Dagur - 02.06.1992, Síða 3

Dagur - 02.06.1992, Síða 3
Þriðjudagur 2. júní 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Stormafundur í stjórn LÍN: Hertar reglur samþykktar - vantrausti á formann hafnað Hjónin Ellcn Pálsson og Sverrir Pálsson ásamt Baldvini Bjarnasyni, skóla- stjóra við afhjúpun myndarinnar. Skólaslit G.A.: Á fímmta hundrað nemendur - málverk af Sverri Pálssyni aflijúpað Hertar kröfur til stúdenta og miklar skeröingar á kjörum námsmanna voru niðurstaöan við endurskoðun úthlutunar- reglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem lokið var við um hclgina. Horfa þær til 500 milljóna króna sparnaðar sem kemur í kjölfar laga um LÍN. Minnihluti stjórnar sjóðsins bar fram vantrauststillögu á formanninn, Gunnar Birgisson, eftir uppsafnaða gremju minni- hlutans á yfirgangi meirihlut- ans en Gunnar segir pólitískan fnyk af málinu. Að sögn Gunnars var komið verulega á móts við breytingartil- lögur minnihluta sjóðsstjórnar. Frítekjumark verður áfram mið- að við framfærslu námsmanns sem er tæpar 50.000 kr. á mánuði en hún var lækkuð verulega í fyrra. Sérstök hækkun frítekju- marks verður 15% á einstakling í leiguhúsnæði og 20% á einstætt foreldri kom hækkunin í stað lækkunar tekjutillits að tiliögu minnihlutans og segir Gunnar þetta koma í stað skerðingar barnastuðla. Pétur Þ. Óskarsson segir ekki hafa tekist að afstýra hörmungar- afleiðingum 500 milljóna króna niðurskurðar þótt lítillega hafi verið teknar til greina athuga- semdir fulltrúa námsmanna. Ekki verður lánað fyrir skóla- gjöldum í grunnháskólanám er- lendis og leiðir það af sér mið- stýringu í námsvali að sögn Péturs. Barnastuðlar sem segja til um hækkun láns foreldris vegna barna hafa verið lækkaðir úr 50% á hvert barn í 40% á fyrsta barn einstæðs foreldris og 35% á hvert barn eftir það. Giftir foreldrar fá 20% hækkun á hvert barn. Meðlag og aðrar orlofsgreiðsl- ur til barna og foreldra verða ekki taldar námsmanni til tekna. Einnig var tekin til greina sú athugasemd fulltrúa námsmanna í stjórn LÍN að barnsburður í fjölskyldu gæti rýmkað iánsrétt föður ekki síður en móður þann- Við skólaslit Sjávarútvegs- deildar Daivíkurskóla - Verk- menntaskólans á Akureyri þann 16. maí sl. var braut- skráður 31 nemandi, þar af 12 nemendur af fyrsta stigi stýri- mannabrautar, 12 nemendur af öðru stigi stýrimannabrautar og 7 nemendur af fiskvinnslu- braut. Valdimar Bragason, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga, afhenti þeim nemendum sem náðu hæstu meðaleinkunn á fyrsta og öðru stigi stýrimannabrautar verðlaun frá Útvegsmannafélagi Norður- lands. Geir Stefánsson frá Seyð- isfirði hlaut hæstu meðaleinkunn, 8,6, á fyrsta stigi en Markús Jóhannesson Dalvík hæstu meðaleinkunn á öðru stigi, 8,9. Jónas Þorsteinsson afhenti viðurkenningar fyrir hæstu meðal- einkunnir fyrir siglingafræði. Á fyrsta stigi hlutu þeir Geir Stefánsson og Ólafur Helgi Sig- urðsson frá Hauganesi þessa við- urkenningu en Markús Jóhannes- son á öðru stigi. Hæstu meðal- ig að bæta má 50% við náms- árangur þegar svo stendur á. Veikindareglur eru að sögn Gunnars ekki lakari en áður og einnig betur skilgreindar en bæta má 25% við námsárangur