Dagur - 22.05.1992, Side 3

Dagur - 22.05.1992, Side 3
Föstudagur 22. maí 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Aðalfundur Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri: Fyrirtækið hefur skilað hagnaði öll starfsárin búist við áframhaldandi söluaukningu endurvinnsluvara Aðalfundur Gúmmívinnslunn- ar hf. var haldinn í aprfl. Síð- astliðið ár var velta fyrirtækis- ins um 80 milljónir og skilaði rúmlega 6% hagnaði eftir skatta. Gúmmívinnslan hf. hefur árlega skilað hagnaði frá því að rekstur hófst árið 1984. Hagnaður ársins 1991 var minni en árið 1990, enda ytri rekstrarskilyrði lakari. Þar ber helst að nefna mikla hækkun fjármagnsgjalda. Meðal starfs- mannafjöldi fyrirtækisins var 12. Sala endurvinnsluvara ríflega tvöfaldaðist á síðastliðnu ári. Þessi söluaukning er árangur markaðsátaks sem fyrirtækið hóf á árinu. Einnig má þakka því um að almenningur er meðvitaðri um mikilvægi endurvinnslu. Endur- vinnsla stuðlar ekki aðeins að minni sorpmengun heldur einnig að bættri nýtingu auðlinda jarðar. Árið 1991 endurvann Gúmmívinnslan hf. um 100 tonn af gúmmí og endurnýtti um 150 tonn með hjólbarðasólningu. Undanfarin ár hefur verið unn- ið að stækkun húsnæðisins og endurskipulagningu fyrirtækis- ins. Á síðasta ári lauk endur- skipulagningu sólningardeildar- innar og ný skrifstofuaðstaða var tekin í notkun. Markmið fyrirtækisins er að stuðla að hvers kyns endur- vinnslu og endurnýtingu. Haldið verður áfram með vöruþróunar- og markaðsstarf endurvinnslu- vara. Einnig verður aukin áhersla lögð á markaðssetningu sólaðra hjólbarða, en hjólbarðasólning er endurnýting. Litið er björtum augum á kom- andi ár. Búist er við áframhald- andi söluaukningu endurvinnslu- vara. Mestar vonir eru bundnar við GV reitinn, sem notaður er við sundlaugar, á leikvelli og á sólpalla og GV millibobbinginn, sem notaður er á veiðarfæri. Sala nýrra hjólbarða á einnig eftir að aukast. Undanfarin ár hefur fyr- irtækið haslað sér völl á hjól- barðamarkaðnum með hagstæð- um innflutningi. Austur-Húnvetningar: Áhyggjufullir vegna stöðu í landbúnaðarmálum - samdrátturinn leiðir til atvinnuleysis, eignaupptöku og fólksflótta, segir í ályktun aðalfundar Sölufélags Austur-Húnvetninga „Langmestur hluti umræðna á aðalfundi Sölufélagsins snérist um þann vanda sem nú steðjar að atvinnulífinu hér í héraðinu vegna áframhaldandi sam- dráttar í landbúnaði,“ sagði Guðsteinn Einarsson, kaupfé- lagsstjóri á Blönduósi en á fundinum, sem haldinn var í síðustu viku, voru einnig til umræðu hugmyndir um sam- einingu Sölufélagsins og Kaup- félags Húnvetninga. A aðal- fundi kaupfélagsins, sem hald- in var daginn áður, var eins og fram hefur komið samþykkt tillaga þess efnis að gengið verði til viðræðna við stjórn Sölufélagins um endurskipu- lagningu samvinnufélaganna í héraðinu með sameiningu fyrir augum. Engin tillaga var sam- þykkt á aðalfundi Sölufélags- ins þess efnis. Guðsteinn Ein- arsson sagði að í raun hefðu umræðurnar á fundi Sölufé- lagsins gengið út á að félögin yrðu rekin áfram með óbreyttu samstarfsfyrirkomulagi. Á aðalfundi Sölufélags Austur- Húnvetninga var samþykkt harð- orð tillaga í atvinnumálum. Segir þar meðal annars að vegna ákvarðana um stórfelldan niður- skurð í landbúnaði er leiði af sér verulega fækkun framleiðenda og um leið samdrátt í störfum við úrvinnslu landbúnaðarafurða bendi fundurinn á að marka verði skýra stefnu í atvinnumálum landsbyggðarinnar, sem leiði til uppbyggingar landsins alls en ekki eyðingar einstakra byggðar- laga. Þá verði tekið tillit til ann- arra atvinnuvega í viðkomandi héruðum við stefnumörkun í landbúnaði og bent á að í Aust- ur-Húnavatnssýslu muni áfram- haldandi fækkun framleiðenda leiða til lokunar vinnslustöðva, atvinnuleysis, eignaupptöku og fólksflótta úr héraðinu. Guðsteinn Einarsson sagði að ástæður versnandi afkomu sam- vinnufélaganna á Blönduósi megi beinlínis rekja til samdráttar í landbúnaði, sem leiði síðan til samdráttar í almennri þjónustu er komi fyrst og fremst niður á veslunarþættinum. Hann sagði að menn myndu ræðast við á næstunni varðandi breytingar á samstarfi sölu- og kaupfélagsins en ekki væri unnt að segja til um á þessu stigi hvort einhverjar Þótt skautavertíðinni sé lokið mun íshokkídeild Skautafélags Akureyrar halda úti starfsemi í sumar. Laugardaginn 23. maí næstkomandi mun félagiö opna hjólaskautaleigu á skautasvæðinu. Af því tilcfni var efnt til kynningar á svokölluðum línuskautum, nýjum hjólaskautum sem verða í leigunni, en þetta eru víst mikil galdratæki. Mynd: Goiii ákvarðanir yrðu teknar á næst- unni. Menn væru verulega ugg- andi vegna stöðunnar í landbún- aðarmálunum því ekki sé fyrirsjá- anlegt á hvern hátt unnt verði að bregðast við þeim samdrætti í atvinnulífinu sem af minnkandi landbúnaði leiði. ÞI Krakkar Landsbankahlaupið fer fram laugardaginn 23. maí 1992. Mæting við Landsbankann v/Ráðhústorg kl. 10 f.h. Hlaupið er ætlað öllum krökk- um fæddum árin 1979-1982. Lúðrasveit æskunnar leikur fyrir og eftir hlaupið Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 11992 útgdjon o| mest landsins er homin út lesnn bóh Þú getur fengið símaskrána innbundna fyrir aðeins 175 kr. aukagjald. Tryggðu þér eintak á meðan upplag endist. Símaskráin er afhent á póst- og símstöðvum um land allt gegn afhendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Númerabreytingar sem ákveðnar hafa verið í tengslum við útgáfu símaskrárinnar og tilkynntar hafa verið símnotendum fara frarn laugardaginn 23. maí. Að þeirn breytingum loknum hefur símaskráin að fullu tekið gildi, þ.e. frá og með 23. maí nk. Fyrir þá sem óska verður tekið við gömlu símaskránni á póst- ög símstöðvum á liöfuðborgarsvæðinu og á Suður nesjum. Þá er einnig komin út ný Götu- og númeraskrá yfir höfuðborgarsvæðið og kostar hún kr. 1500.- PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.