Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 2. júní 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óskiljanlegur spamaður „Sparnaður í ríkisrekstri" eru eins konar töfraorð um þessar mundir. Stjórnendum vel flestra ríkisstofnana og -fyrirtækja er gert að spara með öllum tiltækum ráðum til að ná fram markmiðum aðhaldssamra fjárlaga. í sumum tilfellum er sparnaðurinn af hinu góða og til þess fallinn að færa rekstur við- komandi fyrirtækis eða stofnunar í betra horf. í öðrum tilfellum er sparnaðurinn afar hæpinn og jafnvel vanhugsaður. Síðastliðinn fimmtudag greindi Dagur frá einu dæmi af síðarnefnda taginu. Þá var frá því greint að vegna niðurskurðar á fjárveit- ingum frá ríkinu hafi Náttúruverndarráð neyðst til að hætta að halda uppi skipulegu eftirliti með fálkavarpi í Mývatnssveit, Ásbyrgi og Jökulsárgljúfrum. Fálkaeftirlits- menn á þessum slóðum hafa á undanförnum árum oft þurft að hafa afskipti af grunsamleg- um mannaferðum í námunda við fálkahreiðr- in. Eftir miklu er að slægjast fyrir eggja- og fálkaþjófa því svimandi háar upphæðir fást fyrir íslandsfálka víða erlendis. Eins og flestir vita verpir fálkinn í apríl. Ungarnir eru þar af leiðandi skriðnir úr eggj- um fyrir þó nokkru. Að venju hafa borist frétt- ir af grunsamlegum mannaferðum á fálka- slóðum síðustu vikur, en vegna fyrrnefnds niðurskurðar á fjárveitingum frá ríkinu hefur fálkavarpið verið án minnsta eftirlits í vor. í frétt Dags segir Guðríður Þorvarðardóttir, líf- fræðingur og fulltrúi hjá Náttúruverndarráði, meðal annars: „Þetta er hið versta mál og niðurskurði er beitt víðar. í sumar verður eng- in fjallalögregla sem í fyrra og vegalögregla verður ekki til staðar á Seyðisfirði við komu og brottför ferjunnar." Af framansögðu má sjá að margnefndur „sparnaður í ríkisrekstri" virðist á þessu sviði beinlínis miða að því að greiða leið eggja- og fálkaþjófa inn og út úr landinu. Sá sparnaður sem í því felst er flestum óskiljanlegur. Vissu- lega má til sanns vegar færa að verið sé að spara fálkaþjófum fyrirhöfn og draga úr þeirri áhættu sem þeir leggja í við að veikja hinn viðkvæma íslenska fálkastofn. Vart getur það hafa verið markmið stjórnvalda með niður- skurði fjárveitinga til Náttúruverndarráðs. BB. MENOR - menningar- dagskrá í júní TÓNLIST Þriðjudagur 2. júní - Fredenskirkjunni í Árhus Dan- mörku kl. 19.30: Kór Akureyrarkirkju, stjómandi Bjöm Steinar Sólbergsson. Á efnisskrá verða íslensk verk. Miðvikudagur 3. júní - Silkeborgkirke í Silkeborg Danmörku kl. 19.30: Kór Akureyrarkirkju, stjómandi Bjöm Steinar Sólbergsson. Föstudagur 5. júní - Húsavíkurkirkja kl. 20.30: Orgeltónleikar, Wolfgang Tretzsch, (ísafirði). Laugardagur 6. júní - Akureyrarkirkja kl.12.00: Hádegistónleikar: Wolfgang Tretzsch, orgelverk eftir Bach, Distler, Kiel, Eben. Léttur há- degisverður í Safnaðarheimilinu á eftir. - Dyssegárdskirke í Hellemp, Danmörku kl. 17.00: Kór Akureyrarkirkju, stjómandi Bjöm Steinar Sólbergsson. Sunnudagur 7. júní (hvíta- sunnudagur) - Holmenkirke í Kaupmanna- höfn, Danmörku kl. 14.00: Islensk messa, Kór Akureyrar- kirkju, Kór íslenska safnaðarins í K.höfn. Messukaffi í Jónshúsi á eftir. Föstudagur 12. júní - Dalvíkurkirkja kl. 20.30: Dómkórinn. Stjómandi Marteinn H. Friðriksson. Laugardagur 13. júní - Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 12.15: Tónleikar í tengslum við aðal- fund MENOR, ýmsir flytjendur - Dalvíkurkirkja kl. 17.00 Minningartónleikar. Söngkonumar Halla Jónasdóttir og Fríður Sigurðardóttir syngja íslensk einsöngs og tvísöngslög. Kári Gestsson píanó. Sunnudagur 14. júní - Breiðumýri í Reykjadal kl. 15.00: Söngur og sólstöðukaffi. Kvennakórinn Lissý, Hildur Tryggvadóttir sópran, Ragnar Þorgrímsson píanó, stjómandi Margrét Bóasdóttir. Sunnudagur 14. júní - Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 17.00: Undrabömin frá Rússlandi. Listahátíð í Reykjavík og Tón- listarskólinn á Akureyri standa fyrir komu fimm framúrskarandi unglinga frá Rússlandi. - Hólar í Hjaltadal: Dómkórinn, stjómandi Marteinn H. Friðriksson. Laugardagur 20. júní - Martinskirche Múnsingen í Þýskalandi kl. 19.30: Kór Glerárkirkju, stjómandi Jó- hann Baldvinsson. Á efnisskrá verða íslensk verk. Sunnudagur 21. júní - Safnahúsið Húsavík, kl. 20.30: Pavol Kovac, píanó, (Þýska- landi). Fimmtudagur 25. júní - Lovisa í Finnlandi (Vinabær Ólafsfjarðar): Kirkjukór Ólafsfjarðar, stjóm- andi Jakub Kolosowski. Lidia Kolosowska, píanó. Á efnisskrá eru íslensk lög. Þriðjudagur 30. júní - Dómkirkjan Komelimúnster í Aachen Þýskalandi kl. 19.30: Kór Glerárkirkju, stjómandi Jóhann Baldvinsson. MYNDLIST/ SÝNINGAR Sýningarhópurinn Trójuhestur- inn - Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju 10.-21. júní: Málverk, grafík, skúlptúr eftir: Sólveigu Eggertsdóttur, Sigurð Örlygsson, Sigrid Valtingojer, Guðrúnu Kristinsdóttur, Kristin Hrafnsson, Önnu Eyjólfsdóttur, Ólöfu Sigurðardóttur. Mannlíf á Siglufirði frá 1930 til okkar daga. Ljósmyndasýning. - Nýja bíó Siglufirði Opið frá 9-21 alla daga í sumar. Steingrímur Kristinsson og Kristfinnur Guðjónsson ljós- myndarar. MENNING Menningarsamtök Norðlendinga MENOR halda aðalfund sinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 13. júní kl. 10.30 f.h. í tengslum við fundinn verðam.a. tónleikarkl. 12.15. Vinabæir Akureyrar á Norður- löndum halda mót 22.-28. júní. Þemað em bókmenntir. Menningardagskrá þessi er byggð á upplýsingum sem berast símleiðis til tengiliða Menn- ingarsamtaka Norðlendinga MENOR. Dagskráin er birt með fyirvara um breytingar. Menningardagskrá fyrir júlí birtist næst þriðjudaginn 30. júní 1992. Lesendahornið______________________ Styrkjum alla Ólympíu- farana en ekki bara einn Lesandi hringdi: „Ég vil gera athugasemd við lesendabréf sem birtist fyrir „Ég bý í nágrenni við væntanlega byggingu aldraðra við Lindasíðu á Akureyri og langar að vita hvort ekki á að girða í kringum þetta vinnusvæði. Framkvæmd- irnar eru hafnar á svæðinu og börnin eru þegar byrjuð að sækja í þetta svæði til að leika sér. í I skömmu í Degi og fjallar um Ólympíuleikana og stofnun I styrktarsjóðs fyrir Frey Gauta hverfinu eru mörg börn og þarna eru miklar hættur, ekki síst núna þegar grunnurinn er 4-5 metra djúpur og mikið vatn í honum. Því vil ég hvetja framkvæmda- aðila til að loka svæðið af og forðast þannig slys.“ M.G. Sigmundsson, júdómann. Þar var talað um að stofna ætti slíkan sjóð fyrir hann þar sem um sé að ræða fyrsta Ólympíufara Akur- eyringa í langan tíma. Mér fannst þetta ekki nógu sniðugt vegna þess að Sigurrós Karlsdóttir fór fyrir nokkrum árum á Ólympíu- leika fatlaðra og varð ólympíu- meistari og nú í haust fara þrír Akureyringar á Ólympíuleika fatlaðra. Mér finnst ekki sann- gjarnt að nefna þetta fólk ekki í þessari umræðu. Ef stofna á sjóð til að styrkja Frey Gauta þá er sjálfsagt að stofna sjóð fyrir hina ólympíufarana líka. Ættum við ekki bara að stofna einn sjóð til að styrkja þau öll jafnt. Við eig- um ekki bara að taka út þá heil- brigðu heldur gera þeim fötluðu jafn hátt undir höfði.“ Strætó aki fram- hjá KEA-Nettó Kona úr Þorpinu hringdi: Mig langar að vekja máls á því hvort Strætisvagnar Akureyrar sjái sér ekki fært að breyta ferð- um sínum þannig að þeir aki framhjá nýju KEA-Nettó búð- inni að Óseyri 1. Það myndi leysa vanda margra sem ekki hafa bíl til umráða. Ég vona að einhverjir fleiri láti heyra í sér varðandi þetta mál. Fyrsta skóflustungan tekin við Lindarsíðu 2 og 4. Bygging íbúða aldraðra við Lindarsíðu: Girðið vinnusvæðið af

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.