Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 2. júní 1992 - DAGUR - 7 leika með liðinu í október. „Ég hafði bara samband við þjálfar- ann og þar með var ég byrjuð,“ sagði þessi tvítuga knattspyrnu- kona. Með liðinu varð Arndís enskur bikarmeistari og að auki vann lið- ið alla leiki sína í 2. deild. „Mér gekk bara nokkuð vel og náði að setja 4 mörk með aðalliðinu. Ég var meidd í einar 6 vikur og ekki komin í mitt besta form þegar að úrslitaleiknum sjálfum kom. Ég var samt í hópnum og kom inná sem varamaður. Við spiluðum við Millwall og unnum 1:0,“ sagði Arndís og var greinilega hin hressasta með árangurinn. Með henni hjá Arsenal voru þrjár enskar landsliðskonur og eru þær, eins og aðrar, í þessu af áhugamennskunni einni saman. Þegar undirritaður spurði hvort einhverjir peningar væru í spilinu hló Arndís og sagði að þjálfarinn fengi ekki einu sinni laun. Hún sagði framtíðina óráðna, að því er boltann varðaði, en sagðist þó verða með KA í 2. deildinni í sumar. SV Blaklandsliðið: Tveir sigrar og eitt tap í Færeyjum íslenska landsliðið í blaki var í Færeyjum í síðustu viku og spilaði þrjá leiki við heima- menn, töpuðu fyrsta en unnu seinni tvo. Tveir KA menn leika með liðinu, þeir Bjarni Þórhallsson og Þröstur Frið- finnsson. íslenska blaklandsliðið byrjaði heimsókn sína til Færeyja illa. Liðið lék fyrsta leikinn í Þórs- höfn á miðvikudagskvöldið og tapaði í fimm hrinu leik. íslendingarnir byrjuðu þó öllu betur og unnu fyrstu hrinuna 9- 15, en töpuðu næstu tveimur 15- 12 og 15-12. Liðið náði að jafna í fjórðu lotunni, 10-15, en varð að sætta sig við tap í leiknum þvf heimamenn unnu fimmtu og síð- ustu hrinuna 15-12. Annar leikur liðsins var í Klakksvík daginn eftir og var allt annað að sjá til íslenska liðsins. Heimamenn náðu ekki að halda í við íslendingana sem unnu þrjár hrinur en heimamenn enga, 10- 15, 9-15 og 6-15. Leikurinn tók einungis 54 mínútur. Þriðji og síðasti leikurinn fór fram í Fuglafirði á föstudag og unnu íslendingar aftur 3-0, 8-15, 8-15 og 14-16. Ferð íslendinganna var liður í undirbúningi fyrir smáþjóðamót sem fram fer í San Marínó í júní. SV Lokahóf handknattleiksmanna: Guðný og Lokahóf handknattleiksmanna fór fram um helgina og voru þau Sigurður Sveinsson, Sel- fossi, og Guðný Gunnsteins- dóttir, Stjörnunni, valin bestu Stefán Arnaldsson var kjörinn besti dómarinn ásamt félaga sínum, Rögnvaldi Erlingssyni. Siggi best handknattleiksmenn íslands- mótsins. Bestu dómararnir voru þeir Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar á hátíðinni. Auk þeirra sem áður er getið var Kristján Arason kjörinn besti varnarmað- ur íslandsmótsins og að auki besti þjálfarinn. Sigurður Sveins- son var útnefndur besti sóknar- maður mótsins og besti mark- vörðurinn var Bergsveinn Berg- sveinsson, FH. Efnilegasti leik- maðurinn í karlaflokki var valinn Dagur Sigurðsson, Val. Hjá kvenfólkinu var Andrea Atladóttir, Víkingi, kjörin besti sóknarleikmaðurinn, Nina Getskov, Stjörnunni, besti mark- vörðurinn og Svava Yr Baldvins- dóttir, Víkingi, besti