Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 8
Hvað er að gerast? 8 - DAGUR - Föstudagur 22. maí 1992 Aðalfundur Akureyrardeildar Rauða kross íslands verður haldinn laugardaginn 23. maí 1992 kl. 13.15 í húsnæði deildarinnar í Kaupangi við Mýrarveg. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. HOTEL KEA Laugardagskvöldið 23. maí Loksins á Akureyri, hljómsveitin SMELLIR ásamt Evu Asrúnu Albertsdóttur og Ragnari Bjarnasyni Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00. \WP Akureyri: Dagskrá píanóhátíðar um helgina Eins og fram kom í Degi í gær hefst á morgun, laugardaginn 23. maí, fyrsta píanóhátíðin á Is- landi í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju. Dagskrá hátíðarinnar er athyglisverð og fjölbreytt. LAUGARDAGUR 23. MAÍ 10.00 Inngangstónleikar. Jónas Tómasson: Sónata VIII. Hulda Bragadóttir, píanó. Hátíðin sett 10.30 Fyrirlestur. Nína Margrét Grímsdóttir: íslensk píanótónlist - saga og þróun. Tónlistarinnskot. Þorkell Sigur- björnsson: Fjögur íslensk þjóðlög: Ljósið kemur langt og mjótt, Björt mey og hrein, Yfir kaldan eyði- sand, Það var barn í dalnum. Christopher A. Thornton, klarinett; Richard J. Simm, píanó. 14.00 Fyrirlestur. Snorri Sigfús Birgisson: Um píanóverk fyrir byrjendur. 15.00 Sýningar kynntar. Málverka- sýning - Dröfn Friðfinnsdóttir, tréristur, og Örn Ingi, verk unnin með blandaðri tækni. Islenska tónverkamiðstöðin - sýn- ing á nótum, geisladiskum og bókum. Píanótónleikar. Guðríður St. Sig- urðardóttir. 20.30 Píanótónleikar. Örn Magnússon. f hléi verður sýnt myndband eftir Christopher A. Thornton: Fegurð íslands- 1. hluti: Eyjafjörður. SUNNUDAGUR 24. MAÍ 14.00 Inngangstónleikar. Hróðmar I. Sigurbjörnsson: Tilbrigði. Richard J. Simm, píanó. Fyrirlestur. Marek Podhajski: Um þjóðleg einkenni íslensks tónmáls. 15.15 Fyrirlestur. Halldór Haralds- son: Túlkun íslenskrar píanótón- listar. Tónlistarinnskot. Karolína Eiríks- dóttir: Þrjú ljóð úr „Sumir dagar“ við texta eftir Þorstein frá Hamri: Eign, Sannleikurinn og Sumir dagar. Margrét Bóasdóttir, sópran; Arn- björg Sigurðardóttir, þverflauta; Christopher A. Thornton, klarinett; Eileen Sicocks, selló; Richard Simm, píanó. 17.00 Steinaspil. Elías Davíðsson kynnir hljóðfæri sitt. 20.30 Nemendatónleikar. Flytend- ur eru eldri nemendur úr tónlistar- skólum. í hléi verður sýnt myndband eftir Christopher A. Thornton: Fegurð íslands - 2. hluti: Mývatn. MÁNUDAGUR 25. MAÍ 10.00 Inngangstónleikar. Jón Hlöðver Áskelsson: Svíta úr ís- landsklukkunni. Eileen Silcocks, selló og blokkflauta; Jacqueline F. Simm, óbó; Richard J. Simm, piano. Fundur með tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson, Elías Davíðs- son, Hafliði Hallgrímsson, Hjálm- ar H. Ragnarsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Jónas Tómasson, Karolína Eiríksdóttir, Oliver Kentish og Snorri Sigfús Birgisson. 14.00 Nemendatónleikar. Flytend- ur eru yngri nemendur úr tónlistar- skólum á Akureyri, ísafirði, í Garðabæ, Reykjavík og víðar. 