ef námsmaður veikist auk þess sem reglur um sumarlán til náms- manna eru rýmkaðar. Pétur segir að ef menntamála- ráðherra staðfesti reglurnar með reglugerð hafi loforð hans um að lána fyrir skólagjöldum í Háskóla íslands verið svikið enda aðeins lánað fyrir þriðjungi þeirra. Tilslakanir meirihlutans verður að skoða í því ljósi að óhögguð stendur krafan um að námsmað- ur sýni fram á 100% námsárang- ur til að fá fullt lán til framfærslu. ítrekuðum óskum minnihlutans um að fundi yrði frestað til að hægt væri að afla gagna frá skóla- yfirvöldum um hve sanngjörn Samband íslenskra hitaveitna heldur 12. aðalfund sinn 4. og 5. júní næstkomandi á Sauðár- króki. Fundurinn verður hald- inn í Iþróttahúsi Fjölbrautar- skólans. Auk hefðbundinna aðalfund- arstarfa verða flutt ýmis áhuga- verð erindi um hitaveitu- og vatnsveitumálefni. Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri Sauðár- króks, flytur inngangserindi um atvinnulíf og mannlíf í Skaga- firði. Flutt verða erindi um m.a. útfellingar hjá Hitaveitu Reykja- víkur síðastliðinn vetur, tæringu í ofnum sem orsakast af að kalt vatn kemst inn á heitavatnskerf- in, tíðni og orsök bilana í hita- veitum og heilbrigðiskröfur þær sem gerðar eru til kalda vatnsins. ój einkunn nemenda á öðru stigi fiskvinnsludeildar hlaut Rúnar Óskarsson. Aðsókn að Stýrimannadeild- inni hefur verið mjög góð á undanförnum árum og koma nemendur víðsvegar að af land- inu. Horfur eru á mjög góðri aðsókn fyrir næsta vetur og hefur þegar borist fjöldi umsókna um krafan væri og raunhæf voru að sögn Péturs hunsaðar af meiri- hlutanum. Þetta fyllti mælinn á yfirgengilegum fundi og var því borin fram vantrauststillaga á Gunnar Birgisson. Atkvæði lians vegur tvöfalt svo tillagan náði ekki fram að ganga. „Ég var sár og undrandi yfir því en ég mun vera mjög umburðarlyndur mað- ur áfram. Mér finnst pólitískur fnykur af þessu en menn mega ekki gleyma að hér eru menn í hagsmunagæslu fyrir stúdenta en ekki pólitísku skaki," sagði Gunnar. Að sögn Péturs er það út í hött að námsmenn séu að tefja eigin hagsmuni. „Ég vísa þessu gjörsamlega á bug og heim til föðurhúsanna enda hefðum við gengið af fundi ef flokks- pólitík hefði ráðið en þá var því hótað að taka til baka allar breyt- ingartillögur." GT Tónlistarskólanum á Akureyri var slitið í Akureyrarkirkju á uppstigningardag í fertugasta og sjötta sinn. Alls stunduðu 494 nemendur nám við skólann í vetur og voru píanónemendur flestir eða alls 100, fiðlunám stunduðu 67, 30 undirleik, 25 gítarleik, 16 klarinettuleik, 25 lærðu á þverflautu, 14 á selló og 47 voru í söngnámi en færri í öðrum fögum. Nemendur voru á aldrinum nám næsta vetur. Allir fyrsta stigs nemendur stýrimannabrautar hafa skráð sig til náms á öðru stigi næsta vetur. Ómar Karlsson hefur verið deildarstjóri Sjávarútvegsdeildar undanfarin tvö ár, en hann lætur nú af störfum. Skólastjóri Dal- víkurskóla er Þórunn Bergsdótt- ir. óþh Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið á Sal sl. föstudag en í vetur stunduðu 413 nemendur nám við skólann og skiptist sá fjöldi nokkuð jafnt milli 8. 