Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. maí 1992 - DAGUR - 7 Beðið fyrir sköpun Guðs á bænadegi kirkjunnar: „Sagan sýnir að maðurinn hefur ekki risið undir ábyrgð sinni“ - segir í bréfi biskups til presta landsins Fimmti sunnudagur eftir páska er 24. maí, en dagurinn er almennur bænadagur kirkj- unnar. Biskup íslands, herra Olafur Skúlason, hefur ákveð- ið að í ár skuli fjallað um efnið: Sköpun Guðs og ábyrgð manna. í bréfi biskups til presta lands- ins segir meðal annars: „Guð fól manninum ráðsmennsku yfir jörðinni og j)ar með ábyrgð á sköpuninni. I slíku felst verndun náttúru og viðhalds, með við- leitni til þess að byggja upp en forðast að eyða og spilla. Því miður sýnir sagan, að maðurinn hefur ekki risið undir ábyrgð sinni og skaðvaldar ná jafnvel upp í gufuhvolfið. Biðjum því fyrirgefningar á eyðileggingu og skaðlegu athæfi. Biðjum um það, að trú okkar styrki trúmennsku okkar gagnvart sköpun guðs og öllu því, sem okkur ber að skila eftirkomendum okkar í hendur. Biðjum um það, að viðleitni okk- ar beri árangur í því að treysta lífríkið. Biðjum um kjark til þess að berjast gegn mengun og spill- ingu og djörfung til þess að breyta eftir sannfæringu okkar.“ ój AKUREYRARB/ÍR Viðtalstímar bæjarfulitrúa Mánudaginn 25. maí 1992 kl.20-22 veröa bæjar- futltrúarnir Birna Sigurbjörnsdóttir og Gísli Bragi Hjartarson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra aö Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Nettó opnað i dag kl. 12.00 að Oseyri 1 Matvara, fatnaður, skór, búsáhöld Ótrúleg opnunartilboð Greiðslukort og bláar nótur nú í gildi hjá okkur Opiö mánud. til föstud. frá kl. 12.00 til 18.30 og laugard. frá kl. 10.00 til 14.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.