Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 1
, Norðurland: Utgjöld vegna snjó- moksturs í minna lagi Þegar snjómokstur vetrarins er að baki tekur moksturinn í blómabeðunum við. Vetur konungur hefur hopað og raunar varð veldi hans í ár ekki ntikið á Norðurlandi. Kostnaðartölur vegna snjó- moksturs bera þess vitni er lit- ið er til mánaðanna frá ára- mótum fram til 1. maí. Tæpum þremur milljónum var varið í snjómokstur á Akureyri fyrstu fjóra mánuði ársins, sem er um fimm milljónum minna en ráðgert var. í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir tæpum tólf milljónum til snjó- moksturs árið 1992. Kostnaður Vegagerðar ríkisins á Akureyri, frá 1. janúar til 1. maí, vegna snjóruðnings á Norðurlandi eystra er fimmtán Grunnskóli Raufarhafnar: Nemendur gáfu 400 þúsund krónur til að greiða götu íþróttahúss Grunnskóla Raufarhafnar var slitið síðastliðinn miðvikudag og þustu þá nemendurnir 58 út í sólina og atvinnulífið. Það sem gerir þessi skólaslit óvenjuleg og minnisstæð er stórgjöf sem nemendurnir færðu sveitarfélaginu. Þeir létu af hendi rakna 400 þúsund krónur til byggingar íþrótta- húss á Raufarhöfn, en þetta var ferðasjóður sem nemend- urnir höfðu safnað ötullega í undanfarin tvö ár. Þrír nemendur úr 10. bekk, Petrína Soffía Þórarinsdóttir, Ingólfur Þór Hlynsson og Anna María Gylfadóttir, afhentu Guð- mundi Guðmundssyni, sveitar- - allur ferðasjóðurinn afhentur hreppnum stjóra, og Haraldi Jónssyni, for- manni íþrótta- og æskulýðs- nefndar, peningaupphæðina. Áttu þeir vart orð til að lýsa þakklæti sínu. Bygging íþróttahúss á Raufar- höfn hefur verið í deiglunni nokkur undanfarin ár en ekkert íþróttahús af löglegri stærð er til í Norður-Þingeyjarsýslu. Líkur eru á að farið verði að huga að framkvæmdum næsta haust en áætlanir gera ráð fyrir að íþrótta- húsið verði tilbúið árið 1995. Gjöf nemendanna í grunn- skóla Raufarhafnar til byggingar- innar á sér varla hliðstæðu. Elstu bekkingar munu ekki njóta sjálfir góðs af íþróttahúsinu, a.m.k. Sauðárkrókur: Batnandi atvinnuástand „Sólin skín á skrifborðið hjá mér núna og ég get því ekki annað en verið bjartsýnn á atvinnuástand og annað varð- andi sumarið,“ segir Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki. Að sögn Snorra Björns hefur skráðum atvinnuleysisdögum á Sauðárkróki heldur fækkað síð- ustu tvo mánuðina og segist hann þess vegna vona að atvinnuleysi fari minnkandi, þannig að flestir skólakrakkar fái atvinnu í sumar. Snorri Björn segir að bærinn muni þó væntanlega skoða hvort ekki sé hægt að gera eitthvað, ef í ljós komi að um verulegt atvinnuleysi verði að ræða hjá unglingum. Sauðárkróksbær verður með vinnuskóla í sumar líkt og undan- farin sumur og í honum verða krakkar úr 6.-9. bekk grunnskól- ans. Snorri segir að verið sé að kanna atvinnuhorfur þeirra sem eru í 10. bekk og niðurstöðu þeirrar könnunar sé að vænta innan skamms, þannig að bærinn geti skoðað leiðir í því sambandi, ef útlit er fyrir atvinnuleysi hjá þeim aldurshópi. Framkvæmdir á vegum Sauð- árkróksbæjar verða töluverðar í sumar. Steyptar verða gangstéttir við nokkrar götur og unnið við holræsi í Túnahverfi. Skipt verður um jarðveg í Skógargötu og lagt malbik þar, auk þess sem malbik- að verður í Túnahverfi og iðnað- arhverfi. Væntanlega verður síð- an byrjað á byggingu einhverra félagslegra íbúða að sögn Snorra Björns. „Það má segja að ég sé ekkert hryllilega svartsýnn á sumarið, enda græðir maður svo ósköp lít- ið á slíku,“ segir Snorri Björn Sigurðsson. SBG ekki í tengslum við skólann, en þeir voru þó tilbúnir að fórna ferðasjóðnum. Það er því lítið um ferðalög á döfinni hjá nemendum. Líney Helgadóttir, skólastjóri, var spurð nánar út í þessa stórgjöf. „Þetta er mjög örlátt af þeim. Þótt elstu nemendurnir muni ekki geta notað íþróttahúsið