Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. maí 1992 - DAGUR - 5 Lesendahornið Akureyri: Hrikalegur verðmunur á kókinu Iðunn Ágústsdóttir hringdi. „Sennilega er ég ein af þessum óheppnu sálum sem finnst stund- um gott að dreypa á kóki og ég kaupi yfirleitt hálfs líters Dæet- kók (Diet Coke). Ég hef stund- um keypt þessa vöru á kvöldin í „nestunum“ hjá „Kennedy- bræðrum“ og þar kostar flaskan 120 krónur. Ég er nýlega komin að sunnan þar sem ég verslaði gjarnan í kvöldsölu í Mosfellsbæ. Þar kostaði samskonar kók- flaska 95 krónur. Ég nefndi við afgreiðslustúlku í einu nestanna fyrir nokkrum kvöldum að mér þætti dálítið mikið að borga 120 krónur fyrir flöskuna hér fyrir norðan en 95 krónur í Mosfells- bæ. Stúlkan sagði, og það kom nú svolítill snúður á hana, að eflaust hefði flutningskostnaður þarna eitthvað að segja, en hins vegar væri verðlagning ekki hennar mál. Ég sagði henni að auðvitað vissi ég að hún tæki ekki ákvörðun um verðlagningu á kókinu. Með það kvöddumst við. Nokkru síðar var ég stödd inni í Brynju, sem er einnig með kvöldsölu, og þar kostaði sams- konar kókflaska 95 krónur. Þetta er sambærilegt verð og í Mos- fellsbæ, þannig að samkvæmt því er ekki hægt að skýra hátt verð- lag í nestunum með miklum flutningskostnaði. í Hagkaup sá ég svo núna á dögunum að hálfur líter af dæet-kóki kostaði 64 krónur. Verðmunurinn er því hátt í hundrað prósent. Með þessa vitneskju varð ég enn for- vitnari og hringdi upp í Hrísa- lund og fékk þær upplýsingar að þar kostaði þessi stærð af dæet- kókflösku 93 krónur. Ég veit að það er frjáls álagn- ing á gosdrykkjum, en þrátt fyrir það finnst mér þetta hrikalegur verðmunur og full ástæða til að vekja athygli á honum.“ Svar frá Höldi hf. Vegna Iesendabréfsins um verðlag á dæet-kóki á Akur- eyri hafði Dagur samband við Höld hf. og innti Aðalstein Guðmundsson eftir hvaða skýringar væru á því að hálf flaska af diet-kóki kostaði 120 krónur í nestunum á Akureyri, 95 krónur í sambærilegri versl- un í Mosfellsbæ og enn minna í stórmörkuðum. Aðalsteinn sagði að ekki væri hægt að bera saman verðlag í ;,sjoppunum“ og stórmörkuðun- um, t.d. væri launakostnaður mun hærri í sjoppunum vegna kvölds og helgarálags sem þyrfti að greiða starfsfólki. Aðalsteinn benti á að í mörgum tilfellum væru stórmarkaðarnir að bjóða vörur undir kostnaðarverði og hægt væri að fullyrða að í mörg- um tilfellum borgaði sig fyrir rekstraraðila sjoppanna að fara í þá og kaupa ýmsar vörur, í stað þess að kaupa þær frá heildsölu- og dreifingaraðilum. Um verðmun á diet-kóki ann- ars vegar í nætursölu í Mosfells- bæ og hins vegar í nestunum á Akureyri sagði Aðalsteinn að vera kynni að syðra hefði við- komandi hitt á tilboð, sem væru núorðið alltaf í gangi í sjoppun- um. Þannig væri þessa dagana til- boð í Veganesti við Akureyri á RC-Cola og fengist flaskan á 19 krónur. Einnig væri tilboð á 2 1 flöskum af Pepsi og kostaði hún 150 kr. Þakkir til Amar Viðars og kennara Hljóniskólans Sunnudaginn 17. maí voru haldn- ir styrktartónleikar og skólaslit fyrsta og trúlega eina starfsárs Hljómskólans á Akureyri. Þessi skóli, sem Örn Viðar Erlendsson