Dagur - 19.05.1992, Page 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 19. maí 1992
ÁkaJl um hjálp!
Mannréttindasamtökin Amnesty
International vilja vekja athygli
þína á þeim mannréttindabrotum
sem sagt er frá hér að neðan og
vonar að þú sjáir þér fært að
skrifa bréf til hjálpar fórnarlömb-
um þeirra.
Þú getur lagt fram þinn skerf til
þess að samviskufangi verði lát-
inn laus eða að pyndingum verði
hætt. Boðskapur þinn getur fært
fórnarlömbum „mannshvarfa"
frelsi. Þú getur komið í veg fyrir
aftöku. Fórnarlömbin eru mörg
og mannréttindabrotin margvís-
leg, en hvert bréf skiptir máli.
íslandsdeild Amnesty gefur
einnig út póstkort til stuðnings
því fólki sem hér er sagt frá, og
krefst einungis undirskriftar
þinnar. Hægt er að gerast áskrif-
andi að þessum kortum með því
að hringja eða koma á skrifstofu
samtakanna að Hafnarstærti 15,
virka daga frá kl. 16-18 í síma
16940 eða senda okkur línu í
pósthólf 618, 121 Reykjavík.
Gana
Jaacob Jabuni Yidana er fyrrum
yfirlögregluforingi sem hefur set-
ið af sér átta ára fangelsisdóm og
er nú í gæsluvarðhaldi án ákæru
og undangenginna réttarhalda.
Að öllum líkindum er ástæða
varðhaldsins sú, að hann bendl-
aði ríkisstjórnina við morð á
þremur hæstaréttardómurum og
liðsforingja á eftirlaunum árið
1982. Hann er samviskufangi.
Jacob Yidana tilkynnti niður-
stöður rannsóknar sinnar til sér-
staks Rannsóknarráðs, og komst
að þeirri niðurstöðu að lögsækja
ætti 10 manns vegna morðs,
þ.ám. æðsta yfirmann Öryggis-
lögreglunnar. Fjórir í þessum
hópi manna voru fundnir sekir
um morð árið 1983 og teknir af
lífi. Þeir höfðu verið dæmdir af
opinberum dómstóli sem talinn
var hallur undir yfirvöld, án þess
að njóta aðstoðar verjanda.
Fimm aðrir sem bendlaðir voru
við morðin, þar með talinn yfir-
maður Öryggislögreglunnar voru
ekki lögsóttir, að öllum líkindum
af pólitískum ástæðum.
I ágúst 1983 var Jacob Yidana
einnig sakfelldur af sama dóm-
Sumarbúðirnar við
Vestmannsvatn
Innritun er hafin
og er virka daga kl. 17-18.30.
Síminn er 96-27540.
Skrifstofa Byggðastofnunar
á Egilsstöðum
Undirbúningur að stofnun skrifstofu Byggðastofnun-
ar á Egilsstöðum stendur nú yfir og leitar stofnunin
að forstöðumanni fyrir skrifstofuna.
Skrifstofum stofnunarinnar á landsbyggðinni er ætl-
að að annast verkefni stofnunarinnar í vaxandi
mæli.
Skrifstofu Byggðastofnunar á Egilsstöðum er ætlað
að annast samskipti stofnunarinnar við fyrirtæki,
sveitafélög og aðra á Austurlandi auk þess verður
unnið að ýmsum verkefnum sem ná til landsins.
Sérstök áhersla er lögð á þátttöku í atvinnuþróunar-
starfi landshlutans og gerð svæðisbundinna áætl-
anna. Um er að ræða krefjandi en jafnframt gefandi
starf á sviði sem er þjóðarbúinu afar mikilvægt. Upp-
bygging skrifstofunnar hvílir á herðum forstöðu-
mannsins.
Stofnunin leitar að manni með háskólamenntun.
•Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra bankamanna og bankanna.
Þeir sem hug hafa á að sækja um þetta starf eru
beðnir um að senda umsókn sína ásamt upplýsing-
um um menntun og starfsreynslu til Guðmundar
Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, sem veitir
nánari upplýsingar um starfið, fyrir 15. júní 1992.
Byggðastofnun
Rauðarárstíg 25 -105 Reykjavík • Sími 91-605400.
Bréfasími 91-605499 • Græn lína 99-6600.
stóli, án þess að hafa rétt til
áfrýjunar, fyrir að hafa leynt ein-
um leiðtoga misheppnaðrar upp-
reisnar sem gerð var 1982. Hann
var dæmdur í átta ára fangelsi.
Vitni saksóknara voru, sam-
kvæmt heimildum, annað hvort
pynduð eða beitt ýmis konar öðr-
um þrýstingi til að fá fram falsað-
ar sannanir gegn honum.
Jacob Yidana var settur í
gæsluvarðhald í júlí 1988. Þetta
kom í veg fyrir lausn hans frá
skilorði þá, eða við lok dómsins á
árinu 1991.