í skólanum þá eru íþróttir náttúr- lega líka stundaðar utan skólans og svo eru þeir að hugsa um sín eigin börn. Þeir líta til framtíðar- innar og gjöfin lýsir fádæma óeig- ingirni,“ sagði Líney. SS og hálf milljón króna. í fyrra var samsvarandi tala rúmar 24,6 milljónir króna. ój HÓlsfjÖll: Bakpokamenn aðeins farnir að sjást á ferð - og vegurinn góður „Vegurinn er góður og hefur verið fært í allan vetur,“ sagði Bragi Benediktsson á Gríms- stöðum á FjöIIum, er blm. Dags spurði hann um færð og ferðamannaumferð á Möðrudalsöræfum. Vorið er komið á Hólsfjöllum, þó það muni vera eitthvað seinna á ferðinni en niður við sjávarsíð- una. Vatnavextir hafa ekki valdið skemmdum á veginum yfir öræf- in, lítið var um snjó og hann tók upp í rólegheitum, að sögn Braga. Aðeins hefur orðið vart við að bakpokamenn séu farnir að ferðast, enda virðist ferðamanna- tíminn aðeins vera farinn að lengjast, byrja fyrr á vorin og standa lengur fram á haust. Ferðamannastraumurinn hefst þó ekki að neinu ráði á Fjöllum fyrr en ferjan fer að ganga til Seyðisfjarðar. IM Landshlutasamtök á Norðurlandi vestra: Verður skrifstofan á Hvammstanga? „Hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps bendir á að Hvamms- tangi sé ákjósanlegur staður fyrir landshlutasamtök á kjör- dæmisgrundvelli á Norður- landi vestra og leggur til að skrifstofa þeirra og aðsetur verði á Hvammstanga.“ Þannig hljóðar samþykkt frá hreppsnefndarfundi á Hvamms- tanga sem haldinn var fyrir nokkru og er þarna átt við kjör- dæmissamtök þau er stofnuð verða í haust þegar Fjórðungs- samband Norðlendinga verður lagt niður. Enn sem komið er hafa aðrar sveitarstjórnir á Norðurlandi vestra ekki bókað óskir um að fá skrifstofu fyrir- hugaðra samtaka til sín og lítið er víst farið að huga að staðsetningu hennar. „Hvammstangi er ágætur stað- ur fyrir þetta, en það er hægt að segja það um fleiri staði. Eg lít þannig á að vegna stofnunar þessara nýju landshlutasamtaka séu menn orðnir sammála um allt, nema staðsetningu skrifstofu þeirra. Annars vil ég lítið um þetta mál segja. Undirbúnings- nefnd fyrir stofnun samtakanna í þessu kjördæmi þarf að koma sér saman um stað og vinna þeirri staðarákvörðun fylgi, þannig að ekki þurfi að deila um þessi mál á stofnfundi í haust. Frá hendi Hvammstanga er þetta einungis ábending um það, að það sé mat hreppsnefndar Hvammstanga- hrepps að hér sé gott fyrir þessi samtök að vera, en með þessu er ekki verið að setja nein skilyrði," segir Bjarni Þór Einarsson, sveit- arstjóri á Hvammstanga. SBG Gjaldþrot einstaklinga hérlendis: Nálægt þúsund annað áríð í röð Gjaldþrotum einstaklinga fjölgaði mikið hér á landi milli áranna 1989 og 1990, eða úr 550 í 1050. Þessi þróun gekk ekki nema að litlu leiti til baka á síðasta ári þegar alls urðu 966 einstaklingar gjaldþrota. í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Stefáns- sonar, alþingismanns, um þessi mál segir að ekki liggi fyrir hve mörg þessara gjaldþrota stafi af ábyrgðum á skuldum annarra enda tíðkist ekki að málaskrár hér á landi séu svo ítarlegar að rekja megi uppruna hvers og eins gjaldþrots með þeim hætti. Eftir því sem næst verði komist muni fátítt að gjaldþrot einstaklinga stafi af því að þeir hafi verið í ábyrgðum fyrir aðra einstaklinga eða fyrirtæki gagnvart bönkum eða öðrum lánastofnunum. í spurningum sínum til ráð- herra óskaði þingmaðurinn eftir að fá að vita hvort ríkisstjórnin hyggðist tryggja betur stöðu ábyrgðarmanna. í svarinu segir að það sé ein meginstoð við- skiptalífs landsmanna að menn geti almennt treyst á skuldbinding- argildi löggerninga. Verði ábyrgð ábyrgðarmanna á einhvern hátt takmörkuð veiki það lánstraust manna og geti þannig orðið til þess að grafa undan grundvelli viðskiptalífsins. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.