9. og 10. bekkjar. Þrír nemendur fengu viður- kenningar fyrir frábæran náms- árangur, þau Magðalena Níels- dóttir, Ómar Árnason og Sigríð- ur Rut Fransdóttir en einnig voru veittar viðurkenningar fyrir fram- farir í námi, ástundun o.fl. Skólanum bárust kveðjur og veg- fjögurra ára til sextugs en flestir voru á aldrinum 10 til 14 ára eða alls 138, næst kom aldurshópur- inn 5 til 9 ára með 108 nemendur og á aldrinum 15 til 19 ára voru 85 nemendur. Michael J. Clarke var ráðinn yfirkennari við skól- ann í ágústmánuði 1991 en skömmu síðar lét Roar Kvam af störfum sem kunnugt er og því tók Michael við skólastjórn en jafnframt var Gunnar Frímanns- son ráðinn rekstrarstjóri og tók við hluta af starfi yfirkennara og skólastjóra. Engar styrkveitingar voru úr minningarsjóði Þorgerðar Eiríks- dóttur í ár því ákveðið var að vinna að eflingu sjóðsins. Eftir- taldir nemendur hlutu viður- kenningu fyrir frábæran náms- árangur: Björg Þórhallsdóttir 3. stig með einkunnina 9,7; Jón Helgi Þórarinsson 6. stig 9,5; Björn Jósefsson 6. stig á kontra- bassa 8,5 og 6. stig á rafmagns- bassa 9,6, tónfræði 7. stig 8,5 og tónheyrn 8. stig 8,5; Sigríður Baldvinsdóttir 6. stig 9,4 og Sól- veig Hjálmarsdóttir 8. stig með 8,9 og tónfræði 6. stig með 8,8. Nokkrar breytingar verða á leg blómaskreyting frá 50 ára gagnfræðingum og peningagjöf frá 25 ára gagnfræðingum. Á skólaslitunum var afhjúpuð mynd af Sverri Pálssyni fyrrv. skólastjóra sem máluð var af Kristni G. Jóhannssyni listmál- ara. Sverrir var skólastjóri Gagn- fræðaskóla Akureyrar í 25 ár, þ.e. frá árinu 1963 til 1989 en starfsaldur Sverris var þó snöggt- um lengri því hann hóf kennslu við skólann árið 1947. Núverandi skólastjóri G.A. er Baldvin J. Bjarnason. GG starfsliði skólans skólaárið 1992 til 1993. Skólanefnd hefur ráðið Guðmund Óla Gunnarsson skóla- stjóra, Helgu Kristínu Magnús- dóttur píanókennara og Kristján Edelstein gítar- og hljómborðs- kennara til starfa og Orn Viðar Erlendsson gítarkennari, Karl Petersen slagverkskennari og Sveinn Sigurbjörnsson trompet- kennari koma aftur til starfa. Sjö kennarar láta nú af störfum. Mývatnssveit: Undantekning að sjá minkaslóð að vetri til - segir Árni Halldórsson, bóndi í Garði „Til algjörar undantekningar telst ef ég sé slóð eftir mink hér á bökkum Mývatns að vetri til, svo vel hefur verið staðið að útrýmingu hans hér á Mývatns- svæðinu,“ segir Árni Halldórs- son, bóndi í Garði. Ingi Þór Ingvason er minka- bani þeirra Mývetninga. Að vetri til fer veiðin mest fram með bogum. Frá áramótum hefur Ingi fengið fjórtán minka, sem telst lítið þegar litið er til fyrri ára. „Ég stunda veiðarnar mjög reglulega og fer víða. Mývatns- svæðið er kjörland fyrir minkinn og hann er skaðvaldur hvar sem hann er. í fyrra náði ég 59 mink- um og veiðin fer minnkandi með hverju árinu. Veiðar verður að stunda reglulega, því þessi böl- valdur er fljótur að ná sér á strik ef ekkert er að gert,“ sagði Ingi Þór Ingvason, veiðimaður. ój skólastjóri. Skólaslit Sjávarútvegsdeildarinnar á Dalvík: Stefiiir í góða aðsókn næsta vetur Samband íslenskra hitaveitna: Aðalfimdur dagana 4. og 5. júní á Sauðárkróki Tónlistarskólinn á Akureyri: 494 stunduðu nám í 26 fögum

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.