Dagur - 22.05.1992, Síða 15

Dagur - 22.05.1992, Síða 15
Föstudagur 22. maí 1992 - DAGUR - 15 Jón Haukur Brynjólfsson íslandsmótið í knattspyrnu hefst á morgun: Erfiðir leikir hjá Akureyrarliðumim Á morgun rennur upp lang- þráð stund fyrir knattspyrnu- áhugamenn. Þá hefst íslands- mótið í knattspyrnu með þremur leikjum í 1. deild, fímm í 2. deild og fímm í 3. deild. Fyrstu umferð í 1. deild lýkur svo á sunnudagskvöldið. Akureyrarliðin eru nú bæði í 1. deiid á nýjan leik og þau fá erfiða mótherja í fyrstu umferð, Þór tekur á móti Fram á Þórsvellinum, en Frömurum hefur verið spáð íslandsmeist- aratitlinum, og KA mætir Islandsmeisturum Víkings á Víkingsvellinum. Aðrir leikir í fyrstu umferð eru ÍBV-Valur, KR-ÍA og FH-UBK. „Það skiptir engu máli hvaða liði við byrjum á. Það er ágætt að fá Framarana í fyrsta leik og ég tel okkur eiga jafna möguleika á móti þeim. Okkur hefur oftast gengið vel með þá hérna heima og erum ekki með lakara lið en undanfarin ár, sennilega betra ef eitthvað er,“ sagði Bjarni Svein- björnsson, fyrirliði Þórs um leik- inn gegn „meistarakandídötun- um.“ Bjarni sagði þó engan vafa á að leikurinn yrði erfiður, Fram- liðið væri „teknískt“ og Þórsarar ætluðu sér að taka þrjú stig með baráttunni. Þórsurum hefur gengið illa að skora í síðustu leikjum en Bjarni sagði að það væri alls ekki komið á sálina á leikmönnum liðsins. „Við hljótum að geta skorað eins og aðrir og ætlum okkur að gera það. Maður reynir að setja eitthvað á móti Fram en lofar engu,“ sagði Bjarni Sveinbjörns- son. Leikur Þórs og Fram fer fram á grasvelli þeirra Þórsara á morgun og hefst kl. 14. Skrekkur í Yíkingum? „Þetta verður erfiður leikur eins og allir aðrir leikir í 1. deild. Það er ekkert verra að byrja á móti íslandsmeisturunum og ég vildi ekki skipta," sagði Bjarni Jónsson, fyrirliði KA, en liðið mætir Víkingi í Reykjavík á sunnudagskvöldið. „Við höfum sjálfir reynsluna af því að verja titil og það byrjaði ekki vel eins og menn muna. Við vitum að það er skrekkur í Vík- ingum og vonum bara að það verði spennufall hjá þeim. Okkur hefur líka gengið vel með þá fyrir sunnan og erum óhræddir," sagði Bjarni. Flann sagði að sér litist vel á KA-liðið og taldi að það gæti komið á óvart þegar Gauti Laxdal, sem er í próflestri, yrði kominn á fulla ferð og Pavel Vandas kominn til landsins. „Ég Þórsliðið æfði á grasi I gær en leikurinn gegn Fram á morgun verður á grasvelli þeirra. Þeir eru einbeittir á svipinn og ætla sér að taka vel á móti sigurstranglegasta liði deildarinnar. Mynd: JHB. hef trú á að við spjörum okkur og stefnan hlýtur að vera að gera betur en í fyrra,“ sagði Bjarni. Hann þverneitaði að spá fyrir um úrslit leiksins. „Það er búið að spá svo mikið að ég læt það eiga sig. En það væri fínt að fá eitt eða fleiri stig út úr þessu,“ sagði Bjarni Jónsson. Stefán samdi til tveggja ára 2. og 3. deild: Leiftur fær ÍR norður - flest norðlensku liðin byija úti Handknattleiksmaðurinn Stefán Kristjánsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við þýska 2. deildarliðið Pfullingen og leikur því ekki áfram með KA. Stefán sagði í samtali við Dag að honum hefði litist vel á tilboð- ið og ákveðið að slá til. „Maður hefur ekkert frekar stefnt á atvinnumennsku og ég hef hafn- að tveimur öðrum tilboðum sem ég fékk frá Þýskalandi. Það er hins vegar freistandi að prófa íþróttir KNATTSPYRNA Laugardagur 1. deild: Þór-Fram kl. 14.00 2. deild: Leiftur-ÍR ki. 14.00 3. deild: KS-Þróttur N. kl. 14.00 Grótta-Magni kl. 14.00 Haukar-Tindastóll kl. 14.00 Skallagrimur-Völsungur kl. 14.00 Ægir-Dalvík kl. 14.00 Mjólkurbikarkeppnin: SM-UMFL (Þórsv.) ki. 17.00 Sunnudagur 1. deild: Víkingur-KA kl. 20.00 GOLF Laugardagur Akureyri: Flaggakeppni, 18 h., kl. 10.00. Blönduós: Einnar kylfukeppni. Sauöárkrúkur: Einnar kylfukeppni, 18 h. Sunnudagur Akureyri: Snærisleikur, 18 h., kl. 10.00. KRAFTLYFTINGAR Opna Akureyrarmótið 1992 veröur haldið i íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag. Keppni hefst kl. 13. ÞRÍÞRAUT Þríþrautarkeppni verður haldin í Mývatnssveit á laugardag. þetta þegar það býðst og ég ákvað að slá til núna. Ég fer út í þrjár vikur 18. júní og svo alfar- inn í ágúst.