Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 13
Föstudagur 22. maí 1992 - DAGUR - 13 Áfengisvarnaráð: Einkasala á áfengi dregur úr drykkju - varað við frelsi í sölu og dreifingu Skiptar skoðanir eru um hvort afnema eigi einkasölu ríkis- ins á áfengi. 1 fréttatilkynningu frá Afengisvarnaráði er varað við frelsi í sölu og dreifingu á áfengi og þar er vitnað til Addiction Research Foundation í Kanada, sem er virtasta rann- sóknastofnun heims í vímefna- málum, en hún leggur til að los á áfengssölu verði ekki aukið. „Áfengi er eina vímuefnið sem lögum samkvæmt er heimilt að neyta hér á landi. Önnur slík efni eru bönnuð, einkum af heilsufars- legum, félagslegum og efnahags- legum ástæðum. Því liggur í aug- um uppi að hafa verður stjórn á dreifingu þess og meðferð eftir því sem kostur er. Grundvallaratriði norrænnar áfengismálastefnu er að tak- marka einkagróða af sölu og ann- arri dreifingu áfengis. Kaupsýslumenn ýmsir, áfeng- isveitingamenn og ýmiss konar braskarar aðrir vilja hirða gróð- ann af áfengissölu en taka ekki meiri þátt í gífurlegum kostnaði þjóðfélagsins vegna áfengistjóns en aðrir skattborgarar - jafnvel minni. Hvergi á Norðurlöndum er drykkja jafnmikil og í Danmörku og á Grænlandi. í þeim löndum er ekki áfengiseinkasala," segir orðrétt í fréttatilkynningunni frá Áfengisvarnaráði. Vitnað er til rannsókna sem gerðar hafa verið í Bandaríkjun- um en þar búa ríkin við mismun- andi skipulag í sölu og dreifingu áfengis. Helstu niðurstöður eru þessar: Ríkiseinkasala dregur úr neyslu. Einkahagsmunir í sam- bandi við dreifingu áfengis valda því hins vegar að meira er gert til að hvetja til drykkju en ella. Hvort tveggja stafar af því að opinberir aðilar verða að greiða það tjón sem áfengisneyslan veldur. Þar hafa einkaaðilar eng- ar skyldur. Fjöldi dreifingarstaða hefur áhrif á neysluna. Því lægri sem lögaldur til áfengiskaupa er þeim mun yngri byrja unglingar eða börn að neyta þessa vímuefn- is. Verðlagning hefur áhrif á neysluna. SS Dómsmálaráðherra skipar nefnd til að endurskoða lög um Landhelgisgæshma Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða lög nr. 25/1967, um Landhelgisgæslu íslands. í nefndinni eiga sæti Leifur Magnússon framkvæmdastjóri, sem er formaður, Gunnar Berg- steinsson forstjóri Landhelgis- gæslu íslands, Ólafur S. Valdi- marsson ráðuneytisstjóri sam- gönguráðuneytisins, Jón B. Jónas- son skrifstofustjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu og Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Tilgangur þessara heildarend- urskoðunar er að skilgreina hver skuli vera verkefni og markmið Landhelgisgæslu íslands með til- liti til þeirra breytinga, sem hafa orðið á umhverfi stofnunarinnar á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn Kristniboðsfélag kvenna ''' '“^1 hefur fund laugardaginn ' 23. maí kl. 15.00 í Zíon. Halla Bachmann sem hefur verið kristniboði í ísrael undanfarin ár mun segja okkur frá störfum sínum þar. Allar konur hjartanlega velkomnar. Stjórnin. Glerárkirkja: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Halla Bachmann kristniboði flytur hugleiðingu. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Akureyrarprestakall. Hinn almenni bænadagur þjóðkirkjunnar er nk. sunnudag, 24. maí. Guðsþjónusta verður á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 10 f.h. B.S. Guðsþjónusta verður í Akureyrar- kirkju kl. 11 f.h. Athugið tímann! Sálmar: 551, 164, 163, 338 og 478. Þ.H. Guðsþjónusta verður á Dvalarheim- ilinu Hlíð sama dag kl. 4 e.h. Þ.H. Athuplð Hjálparlínan, símar: 12122 -12122. Minningarspjöld Styrktarsjóðs Kristnesspítala fást í Bókvali og á skrifstofu Kristnesspítala. Samkomur .ZjnÍL. KFUK og KFUM, 15 Sunnuhlíð. Sunnudaginn 24. maí: Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Halla Bachmann, kristniboði. Hún hefur starfað sem sjálfboðaliði við sjúkrahús í ísrael undanfarin ár. Allir velkomnir. níra 0 ra 0 qiTíBí SJÓNARHÆÐ HAFNARSTRÆTI 63 Sunnudaginn 24. maí: Almenn sam- koma á Sjónarhæð kl. 17. Allir eru innilega velkomnir. Hvímsummmn wskmdshuo Föstudaginn 22. maí kl. 20.30: Bæn og lofgjörð. Laugardaginn 23. maí kl. 21.00: Samkoma fyrir ungt fólk. Ungt fólk á öllum aldri velkomið. Sama dag er samkoma í félags- heimilinu í Hrísey kl. 20.30. Sunnudaginn 24. maí kl. 20.00: Vakningarsamkoma. Ræðumaður Jóhann Pálsson. Samskot tekin til kristniboðsins, mikill og fjölbreyttur söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Mánudaginn 25. maí kl. 20.30: Safnaðarsamkoma. Hjálpræðisherinn: Sunnud. 