninginn yrði og hverju sem hann myndi breyta fyrir landbún- aðinn. Því yrði að mæta ákveð- inni samkeppni frá innfluttum vörum með aðlögun. Nokkrar umræður urðu að loknu máli frummælenda. Bænd- ur lýstu m.a. áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðs samdráttar í mjólkurframleiðslu og veltu fyrir sér hvaða áhrif hann kæmi til með að hafa á landbúnaðinn og atvinnulíf á þeim stöðum þar sem vinnsla landbúnaðarafurða vegur þungt hvað atvinnumöguleika varðar. Í>I Húsavík: Einn ölvaður ökumaður áferð Einn ökumaður var tekinn á Húsavík um helgina vegna gruns um ölvun við akstur, en annars var rólegt að sögn lög- reglu. Ókumenn virðast hafa tekið við sér hvað notkun öryggisbelta varðar á síðustu dögum, en lög- reglan hefur fylgst vel með notkun bílbeltanna. IM Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt tvo hönnunarsamninga vegna nýbyggingar við Amtsbóka- safnið á Akureyri. Annars vegar er það samningur við Verkfræðistofu Norðurlands um gerð vinnuteikninga og út- boðsgagna vegna burðarþols-, frárennslis-, neysluvatns-, loft- ræsi-, og slökkvivatnsteikn- inga. Samningsupphæð er kr. 6.850.000 án virðisaukaskatts. Hins vegar samningur við Raf- tákn hf. um gerð raflagna- teikninga. Samningsupphæð er 1.840.000 án virðisauka- skatts. ■ Bæjarráð hefur samþykkt einfalda bæjarábyrgð til trygg- ingar lánum samtals að upp- hæð 8 milljónir króna vegna byggingar Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju. ■ Sömulciðis hefur bæjarráð samþykkt einfalda bæjar- ábyrgð til tryggingar lánum samtals að upphæð 35 milljón- ir króna vegna byggingar Glerárkirkju. ■ Bæjarráð hefur synjað erindi Baldurs Björnssonar Borgarsíðu 13 um lagfæringu á lóð lians vegna skemmda, sem hann telur sig hafa orðið þegar grafið var fyrir húsi á lóðinni Borgarsíðu 7. ■ Hafnarstjórn hefur tekið tilboði Adolfs Bjarnasonar í stálþil og íestingar frá Tysscn að upphæð kr. 17.474.692. Um er að ræða 70 metra stálþil ásamt göflum, stögum og fest- ingum. ■ Menningarmálanefnd hef- ur samþykkt að veit 4 nem- endum úr Tónlistarskólanum styrk að upphæð 80 þúsund til ferðar til Bandaríkjanna á námskeið fyrir strengja- nemendur. ■ Einnig hefur menningar- málanefnd samþykkt að veita hópi 9 myndlistarmanna, sem kallar sig „Trójuhesturinn“, 80 þúsund króna styrk vegna fyrirhugaðrar sýningar í Safn- aðarheimili Akurevrarkirkju í næsta mánuði. ■ Fjórir kennarar við grunn- skóla Akureyrar hafa sagt upp störfum. Þeir eru Hulda Árna- dóttir, Glerárskóla, frá 1. september nk., Jón Eyfjörð, Gierárskóla, frá 1. ágúst nk., Ragnheiður G. Gunnarsdótt- ir, Glerárskóla, frá 1. sept- ember nk. og Þorbjörg Vil- hjálmsdóttir, Lundarskóla, frá 1. ágúst nk. ■ Samkvæmt bréfi frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu hefur Ingimar Eydal verið skipaður formað- ur áfengisv.árnanefndar til fjögurra ára frá 1. apríl 1992. ■ Bæjarráð hefur samþykkt erindi oddvita Árskógshrepps og Svarfaðardalshrepps um heimild til urðunar sorps á Glerárdal frá þessum sveitar- félögum. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að veita bæjarstjóra fullt umboð til lántöku fyrir Akur- eyrarbæ allt að 450 milljónir króna vegna Bæjarsjóðs, Hita- veitu og Framkvæmdasjóðs. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt með fyrirvara um eld- varnir leyfi til að innrétta skrifstofur og gistiheimili í húsinu nr. 13 við Strandgötu. fluqfélaq nordurlands hf. Flugfélag Norðurlands auglýsir nýtt símanúmer frá og með 19. maí í 12100

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.