“ Stefán segist lítið vita um liðið annað en að það sé ungt og hafi verið ofarlega í deildinni í fyrra. Tindastóll og Hvöt frá Blöndu- ósi mættust í bikarleik á Sauö- árkróki sl. miðvikudagskvöld. Heimamcnn fóru með sigur af hólmi og náðu að setja knött- inn í mark andstæðinganna alls fimm sinnum á móti engu marki Hvatarmanna. Leikurinn hófst með látlausri sókn Stólanna, þrátt fyrir að þeir léku á móti strekkingsvindi í fyrri hálfleik. Strax á 6. mín. komst Sverrir Sverrisson í gegnum vörn Hvatarmanna og sendi boltann framhjá markverði Hvatar, stað- an 1:0. Þung sókn Tindastóls hélt áfram -næstu mínúturnar og áttu þeir m.a. skot í slá og fleiri góð færi. Hvatarmenn sóttu þó held- ur í sig veðrið og sóknir þeirra Magnamenn komust í 2. um- ferð með 2:1 sigri á Dalvíking- um á Dalvík í fyrrakvöld. Magnamenn voru betri aðilinn í leiknum og sigur þeirra sanngjarn. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en heimamönnum gekk illa að skapa sér færi. Magnamenn voru hins vegar beittari og náðu forystunni með marki Hreins Hringssonar um „Mér hefur liðið mjög vel hjá KA og hafði ekki áhuga á að fara í annað lið hér innanlands. Það er ekkert ólíklegt að maður komi aftur til Akureyrar þegar þetta verður búið,“ sagði Stefán Kristjánsson. þyngdust er leið á Ieikinn. Ekki náðu þeir þó að skora og á síð- ustu mínútu fyrri hálfleiks, bætti Sverrir við öðru marki fyrir Tindastól úr vítaspyrnu. Staðan í hálfleik 2:0. Seinni hálfleikur var hálf þóf- kenndur framan af. Bæði lið virt- ust eiga erfitt með að byggja upp sóknir sínar og það var ekki fyrr en á 75. mín. sem Guðbrandur Guðbrandsson skoraði fyrir Tindastól. Eftir það dró heldur af Hvöt og á 80. mín. sendi Bjarki Pétursson boltann í netið hjá þeim og á 84. mín. innsiglaði Þórður Gíslason síðan sigur Tindastóls, 5:0. Þar með halda Stólarnir áfram í aðra umferð bikarkeppninnar, en Hvöt er úr leik. SBG miðjan hálfleikinn. í seinni hálf- leik byrjuðu Magnamenn mun betur og fljótlega skoraði Ólafur Þorbergsson beint úr aukaspyrnu j en hann var nálægt því að skora annað mark þegar hann þrumaði í stöng Dalvíkurmarksins af löngu færi. Eftir markið dró heldur af Magnamönnum og Dalvíkingar sóttu en fengu aðeins eitt færi og úr því skoraði Jónas Baldursson af stuttu færi. Keppni í 2. og 3. deild íslands- mótsins fer einnig af stað á morgun. I 2. deild taka Leift- ursmenn á móti ÍR-ingum í Ólafsfirði en í 3. deild byrja Ijögur norðlensk lið á útivelli. Einungis Siglfírðingar byrja heima. „Ég þekki ÍR-liðið vel og veit útí hvað við erum að fara. Dag- skipunin er sigur og ekkert annað. Það er mjög mikilvægt að byrja vel því við eigum erfiðan leik í 2. umferð, Keflvíkinga á útivelli. Við rnætum því grimmir og ef leikurinn væri á getrauna- seðlinum myndi ég tippa á einn,“ sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Leifturs. í þriðju deildinni byrjarTinda- stóll úti gegn Haukum, Magni úti gegn Gróttu, Dalvík úti gegn Ægi, Völsungur úti gegn Skallagrími og KS heima gegn Þrótti N. Margir bíða spenntir eftir að sjá hvað Tindastólsliðið gerir en eins og knattspyrnu- áhugamenn vita er það gríðar- sterkt á pappírnum. Magna- mönnum hefur gengið vel í vor og Nói Björnsson, þjálfari, segir stefnuna setta á toppinn en Gróttumönnum, sem komu upp úr 4. deild, er spáð velgengni í sumar. Dalvíkingar hafa ekki náð sér á strik en mótherjar þeirra, Ægir úr Þorlákshöfn, eru óskrifað blað. Völsungar eiga erfiðan leik í Borgarnesi en eru til alls vísir og fróðlegt verður að sjá hvað hið unga lið KS gerir í sínum fyrsta leik undir stjórn Yuri Sedov. Golf: Fyrstu mótin að Jaðri Um helgina fara fyrstu tvö golfmót ársins fram á Jaðars- velli á Akureyri, Flaggakeppni á laugardag og Snærisleikur á sunnudag. Byrjað verður kl. 10 báða dagana. Kylfingar eru hvattir til að fjöl- menna á þessi fyrstu mót en ekki er fulljóst hvort leikið verður á sumargrínum. Það verður ákveð- ið í kvöld. ------------------------------------------\ Okkur vantar frjálsíþróttaþjálfara Ungmennasamband Austur-Húnvetninga bráðvant- ar frjálsíþróttaþjálfara f sumar. Upplagt fyrir þá sem vilja eyða sumrinu í fögru umhverfi með skemmtilegu fólki. Húsnæði á staðnum. Allar nánari upplýsingar veitir Valdimar Guðmunds- son í síma 95-24331 á kvöldin. U.S.A.H. Mj ólkurbikarkeppnin: Tindastóll burstaði Hvöt Magnamenn betri á Dalvík i

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.