í desember 1991 var ósk um að
dómari úrskurðaði um lögmæti
frelsissviptingarinnar vísað frá og
ríkisstjórnin gaf út afturvirka
fyrirskipun sem gerði ríkisstjórn-
inni kleift að halda honum áfram.
Lögin sem stuðst var við eru frá
árinu 1982 og veitir leyfi til ótak-
markaðs gæsluvarðhalds, án rétt-
ar og ákæru „af þjóðaröryggis-
ástæðum". Rétturinn til að
rengja gæsluvarðhald af þessu
tagi var afnuminn af ríkisstjórn-
inni árið 1984. Frá því 1981 hefur
hundruðum manna verið haldið í
krafti þessarra laga, sumum í
meira en átta ár.
Vinsamlegast sendið bréf og
farið fram á að Jacob Yidana
verði látinn laus nú þegar og án
skilyrða.
Skrifið til:
Flight-Lieutenant J.J. Rawlings
Chairman, Provisional National
Defence Council
PO box 1627
Accra
Ghana.
E1 Salvador
María Cristina Gómez, meðlim-
ur í stéttarfélagi kennara, var
drepin af „dauðasveit“ í San
Salvador hinn 5. apríl 1989.
í apríl fyrir þremur árum
neyddu fimm vopnaðir menn,
borgaralega klæddir, barnaskóla-
kennarann Maríu Cristinu
Gómez inn í bíl. Nemendur
hennar ásamt öðrum vitnum
horfðu á án þess að geta nokkra
rönd við reist.
Tveimur klukkustundum síðar
fannst lík hennar með sár eftir
fjórar byssukúlur og brunasár
víðs vegar um líkamann.
María Cristina Gómez var
virkur félagi í stéttarfélagi
kennara og í kvennahreyfingu.
Vitni að morðinu og mannrétt-
indahreyfingar rekja morðið,
sem framið var í anda „dauða-
sveitanna", til meðlima flughers-
ins. Yfirvöld gerðu hins vegar
lítð til að finna þá seku; vitnis-
burði sjónarvotta var hvorki fylgt
eftir né var krufning framkvæmd.
Fjölskylda hennar bíður enn eftir
því að réttlætinu verði fullnægt.
María Cristina Gómez er í
hópi óteljandi fjölda borgara sem
hafa verið teknir af lífi án dóms
og laga síðan 1980 sem herinn og
„dauðasveitirnar“ hafa tengst.
Meðlimir stéttarfélaga og ann-
arra grasrótarsamtaka hafa orðið
sérstaklega fyrir barðinu á dráp-
um og „mannshvörfum" hinna
vopnuðu sveita sem hafa ásakað
fórnarlömbin um að styðja
Farabundo Martí skæruliðasam-
tökin (FMIN). Flest málin hafa
aldrei verið rannsökuð og aftök-
ur án dóms og laga hafa haldið
áfram án þess að hinir seku hafi
verið leiddir fyrir rétt.
í janúar 1992 gerðu ríkisstjórn-
in og FMLN með sér friðarsátt-
mála sem skuldbatt báða aðila til
að virða ýmis atriði varðandi
almenn mannréttindi. Rannsókn-
arnefnd var stofnuð til þess að
rannsaka öll obeldisverk beggja
aðila allt frá 1980 „sem hafa haft
þau áhrif á samfélagið að miklu
skiptir að almenningur fái að vita
sannleikann um þau“. Þau mann-
réttindabrot sem eru ekki rann-
sökuð af nefndinni falla undir
sérstök lög um sakaruppgjöf sem
sett voru í síðastliðnum janúar og
veita afbrotamönnum friðhelgi.
Öll fórnarlömb mannréttinda-
brota og ættingjar þeirra eiga rétt
á að sannleikurinn um þessi mál
verði gerður opinber. Mál Maríu
Cristinar Gómezar og önnur af
sama tagi mega ekki liggja órann-
sökuð og þá sem ábyrgir eru ætti
að leiða fyrir dómstóla til að
koma í veg fyrir að slíkir glæpir
endurtaki sig.
Vinsamlegast sendið kurteisleg
bréf og farið fram á að mannrétt-
indaskilmálarnir í friðarsáttmál-
anum verði notaðir til þess að
varpa ljósi á morð Maríu Cristinar
Gómez og til að flýta nákvæmum
rannsóknum á öllum ásökunum
um aftökur án dóms og laga.
Skrifið til:
Procurador Nacional de
Derechos Humanos
Fiscalía General de la República
San Salvador
E1 Salvador.
Kúveit
’Umar Shehadeh‘ Abdallah
Hamdan Abu Shanab, 31 árs
gamall sjúkrahússtarfsmaður, var
dæmdur til 15 ára fangelsisvistar
fyrir herrétti í júní 1991 eftir
ósanngjörn réttarhöld, vegna
meintrar samvinnu við íraka
meðan þeir höfðu hersetu í
Kuwait. Samkvæmt fregnum er
honum haldið í einangrun í fang-
elsi í Kúveit.