varnarleik- maðurinn. Efnilegust var valin Margrét Vilhjálmsdóttir, Stjörn- unni. Markakóngar íslandsmótsins voru þau Hans Guðntundsson, FH, og Laufey Sigvaldadóttir, Gróttu. SV Freyr Gauti Sigmundsson er kominn í hóp bestu júdómanna heims þrátt fyrir ungan aldur. Ólympíunefnd íslands: Arndís Ólafsdóttir knatt- spyrnukona hjá KA varð bikar- meistari með enska liðinu Arsenal í vetur. Liðið lék í 2. deild en náði að vinna sér sæti í þeirri 1. að ári. Arndís skor- aði 4 mörk fyrir liðið þótt hún hafi verið frá vegna meiðsla í 6 vikur. Núna er hún komin heim til Akureyrar og verður í baráttunni með sínum gömlu félögum hjá KA í sumar. Arndís fór til Englands, sem „au pair,“ í september síðastlið- •num en sagðist hafa byrjað að Arndís Ólafsdóttir. Grænt ljós á Gauta - tekur þátt í ÓL í Barcelona vor hefur Freyr Gauti náð ólympíulágmarkinu, og það oftar en einu sinni. Hann varð í 7. sæti á Evrópumeistaramóti unglinga í nóvember í fyrra og 2. sæti á Norðurlandamóti fyrr í vor. Aðspurður sagðist Gauti vera búinn að æfa mjög vel í vetur og að þessar vikurnar væri æft tvisvar á dag, alla daga nema sunnu- daga, lóðum lyft á morgnana og glímt á kvöldin. „Ég verð í æfingabúðum allan júní; fer til Þýskalands, Austur- ríkis og Hollands og verð svo í Reykjavík fram að leikunum.“ Þegar Gauti var spurður út í allan þann kostnað sem leggja þarf í fyrir ÓL þyngdist brúnin á kappanum. „Þetta er rosalega dýrt en vonandi sjá einhverjir sér fært að leggja okkur lið. Ég mun reyna að standa mig en það er slæmt að þurfa að hafa áhyggjur af peningahliðinni," sagði Gauti. Ekki vildi hann spá miklu um möguleika sína á leikunum. Hann sagðist hugsa um fyrstu glímuna og sjá svo til. „Maður verður að hugsa um þetta eins og hvert annað mót,“ sagði Gauti og bætti við að rnenn færu yfir um á taugum ef þeir ætluðu að vera að velta sér of rnikið upp úr þessu. „Ég hef í raun engu að tapa. Ég hef náð lágmarkinu og það er viss sigur fyrir mig. Allt annað er bónus. Þú sérð að ég er svo ungur að ég á þrenna Ólympíuleika eftir,“ sagði Freyr Gauti og hló. SV Það hefur nú loksins fengist staðfcst að Freyr Gauti Sig- mundsson, júdómaðurinn sterki úr KA, hefur náð ólympíulág- markinu og verður því á meðal þátttakenda á ÓL í Barcelona í sumar. Gauti var að vonum hinn ánægðasti og sagðist alveg óhræddur. „Eg hugsa bara um fyrstu glímuna og er ekkert að stressa mig á þessu,“ sagði Gauti í samtali við blaðamann.“ Eins og Dagur greindi frá fyrr í FIosi Jónsson. Flosi með Akureyrannet Flosi Jónsson setti nýtt Akur- eyrarmet í 100 kg flokki í bekkpressu á móti sem kraft- lyftingamenn slógu upp í göngu- götunni á laugardag. Flosi lyfti 173 kg og bætti eigið met um hálft kg. Fjórir keppend- ur tóku þátt í mótinu, Rúnar Friðriksson lyfti 132,5 kg í 90 kg flokki, Hermann Brynjarsson lyfti 140 kg í 110 kg flokki og Kristján Falsson lyfti 177,5 kg í + 125 kg flokki og bætti eigin árangur um 2,5 kg. Amdís Ólafsdóttir enskur bikarmeistari

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.