24. maí kl. 15.30: Fjölskyldusam- koma. Börn taka þátt í samkomunni. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. breyttan samkomutíma. Mánud. 25. maf kl. 20.30: Hjálpar- flokkur. er frá þvt að lögin um hana voru sett. Endurskoðunin skal meðal annars taka til þess sérstaklega, hver á að vera þáttur Landhelgis- gæslu íslands á sviði öryggis- og björgunarmála, almannavarna, fiskveiðieftirlits á sjó, vitaþjón- ustu og mengunarvarna og hvernig hagkvæmast sé að skipta þeim verkefnum á milli Land- helgisgæslu íslands og þeirra aðila annarra, sem að þessu vinna. Er miðað við að nefndin ljúki störfum fyrir árslok 1992. Samband eyfiskra kvenna: Áskorun til frétta- stofu Sjónvarps - ekki myndir af hryðju- verkum og stríðs- átökum í aðalfréttatíma Aðalfundur Sambands eyfirskra kvenna haldinn í Þelamerkur- skóla 2. maí sl., samþykkti ein- róma að beina þeirri ósk til fréttastofu Sjónvarps að sýna ekki í aðalfréttatíma myndir frá hryðjuverkum og stríðsátökum. Þannig að börn og viðkvæmt fólk geti horft á fréttirnar án þess að bíða tjón af. Ef fréttamönnum finnst nauð- synlegt að hafa svona myndir mætti frekar sýna þær í seinni fréttatíma. Leiðrétting í blaðinu í gær var ranglega sagt að bæjarlistamaður Akureyrar hefði verið útnefndur einu sinni áður. Hið rétta er að þetta var í þriðja skipti sem það var gert. Kristjana Arndal, myndlistar- kona, var fyrsti bæjarlistamaður Akureyrar, síðan kom Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld og frá og með 1. ágúst verður Mar- grét Jónsdóttir, leirlistakona, bæjarlistamaður Akureyrar til eins árs. Hryssueigendur Eyjafirði - Þingeyjarsýslu. Húsnotkun er hafin á stóðhestunum Hirti frá Tjörn hjá Páli Alfreðssyni, sími,21603, Baldri frá Bakka hjá Ólafi Erni Þórðarsyni, Búlandi, sími 25669 og Erni frá Efri Brún hjá Vigni Sigurðssyni, sími 27190. Guðmundur Valgerður Jóhannes Geir Norðurland eystra Fundir með alþingismönnum Þingmenn Framsóknarflokksins boöa til almennra stjórnmálafunda sem hér segir: Félagsheimilinu Árskógi, sunnudaginn 24. maí kl. 16.00. Félagsheimilinu í Grímsey, mánudaginn 25. maí kl. 17.00. Bergþórshvoli, Dalvík, þriðjudaginn 26. maí kl. 20.30. Tjarnarborg, Ólafsfiröi, miövikudaginn 27. maí kl. 20.30. Þingmenn veröa til viðtals frá kl. 18.00-19.00 í Bergþórshvoli. Framsóknarflokkurinn. Framsóknarmenn Akureyri Fundur verður haldinn í Fulltrúaráði framsóknar- félaganna á Akureyri, sunnudaginn 24. maí kl. 20.00 í Hafnarstræti 90. Þingmennirnir Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson mæta á fundinn. Stjórn Fulltrúaráðsins. Framsóknarfólk Húsavík Skrifstofa Framsóknarfélags Húsavíkur eropin á hverjum laugardagsmorgni kl. 11-12 til og með 13. júní nk. Bæjarmál og landsmál rædd yfir kaffibolla. Tilvalið tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og fá svör við spurningum. Lítum við í Garðari. Framsóknarfélag Húsavíkur. Garðari, Garðarsbraut 5, 2. hæð. Sími 41225. .t GUNNBJÖRN HERMANN ARNLJÓTSSON sem andaðist 18. maí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, þriðjudaginn 26. maí kl. 13.30. Aðstandendur. Astkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, JÓRUNN MARY INGVARSDÓTTIR (Dúdda), sem lést í Luxemborg 17. maí, verður jarðsungin fráAkureyr- arkirkju, mánudaginn 25. maí kl. 13.30. Minningarathöfn fer fram í Keflavíkurkirkju, laugardaginn 23. maí kl. 14.00. Emil Sigurbjörnsson, Aðalbjörg Ólafsdóttir, Páll Sigurgeirsson, Inga Ólafsdóttir, Smári Árnason, Aðalbjörg Sigurðardóttir, barnabörn og systkini hinnar látnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.