’Umar Abu Shanab er Pal-
estínumaður af jórdönskum upp-
runa en fæddur í Kúveit. Hann
„hvarf“ eftir að hafa verið hand-
tekinn af kúveiska hernum við al-
Razi spítalann, í lok febrúar
1991. Afdrif hans voru ókunn þar
til í júnf 1991, þegar kúveisk yfir-
völd létu fjölskyldu hans vita að
hefði verið ákærður um „sam-
særi“ og dæmdur til 15 ára fang-
elsisvistar. Honum var gefið að
sök að hafa látið írönskum her-
mönnum í té lyf þegar þeir komu
á spítalann til meðferðar. Laga-
leg framkvæmd réttarhaldanna
var gölluð í öllum meginatriðum.
Margir hinna sakfelldu fengu
hvorki lagalega aðstoð né mögu-
leika að áfrýja dómnum til hærri
dómstiga.
’Umar Abu Shanab var, að
sögn, pyndaður í gæsluvarðhald-
inu og ættingjar hans óttast að
pyndingum og illri meðferð verið
haldið áfram. Fjölskyldu hans
var leyft að heimsækja hann eftir
dómsúrskurð en síðan hefur
þeim verið neitað um heimsókn-
arleyfi og er ættingjum hans nú
bannað að hafa samskipti við
hann. Einangrun hans getur auk
þess valdið því að hann verði fyr-
ir frekari misþyrmingum.
Vinsamlega sendið kurteislega
orðað bréf og farð fram á að
’Umar Abu Shanab verði tafar-
laust leyft að hitta ættingja sína, að
meintar pyndingar verði rannsak-
aðar og að mál hans verði tekið
upp að nýju.
Skrifið til:
His Excellency Ahmad al-Ham-
moud al-Jaber
Minister of Interíor
Ministry of Interior
Safat
Kuwait.
Framkvæmdastjórn Sambands ungra jafnaðarmanna:
Gagnrýnir þingflokk
Alþýðuflokksins harðlega
Framkvæmdastjórn Sambands
ungra jafnaðarmanna gagnrýn-
ir harðlega þingflokk Alþýðu-
flokksins fyrir að samþykkja
frumvarp um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna, án þess
að beita sér fyrir breytingum á
sjöttu grein þess, eins og
flokksstjórn Alþýðuflokksins
hafði samþykkt.
í ályktun, sem framkvæmda-
stjórn Sambands ungra jafnað-
armanna hefur sent frá sér vegna
þessa máls, segir m.a.:
„Samband ungra jafnaðar-
manna ítrekar andstöðu sína við
það ákvæði frumvarps um náms-
lán, sem gerir ráð fyrir að öll lán
verði greidd út eftir að náms-
áföngum er lokið. Það þýðir í
raun að Lánasjóðnum verði lok-
að næsta haust. Þetta ákvæði
mun hafa þær afleiðingar að þeir
hópar námsmanna sem mest
þurfa á aðstoð sjóðsins að halda,
barnafjölskyldur og námsmenn
utan af landi, verða að framfleyta
sér á lánum sem bera markaðs-
vexti meðan á námstíma stendur.
SUJ telur að þessi ráðstöfun
brjóti algerlega í bága við mark-
mið laganna um jafna aðstöðu
allra til náms, og geti aukinheld-
ur ekki samrýmst stefnu jafnað-
armanna um réttlæti í samfélag-
inu.“
í ályktun framkvæmdastjórnar
Sambands ungra jafnaðarmanna
segir ennfremur:
„SUJ lýsir andstöðu við þá
þingmenn Alþýðuflokksins, sem
allir utan einn, samþykktu þetta
ákvæði frumvarpsins, og huns-
uðu þannig áskorun flokksstjórn-
ar Alþýðuflokksins frá 28. mars
um að beita sér fyrir breytingum
þar á.
SUJ lýsir stuðningi við þær
breytingar til bóta sem náðst hafa
fram, mest fyrir tilstuðlan þing-
manna Alþýðuflokksins, en hvet-
ur þá jafnframt til að endurskoða
hug sinn til sjöttu greinarinnar,
og koma í veg fyrir það ranglæti
sem leiðir af samþykkt hennar,
eins og hún lítur út eftir aðra
umræðu frumvarpsins á Alþingi.
Þannig mun verða gengið til móts
við samhljóða samþykkt flokks-
stjórnar.
Að öðrum kosti áskilur SUJ
sér rétt til að fara fram á flokks-
stjórnarfund um málið, og boðar
að það verði tekið upp á þingi
Alþýðuflokksins - Jafnaðar-
mannaflokks íslands - í júní
næstkomandi.“