20.30 Tónleikar Kammersveitar Akureyrar. Þetta eru jafnframt síðustu tónleikar hljómsveitarinnar á þessu starfsári. Píanóleikarar með hljómsveitinni verða Akur- eyringarnir Kristinn Örn Kristins- son og Þórarinn Stefánsson, en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson, sem nýverið var ráðinn skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri. Flutt verða Konsertínó fyrir píanó og hljómsveit eftir John Speight, „Myrkraverk" fyrir blás- arasveit eftir Oliver Kentish og „Concerto serpentinada" píanó- konsert eftir Átla Heimi Sveins- son. Alls taka 35 hljóðfæraleikarar og söngvarar þátt í flutningnum og eru verkin í senn bæði nýstárleg og skemmtileg. Aðgöngumiðasala við innganginn. í hléi verður sýnt myndband eftir Christopher A. Thornton: Fegurð íslands - 3. hluti: Landslag. Akureyri: 99 Tákn lífs og verundar - málverkasýning Tryggva Ólafssonar í vinnustofu Guðmundar Armanns í Listagili Tryggvi Ólafsson, listmálari, opnar málverkasýningu í dag kl. 17.00 í vinnustofu Guð- mundar Ármanns í Listagilinu á Akureyri. „Það má vera deginum ljósara, að það sem málarinn Tryggvi Ólafsson veltir fyrir sér um þess- ar mundir, er fyrst og fremst hreinleiki litanna og áhrifamáttur línu og myndbyggingar, ásamt öllum samanlögðum áhrifamætti þessara þátta. Frásögnin og heimspekin að baki þessa ferils hefur ekki sama vægi, en er þó ómissandi hlekkur í sköpuninni til að undirstrika heildina og veita inn í hana táknum lífs og verundar. Þá er það áberandi á sýningunni, að Tryggvi glímir mjög við samsetningu frumlit- anna og að gæða hvítt tóm lífs- Greifatorfæran! Laugardaginn 23. maí kl. 14.00 ofan Akureyrar, noröan Glerár. Allir toppbílarnir skráöir til leiks. Fyrsta keppnin til íslandsmeistaratitilsins í ár. Miðaverð kr. 700 fyrir 12 ára og eldri. - Mætum tímanlega. Hver verður Greifinn í ár?? Verður Árni Kóps ofar en í 9. sæti núna?? mögnun, en það er í sjálfu sér drjúgur galdur,“ segir Bragi Ásgeirsson í skrifum sínum um málverkasýningu Tryggva er nýlokið er í listhúsinu Borg í Reykjavík. Sýning Tryggva er nú komin til Akureyrar á vegum listhússins, í Reykjavík og verður aðeins opin í þrjá daga. Tryggvi Ólafsson er úr hópi þekktustu núlifandi listamanna íslenskra. Hann er af austfirskum og skaftfellskun ættum; sleit barnsskónum í Neskaupstað, en fluttist síðar til Reykjavíkur. Eft- ir nám í Handíða- og myndlista- skólanum í Reykjavík stundaði hann nám við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Þar hefur hann búið síðan, hátt á þriðja áratug, unnið að list sinni og jafnframt kennt við akademíuna. „í mynd- um Tryggva endurspeglast lífs- reynsla hans og skoðanir, veru- leiki íslendingsins, sem orðið hefur fyrir þroskandi áhrifum utan úr hinum stóra heimi. - Þannig þekkjast myndir Tryggva strax. Flann á sinn eigin mynd- heim, eigin persónuleika sem listamaður; goðsagnir sem hann hefur ofið úr hugsun sinni, heim- þrá, minningum; hugleiðingum um heiminn, söguna og hlutskipti manna,“ segir á bókarkápu bók- ar Thors Vilhjálmssonar, rithöf- undar, og Halldórs Björns Run- ólfssonar, listfræðings, um málar- ann Tryggva Ólafsson, sem Lista- safn ASI og Lögberg gáfu út árið 1987. Tryggvi Ólafsson er framtaks- samur myndlistamaður. Hann hefur haldið fjölda sýninga í Reykjavík og þá yfirleitt á tveggja ára fresti. Sýning Tryggva í vinnustofu Guðmund- ar Ármanns er fyrsta sýning nyndlistamannsins á Akureyri. Tryggvi er kærkominn gestur á Akureyri og Akureyringar sem og nærsveitamenn eru hvattir til að líta við í Listagilinu. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.