Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. maí 1992 - DAGUR - 11 Tónlist Vorkliður Miklir tónleikar voru haldnir í íþróttaskemmunni á Akureyri sunnudaginn 17. maí. Tii þeirra mætti mikill fjöldi flytjenda en stjórnandi var Roar Kvam. Stjórn hans var fumlaus og ákveðin og virtist ná vel til flytj- enda. Umbúnaður tónleikanna var skemmtilegur. Blómaskreytingar voru glæsilegar og umhverfið lýst á líflegan hátt. Par hafði verið að verki Ingvar Björnsson, ljósa- meistari Leikfélags Akureyrar, en hann stýrði líka gangi ljós- anna. Talað mál flutti Þráinn Karlsson, leikari, en hann las nokkur ljóð. Þráinn er magnaður upplesari og brást ekki bogalistin í þetta skiptið frekar en endra- nær. Richard Simm lék tvö einleiks- verk á píanó, Vorklið eftir C. Sinding og Til vorsins eftir E. Grieg, og fór á kostum. Þá lék Richard Simm undir í nokkrum lögum einsöngvaranna og fylgdi flutningi þeirra af smekkvísi, svo sem best verður á kosið. Micháel Jón Clarke söng Ton- erna eftir C. L. Sjöberg. Flutn- ingur hans var innilegur og ekki síður í Kyriu og Gloriu úr Misa Criolla eftir A. Ramirez, þar sem honum tókst sérlega vel upp. í flutningi kaflanna úr Misa Criolla lék Pentti Niemi og Jacqueline Simm smekklega á slagverk. Pá söng Michael Jón It was a Lover and his Lass við gítarundirleik Jenniferar Spears. Hún gerði vel, en Michael Jón virtist ekki alveg vera í essinu sínu í þessu lagi. Signý Sæmundsdóttir söng skemmtilega Vorið eftir E. Grieg. Glæsilegust var frammi- staða hennar í Hlátur-aríunni úr Leðurblökunni eftir J. Strauss, sem hún flutti með aðstoð Passíu- kórsins og hljómsveitarinnar og fór á kostum. Þuríður Baldursdóttir söng einnig tvö einsöngslög: Vorgyðj- una eftir Árna Thorsteinsson og Söng blindu konunnar eftir A. Pontichelli. Bæði lögin flutti Þur- íður prýðilega, en sér í lagi hið síðarnefnda var fallega túlkað. Blásarasveit æskunnar stóð almennt vel fyrir sínu. Gallar voru vissulega á leik hennar, en þeir voru ekki stórvægilegir. Eftirtektarvert var hve vel hljóð- færaleikurunum tókst lang oftast að hemja styrk hljóðfæra sinna með söng, en nýta hann síðan skemmtilega, þegar það átti við. Einleikari á flautu með hljóm- sveitinni í verkinu Vorlokkur eft- ir A. Cobino var Arnbjörg Sig- urðardóttir. Hún hefur náð fal- legum tóni og túlkun, og naut sín vel í verkinu, einkum þegar á það leið. Passíukórinn söng katla úr Miss Criolla og tókst nokkuð vel. Einnig söng kórinn lagið Shenandoah við undirleik Helgu , Kvam á hljómborð. Hún gerði | afar snyrtilega, en kórinn hafði ekki að fullu þau tök á flutningi, sem skyldi. Karlakór Akureyrar-Geysir flutti Nautabanakórinn úr La Traviata eftir G. Verdi og tókst allvel. Heldur var þó þróttur kórsins lítill á stundum. Kórarnir saman og hljómsveit- in fluttu Steðjakórinn úr II Tro- vatore og Gullnu vængir úr Nabucco, hvort tveggja eftir G. Verdi. Flutningur þessara verka var góður; sér í lagi þess síðar- nefnda, sem var verulega áhrifa- mikið og hrífandi. Ferðafélag Akureyrar: Drangeyjarferð Á uppstigningardag ætlar Ferða- félag Akureyrar að efna til ferðar í Drangey. í þessari ferð gefst fólki kostur á að virða fyrir sér fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni. Um leið getur það reynt að ímynda sér hvernig það hefur verið að dvelja í Drangey í trássi við lög og rétt fyrir tæpum 1000 árum eins og þeir bræður Grettir og Illugi Ásmundarsynir. Allar nánari upplýsingar um ferðina verða veittar á skrifstofu F.F.A. á föstudag, mánudag og þriðju- dag milli kl. 18 og 19 í síma 22720. Mikilvægt er að fólk skrái sig í ferðina í síðasta lagi á þriðjudag. Pessir tónleikar voru fyrir margra hluta sakir ánægjulegir. Peir voru óvenjulega fjölbreyttir, en þó bundnir ákveðnu stefi, vor- komunni og eiginlega fagnaðar- óður til þeirrar árstíðar. í heild tókust þeir vel og voru þeim til sóma, sem að þeim stóðu. Haukur Ágústsson. LETTIH % Firmakeppni Hestamannafélagsins Léttis veröur haldin á Breiðholtsvelli, fimmtudaginn 28. maí, kl. 14.00. Skráning verður í Skeifunni, miðvikudaginn 27. maí kl. 17.00-20.00. Kvennadeild Léttis verður með kaffihlaðborð í Skeifunni meðan firmakeppnin stendur yfir. Firmakeppnisnefnd. Glæsilegt 3ja daga tilboð Verð áður Verð nú Pottasett 4.395 2.995 Ofnpottar 1.395 989 Handklæði 1.295 899 Handklæði 889 489 Gallabuxur herra 2.995 1.995 Dömubolir m/tölum 2.495 1.595 Gallabuxur barna 1.795 1.295 Hettubolir barna 1.095 759 Joggers frá 36-46 1.295 989 Verið velkomin HAGKAUP Akureyri Hótel KEA Akureyri, laugardaginn 23. maí kl. 10-16 SÝNING Á Bt Sýnum á Akureyri viðskiptahugbúnaðinn Bústjóra. A Kynnum m.a.: Bókhald sveitarfélaga Útvegsbankinn (útgerð og fiskvinnsla) % Framleiðslukerfi i Sölukerfi verslana L -komdu og kynntu þér nútíma hugbúnað r JSTJC Bústji P4H - sveigjan f I STRENG V /mH verk- og keríisír li\ Stórhöfða 15-11 TJ\J Sími 91-685130 • )RA 5ri legur í samstarfi j £ UR fP* æðistotn :m:.rrr.. 2 Reykjavik Fax 91-680628

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.