stofnaði og rak af kjarki og dugnaði, á aðeins eitt skólaár að baki en hefur á þeim stutta tíma sett mark sitt á tón- listarlífið hér í bæ og er það von okkar að sá andi uppörvunar og hvatningar sem í skólanum var fylgi honum ef hann sameinast Tónlistarskóla Akureyrar. Tónleikarnir sem haldnir voru í Sjallanum á Akureyri voru alveg einstaklega ánægjulegir og verulega til marks um þann góða anda sem Örn Viðar hefur skap- að í skóla sínum. Á þessum tón- leikum komu aðallega fram þeir nemendur sem styttra eru komn- ir, en lengra komnir gítarnem- endur halda tónleika í Grundar- kirkju nk. laugardag. Nemendur á þessum tónleik- um léku á gítara, einleiks-, þjóð- laga- og rafgítara svo og á hljómborð, að auki kom fram einn forskólahópur. Það virtist nokkuð sama á hvaða aldri nem- endur voru, þeir skiluðu allir hlutverki sínu með prýði og höfðu jafnframt gaman af. For- eldrar og aðrir velunnarar skól- ans, sem fjölmenntu í Sjallann, höfðu ekki síður gaman af og má geta þess að fullsetið var við flest borðin þar sem gestir drukku kaffi og borðuðu heimabakað brauð á meðan þeir nutu þess að hlýða á tónlist úr ýmsum áttum. Að þessum tónleikum loknum Akureyringur hringdi: „Nú fer að styttast í Ólympíu- leikana og þar munum við Akur- eyringar eiga fulltrúa, júdómann- inn Frey Gauta Sigmundsson. Það er ekki á hverjum degi sem Ólympíufarar koma frá Akur- eyri, sennilega ekki síðan Jóhannes á Borg var og hét, og mér finnst hreinlega of lítið gert með þennan stórgóða árangur er okkur efst í huga þakklæti til Arnar Viðars og kennara Hljóm- skólans fyrir þá hvatningu og uppörvun sem börnin okkar hafa fengið þennan vetur við nám í Hljómskólanum. Einnig viljum við koma hér fram þakklæti þeirra mörgu foreldra sem lýst hafa ánægju sinni með nám barna sinna í Hljómskólanum. hjá júdómanninum. Freyr Gauti hefur staðið sig mjög vel og á skilið að fá stuðning. Það er dýrt að fara á Ólympíuleikana og ég vil varpa fram þeirri hugmynd að stofnaður verði styrktarsjóður vegna þátttöku hans. Félag hans, KA, gæti haft forgöngu um málið og stofnað stuðningsmanna- klúbb. Ég vil hvetja bæjarbúa til að gefa þessu máli gaum.“ Hrefna G. Torfadóttir, Magnús Gauti Gautason. Styrkið Frey Gauta Vélbátatrygging Eyjafjarðar Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel KEA laugardaginn 23. maí kl. 16.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin* Verslun með reyrvörur Reyrhúsgögn - Stakir stólar. Úrval af gjafavöru og bast körfum. Komið og skoðið. Bleiki ffllinn Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 12025. LOKADANSLEIKUR hjá hljómsveit Bigga Mar. Þar sem hljómsveitin er að hætta störfum, verður hún með kveðjudansleik í Alþýðuhúsinu, 4. hæð, Bláhvammi laugardaginn 23. maí nk. Húsið opnað kl. 21.30. Aö lokum þetta: VELKOMIN í BLÁHVAMM HLJÓMSVEIT BIGGA MAR. Bændur athugið! Kynnum rafgirðingar’í verslun okkar föstudaginn 22. maí frá kl. 09.00-17.00. Kynningarafsláttur. Við Tryggvabraut • Akureyri Sími 22700 ..... ....................-..... Jt Opio til kl. 23.30 öll kvöld Kreditkort • Velkomin bensínsölur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.