Dagur


Dagur - 22.05.1992, Qupperneq 9

Dagur - 22.05.1992, Qupperneq 9
Föstudagur 22. maí 1992 - DAGUR - 9 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna: Styrktarsjóður félagsins að fara af stað með nýja fláröflunarleið - með sölu sérstakra tækifæriskorta Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna (SKB) var stofn- að af foreldrum krabbameins- sjúkra barna 2. spetember 1991. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna krabbameins- sjúkra barna og aðstandenda þeirra á öllum sviðum utan sjúkrahúsa sem innan. í fréttabréfi SKB kemur það fram að hingað til hafi félagið einkum látið til sín taka á tveim- ur sviðum. Annars vegar er um að ræða baráttu fyrir réttlátri aðstoð frá hinu opinbera, t.d. í samræmi við það sem gerist hjá frændum okkar á hinum Norður- löndunum en þar erum við íslendingar skammarlega langt á eftir, enda hefur lítið þokast í rétta átt. Hins vegar er um fjár- aflanir að ræða til styrktar við- komandi fjölskyldum. Stofnaður hefur verið styrktarsjóður SKB og var veitt úr honum í fyrsta skipti fyrir síðustu jól til u.þ.b. 20 fjölskyldna. Ástæða þess að þörf verulegs fjárstuðnings er fyrir hendi, er sú að þegar barn greinist með krabbamein, verður mikil röskun á lífi viðkomandi fjölskyldu. Aðstæður margra krabbameins- sjúkra barna og aðstandenda þeirra eru slíkar, að við sem telj- um okkur heilbrigð skiljum ekki hvernig hægt er að lifa við þær. Meðferð sjúkdómsins er alltaf erfið, oftast langvinn og leiðir af sér auk verulegra líkamlegra þjáninga mikið andlegt álag, töluverða félagslega röskun, auk- in fjárútlát og verulegan tekju- missi. Þetta á ekki bara við um sjúklinginn sjálfan heldur alla fjölskylduna. Hér á landi greinast að meðal- tali 8 börn 14 ára og yngri með krabbamein á ári hverju. Lífs- horfur barna með krabbamein hafa batnað mikið á undanförn- í hverju korti er texti, þar sem félag- ið þakkar m.a. af alhug fyrir fram- lagið. um árum og má gera ráð fyrir því að um helmingur þessara barna fái varanlegan bata en hann er dýru verði keyptur, þar sem með- ferð sjúkdómsins er barninu þrekraun, sem getur skilið eftir mörg stór ör líkamleg og andleg. Á meðan yfirvöld sinna málum krabbameinssjúkra barna ekki betur en raun ber vitni, er mjög mikilvægt að ofangreindur sjóður verði öflugur. Til þess að ná því markmiði stendur SKB fyrir fjár- öflun eins og áður getur. Nefna má í því sambandi að minningar- kort félagsins eru til sölu víða um land og ennfremur er hægt að hringja í Garðs Apótek í Reykja- vík hvaðan af landinu sem er, því veitt er gíróþjónusta. Einnig má geta þess að fyrirhuguð er söfnun styrktarfélaga bæði á meðal fyrir- tækja og einstaklinga. Fjáröflunarleiðin sem hér um ræðir, eru sérhönnuð tækifæris- kort sem brátt munu fást í öllum helstu bókaverslunum landsins en þar verða þau seld á kostnað- arverði. Með sölu þessara tæki- færiskorta gerir félagið sér vonir um að geta beint hluta af því mikla fé sem rennur í afmælis- gjafir og fleira, í styrktarsjóð SKB. Þar vill félagið t.d. höfða til þeirra sem eru í erfiðleikum með að finna afmælisgjöf handa afmælisbarni sem ekkert skortir og þrautalendingin verður oftast blóm og eða vín, sem í mörgum tilfellum flæða yfir þann sem á að gleðja, eins og segir í fréttabréfi SKB. Félagið vill halda því fram að andvirði slíkrar gjafar væri betur varið til styrktar börnum sem berjast við mjög svo erfiðan óvin, þar sem krabbamein er og að þar sé um göfuga gjöf að ræða til handa þeim sem hefur tilefni til að halda upp á eitthvað. Gjöfin gæti t.d. verið í formi ofannefnds tæki- færiskorts árituðu ásamt afriti af gíróseðli sem því fylgir. Auðvit- að fer mat á slíku eftir hugarfari þess er gjöfina á að fá og félagið gerir sér fulla grein fyrir því að til að auðvelda gefendum valið þyrfti ábending að koma frá honum. Hér er um nýjung að ræða sem félagið bindur miklar vonir við. -KK Ójafiiaðarstefiiu ríkis- stjómarinnar mótmælt Á sameiginlegum stjórnmála- fundi framkvæmdastjórnar Sam- bands ungra framsóknarmanna og Félags ungra framsóknar- manna við Djúp, sem haldinn var á ísafirði 16. maí sl., var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Fundurinn mótmælir þeirri ójafnaðarstefnu sem núverandi ríkisstjórn framfylgir. Ríkis- stjórnin hefur á einu ári brotið niður og afnumið fjölmörg atriði jafnréttis og félagshyggju, sem komið hefur verið á hér á landi á síðustu áratugum, sum hver eftir mikla baráttu og fórnir. Það fólk sem harðast verður úti vegna þessara grundvallar- breytinga á þjóðfélagi voru, sem ríkisstjórn hægri flokkanna er að koma í kring, eru fyrst og fremst barnafólk, menntafólk svo og sjúkir og aldraðir. Á sama tíma er ekki hreyft við afkomu hópa í þjóðfélaginu sem mest eiga og hæstar hafa tekjurnar, nema þá helst til að auka hagsæld þeirra. Til þessara óhæfuverka hefur ríkisstjórnin ekkert umboð, því ætti hún að segja af sér strax og leggja verk sín undir dóm þjóðar- innar.“ Garðáhöldin komin í miklu úrvali Tilboðsverð á garðslöngum: 10 m kr. 399 -15 m kr. 599 - 25 m kr. 999. Bílasýning og reynsluakstur Komið, skoðið og reynsluakið Honda, Daihatsu og Isuzu Trooper á afmælistilboði Bílar við allra hæfi Föstudag frá kl. 10-19 -Laugardag frá kl. 10-17. Símar bílasölu: 96-11036 & 96-30470. Fax: 96-27635. ÞÓRSHAMAR HF BÍLASALA Glerárgötu 36, Nýr söluaðill á Akureyri KAUPLAND Kaupangi v/Myrarveg, sími 23565 Yfir 1000 gerðir af veggfóðrl og Óöldltm allur af efiium í stíl, t d. í gardínur, sœngursett, púða o.fl. l*á er hœgt að ffi tllbúin sængursett fyrir börnln í stíl vlð veggfóðrið og veggfóðursborðana Láttu sjá þig strax í dag. laugardagiun 23. og sunnudagmn 24. maí á veggfóðrl og efitmm í versliminni kl. 10.00-16.00 báða dagana. Veggfóður er í tísku VEGGFÓÐRARINN verslun með gólf- og veggefni. V E G G F F 0 Ð U R

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.